Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Afmæli____________________ Kristinn Bjömsson Kristinn Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Nóa-Síríusar, Bjarmalandi 18, Reykjavík, er fer- tugurídag. Kristinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1970 og embættisprófi í lögfræöi við HÍ1975. Kristinn var fulltrúi hjá borgar- verkfræðingi 1975, vann við lög- fræðistörf 1976-1982, fyrst með öðr- um en síðan með eigin stofu, 1979- 1982. Hann er framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar frá 1982 og hefur nú verið ráðinn forstjóri Olíufélagsins Skeljungs frá 1. júlí 1990. Kristinn sat í stjórn Heimdallar 1973-1975, í stjórn SUS1983-1985 og var formað- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna á Seltjarnarnesi í þrjú ár. Hann hefur setið í stjórn Félags ísl. iðnrekenda 1983-1990 og var vara- formaður félagsins 1986-1990. Krist- inn hefur verið í framkvæmdastjóm Verslunarráðs frá 1986 og í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bands íslands frá 1986. Kristinn kvæntist 10. janúar 1976 Sólveigu Pétursdóttur, f. 11. mars 1952, lög- fræðingi, varaþingmanni, vara- borgarfulltrúa og formanni barna- vemdamefndar Reykjavíkur. For- eldrar Sólveigar eru: Pétur Hannes- son, deildarstjóri í Reykjavík, og kona hans, Guðrún M. Amadóttir. Kristinn og Sólveig eiga þrjú börn: Pétur Gylfa, f. 9. september 1975, Bjöm Hallgrím, f. 3. mars 1979, og Emilíu Sjöfn, f. 30. september 1981. Kristinn á þrjár systur, Áslaugu, f. 28. desember 1948, gifta Gunnari SchevingThorsteinsson, verkfræð- ingi í Reykjavík, Emilíu Björgu, f. 19. júní 1954, ljósmyndara á Morg- unblaðinu, gifta Sigfúsi Haralds- syni, tannlækni í Reykjavík, og Sjöfn, f. 19. júlí 1957, kaupkonu, gifta Sigurði Sigfússyni, sölustjóra hjá SÍF. Foreldrar Kristins: Björn Hall- grímsson, forstjóri H. Benediktsson hf. í Reykjavík, f. 17. apríl 1921, og kona hans, Emilía Sjöfn Kristins- dóttir húsmóðir, f. 12. ágúst 1927. Föðursystkini Kristins eru: Ingi- leif Bryndís, húsmóðir og stjórnar- formaður Nóa-Síríusar hf., ekkja eftir Gunnar Pálsson, skrifstofu- stjóra í Reykjavík; Geir, dó ungur, og Geir seðlabankastjóri, kvæntur Emu Finnsdóttur. Faðir Björns var Hallgrímur, stór- kaupmaður og alþingismaður í Reykjavík, Benediktsson, b. ogtré- smiðs á Refstað í Vopnafirði, Jóns- sonar, prests í Reykjahlíð, Þor- steinssonar, forföður Reykjahlíðar- ættarinnar. Móðir Hallgríms var Guðrún Björnsdóttir, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, Þorleifssonar, b. á Karlsskála, Péturssonar, bróður Guðlaugar, móður Eiríks Björns- sonar á Karlsskála. Móðir Guörún- ar var Bóel, systir Kristrúnar, ömmu Páls Stefánssonar auglýs- ingastjóra. Bóel var dóttir Bóasar, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, Arn- bjömssonar. Móðir Bóelar var Guð- rún Jónsdóttir, b. á Sléttu í Reyðar- firði, Pálssonar, bróður Herdísar, langömmu Jóhönnu, langömmu Vals Arnþórssonar. Móðir Björns var Áslaug, systir Geirs Zoega vega- málastjóra og Guðrúnar, móður Geirs, fyrrv. forstjóra Ræsis, og Hannesar Þorsteinssonar, aðalfé- hirðis Landsbankans. Áslaug var dóttir Geirs Zoega, rektors í Rvík, bróður Ingigerðar, ömmu Benedikts Gröndal verkfræðings, fyrrv. for- manns VSÍ. Bróðir Geirs var Jó- hannes, afi Jóhannesar Zoega hita- veitustjóra. Geir var sonur Tómasar Zoega, formanns á Akranesi, bróðir Bjargar, ömmu Garðars Cortes, og bróðir Einars, langafa Einars Bene- diktssonar sendiherra. Tómas var sonur Jóhannesar Zoega, glerskera í Reykjavík, Jóhannessonar Zoega, fangavarðar í Reykjavík, frá Slés- vík, af ítölsku aðalsættinni Zuecca. Móðir Áslaugar var Bryndís Sigurð- ardóttir, kaupmanns í Flatey, Jóns- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Aradóttir, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar. Móðir Bryndísar var Sigríður Brynjólfs- dóttir, kaupmanns í Flatey, Boga- sonar, fræðimanns á Staðarfelli, Benediktssonar, föður Johönnu, ömmu Hannesar Pálssonar banka- stjóra. Móðursystkini Kristins eru: Odd- björg, gift Richard Thors lækni; Arnþrúður, gift Óttari Möller, fyrrv. forstjóra; Auður, gift Jóni Ólafs- syni, oddvita í Brautarholti, og Gylfi, dó um tvítugt. Móðir Kristins er Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, kaup- manns í Geysi, bróður Guðmundar skipstjóra, foður Markúsar skip- stjóra, fóður Guðmundar hrl. og Brynjólfs rafverktaka. Kristinn var sonur Markúsar, verkamanns í Kristinn Björnsson. Rvík, Guðmundssonar, b. á Torfa- stöðum í Grafningi, Guðmundsson- ar. Móðir Kristins var Arnþrúður Símonardóttir, b. á Bjamastöðum í Ölfusi, Jónssonar og konu hans, Arnþrúðar Hannesdóttur, b. í Stóru-Sandvík, Guðmundssonar. Móðir Amþrúðar var Vigdís Stein- dórsdóttir, b. í Auðsholti í Ölfusi, Sæmundssonar og konu hans, Arn- þrúðar Nikulásdóttur, ættforeldra Auðsholtsættarinnar. Móðir Emilíu var Emilía Björg, systir Guðrúnar, verkakonu hjá O. Johnson, og Gróu borgarfulltrúa, fóður Péturs O. Nikulássonar, stórkaupmanns. Em- ilía Björg var dóttir Péturs, sjó- manns í Rvík, Ömólfssonar og konu hans, Oddbjargar Jónsdóttur. Una Thorberg Elíasdóttir Una Thorberg Elíasdóttir hús- móðir, Tjarnarbraut 19, Bíldudal, er sjötíu og fimm ára í dag. Una fæddist á Efra-Vaðli að Barðaströnd. Er Una var sex ára fylgdi hún móður sinni að Otradal í Arnarfirði þar sem hún var vist- ráðin. Kristjóna andaðist þar þrem- ur árum síðar en húsbændur henn- ar, Henríetta Hermannsdóttir frá Flatey og Guðmundur Guðmunds- son, tóku Unu að sér og ólst hún upp í Otradal sem eitt barn þeirra hjóna. Frá tvítugsaldri var Una vinnu- kona í Reykjavík í nokkur ár og á Patreksfirði en þar giftist hún 20.9. 1941 Matthíasi Ásgeirssyni sjó- manni. Matthías var Arnfiröingur að ætt og bjuggu þau Una á Bfldu- dal. Matthías fórst í sjóróðri 30.9. ári síðar og var Kolbrún einkadóttir þeirra þá átta mánaða. Síöari eiginmaður Unu er Garðar Jörundsson, sjómaður frá Bíldudal, f. 9.8.1916, sonur Steinunnar Guð- mundsdóttur og Jörundar Bjama- sonarskipstjóra. Heimih þeirra Unu og Garðars hefur ávallt staðið á Bfldudal, lengst af í Glaumbæ, að Tjamarbraut 19, þar sem börn þeirra ólust upp. Elsta barn Unu, Kolbrún Matthí- asdóttir, er húsmóðir á Bíldudal, f. 5.2.1942, gift Ágústi Gíslasyni verk- smiðjustjóra en þau eignuðust fimm börn og em fjögur þeirra á lifi. Börn Unu og Garðars eru Lflja, f. 30.8.1944, húsmóðir í Reykjavík, gift Áma Bergi Sigurbjömssyni sóknar- presti og eiga þau þrjú börn; Matthí- as, f. 10.6.1947, framkvæmdasfjóri, Bodö í Noregi, f. 10.6.1947, kvæntur Elísabetu Brantser fóstra og eiga þau eitt barn, auk þess sem Matthí- as á tvær dætur frá fyrra hjóna- Una Thorberg Eliasdóttir. bandi; Jörundur, f. 7.12.1948, kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur húsmóður, og á Jörundur þrjú börn frá fyrra hjónabandi, auk barns sem hann eignaðist fyrir hjónaband; Áslaug Jóna, f. 3.7.1950, húsmóðir, gift Jóni Guðmundssyni trésmíða- meistara og á Áslaug tvö börn frá fyrra hjónabandi; Gunnar Kari, f. 25.11.1952, skipstjóri, kvæntur Vé- dísi Thoroddsen húsmóður og eiga þau þijú böm og Gunnar eitt frá því fyrir hjónaband; Drífa, f. 25.9.1954, húsmóðir í Reykjavík, gift Baldri Waage, trésmiöi og húsverði, og eiga þau tvö böm, og Sverrir, f. 22.9.1956, skipstjóri á Bíldudal, f. 22.9.1956, kvæntur Sonju Huldu Jónsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm. Alsystir Unu var Áslaug, f. 5.11. 1916, d. 1.9.1989, húsmóðir í Reykja- vik, gift Guðmundi Kolbeinssyni sem lést 1987 en þær systumar áttu fimm hálfsystkin samfeðra og era þrjúþeirraálífi. Foreldrar Unu vora Kristjóna Lárusdóttir frá Efra-Vaðli og Elías Bjamason, b. í Neðra-Vaðli. Lögtaksúrskurður í dag hefur bæjarfógetinn i Hafnarfirði kveðið upp svofelldan lögtaksúrskurð: „Að beiðni Hafnarfjarðarbæjar geta farið fram lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1989 og fyrri ára, álögðum í Hafnarfirði, en þau eru: Gatnagerðargjöld skv. 6. gr. rgl. nr. 446 9. okt. 1975 um gatnagerðargjöld í Hafnarfirði, sbr. og rgl. nr. 468 7. júlí 1981, byggingarleyfisgjöld, skv. gr. 9.2. í byggingarreglugerð nr. 292, 16. maí 1979, og hafnargjöld, skv. 11. gr. hafnarlaga nr. 69/1984, sbr. rgl. nr. 494/1986 og rgl. nr. 375/1985. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa ef full skjj hafa ekki verið gerð." Hafnarfirði, 11. apríl 1990 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Hjalmar Jónsson Hjálmar Jónsson, sóknarprestur á Sauðárkróki og prófastur Skag- firðinga, Víðihlíð 8, Sauðárkróki, er fertugur í dag. Hjálmar er fæddur í Borgarholti í Biskupstungum, ólst upp í Borgarholti, síðar í Eyjafirði frá 1961 og á á Akureyri frá 1963. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ1976 og var sóknarprestur í Bólstaðar- hhðarprestakalli í Húnavatnssýslu 1976-1980. Hjálmar hefur verið sóknarprestur á Sauðárkróki frá 1980 og prófastur á Sauðárkróki frá 1982. Hann hefur unnið ýmis nefnda- og tr únaðarstörf fyrir kirkju og samfélag og er formaður Lönguhlíðarnefndar, í Hólanefnd og sálmabókarnefnd. Hjálmar er í stjóm Prestafélags Hólastiftis, skólanefnd Sauöárkróks og í rit- stjóm Feykis. Hjálmar kvæntist 9. september 1973 Signýju Bjamadótt- ur, f. 9. júh 1949, líffræðingi. Foreldr- ar Signýjar era: Bjarni Jónsson, f. 2. september 1908, d.-20. janúar 1990, b. og oddviti í Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit, og kona hans, Laufey Val- geirsdóttir, f. 19. ágúst 1917. Börn Hjálmars og Signýjar eru: Kristinn, f. 12. júh 1973, Sigríður, f. 7. október 1975, Reynir, f. 18. maí 1979, ogÁsta Sóley, f. 12. ágúst 1985. Systkini Hjálmars eru: Ólöf, f. 22. október 1948, húsmóðir á Akureyri, Ari Ax- el, f. 19. apríl 1951, bílstjóri á Akur- eyri, kvæntur Hólmfríði Þorleifs- dóttur, GuðfinnaÁsta, f. 14. júní 1954, námsmaður og húsmóðir, gift Ólafi Sigmundssyni, gjaldkera hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akur- eyri, og Erla Hrönn, f. 23. janúar 1958, gift Divind Kaasa sjávarlíf- fræöingi. Foreldrar Hjálmars: Jón Óh Þor- láksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982, b. í Borgarholti í Biskups- tungum, síðar verkstjóri á Akur- eyri, og kona hans, Árveig Kristins- dóttir, f. 14. desember 1929. Jón var sonur Þorláks, sýslufulltrúa á Ak- ureyri, Jónssonar (Gauta), fram- kvæmdastjóra og stofnanda Kaup- félags Norður-Þingeyinga og b. í Ærlækjarseli í Kelduhverfi, Jóns- sonar, alþingismanns á Gautlönd- um, Sigurðssonar. Móðir Jóns (Gauta) var Sólveig Jónsdóttir, prests í Reykjahhð, Þorsteinssonar, ættfóður Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Þorláks var Sigurveig Sigurð- ardóttir b. í Ærlækjarseli, Gunn- laugssonar, b. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Sigvaldasonar, b. í Hafra- fellstungu, Eiríkssonar, b. á Hauks- stöðum á Dal, Styrbjarnarsonar sterka, b. á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, Þorsteinssonar. Móðir Sigurveigar var Kristín Björnsdóttir b. í Laxárd- al, Guðmundssonar og konu hans, Amþrúðar Sigurðardóttur „tuggu“, b. og járnsmiðs á Hauksstöðum á Jökifldal, Sveinssonar. Móðir Jóns Óla var Alexína, systir Ámínu, konu Guðbrands Isbergs sýslu- Hjálmar Jónsson. manns, foreldra Jóns ísbergs, sýslu- manns á Blönduósi. Alexína var dóttir Jóns, b. í Möðrufelli í Eyja- firði, Jónssonar og konu hans, Ólaf- ar Bergrósar Ámadóttur. Árveig er dóttir Kristins, b. í Ási í Vatnsdal, bróður Lárasar, afa Hauks L. Haukssonar blaðamanns. Kristinn var sonur Bjama, b. og oddvita á Sýruparti á Akranesi, Jónssonar, b. í Heynesi, Bjarnason- ar, bróður Guðbjarna, langafa Sig- mundar Guðbjamasonar rektors. Móðir Kristins var Sigríður Hjálm- arsdóttir, b. í Hauganesi í Blöndu- hlíð í Skagafirði, Hjálmarssonar, skálds í Bólu, Jónssonar. Móðir Árveigar var Guðfinna Ámadóttir frá Vestmannaeýjum. 50 ára Karel Valtýsson, Ljósheimum 11, Reykjavík. Zophonías Pálsson, Eskihlíð 8A, Reykjavík. Guðný Halldórsdóttir, Bröttugötu 4, Borgarnesi. Sigríður Magnúsdóttir, Miðstræti 4, Bolungarvík. Sigurður Thoroddsen, Grjótaselí 21, Reykjavík. Atli-Dagbjartsson, Mánabraut 3, Kópavogi. Bryndís Þorvaldsdóttir, Kvistagerði 6, Akureyri. Björn Sigurjónsson, Mánabraut 3, Kópavogí. Jóhannes Arason Fossdal, Uröarstíg 14, Reykjavík. 40ára 60 ára Kjartan Jónsson, Háabarði9, Hafnarfirði. Guðríður Magnúsdóttir, Miðgarði 3, Keflavík. Einar Þorsteinsson, Vesturgötu 51B, Reykjavik. Elínborg Ása Ingvarsdóttir, Managerði 1, Gnndavik. María Teresa Marti, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Jóna Sigriður Þorieifsdóttir, Beykihlíö25, Reykjavik. Jón Pétur Jóhannsson, Smárahlíð 22C, Akureyri. Ingibj örg Pétursdóttir, Marbakkabraut 17, Kópavogi. Þorgeir Björnsson, Birtingakvísl 66, Reykjavík. Ásta Jónsdóttir, Efri-Reykjum, Mosfellsbæ. Björg Hansdóttir, Túngötu 3, Súðavík. WilhelmNorðfjörð, Víðimel 65, Reykjavik. Guðlaug Ásgeirsdóttir, GrashagaS.Selfossi. Malin öriygsdóttir, Öldugötu 5, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.