Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. Ljósmyndasamkeppni DV og Hans Petersen: Æskan og fortiðin nefnist þessi skemmtilega mynd sem Smári Steingrímsson, Kársnesbraut 139 í Kópa vogi, tók. Hallbjöm V. Rúnarsson, 11 ára, tók þessa mynd af föður sfnum (í miðju) með sænskum frænda sinum og sænskum manni frænku sinnar. „Var hlegið dátt að þvi hve pabbi var hvitur," segir f texta með mynd- inni. Hallbjörn á heima að Hólagötu 4, Sandgerði. Högnhöfði. Það er gaman að hossast uppi á hálend- inu þó að maður sé bara 4 mánaða. Sendandi: Ingi- björg G. Geirsdóttir, Neshömrum 18, Reykjavík. Lesendur hafa heldur betur tekið við sér í ljósmyndakeppni DV og Hans Petersen, Skemmtilegasta sumarmyndin. Mikið af skemmti- legum myndum hefur borist og Ijóst að úr vöndu verður að ráða fyrir dómnefndina þegar velja á skemmtilegustu sumarmyndina í ár. Það er til mikils aö vinna að taka þátt í þessari ljósmyndasamkeppni. Verðlaun eru einkar glæsileg. Þar ber fyrst að nefna fullkomna Canon EOS1000 Kit N myndavél, að verð- mæti 38.900 krónur. 2. verðlaun eru Canon Prima Twin myndavél, að verðmæti 15.300 krónur. 3. verð- laun eru Canon AD myndavél, að verðmæti 10.990 krónur. Þrenn aukaverðlaun verða veitt, sjónauk- ar að gerðinni Viewlux, að verö- mæti 5.800 krónur hver. Alls er verðmæti verðlauna 82.590 krónur. Á hveijum laugardegi, þar til skilafrestur er útrunninn, verður úrval innsendra mynda birt í DV. Skilafrestur rennur út 30. septemb- er. Sjálfsagt eiga margir skemmti- legar sumarmyndir sem tilvalið er að senda í keppnina. Drífið í að setja vel merktar sumarmyndir í umslag og senda okkur. í hverju umslagi á einnig að vera vel merkt og frímerkt umslag sem notað verður til að koma myndunum til baka. Það má gjarnan kom fram af hvaða tilefni og hvar myndin er tekin. Myndimar mega hafa heiti. Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. -hlh Róiö til fiskjar. Sendandi: Heiða J. Hauksdóttir, Hlaðbrekku 11, Kópavogi. Kvöldrómantík gæti mynd Sigrúnar Eyfjörð, Holtsbúð 30, Garðabæ, heitið. Heyskapur heitir mynd Ragnars Ó. Ragnarssonar, Vallarhúsum 39, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.