Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Utlönd Björgunarmenn á Indlandi við störf en óttast er að hundrað manns hafi látist í lestarslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Símamynd Reuter Lestarslys á Indlandi: Tugir Óttast er að minnsta kosti eitt hundrað manns hafi látist í gær þeg- ar eldur kom upp í farþegalest á leið um Bihar-fylki í norðurhluta Ind- lands. Læknar og björgunarmenn telja að tala látinna eigi enn eftir að hækka því að margir þeirra sem komust lífs af séu illa slasaðir. Ind- verskir embættismenn telja að orsök eldsvoðans megi rekja til þess að leki hafi komið að gashylki sem einn far- þeganna hafi haft meðferðis. Glóð frá sígarettu hafi síðan orðið kveikjan að þessum mannskæða eldsvoða. Eldurinn kom upp í lestinni þegar hún var í um átta kílómetra fjarlægð frá miðborg Patna, höfuðborg Bihar, fátækasta fylkis Indlands. Tveir vagnar lestarinnar gereyðilögðust í látnir eldinum. Embættismenn segja að allt að tvö hundruð manns hafi getað verið í vögnunum sem ætlaðir voru áttatíu farþegum. Flestir farþeganna voru á leið með grænmeti og mjólk- urafurðir á markað í Patna. Að sögn sjónarvotta var mikill troðningur í vögnunum, grænmetis- körfum staflað hverri ofan á aðra við útgöngudyr. Að sögn vitna reyndu margir farþeganna að skvetta mjólk á eldinn og sleppa þannig út. Tugir farþeganna voru á þaki lestarinnar og að minnsta kosti sextíu þeirra slösuðust, þar af nokkrir alvarlega, þegar þeir stukku niður. Þegar er búið að fjarlæga áttatíu lík af slys- stað. Reuter Sfetor......\f«ader VíðáttumMarogBoðar^ babstrendurmeona Oanmótku-j e>o,u Pað angar allt og sýður af ánægju þegar sumarið nær hámarki í Danmörku. Komið og finnið það sjálf. Víðáttmiklar strendur. Grænir skógar og engi. Og allskonar skemmtigarðar s.s. Tivoli, Fárup Sommerland, finna í elsta konungsríki veraldar. Og hjá Danland býr maður með allt innan seilingar. Rétt við bestu baðstrendur Danmerkur. Komið á staðinn og njótið sumarsins. Við hlökkum til þess að geta boðið ykkur allt það sem sannarlega getur talist danskt. Hringið og fáið sendan bækling og verðlista. BLOKHUS DANMARKS TURISTRÁD NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN. SMYRIL LINE - ÍSLAND Laugavegur 3 Fjarðargata 8 Reykjavik SeyðisQörður S.: 91-626362 S.: 97-21111 Danland Magnaður kraftur -felst í þessu litla hylki Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að byggja upp mikinn líkamlegan styrk á skömmum tíma ef rétt er á haldið. Ein undirstaðan og sú mikilvægasta er að tryggja rétt bætiefni. Magnamín bætiefnabelgirnir eru örugg, auðveld og hagkvæm leið. Þeir eru gerðir fyrir íslenskar fæðuvenjur til þess að tryggja íslendingum nákvæmlega þau efni sem þeir þarfnast. Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum og nældu þér í kraft fyrir vorið. Magnamín með morgunmatnum - magnar kraftinn. ^fsi'síra- oeigimir HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.