Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. VIÐSKIPTAVINIR, ATHUGIÐ Höfum opnað aftur á laugardögum. Opið: Mánud -föstud. 9-17. Fimmtud. 9-20. Laugard. 10-13. HÁRGREIÐSLUSTOFA Skipholti 50c Slmi 688580 smrtislotin Garðastræti 4. Sími 29669 rtjótið góðrar þjónustu í notalegu umhverf! Veitum alhliða snyrtiþjónustu Varanleg háreyðing/diathermy er sérgrein okkar. Margra ára reynsla tryggir góðan árangur Leitið upplýsinga hjá okkur TILBOÐ MANAÐARINS ANDLITSBAÐ OG LITUN Á KR. 2.950,- Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. w&i t.UBOCABC FRYSTIKISTUR Á ÓMÓTSTÆÐILEGU VERÐI GRAM HF-210 Hæðxdýpt: 85x69,5 cm Breidd: 72 cm Rými: 210 lítrar Verð aðeins 33.970,- stgr. GRAM HF-319 Hæðxdýpt: 85x69,5 cm Breidd: 102 cm Rými: 319 lítrar Verð aðeins 39.990,- stgr. FRYSTIKISTUR, 5 GERÐIR * FRYSTISKAPAR, 5 GERÐIR Góðlr greiðsluskilmilar: VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án út- borgunar. Munalán með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuði. /FO nix HÁTÚNI6A SÍMI (91) 24420 Þessi mynd var tekin af þaki hæstu byggingar Selfoss, mjölvinnsluhúsi Mjólkurbús Flóamanna, MBF. Þar gefur að lita nýbyggingu Alþýðusambands Suðurlands og Selfossbæjar, sem byggð er fyrir aldraða. Húsið á að vera til- búið vorið 1994. DV-mynd Kristján Selfoss: Fjör í verslun og viðskiptum Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Á síðustu mánuðum hafa margar nýjar verslanir verið stofnsettar hér á Selfossi og talsverðar breytingar hafa orðið á eignarhlutdeild í öðrum verslunum staðarins. Þýsk-íslenska hf. eignaðist meiri- hluta í Járnvöruverslun G.Á. Böð- varssonar við Austurveg, sem starf- aö hefur um áratugaskeið, og járn- vöruverslunin sameinaðist Bygg- ingavöruverslun S.G. einingarhúsa við Eyrarveg. Verslunin Sportbær, sem lengi hefur veriö starfsrækt í gömlu vegagerðarskúrunum viö Austurveg, fór í húsnæði G.Á.B. og Skóverslun Selfoss flutti þangað einnig. Ungur maður, Gísli Bjöms- son, er að opna herrafataverslun í gömlu skóbúðinni og Húsganga- verslunin Bleiki fillinn flutti frá Austurvegi 22 í húsnæðið sem Bíla- sprautun Selfoss var í. Veitingahúsið Brúarsporðurinn flutti úr gamla Ing- ólfi í húsnæðið að Austurvegi 22. Verslunin Radíóás, sem í nokkur ár hefur verið í húsnæði neðst við Eyrarveginn, flutti í eigin húsnæði ofar og innar í bænum við sömu götu. Föndurskúrinn, sem var í sama hús- næði og radíómennimir, flutti einnig innar og nær miðbænum og er nú að Eyrarvegi 9. Ösp, sem áður var M.M.-búðin, verslar eins og áður með hljómflutningstæki og fleira en þar er nýr eigandi, Leó Ámason. Videó- leiga Selfoss hefur einnig skipt um eiganda og þar ræður nú Sveinn S. Skarphéðinsson ríkjum. Það nýjasta sem gerðist svo í þessari hrinu er að Anna Ámadóttir, ungur kennari við 'Fjölbrautaskólann, opnaði skemmti- legt kafBhús - Kaffi-krús - í gömlu húsi við aðalgöturia, Austurveg. Nýjar verslanir era Sjafnarblóm, blómaverslun í verslanakjamanum í Hótel Selfossi, Vömbásinn, tölvu- og ritfangadeild að Gagnheiði 20, og ný málningarverslun sem Vígsteinn Gíslason rekur að Eyrarvegi 23. Hjónin Edda Jónsdóttir og Diðrik Haraldsson í Vörubásnum, nýrri tölvu- og ritfangaverslun. Sjöfn Halldórsdóttir í Sjafnarblóm- Anna Árnadóttir I nýja kaffihúsinu, um, nýrri blómaverslun. Kaffi-krús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.