Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. Sviðsljós Hjónaband Micks Jagger í vaskinn vegna framhjáhalds? Konurnar komu stöðugt og fóru „Mick mun aldrei breytast," var niðurstaða toppfyrirsætunnar Jerry Hall þegar hún var örvingluð yfir meintu framhjáhaldi manns- ins síns, rokksöngvarans Micks Jagger. Eftir 15 ára sambúð tók það hana ekki langan tíma að komast að þessari niðurstöðu. Það þýddi ekki að setja honum úrslitakosti eða fara til hjónabandsráðgjafa og því síður að vera með hótanir við viðhaldið, hina 23 ára gömlu ljós- myndafyrirsætu, Cörlu Bruni. Carla Bruni hefur svo sannarlega komist í sviðsljósið undanfarið en það er eifimitt meint framhjáhald Micks Jagger (sem nú er 49 ára) með henni sem er að eyðileggja hjónaband hans og Jerry Hall. Carla Bruni er dóttir forríks dekkjaframleiðanda í Tórínó á ítal- íu. Hún er ekki að hitta frægar rokkstjörnur í fyrsta skipti á ævinni. Einu sinni var hún með gítarsnillingnum Eric Clapton og mun margsinnis hafa komist upp á milli fjármálafyrirbærisins Don- alds Trump og „haltu mér, slepptu mér kærustu" hans, Mörlu Maples. Það er því deginum ljósara að Jerry Hall er ekki að fást við neinn við- vaning í karlamálum. Carla Bruni hefur þráfaldlega neitað að hafa átt nokkuð saman við Jagger að sælda, segist varla þekkja manninn. Engu að síður svaraði hún einu sinni blaða- manni, sem spurðist íyrir um sam- band hennar og Micks, þannig: „Hvemig komust þið að þessu um mig og Mick?“ Eins og járnbrautarstöð Carla Bruni er ekki fyrsta konan sem ógnað hefur hjónabandi Jerry Hall og Micks Jagger. Eins og HaÚ hefur sjálf lýst Jagger þá er hann nánast eins og jámbrautarstöð, konumar koma stöðugt og fara. Jerry vissi alltaf að hún var ekki sú eina, sérstaklega fyrsta árið eftir að þau kynntust. í sjálfsævisögu sinni frá 1984 segjr Hall: „í hvert Carla Bruni, 23 ára Ijósmyndafyrirsæta sem Mick Jagger mun vera óður í. Carla neitar sambandi sínu við Mick og segist yfirleitt forðast gifta menn. Mick Jagger með konu sinni, Jerry Hall, fyrr á árinu. Jerry var kvalin á sál og líkama vegna framhjáhalds Jaggers en hafði einsett sér að vera ástrík eiginkona og góð móðir. skipti sem ég þúrfti aö ferðast vegna starfs míns sem fyrirsæta var komin mynd af honum í blöðin með þessari eða hinni konunni. í hvert skipti þegar ég kom heim fann ég einhverja hluti er tilheyrðu öðmm konum, til dæmis eyma- lokka, á gólfinu við hjónarúmið." Jerry skammaðist og reifst en þegar dagur var að kvöldi kominn fóm þau skötuhjú saman í rúmið. Jerry haíði einsett sér að giftast Mick og til þess neytti hún allra bragða. Ekkert vopn var þó jafn- sterkt og afbrýðisemin. Hún daðr- aði við ríkan hestamann og það virtist nóg til að fá Jagger til að stofna heimih. Tíminn leið stórslysalaust og 1989 vom börnin orðin tvö og demants- hringur skreytti fingur Hall. En Hall vildi brúðkaup en það var þrautin þyngri að draga Mick að altarinu. það var ekki fyrr en Hall haföi daðrað við fleiri ríka karla að Mick lét til leiðast að fara til eyjunnar Bali þar sem þau vom pússuð saman samkvæmt hindúa- venjum í nóvember 1990. En Jagger var samur við sig. Daginn eftir að yngsta dóttir þeirra hjóna fæddist, í janúar síðasthðnum, fór hann til Tælands. Þar mun hann hafa bók- aö sig inn á hótel, sem mikið af frægu fólki gistir, ásamt ónafn- greindri konu. Síðar kom í ljós að það var Carla Bruni. Þau sáust á dimmum bömm í nágrenni hótels- ins þar sem þau drukku og létu vel hvort að öðm. Egó Jaggers Þá fannst Jerry Hall mæhrinn fullur. Skilnaður er hins vegar ekki einfalt mál fyrir hana vegna flókins kaupmála og annarra samninga þeirra í mihi. Þar að auki virðist hjónabandsathöfnin á Bah vera ómerk vegna ýmissa formgalla. Það er lítið samband milh þeirra hjúa í dag. Jerry Hah hugsar fyrst og fremst um bömin þrjú en Mick Jagger mun vera samur við sig. Sögur heyrast af dularfullum kon- um sem heimsækja hann hvar sem hann er staddur. „Þetta snýst aht um egóið. Hann vill ekki hrófla við þeirri ímynd sem hann hefur sem rokksöngvari. Það fer ógurlega í taugamar á hon- um að vera kahaður afi (en dóttir hans og fyrri konu hans, Biöncu, eignaðist barn í sumar) og hann horfir öfundaraugmn á Rod Stew- art og fleiri kollega sína sem eiga mjög ungar konur eða em á lausu,“ segja þeir sem þekkja th og bæta við „Hann er vitlaus í aörar konur, sérstaklega ef þær eru yngri en 25 ára. Hann er alveg óður í Cörlu.“ lambakjöl á funheitu gri l It i l b o ði • lambakjöt á funheitu grilllilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði • l am b akj ö t á\funheitu grilltilboði H R E B U H N Y LAMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI lambakjöt á funheitu grilllilbobi • lambakjöt á funheitu grilltilb oöi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi 0 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.