Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. Sérstæö sakamál í leitað leigumorðingi a Lorraine Stanfield. AUt fram til þeirrar stundar er Malcolm Stanfield var handtekinn haföi hann ekki minnstu hugmynd um aö njósnasveit dagblaös hefði flett ofan af fyrirætlan hans viku áður. Nú var sveitin aðeins að safna þeim gögnum sem dygðu til að fá hann settan á bak við lás og slá. Gögninvoru þrjú * Segulbandsupptaka af samtah sem Stanfield haföi átt en þá haföi hann meðal aimars sagt: „Ég vil að konan mín deyi og það má ekki gera neina skyssu." * Ávísun frá Stanfield upp á jafn- virði þriggja milljóna króna en henni mátti aðeins framvísa eftir dauða konu hans. * Rissmynd sem Stanfield hafði gert en hún sýndi hvar og hvemig best yrði að ráða konu hans af dög- um. Ábendingin Málið hófst með því að breska blaðið News of the World fékk um það ábendingu frá einhverjum í undirheimum London að maður einn væri að leita að leigumorð- ingja. Fram kom að frænda hins kunna breska glæpamanns, Ronnies Knight, heföi verið boðin há upp- hæð fyrir að „framkvæma" morðá- ætlun. Ástæðan til að ábending- unni var komið til blaðsins var þessi afstaða þess sem hringdi: „Ég er á móti þvi að drepa konur. Mað- ur kann að hata konu mjög mikiö en maður drepur ekki móður barn- anna sinna.“ Fréttamennimir, sem fengu mál- ið til meðferðar, fundu Ron Fare- brother, frænda Ronnies Knight, og hann kvaðst tilbúinn til að að- stoða þá. Hann skýrði þeim frá því að maðurinn sem leitaö væri að væri Malcolm nokkur Stanfield, miðaldra kaupsýslumaður. Stanfield var í gífurlegum pen- ingavandræðum. Eftir að hafa ver- ið rekinn úr starfi forstjóra bílaum- boðs tapaði hann jafnvirði um tiu milljóna króna í fasteignabraski og var síðar saksóttur af athafna- manni vegna meintrar skuldar sem talin var vera jafnvirði þrettán milljóna króna. Segulbands- upptakan Fréttamennimir sömdu við Ron um að hann hjálpaði þeim að ljúka því verki sem þeir höföu hafið. Með segulbandstæki fahð innan fata kom hann til fundar við Stanfield á jámbrautarstöð utan við London. Stanfield kom akandi á bíl sínum og bauð Farebrother með sér til Seldon Park-gistihúsinns sem er skammt þar frá. Þegar þeir vom sestir að kaffidrykkju skýrði Stanfield frá fyrirætlan sinni og varþað sem hann sagði tekið upp. „Eg vil fá að vita að þú getir séð um þetta," sagði Stanfield. „Hvað viltu að ég geri?“ spurði Farebrother. „Ég vil losna við konuna mína.“ „Losna við hana? Viltu fá skiln- að?“ Ron Farebrother. „Nei,“ svaraði Stanfield. „Ég vil losna við hana í bókstaflegum skilningi. Fyrir fullt og allt. Hún á ajð deyja.“ f Umferðarslys Fimm sinnum reyndi Farebrot- her að fá Stanfield til að falla frá hugmynd sinni. Hann sagði meðal annars við kaupsýslumanninn: „Það skiptir engu hvað konan þín hefur gert. Hvort sem hún hefur verið þér ótrú eða ekki er þetta enginn máti til að losna við hana á.“ „Hún hefur aldrei verið mér ótrú,“ svaraði Stanfield. Að visu á ég vingott viö aðra konu en það hefur ekkert með þetta mál að gera. Ég geri þetta vegna líftryggingar- innar. (Hann ætlaði að komast yfir tryggingarfé sem var jafnvirði fimmtíu og fimm milljóna króna.) Iðgjaldið er hátt og því fyrr því betra.“ Nú tók Stanfield pappírsmunn- þurrku og gerði rissmynd sem sýndi hvemig konan hans ætti að deyja í „umferðarslysi". „Það verður að líta út fyrir að vera slys,“ sagði hann. Rissmyndin sýndi Jcrána The Bell Pub við Outwood í Surrey. „Ég vil aö þaö gerist fyrir framan þessa krá,“ sagði hann. „Ég fæ konuna mína til að leggja bílnum skammt frá svo að hún verði að ganga yfir mjóan veg. Og aktu á beint á hana svo að hún kastist ekki út af veginum.“ „ Leigumorðinginn" finnst Farebrother skrifaði hjá sér nafn konunnar, Lorraine Stanfield, og fékk mynd af þeim Stanfield-hjón- um svo ekki færi milli mála hver konan væri sem aka ætti yfir. „Ég vil ekki að hún verði ör- kumla,“ sagði Stanfield, „svo að ég þurfi að hugsa um hana til ævi- loka.“ Jafnframt sagði hann að fyr- ir þjónustuna myndi hann greiða jafnvirði þriggja milljóna króna og orðum sínum til staðfestingar skrifaði haxm ávísun á þá upphæð en tók fram að hana mætti þá fyrst framselja þegar kona hans væri öll. Að svo búnu ók Stanfield Fare- brother aftur til járbrautarstöðvar- innar þar sem blaðamenmrnir biðu. Þeir höföu þegar í stað sam- band við Scotland Yard og lögðu fram þau gögn sem þeir höfðu afl- að. Farebrother hringdi skömmu síðar til Stanfields og sagði að hann heföi fundið manninn sem vildi taka að sér að setja „umferðar- slys“ á svið. Hann gengi undir nafninu George. í rauninni var George rannsóknarlögreglumaður. Ágolfvellinum á meðan Á fyrsta fundinum með George skýrði Stanfield svo frá að hann vildi að ekið yrði yfir konu sína við The Bell Pub meðan hann væri sjálfur að spila golf á Royal Ash- down-vellinum. Daginn sem „slysið" átti að verða kvaddi Stanfield konu sína með kos^i og bað hana um að hitta sig á The Bell Pub í hádeginu. Þar ætlaði hann að láta hana frá pen- inga til að greiða reikninga með. Hann sagði henni sögu til skýr- ingar á því hvers vegna hún mætti ekki leggja bílnum við krána held- ur nokkuð frá. Hann vildi ekki að viðskiptamaður hans sæi hve dýr- an bíl þau hjón ættu. Stanfield hafði aldrei hugsað sér að hitta konu sína á kránni enda hafði hann mælt sér mót við besta vin sinn, Ron Haworth, á golfvell- inum. Klukkan hálfeitt átti að aka yfir Lorraine Stanfield en einmitt þá var maður hennar að leika fjór- tándu holuna. Hann gerði sér þó ekki Ijóst að leynilögreglumaður fylgdist með hveiju skrefi hans á golfvellinum. Vió krána í vörubfi nærri The Bell Pub sátu rannsóknarlögreglumenn og sáu þegar „fómardýrið", Lorraine, kom akandi. Voru teknar myndir af henni þegar hún lagði bílnum. Hellirigning var og þá fimm hundr- uð metra sem vom til krárinnar gekk hún með regnhlíf í hendi. Á einum stað varð hún að ganga yfir veginn, eins og maður hennar haföi sagt George. Þá óku rannsóknar- lögreglumennimir fram hjá henni í vörubílnum og tóku enn myndir því þeir vildu geta sýnt fram á að áætlun Stanfields heföi ekki verið út í bláinn. Á meðan lék Stanfield golf af stakri ró og náði meira að segja óvenjulega góðum höggum. Vinur hans, Haworth, sagði síðar: „Mig heföi ekki dreymt um að Malcolm ætlaði að láta ryðja Lorraine úr vegi. Hann lék eins og venjulega og sýndi engar sérstakar tilfinning- ar. Hann hló og gerði að gamni sínu.“ Óábyrgur gerða sinna? Rannsóknarlögreglumenn lágu í leyni þegar Stanfield ók heim til sín eftir að hann kom af golfvellinum. Nokkrum mínútum síðar hringdu þeir dyrabjöllunni hjá honum og þegar hann opnaði spurði hann: „Er það vegna Lorraine? Hún átti að vera komin heim.“ Stanfield fékk ekkert svar við því en var beðinn að koma með á lög- reglustöðina. Einn rannsóknarlög- reglumannanna sagði síðar: „Þegar hann sá okkur á tröppunum var hann viss um að hún væri dáin. Honum hlýtur því að hafa brugðið mjög þegar við sögðum honum á lögreglustöðinni að áætlun hans heföi farið út um þúfur og hann yrði ákærður fyrir morðtilraun.“ Þegar rannsóknarlögreglumenn sóttu Lorraine þar sem hún sat á The Bell Pub ætlaöi hún ekki aö trúa því sem henni var sagt: „Það getur ekki verið,“ sagði hún. Maður hennar tók af allan vafa mn það nokkru síðar þegar hann gerði játningu sína fyrir henni. „Jú, það er satt,“ sagði hann. „Ég sá enga aðra leið til að leysa vanda- rnálin." Það þykir ganga furðu næst að Lorraine Stanfield skuli hafa farið fram á að maður hennar yrði náð- aður. „Hann hlýtur að hafa verið óábyrgur gerða sinna,“ segir hún. „Sönnun þess er að hann skuli hafa reynt að láta ráða mig af dögum. Hann segir enn að hann elski mig. En hjónaband byggist á tillitssemi og kærleika og ég gæti aldrei sýnt honum tillitssemi framar." Fyrirrétti kom fram að Malcolm Stanfield var fyrrum bílaviðgerðamaður. Hann var hins vegar motorðgjarn og vildi komast til fiár og frama. Um tíma gekk vel hjá honum en svo komu tímar samdráttar og þá fór fiárskortur að gera vart við sig. í vitnastúku sagði Lorraine: „Ég er enn í losti. Ég fæ ekki skilið hvemig hann gat hugsað sér að láta drepa mig á þennan hátt. Við höfum búið saman í tuttugu og átta ár og þegar ég komst að þessu fór ég að halda að hjónaband okkar heföi í raun verið farsi.“ Svo getur farið að Lorraine verði að selja hús þeirra hjóna vegna skulda manns hennar. „Ég vissi ekki að hann væri svona skuldugur,“ sagði hún. „En það var engin ástæða til aö láta ráða mig af dögum. Ég ætla að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni en líf mitt verður aldrei það sama aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.