Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992. Veidivon Hún liggur í loftinu: 20-30% lækkun á laxveiði leyfum næsta sumar Hörðudalsá hefur gefið 25 laxa og 500 bleikjur. Á stærri myndinni renna veiðimenn en á þeirri minni heldur Róbert Halldórsson á þremur vænum bleikjum. DV-mynd G.Bender Veiðileyfamarkaðurinn er þungur þessa dagana og hækkun næsta sum- ar í veiðiánum kemur varla til greina. Það gæti aðeins gerst í mjög, mjög fáum veiðiám. „Veiðileyfamarkaðurinn er kom- inn í topp,“ segir Grettir Gunnlaugs- son, formaður Landssambands stangaveiðifélaga. Þó er laxveiðin góð í fjölda veiðiáa og miklu betri en mörg fyrri ár. En það hefur samt lítið að segja í málinu. „Það er rétt að við eigum veiðileyfi til í okkar veiðiá en ekki mikið. Veiði- leyfasalan hefur ekki gengið eins vel og laxveiðin. Færri útlendingar koma til veiða og flárhagur landans er minni en áður. Fólk kaupir eitt- hvað annað en veiöileyfi," sagði leigutaki sem þekkir veiðimarkaðinn vel og leigir eina af betri veiðiám landsins í vikunni og bætti við, „20-30% lækkun á laxveiðileyfum næsta sumar er sanngjarnt. Veiði- leyfin seljast ekki á þessu veðri sem er í gangi núna. Það er mikil sam- dráttur í þessu sporti, flöldi veiði- Veiðin í Rangánum er öll að koma til, samt er til mikið af veiðileyfum. DV-mynd ÞE manna fer í silungsveiðina. Fleiri og fleiri staðir eru opnaðir þar sem fisk- um er sleppt. Það hefur líka sitt að segja,“ sagði leigutakinn ennfremur. Það sýnir málið kannski vel að Laxá á Ásum hefur gefið vel af laxi síðustu vikurnar en samt hafa veiði- leyfi verið til þar og verið seld á tölu- vert lægra verði en þau voru seld á í vetur. „Ég keypti veiðileyfi í vetur og þá var dagurinn seldur á 120 þúsund dýrast. Um daginn var mér boðið veiðileyfi á þessum dýra tíma í ánni og dagurinn var þá kominn í 80 þús- und. Þau höfðu lækkað um 40 þús- und, þó var veiðin góð í ánni,“ sagði þessi veiðimaður í lokin. Það væri alltof langt mál að telja veiðiár þar sem laus veiðOeyfi hafa verið til í sumar en þær eru margar. Þrátt fyrir að veiðin sé mjög góð í þeim mörgum. Þetta eru veiðiár eins og Korpa, Laxá í Leirársveit, Norð- urá, Hvolsá og Staðarhólsá, Fáskrúð, Flekkudalsá, Miðá í Dölum, Víði- dalsá, Vatnsdalsá, Breiðdalsá og Rangámar svo fáar séu tíndar til. Lækkun á laxveiðileyfum liggur í loftinu, en hvort hún verður 10,20 eða 30% er ekki vitað með vissu. Markað- urinn hrópar á þessa hækkun. Þegar veiðileyfi seljast ekki fyrir tugi millj- óna er ekki von á góðu. -G.Bender Þjoðar- spaug DV Kjötið Kjötkaupmaður á Akureyri var þekktur fyrir að búa til ágætis pylsur. Ketti, sem átti heima í næsta husi við kjötverslunina, þótti pylsumar góðar og var því oft á vappi í og viö búðina. Það kæröi kjötkaupmaðurinn sig vit- anlega ekki um. Hafði hann margbeðið eigendur kattarins um að reyna að koma í veg fyrir þetta bannsetta rölt kattarins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Svo var það dag einn, er köttur- inn hafði gerst fullágengur við afurði verslunarinnar, að kjöt- kaupmaðurinn þreif haglabyss- una, sem var innandyra í búð- inni, og skaut köttinn. Því næst fleygði hann kattarhræinu á tröppumar hjá nágrönnum sín- um og skundaöi ánægöur í burtu til sinna starfa. En skömmu fyrir búðarlokun þennan sama dag, þegar mikil ös var í búðinni, birtist nágranninn með dauða köttinn, fleygði honum yfir búðarborðið og sagði hátt: „Gjörðu svo vel, Kristján. Þetta er tólfta stykkið. Ég held að ég geti ekki útvegað þér fleiri ketti í dag.“ Rússinn Sagt er að bóndalyón nokkur í Skaftafellssýslu hinni eystri hafi verið svo elsk og hrifin af öllu sem sovéskt var að þegar þau loksins gátu keypt sér Rússa- jeppa hafi bóndi rogast meö vara- dekkið inn á stofugólf og hleypt þar vindinum úr þvi svo hiö aust- ræna loft mætti leika um flöl- skylduna. Spilið Gömul kona kom einhveiju sinni inn i bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og spurði: „Seljið þiö spil héma?“ „Já, auðvitað," svaraöi af- greiðslustúlkan. „Þá ætla ég að fá spaðaáttu,“ sagði sú gamla og seildist eftir buddunni sinni. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík, að verð- mæti 5.220 krónur. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur, að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem em í verðlaun, heita; Falin markmið, 58 mínútur, Október 1994, Rauði drekinn og Víg- höfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri flölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 166 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir 164. get- raun reyndust vera: 1. Jón Helgi Ingimarsson Noröurbrún 9, 580 Siglufiröi 2. Stella S. Seljan Lækjarvegi 6, 680 Þórshöfn Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.