Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Side 43
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. 55 Slökkviliðsmenn á Fáskrúðsfirði ráða niðurlögum eldsins í bryggjuhúsinu. DV-mynd Ægir Eldur í bryggjuhúsi Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Slökkviliðiö á Fáskrúðsfirði var kallað út að svokölluðu Manon- bryggjuhúsi hér á miðvikudag en það er í eigu útgerðarfélagsins Akks. Slökkvihðið var komið á staðinn inn- an við fimm mínútur eftir að kall barst og tókst að ráða niðurlögum eldsins á örfáum mínútum. Skemmd- ir urðu óverulegar, að sögn Gunnars Skarphéðinssonar slökkviliðsstjóra en tahð að eldurinn hafi kviknað út frá olíukynditæki. Akureyri: Fimmtíu í maraþon- Ijósmyndakeppni Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyii: Talið er að um 50 manns taki þátt í ahsérstæðri keppni í ljósmyndun sem hófst á Akureyri kl. 10 í morg- un. Um er að ræða einskonar „Ijós- myndamaraþon" og verða keppend- ur á þönum við verkefni sín fram til kl. 22 í kvöld. Keppnin fer þannig fram að kepp- endur sem mættu í fyrirtækið Pedró- myndir við Skipagötu í morgun fengu þar 12 mynda filmu. Þeir fengu einnig lista yfir þrjú fyrstu verkefnin í keppninni. Á þriggja tíma fresti í dag mæta keppendur á ákveðna staði og fá þar úthlutað þremur verkefn- um hverju sinni. Alls verða viðfangs- efni þeirra því 12 talsins og þeir mega taka eina mynd af hverju þeirra. í kvöld skiia keppendur svo inn fúmu sinni. Myndirnar verða unnar í nótt og kl. 8 í fyrramálið hefur dóm- nefnd störf. verðlaunaafhending verður um miðjan dag á morgun. Harður árekstur tveggja bila varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Þor- lákshafnarvegar við Hveragerði í gærmorgun. Mazdabifreið, sem var að koma inn á Suðurlandsveg, var ekið í veg fyrir Volvobifreið sem var að koma vestur Suðurlandsveg. ökumaður Mazdabílsins axlarbrotnaði og var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Hann var einn í bílnum. Tvær konur og tvö börn voru í Volvonum. Þau sluppu ómeidd nema hvað ökumaður kvartaði undan eymslum i hné. Á myndinni er verið að athuga farþega Volvobifreið- arinnar. Eins og sjá má skemmdist Volvoinn mikið en Mazdan skemmdist enn meir. -bjb/DV-mynd Sigrún Lovísa Fréttir Framsóknarmenn álykta um Hagræðingarsjóð: Veiðiheimildir án endurgjalds „Þingflokkur og landstjórn fram- sóknarmanna hvetja til sóknar í stað samdráttar. Samstiht átak ríkis- valds, atvinnurekenda og launþega þarf th þess að þjóðin megi vinna sig út úr þeim vanda sem að steðjar og hefja nýja framfarasókn," segir í ályktun sem framsóknarmenn hafa látið fara frá sér. í ályktuninni er lagt th að raun- vextir verði lækkaðir og starfsskil- yrði atvinnuveganna lagfærð með fjárhagslegri endurskipulagningu og réttu gengi krónunnar. Þá vhja fram- sóknarmenn að dregið verði úr kostnaði atvinnulífsins, til dæmis að aðstöðugjald, ýmsar skattaálögur og önnur kostnaðartengd gjöld verði felld niður. Auk þessa vhja fram- sóknarmenn að aflaheimildum Hag- ræðingarsjóðs verði deilt út án end- urgjalds til stuðnings þeim byggðar- lögum sem verða fyrir mestri skerð- ingu á þorskveiðiheimhdum. Framsóknarmenn gagnrýna ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar meðal ann- ars fyrir að hafa skapað óvissu í sjáv- arútvegi og hafna aharið öhum hug- myndum um upptöku á veiðileyfa- gjaldi. Þá vhja þeir að dregið verði úr atvinnuleysi með auknum opin- berum framkvæmdum, auk þess sem þeir leggjast gegn þvi að gengið verði lengra í niðurskurði til landbúnaðar- mála en orðið er. -kaa Margir ökumenn lentu í vandræðum i hvassviðrinu sem gekk yfir Suðvesturland i gær. Þrír bílar fuku út af á veginum við Hafnarfjall, þar á meðal var þessi rúta frá Sæmundi í Borgarnesi. Enginn meiddist en bílarnir eru töluvert illa farnir. Sjá frétt á baksíðu. DV-mynd Áskell Úttekt á tekjum yfirmanna í Hagkaupi og Bónusi: Bónusf eðgar tekjulægri en kollegar í Hagkaupi - Siguröur Gísli Pálmason í Hagkaupi með 427 þúsund á mánuði Kaup Hagkaupsmanna á helmingi hlutabréfa í Bónusi hafa vakið at- hygh. Óttast margir að þar með myndist shkt ofurveldi á matvöru- markaðinum að samkeppni verði ómöguleg. Tahð er að markaðshlut- dehd þessa risa sé um 35 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 30 prósent annars staðar. Atburðir þessir hafa kallað á marg- ar spurningar, th að mynda um per- sónuleg fjármál þeirra manna sem veita verslununum forstöðu. Úttekt DV á tekjum þessara manna leiðir í ljós að á árinu 1991 hafi þeir að jafn- aði fengið 295 til 427 þúsund krónur á mánuði. Tekjuhæstur er Sigurður Gísh Pálmason, stjómarformaöur Hag- kaups, með 427 þúsund á mánuði. Á hæla hans kemur Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupverslananna, með 363 þúsund á mánuði. Forsvarsmenn Bónusverslananna, feðgamir Jó- hannes Jónsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson, hafa hins vegar hvor um sig um 295 þúsund á mánuði. Rétt er að taka fram að úttekt þessi Tekjur kaupmannanna - framreiknaðar mánaðartekjur 1991 í þús. kr. miðað við verðlag í júlí 1992 ■ ir Jóhannesson, ___ kaupmaður í Bónusi . . Jóhannes Jónson,,.. kaupmaður í Bónusi j Jón Asbergsson, forstjóri í Hagkaupi L; Sigurður G Pálmason, stjórnarfm. í Hagkaupi ■ nær einungis th tekna en ekki launa. reikningur á þeim byggist á um 3,8 Um er að ræða skattskyldar tekjur á prósenta hækkun framfærsluvísi- mánuði eins og þær voru gefnar upp, tölu frá meðaltah 1991 th júh 1992. eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. -kaa Tekjurnar miðast við 1991 og fram-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.