Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. 15 Skattarnir og velferðarkerfið Einfaldasta leiðin til að jafna lífskjör væri að leggja niður matarskattinn. Lesandi góður. Á síðustu vikum hafa forsætisráðherra og tiármála- ráðherra verið að boða ný viðhorf í skattamálum í fjölmiðlum. í stuttu máh hljómar þessi nýi boð- skapur þeirra þannig: „Ef við ís- lendingar ætium að gera sömu kröfur til velferðarkerfisins og ná- grannaþjóðir okkar verðum við hka að borga jafnhátt hlutfah tekna í skatt og þær gera til að halda uppi sama velferðarstigi.“ Þama er á ferðum mjög lúmskur og vel undirbúinn áróður, ætlaður til þess að fegra uppgjöf forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra við að reka ríkissjóð hallalausan. Því við íslendingar borgum hlutfalls- lega minni tekjuskatta en ná- grannaþjóðirnar sem við berum okkur mest saman við, einkum Norðurlandaþjóðirnar. En það er htil reisn yfir ráðherrum sem reka „velferöarkerflð“ með haha af því íslendingar vhja bara „njóta ahrar velferðarinnar“ en vUja ekki borga fyrir hana nema að lúuta til. Svo- leiðis yfirlýsingar geta nú allir gef- ið sem gefast upp á því að reka rík- issjóð á ábyrgan hátt. Nú er komið í ljós að í fyrra vantaði 5 til 10 millj- arða íslenskra króna til þess að endar næðu saman hjá ríkissjóði. Óraunhæfur samanburður Stærstu útgjaldahðir hins opin- bera á íslandi eru menntamál og heUbrigðismál. En hjá nágranna- þjóðum okkar eru það varnarmál, menntamál og heUbrigðismál. Þama munar um þetta sem kallað er vamarmál og við íslendingar eyðum engu til. Hvað ætla forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra að gera við aha þá fjármuni sem fara ættu til varnarmála á íslandi ef við hefðum sama skattakerfi og sama KjaUarmn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur velferðarstig og nágrannaþjóðim- ar? Hvað skyldu þetta vera miklir fjármunir? Því er fljótsvarað. Varnarmál eru stærsti eini út- gjaldaliður ríkisins hjá nánast öll- um „velferðarríkjum“ heims, verulega stærri en bæði heUbrigö- ismál og menntamál. Útgjöld til varnarmála era líka bæði heil- brigðismál og menntamál. Útgjöld til varnarmála eru líka feimnismál og jafnvel hernaðarleyndarmál að vissu marki. Það ætti nú að vera orðinn margfrægur af endemum allur þessi austur fjármuna tU hemaðar eða „vamarmála“ hjá þjóðum heims. „Velferðarríkin" ganga þar á undan með góðu for- dæmi og hafa alla tíð gert. Og þetta er fjármagnað með sköttum. Ef við íslendingar værum þátttakendur í þeim darraðardansi með álíka fjáraustri myndi shkt kosta okkur nokkra tugi mihjarða íslenskra króna árlega. Þessir milljarðatugir myndu því væntanlega verða „bara afgangs" einhvers staðar í fjár- málaráðuneytinu. Eða hvað? Matarskatturinn og aðrir skattar Svo er líka fleira sem vantar inn í myndina þegar búið er að , jafna tekjuskattshlutfahið til samræmis við velferðarríkin". Og það er að við íslendingar emm með verulega hærri óbeina skatta en þau. Þannig er nú heildarskattbyrðin á íslandi álíka mikti, þó hún sé öðruvísi sam- sett en hjá nágrannaþjóðunum. Það mætti þá væntanlega lækka óbeina skatta til samræmis við það sem gerist hjá þeim. Mætti þá kannski „leiðrétta" í leiðinni skatt- lagningu á matvælum, og afnema matarskattinn? Var verið að tala um eitthvað svoleiðis? Nei, því mið- ur. Það er verið að boða skatta- hækkanir eða hallarekstur ríkisins eha, þrátt fyrir allar skattahækk- anir undanfarinna missera. Ráð- herrarnir em ekki að tala um að jafna lífskjör á íslandi. Að jafna lífskjör Fljótlegasta og einfaldasta leiðin til þess að jafna lífskjör á íslandi er nefntiega sú að leggja niður matarskattinn. Þaö myndi gagnast öllum íslendingum sem borða mat, og bamafjölskyldum best. Og það sem meira er að þeirri lífsgæða- aukningu, sem af afnámi matar- skattsins myndi leiða, væri jafnt skipt núlli allra landsmanna. Ef menn væru nú að tala um að breyta skattkerfmu þannig að tekjuskatt- ur, sem hinir tekjuháu borga meira af, verði aukinn og matarskattur- inn afnuminn, þá myndi hagsæld aukast verulega og lífskjör jafnast mtili landsmanna. Það er hægt með jafnmikilli en breyttri skattbyrði. En það er bara enginn vUji fyrir shku í ríkisstjórninni, því miður. Heldur er meiningin að nota skattahækkunina eða aukinn rík- ishalla í áframhaldandi bruðl og vitleysu af ýmsum toga, aUt í nafni „velferðar". Hættan er sú að fjár- málaráðherra og forsætisráöherra séu að gefast upp á að reka ríkis- sjóð hallalausan. Ef svo er þá er mikil vá fyrir dyrum og öllum grundvelh kippt undan nýgerðum kjarasamningum. Velferðarkerfi fjórflokksins En til hvers þarf þá aukna skatt- heimtu eða aukinn hallarekstur ríkisins? Jú, það þarf að fjármagna „velferðarkerfi" gamla fjórflokks- ins. TU dæmis þarf að feUa niður söluskattinn hjá pólitískum mál- gögnum svona nokkrum mánuðum áður en fjármálaráðuneytið lætur innsigla og loka hjá öðrum fyrir- tækjum sem em í vanskUum. Það má kaupa fyrir peningana arðvæn- legt verktakafyrirtæki á Suður- nesjum sem hefur verið byggt upp með hörðum höndum af hugsjóna- mönnum, á gmndvelli frjálsrar samkeppni og eðlilegra viðskipta- hátta. Svo þarf að borga lögfræð- ingastóðinu milljónatugi fyrir þátt sinn í sápuóperunni um íslenska skipafélagið sem aldrei varð gjald- þrota. Og svo þarf Húsnæðisstofn- un að ríkisstyrkja eitthvað af ráð- gjafarfyrirtækjum á höfuöborgar- svæðinu af því að þau standa svo tila, og eru rekin af flokksgæðing- um. Svo er ríkið hæði að kaupa banka og selja banka, og alltaf verður að halla á ríkið í þessum viðskiptum svo ýmsir aðilar í þessu þjóðfélagi geti makað krókinn. Já, lesandi góður. Það er dýrt ís- lenska „velferðarkerflð" og furðu- legt að menn skuli bara vtija „njóta allrar velferðarinnar" en ekki horga til þess þá skatta sem for- ystumenn gamla fjórflokksins telja eðltiegt. Brynjólfur Jónsson „Hvað ætla forsætisráðherra ogfjár- málaráðherra að gera við alla þá Qár- muni sem fara ættu til varnarmála á Islandi ef við hefðum sama skattakerfi og sama velferðarstig og nágranna- þjóðirnar?“ Uppgjör heimspekings? Hannes Gissurarson heimspeki- lektor gerir mér þann sérstaka heiður í Dagblaðskjallara á mánu- daginn að húðskamma mig án þess að nefna mig á nafn eða aðra þá sem fá frá honum skeyti. Það sem veldur að ég tel það heiður, sem ókunnugir kynnu einurfgis að telja vott um kunnáttuleysi lektorsins í mannasiðum, er fordæmið. Hannes hefur nýlega rakið svipuð vinnu- brögð sem hælbítar MUtons Fried- mans beittu þegar þeir vtidu sem minnst gera úr málflutningi hans. TUgangur þessara lína er þó ekki að þakka Hannesi upphefðina, sem ég hlýt að kalla oflof, heldur að benda lesendum Dagblaðsins á að í grein sinni tekur Hannes undir fuUyrðingu sem verið hefur þunga- miðjan í málflutningi okkar sem aðhyUumst veiðUeyfasölu og telj- um enga skyldu bera til að afhenda útgerðarmönnum stóraukinn af- rakstur fiskistofna og lagabóta án þess að fuUt gjald komi fyrir. Ég fæ ekki betur séð en að þessi viður- kenning Hannesar jafngildi fuU- kominni uppgjöf. Uppgjöfin Hannes skrifar: „Auðvitað njóta útgerðarmenn þess að þeir hafa einkaaðgang að gjöfitili auðUnd, fiskistofnunum við landið (þ.e. ef útgerðarmönnum er afhentur kvótinn, innskot MM). Hins vegar er torvelt að meta að hvaða leyti arður fiskimanna er þeim sjálfum að þakka og að hvaða leyti hann KjaUannn Markús Möller hagfræðingur má rekja til fiskimiðanna. Ef tU vtil er það ekki rétt að útgerðar- menn verðskuldi þann arð, sem rekja má beint tU fiskimiðanna (fremur en eigendur Nesjavalla háhitann þar eða afkomendur auð- manns arf eftir hann, svo að tvö önnur dæmi séu tekin). En enginn annar verðskuldar slíkan arð held- ur, og þess vegna er eðltiegast að leyfa þeim að njóta hans“ Aðalatriðið í þessum orðum er að Hannes viðurkennir að enginn íslendingur eigi öðrum fremur til- kall til þess arðs sem skapast þegar tekin verður upp skynsamleg stjórnun á nýtingu fiskistofnanna. Þetta hefur verið helsta bitbeinið í þrætu Hannesar við mig og fleiri hagfræðinga. Ég hef raunar haft ákveðna fyrirvara á um tilkaUs- leysið þar eð skip munu lækka í verði meðan flotinn er að minnka og nokkur hætta er á að laun á al- mennum markaði lækki ef útgerð- in eignast kvótann. í aðalatriðum er þó hin nýja greining Hannesar rétt og var tími til kominn að hann sæi ljósið. Hitt er svo nánast smekksatriði að það sem enginn á vUl Hannes nota til að dubba upp fámennan hóp með- gjafarkapítalista, en þegar um er að ræða fundið fé kann ég enga reglu geðslegri en að skipta jafnt. Um það atriði finnst mér í rauninni eðlilegast að viðhafa þjóðarat- kvæði. Fyrst fyrir Uggur vottorð helsta hugmyndafræðings séreign- arkvótans um að enginn eigi sér- stakt tilkaU til fengsins efast ég ekki um úrslitin. Aðgreining arðs og launa Einhvers staðar stendur að þeir tah mest um Ólaf konung sem hvorki hafi heyrt hann né séð. Hannes Gissurarson hefur rómað ágæti markaðsskipulags lengur og í fleiri orðum en aðrir menn sem ég þekki. Samt sem áður veit hann ekki hvernig á að greina vinnulaun dugnaðarforksins frá rentunni af fiskistofnunum. Um þá aðgrein- ingu sjá markaðsöflin, og hún er sú sama hvort sem opinber stofnun eða gæðingar Hannesar hirða and- virðið af kvótasölunni. Þegar kvótinn er seldur á mark- aði bjóða menn í eftir þeim tilkostn- aði sem þeir hafa af veiðunum. Fiskifælan, sem týnir færinu, getur lítið boðið, sá lakasti, sem fær, hef- ur væntanlega rétt fyrir kostnaði og lágmarkslaunum, en dugnaðar- forkur, sem greiðir sama kvótaverð og meðalskussinn, getur rekið sitt fyrirtæki með prýðilegum hagnaði. Verðskulduð laun afburðamanns- ins fara sem sé eftir því hversu miklu betur hann gerir en meðal- skussinn. Að stilla upp stórmennum Hannes stiUir upp ýmsum stór- mennum útgerðarsögunnar til að fegra málstað sinn. Hann gefur í skyn að ég og mínir líkar gerum lítið úr afrekum slíkra manna og gott ef ekki spottum minningu þeirra. Bragðið er billegt og Hannes feUur við fyrstu skoðun. Thor Jen- sen, Tryggvi Ófeigsson, Einar Guð- finnsson, Einar ÞorgUsson og Eld- eyjar-Hjalti efnuðust ekki á forrétt- indum, eða heldur Hannes því fram að uppgangur þessara manna hafi ekki verið verðskuldaður? Þvert á móti höfðu aörir lands- menn sömu tækifæri til að komast í álnir. Það sem gerði muninn var dugnaður og þrautseigja frum- kvöðlanna. Þessar eigindir, sem gera fátækum mönnum kleift að rífa sig áfram til efna, verða reynd- ar áUka verðmætar hvort heldur veiðileyfi verða seld hæstbjóðend- um eða gefin forréttindahópi til frjálsrar ráðstöfunar. Það skiptir efnUegan athafnamann ekki höfuð- máU hvort hann kaupir veiðUeyfi á uppboði eUegar af lénsherrum Hannesar og HaUdórs, því mark- aðsverðið verður svipað. Ef nokkuð er eiga frumkvöðlarn- ir hægari leik á uppboðinu, því þar sitja þeir við sama borð og aðrir. Ég geri þó tæplega ráð fyrir að það skipti sköpum. Raunverulegir at- hafnamenn þurfa ekki meðgjöf, hvað sem Hannes kann að halda. Það skiptir hins vegar aUan al- menning verulegu máU hvort auð- Undaarðurinn nýtist aUri þjóðinni eUegar honum er dreift óverð- skuldað til útvahnna. Markús Möller „Hannes viðurkennir að enginn Islend- ingur eigi öðrum fremur tilkall til þess arðs sem skapast þegar tekin verður upp skynsamleg stjórnun á nýtingu fiskistofna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.