Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. Myndbönd Morð í gróðaskyni TILL DEATH US DO PART Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Yves Simoneau. Aóalhlutverk: Treat Williams, Arliss Howard og Rebecca Jenkins. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 94 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í TLll Death Us Do Part er sögö saga af kaldrifjuðum en glæsileg- um morðingja og hversu erflðlega það gekk að sanna sekt hans. Alan Pallilko haíði aðeins eitt í huga þegar hann gerði Söndru að ástkonu sinni og það var að komast yfir peninga eiginmanns hennar. Þegar eiginkonan hafði tryggt hús- bónda sinn nógu mikið þá var hann drepinn. Palhlko er strax grunaður um morðið en erfiðlega gengur aö sanna það. Og til aö rugla lögregl- una enn meira giftist hann ungri stúlku sem hrífst af honum.... Till Death Us Do Part er byggð á sönnum atburðum. í raun hefur þetta morðmál enga sérstöðu og hafa myndir um sams kona mál verið gerðar áður. Það er helst leik- ur Treat WiUiams í hlutverki Pah- ilko sem heldur myndinni á lofti að öðru leyti er hér um miðlungs mynd að ræða. ★ !4 Árdagarrokksins SHOUT Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Jeffrey Hornaday. Aöalhlutverk: John Travolta, James Walters og Richard Jordan. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 86 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Shout gerist 1955 þegar hvítir menn voru að uppgötva að það var th svört tónhst sem síðar var köhuð Rock n’roh. Aðalpersónan er vand- ræðaunglingurinn Jesse Tucker sem settur er á upptökuheimih. Þar heldur hann áfram sinni fyrri iðju auk þess sem hann veðjar við fé- laga sína um að hann skuh komast yfir dóttur forstöðumannsins. Við- horf hans breytist þegar Jack Cabe er ráðinn th að kenna drengjunum tónhst. Cabe kemur með nokkrar rokkplötur og strákamir hiusta heillaðir á og stofhuð er hljómsveit. Shout er að mörgu leyti meingöh- uð kvikmynd þrátt fyrir að hún hafi nokkurt skemmtanaghdi. Áhorfandinn fær aldrei á tilfinn- inguna að atburðimir í myndinni eigi að gerast fyrir rúmum 35 árum. Unglingamir em mjög nútímalegir og frumsamda tónlistin er meira í líkingu við það sem sykursætir súkkulaðidrengir framleiða í dag heldur en rokkstjömur fyrri ára. ★★!4 Hver er hvað og hver á hvað? OSCAR Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: John Landis. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Orn- ella Muti, Peter Riegert og Tim Curry. Bandarísk, 1991 -sýningartím! 105 mín. Leyfð öllum aldurshópum. John Landis hefur gert margar ágætar gamanmyndir og eru þar fremstar National Lampoon’s Áni- mal House, Trading Places og The Blues Brothers. Oscar er ekki eins góð og fyrmefndar þrjár kvik- myndir en samt vel heppnuð gam- anmynd og hefði getað verið mun betri ef hæfileikameiri leikari en Sylvester Stahone hefði leikið aðal- hlutverkið. Það er nú samt svo að Stahone er ahs ekki slæmur í hlutverki glæpaforingjans Snaps Provolone, sem lofer deyjandi foður að gerast heiðarlegur. Hann er ágætur í sum- um atriðum en meiri gamanleikari hefði aftur á mót getað gert miklu meira úr hiutverkinu. Oscar er gerð eftir frönskum farsa og er þessi útgáfa ahs ekki sú fyrsta. Frakkar gerðu kvikmynd eftir leikritinu 1957 og þar lék aðal- hlutverkið sá þekkti gamanleikari Louis de Funes. Eins og algengt er í forsum gerist söguþráðurinn að mestu á einum sólarhring og byggist fyndnin á eintómum misskhningi og er text- inn virkilega skemmtilegur og hnitmiðaður og persónurnar marg- ar hverja frábærar. Margir þekktir karakterleikarar leika minni hiutverk í Oscar og Sylvester Stallone leikur glæpaforingja sem reynir að gerast heiðarleg- ur borgari. Hann er hér ásamt enskukennara sínum sem Tim Curry leikur. DV-myndbandalistinn 1(1 2) 3(3 4 5 5(4) 6 (■) ?(-) Engar breytingar eru á efstu sætum llstans þessa vikuna. Fjórar nýjar myndir koma inn á llstann. Sú sem ter hæst er gamanmyndin Another You. Á myndinni eru aöalleikararnir i Curly Sue, James Belushi, Alisan Porter og Kelæly Lynch, en sú mynd er aðra vikuna {röð í öðru sæti. Kuffs CurlySue What about Bob? Frankie & Johnnie Thelma and Louise Another You Split Second 8 (13) Oscar 9(7) Problem Child 2 10 (10) Switch 11 (6) Other People’s Money 12 (12) Don’t Tell Mom the Babysitter's Dead 13 (*) Taking of Beverly Hills 14 (-) SometimestheycomeBack 15(8) The Bufcher’s Wife Ógnaröld í smábæ IN BROAD ÐAYLIGHT Útgefandi: Skffan. Leikstjóri: James Steven Sadwith. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Gloris Leachman og Marcia Gay Hardin. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 93 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. í litlum bæjarfélögum er oft einn aðih sem hefur meiri áhrif en aðrir og svo er einnig í þeim litla bæ sem sjónvarpsmyndin In Broad Day- hght gerist í, þar hefur tök á öhum hlutum Len Rowan, en þau völd sem hann hefur í bænum eru ein- göngu til orðin vegna siöblindu hans á réttarkerfið og hversu fljót- ur hann er að taka í gikkinn þegar hann heldur á byssu. Brian Dennehy leikur þennan ofstopamann sem heldur heilu bæj- arfélagi óttaslegnu og þorir lögregl- an ekkert að gera. Rowan á stóra fjölskyldu og það er einmitt ein fósturdóttir hans sem er völd að byijuninni að endalokum hans. Henni finnst hún ekki fá nógu góða þjónustu í búð sem er í eigu eldri hjóna og klagar í fóður sinn sem tekur þaö iha upp þegar gömlu hjónin neita aö biðjast afsökunar á einhveiju sem er logið upp á þau. Rowan hefur umsátur um hús þeirra hjóna sem endar með því að hann særir gamla manninn að ástæðulausu og er hann loks leidd- ur fyrir rétt en bæjarbúum sem lif- að hafa í hræðslu lengi finnst ekki nóg aðhafst... Það er sem fyrr kraftur í leik Brian Dennehy sem hér er yngdur upp og gráu hárin eru horfin fyrir dökkum ht. Aðrir leikarar eru einnig mjög góöir og þeir ásamt ágætu handriti gera þessa sönnu frásögn sannfærandi. -HK ferst það vel úr hendi, má þar nefna Orneha Muti sem leikur eiginkonu Provolone, Peter Riegert sem leik- ur hfvörö hans, Vincent Spano sem leikur endurskoðanda, Tim Curry sem leikur skondinn enskukenn- ara og Kirk Douglas sem leikur deyjandi föður Provolone, lítið hlutverk en fyndið. Þrátt fyrir þá annmarka sem leikur Stahones er ★★!4 í myndinni er Oscar ágæt skemmt- un. -HK ★★ !4 Kynþáttahatur í stórborg MAKING THE CASE FOR MURDER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Dick Lowry. Aðalhlutverk: Danlel J. Travanti, William Daniels, Cliff Gorman og Dan Lauria. Bandarisk, 1990 -sýningartimi 94 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Making the Case for Murder hef- ur undirtitilimi The Howard Beach Story og er hér vísað th þekkts sakamáls sem varð th þess aö kyn- þáttadeilur spruttu upp í New York 1986. Myndin byijar í Howard Beach hverfinu í Queens í New York þar sem eingöngu hvítir búa. Þrír svertingjar eru á leið um hverfið þegar bhl þeirra bilar. Þeir koma inn á pitsustað til að fá að hringja, þar verða þrír ungir hvítir strákar varir við þá en þeir eru á leiðinni í samkvæmi. Þegar þangað er kom- ið safna þeir hði til að ráðast gegn þessum óboðnu gestum. Sú aðför endar með því að einn hinna svörtu er hrakinn út á hraðbraut þar sem keyrt er yfir hann og hann drep- inn. Einum þeirra tekst að sleppa htið meiddum en sá þriðji, sem er fósturfaðir þess sem hrakinn var út á götu, er laminn og særður iha og eru vitni að þeim atburði. Þegar þessi frétt berst er hún eins og bensín á eld og óeirðir bijótast út. i fyrstu gerist lítiö í máhnu en þegar saksóknari New York borg- ar, Joe Hynes (Daniel J. Travanti), fær það í hendurnar fara hlutimar að gerast hratt. Síðari hluti mynd- arinnar er svo nær eingöngu ein- vigi snjallra lögfræðinga í réttarsal. Sakamál eins og lýst er í mynd- inni getur sjálfsagt skeð hvenær sem er. Þrátt fyrir jafnréttislög í Bandaríkjunum er grunnt á því góða mihi kynþáttanna og oftar en ekki er réttlætið fótum troðið í mikhli múgæsingu. Making the Case for Murder er ágæt ábending til allra um að við erum öh af sama uppruna og eigum öh jafnmikinn rétt á að lifa í því þjóðfélagi sem við búum við. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.