Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Uppgjör Ungverja Athyglisvert er, hvernig þjóðir Austur-Evrópu snúa gjörsamlega baki við öllu, sem kennir sig við sósíal- isma. Þær velja flokka til hægri, þegar kostur gefst. Þjóðirnar velja markaðsbúskap. Þær vilja gjörsamlega rísa gegn öllu því, sem minnir á síðustu áratugi. Nú skyldu menn halda, að þessar þjóðir hafi átt örðugt með að fylgjast með framvindu lýðræðisríkja. Vissulega má gera ráð fyrir, að þjóðir Austur-Evrópu viti ekki glöggt, hvað frjálshyggja er. En mönnum hefur furðanlega tekizt að fylgjast með. í Austur-Evrópu, jafnvel í Sovét- ríkjunum, hafa menn fengið fréttir, þótt af skornum skammti hafi verið. Ungverjar voru í síðustu viku að gera upp sín mál. Fjörutíu og fimm ára valdaferli komm- únista er lokið. Ekki stoðaði gamla kommúnistaflokkn- um að afneita fortíðinni og kalla sig bara sósíalista- flokk. Kommúnistar fengu slíka útreið, að varla má gera ráð fyrir, að þeir hafi fengið kjörfylgi nema öfárra, sem ekki hafa beinlínis verið í klíkum kommúnismans síðustu áratugi. Kommúnismanum í Ungverjalandi er lokið. Þar hafði þó verið um hríð reynt tiltölulega milt form kommúnisma. Ríkisstjórn Ungverjalands hafði talsvert opnað landið fyrir ferðamönnum. En með ferða- fólkinu bárust líka straumar, sem sýndu Ungverjum, hvers þeir fóru á mis undir kommúnismanum. Vísir að frelsi í markaðsmálum gaf Ungverjum til kynna, að þeir gætu gert betur í þeim efnum. Því gerist það nú í kosningum þar, að valin er fylking langt til hægri. Sá flokkur, sem næst þeirri fylkingu komst, mundi einnig teljast hægri flokkur, til dæmis á Norðurlöndum. Þetta eru stórsöguleg tíðindi. Þau gerast einnig í framhaldi af öðru slíku. Ungverjar reyndu nokkurs konar byltingu gegn oki Kremlverja 1956. Sú uppreisn var barin niður með inn- rás. Nagy, sem hafði orðið forsætisráðherra, var komm- únisti, en hann vildi lýðræði. Hann var myrtur af Sovét- mönnum, eftir að honum höfðu verið heitin grið. Mönn- um mun þykja langt síðan 1956. En slíkir atburðir gleym- ast ekki í þessum löndum. Foreldrar skýra börnum sín- um frá. Því hafa Ungveijar nú verið að hefna sín á Sovét- valdinu. Og fólk skyldi ekki fara í grafgötur um, að andófið var svo hart, að fólk var ekki ánægt og verður ekki ánægt, fyrr enn öll merki gömlu valdaklíkunnar hafa verið afnumin. Þetta er að byrja að gerast í Ung- veijalandi. Samtímis höfnuðu Austur-Þjóðverjar í kosn- ingum öllu því, sem kenndi sig við sósíalisma. Jafnaðar- menn, sem eru mjög sterkir í Vestur-Þýzkalandi, höfðu gert sér vonir um sigur í Austur-Þýzkalandi. Skoðana- kannanir studdu það. En annað varð uppi á teningnum, þegar til kom. Austur-Þjóðverjar sneru sér langt til hægri. Það kann að hafa komið á óvart, en er þó ekki einkennilegt, þegar skoðað er, hverra harma fólk hafði að hefna. Samntímis reyna Eystrasaltsríkin að bijótast undan oki Kremlverja. Kommúnistar tapa og kosningum í Sló- veníu, einu fylkja Júgóslavíu. Víða 1 Sovétríkjunum sjálfum, þar sem fjöldanum hefur verið haldið í einangr- un, hefur fólki samt tekizt að fylgjast nokkuð með, nóg til þess, að fjölmargir vilja nú strax hrista af sér ok kommúnismans. Valdhafar í Kreml eru uggandi. Gor- batsjov kann að rísa gegn lýðræðisöflunum. En spurn- ing verður, hversu lengi honum og hans mönnum tekst það. Við getum virt Gorbatsjov mikils, en við íslending- ar þurfum vafalaust að endurskoða stöðuna. Haukur Helgason Markaðsheildir og skautamyndun Á íslandi hafa aö undanförnu fariö fram miklar umræður um „innri markað“ Evrópubandalagsins, sem á aö vera fullmótaður 1. janúar 1993, og aðlögun EFTA-ríkjanna að honum. „Innri markaöurinn" er skýr- greindur sem svæði án landamæra þar sem ríkir frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Mörg lönd utan Evrópubanda- lagsins óttast það sem þau kalla „Evrópuvirkið“ eða „Fortress Europe". Óttinn beinist að því að Evrópubandalagið muni umlykja sig tollmúrum. Meðal þeirra sem velta fyrir sér hversu bregðast skuli við eru Bandaríkjamenn. Skautamyndun - svæðaskipting Mitt í þeim gríðarlegu breyting- um, sem eru að verða í heiminum, virðast heimsviöskiptin meir og meir vera að svæðaskiptast á viss- an hátt. Að vísu er Uruguayviðræð- unum, sem ráðgert er að ljúka í desember á þessu ári, beint gegn þessari þróun og áherslan þar á fjölþjóða-, alþjóðaviðskipti. Eigi að síður verður eigi horft fram hjá myndun innri markaðar Evrópubandalagsins 1993. Og hin- um megin Atlantshafsins hafa Bandaríkin og Kanada gert með sér fríverslunarsamning sem þegar er farinn að skila árangri. Bandaríkin undirbúa nú fríverslunarsamning við Mexíkó og rætt er um slíkan samning við fleiri ríki. Þannig gæti myndast Norður- Ameríkubandalag sem mótvægi við Evrópubandalagið. Menn velta því nokkuð fyrir sér hvort hin hratt vaxandi hagkerfi Suðaustur-Asíu stefni á svipaða frí- verslunarsvæðamyndun. Þá gætu menn séð fyrir sér blokk- ir eða skaut í heimsversluninni. Svæði, sem girtu sig með múrum, og verslun færi í vaxandi mæli fram innan bandalaganna. Mikið er í húfi að stemma stigu við slíkri þróun í tíma. Ekki síst þess vegna eru miklar vonir bundnar við Uruguay-samningana. Til þess kann einnig að koma að Norður-Ameríkusvæðið (Banda- ríkin, Kanada og Mexíkó) leiti samninga við Evrópubandalagið á svipaðan hátt og EFTA gerir nú. Um 50% heimsviðskiptanna fer fram milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. íslendingar hafa horft svo stíft til Evrópubandalagsins að þeir hafa lagt til hhðar alla umræðu um frí- verslunarsamning við Bandaríkin, í bili. Auðvelt er að leiða líkur að því að slíkir samningar geti verið mjög hagstæðir fyrir ísland ef hann næðist með skaplegum kjörum. Sumar vörur, sem ódýrari eru í Bandaríkjunum en í Evrópu, eru eigi að síður keyptar frá Evrópu vegna þess að tollar gera þær dýr- ari í innkaupi frá Bandaríkjunum. Þannig veröur tollapólitík til þess að innkaup geta orðið þjóðhagslega óhagstæð. Virkið Evrópa Talsmenn Evrópubandalagsins neita staðfastlega að bandalagið muni reisa um sig tollmúra. Viðskiptareglugerðir bandalags- ins heimila aðgerðir sem aðrir, t.d. Japanir, líta á sem verndaraðgerð- ir, þ.e. aðgerðir gegn undirboðum og styrkjum. Reglugerð 288 heimilar löndum utan bandalagsins að flytja þangað inn vörur án takmarkana. En fylgi- Usti er með yfir vörur sem efu undanþegnar og aöildarlöndum er heimilt einhliöa að takmarka inn- flutning þeirra. Þessi reglugerð KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður heimilar einnig aðildarríki, jafnvel þó ekki sé um óréttmæta sam- keppni að ræða, að takmarka inn- flutning ef iðngreinar heimalands- ins eru taldar í hættu. Jafnframt er Evrópubandalaginu heimilt að leggja sérstakt gjald ef þaö telur að um undirboð eða styrki sé að ræða. SUk ákvæði, sem hér hafa verið rakin, vekja ótta landa sem utanvið standa. Bandaríkin hafa sett lög og reglu- gerðir hjá sér er miða að svipuðum aögerðum. Athyglisvert er að Evrópubanda- lagið er með í smíðum reglur um verksamninga og innkaup ríkis- stjórna. Þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki utan bandalagsins komi ekki til greina nema minnst 50% búnaðar, sem boðinn er, komi frá aðildar- löndum Evrópubandalagsins. Gert er og ráð fyrir ákvæðum innan bandalagsins um sjónvörp- un yfir landamæri í þá átt að send- endur veiti stöðvum innan banda- lagsins meirihlutann af útsending- artímanum. Ef Norður-Ameríkubandalagið bregst við á sama hátt, og margt bendir til þess, sjá menn í hvert efni stefnir. s Raddir hafa heyrst um myndun efnahagssvæðis Kyrrahafsins. Skautamyndun - svæðamyndun virðist vera það sem stefnir í í heimsviðskiptunum. Opið kerfi Þegar menn virða fyrir sér heimsmynd sem þessa, svæða- bundin heimsviðskipti sem fram- tíðarmynd, verður flestum ljóst að leggja verður síaukna áherslu á opið viðskiptakerfl, alþjóðlegt. Enn á ný ber að leggja áherslu á U ruguay viðræðumar. Lönd heimsins eru orðin svo háð hvert öðru í viðskiptalegu tifliti að varúðar verður að gæta. Gífurlegur viðskiptahalli Banda- ríkjanna, sem og gríðarlegur fjár- lagahalli þar í landi, hefur áhrif um allan heim. Mitt í þessari hringiðu standa þróunarlöndin með níðþungan skuldabagga sinn og Austur-Evr- ópa berst um á hæl og hnakka að umbreyta þjóðskipulagi sínu í lýð- ræðisátt og aðlögun að markaðs- búskap. Ójafnvægi í utanríkisviðskiptum landanna, mismunandi verðbólga og gengissveiflur sýna hversu við- •kvæm staðan er. Guðmundur G. Þórarinsson íslendingar hafa lagt til hliðar umræðu um fríverslunarsamning við Bandaríkin. „Þegar menn viröa fyrir sér heims- mynd sem þessa, svæðabundin heims- viðskipti, sem framtíðarmynd verður flestum ljóst að leggja verður síaukna áherslu á opið viðskiptakerfi, alþjóð- legt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.