Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Fréttir Friðrik Sophusson um síðustu kjarasamninga: Kostaði einn milljarð sem við viljum f á aftur „Síðast þegar aðilar vinnumarkað- arins komu til okkar kostaði það rík- ið einn miUjarð. Við höfum sagt að núna viljum við fá milljarðinn aftur og vel það,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í ræðu á fundi með sjálfstæðismönnum í Reykjavík þeg- ar hann var að tala um stöðuna á vinnumarkaðinum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði á aðalfundi LÍÚ að heybrækur í stjórn- arflokkunum hefðu komið í veg fyrir að virðisaukaskattur yrði í tveimur þrepum á næsta ári. En er Friðrik sammála þessum orðum Jóns Bald- vins? „Ég sé engan tilgang með að taka þátt í umræðum með þessum hætti. Aðalatriðið er aö við náum þeim ár- angri sem við verðum að ná,“ sagði Friðrik Sophusson íjármálaráðherra en hann sagði einnig að meðal ráð- herranna væru syndaselir sem töluðu of mikið. - Á aðalfundi LÍÚ kom fram krafa um gengisfellingu. Útilokar þú geng- isfellingu? „Það getur enginn útilokað gengis- fellingu um alla eilífð. Ég tel aö geng- isfelling sé engin lausn á þeim vanda- málum sem við stöndum frammi fyr- ir í dag,“ sagði Friðrik Sophus- son. Friðrik sagði, þegar hann var að ræða vanda atvinnulífsins, að varast yrði að gera samkomulag sem ekki skilaði þeim árangri sem þyrfti að nást. Ef það næst ekki, sagði hann, er það það versta sem fyrir ríkis- stjómina getur komið. Þegar Friðrik segir að síðustu kjarasamningar hafi kostað ríkissjóð einn milljarð vísar hann til þess að þá féll ríkisstjórnin frá skerðingu á fæðingarorlofi og eins var fallið frá að ríkið hætti að ábyrgjast laun við gjaldþrot fyrirtækja og fleira. -sme DV-mynd Örn Dýpkunarskipið á vinnusvæðinu. SigluJðörður: Höf nin stækkuð og dýpkuð öm Þóraiinssan, DV, Hjótum: Nú er unnið að stækkun og dýpkun Siglufj arðarhafnar en sumarið 1991 var rekið þar niður stálþil og með því aukið talsvert viðlegurými. Verið er að moka um 5000 rúmmetrum af efni á svæði sem er um 60x100 metr- ar í námunda við stálþilskantinn sem hlotið hefur nafnið Ingvarsbryggja. Með þessu mun aukast veruiega viölegupláss í höfninni þannig að þar eiga að geta legið í vari jafnvel stærstu loðnuskipin þó svo að allur togarafloti Siglfirðinga sé inni sam- tímis. Það er Dýpkunarfélagið hf. sem vinnur verkið. Á næsta ári vonast Siglfirðingar til að geta steypt þekju á planiö við stál- þilið. Hvort af því verður ræðst þó af hver fjárveiting fæst til verksins. Hitaveita Suöumesja: Verðlækkun til hersins en ekki til almennings - ekki sambærilegt, segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitunnar „Þetta eru ekki sambærilegir hlut- ir og þaö er ekki hægt að segja að af því að lækkun hefur orðið á heitu vatni til Vamarliðsins þá eigi það að lækka til almennings. Vamarhðið borgar svo miklu meira fyrir vatnið en almenningur. Munurinn hefur verið að vaxa á undanfomum árum og var orðinn svo mikill að þaö gat ekki sætt sig við það,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, en nokkur urgur er í Suður- nesjamönnum vegna um 10 prósenta lækkunar á heitu vatni til Vamar- liösins á sama tíma og almenna gjald- skráin stendur í stað. „Þegar samningurinn við Vamar- liöið rann út var samið um aö ný gjaldskrá ætti að byggjast á raun- verulegum kostnaði okkar við að af- henda því vatn. Það var erfitt aö finna gamla verðinu stað í þeim út- reikningum og þess vegna var fallist á þessa lækkun. Þrátt fyrir hana er verðið til Vamarhðsins miklu hærra en almenningur á Suðumesjum þarf að borga,“ segir Júhus. Að sögn Júlíusar borgar Vamarhð- ið sérstakt gjald fyrir aðgang að auð- lindinni og þær greiðslur era til dæmis notaðar til að lækka veröið til almennings. Hann segir hins veg- ar að enginn grundvöllur sé til að lækka almennu gjaldskrána núna. „Almenna gjaldskráin hefur ekki hækkaö í tvö ár og þó aö verðbólga hati ekki verið mikil þá hefur raun- verð vatnsins lækkað. Ef okkur tekst að halda verðinu óbreyttu til al- mennings þá lækkar það auðvitað smám saman," segir Júhus. Vamarhðið kaupir yfir helming af öhu vatni sem Hitaveita Suðumesja selur. -ból Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins: Skil ekki hvað Friðrikeraðfara - fundur í atvinnumálanefnd í vikunni „Nei, ég hef ekki heyrt þetta áð- ur,“ sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambandsins, þegar hann var spurður hvort hann hefði heyrt vilja ráðherrans um að endurheimta einn mihjarð sem síöustu kjara- samningar hefðu kostað ríkið. „Ég satt að segja skil ekki alveg hvað Fiðrik gæti verið að fara með þessum yfirlýsingum," sagði Ás- mundur. „Það er nokkuð ljóst að við stönd- um frammi fyrir alvarlegum vanda í atvinnumálum. Það er afkomu- vandi í sjávarútvegi og raunar fleiri greinum. Ef á að takast á við þennan vanda, meðal annars með fyrir- greiðslum af hálfu hins opinbera og framtaki, þá sé ég tæplega að Frið- riki geti orðið að þeirri ósk. Það held ég að sé honum jcdnvel Ijóst og öllum öðrum." Ásmundur sagði að varðandi ahar aðgerðir, sem gera þyrfti, væri tíminn knappur ef setja ætti lög sem tækju gildi um næstu áramót. „Það er ljóst að ef gera á ráðstafanir sem taka eiga gildi um áramót verður að ljúka lagasetningu í desember." „Það hefur verið rætt um að hún komi saman í byijun þessarar viku,“ sagði Ásmundur þegar hann var spurður hvort atvinnumálanefndin færi að koma saman til fundar. Árni Benediktsson, einn fulltrúa í nefnd- inni, hefur sagt aö sér þyki illa á málum haldið og bent á að nefndin hafi ekM komið saman í vel á þriðju viku. Ásmundur var spurður hvort hann tæki undir gagnrýni Áma. „Nei, ég geri það reyndar ekki. Ég held ekki að það mikilvægasta sé hvað nefndin heldur marga fundi - heldur frekar hitt, hvort efninu miði eitthvað áfram.“ - Miðar áfram? „Það sem hefur gerst að undan- fómu hjá okkur Alþýðusambands- megin er aö við höfum rætt við ríkis- stjómina og stjómarandstöðuflokk- ana hvem fyrir sig. Við höfum nýtt tímann vel en hvort það skilar svo árangri er aftur önnur saga,“ sagði Ásmundur Stefánsson. -sme Fjörug af mælisveisla fjórburasystranna „Þær byijuðu daginn á því að fara í sunnudagaskólann, eins og ævin- lega á sunnudagsmorgnum, og svo hófst afmæhð klukkan þijú um dag- inn,“ sagði Guðjón S. Valgeirsson, faðir íjórburasystranna í Mos- fellsbæ, sem áttu fjögurra ára af- mæli í gær. DV hefur margoft greint frá þeim Alexöndra, Brynhildi, Diljá og Elínu og í gær var vægast sagt fjör hjá þeim systram. Heimilið var undirlagt af bömum á öllum aldri, aðallega nágrönnum stulknanna, og komu flest þeirra með emn pakka handa hverri þeirra svo að leikherbergið leit út eins og meðal leikfangaverslun. Aðspurður sagði Guöjón uppeldiö ganga samkvæmt óskum, það væri nú htið mál að vera með fjórar stelp- ur á sama aldrinum. Systumar eru ahar á sömu deild- inni í leikskólanum Glaðhömram í Mosfellsbæ og láta vel af vistinni enda era þær '/, af allri deildinni og fá því líklega sínu framgengt. -ingo Búðahnupl: Myndin tengdist ekki viðtalinu í helgarblaöi DV var viðtal við Skýrt skal tekið fram að gefnu ónafngreinda foreldra sem áttu tilefhi að þessi mynd tengist á eng- fjórtán ára dóttur er staðin var að an hátt þeim atburðum sem frá er búðahnuph. Með þessari grein birt- sagt í umræddu viötali. DV biöst ist ljósmynd af unghngadansleik velviröingar á myndbirtingunni og þar sem þekkja mátti aö minnsta þeim óþægindum sem hún hefur kosti tvær unglingsstúlkur. valdið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.