Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. 19 Fréttir Frumvarp um aðgang að upplýsingum um umhverfismál: Til að uppfylla ákvæði í EES-samningunum - segir Eiður Guðnason umhverfismálaráðherra „Þetta frumvarp er flutt til þess aö uppfylla alveg bein ákvæði í EES- samningunum. Þar er að finna til- skipun um frjálsan aðgang að upp- lýsingum um umhverfismál og frvun- varpið flutt til að uppfylla þær,“ sagði Eiður Guðnason umhverfismálaráð- herra. Hann hefur flutt á Alþingi frumvarp til laga um aðgang að upp- lýsingum um umhverfismál og upp- lýsingamiðlun. Lögunum er ætlað aö tryggja ai- menningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál hjá stjómvöldum. Samt em í frumvarpinu ákvæði sem heimila stjómvöldum að synja um upplýsingar að öllu leyti eða að hluta. Flest em þau eðlileg en þó er h-liðurinn þannig orðaður að hægt er að neita um allar upplýsingar ef ráðamenn vilja það. Þar stendur að synja megi um upplýsingar ef það hafi áhrif á umhverfisvemd. „Það er rétt að þetta er mjög óheppilega orðað og ég benti nefnd- inni á það þegar ég flutti framsögu fyrir frumvarpinu að þennan hð væri æskilegt að orða betur," sagði Eiður Guðnason. Hann var spurður að því, ekki síst sem fyrrverandi fréttamaður, og þannig titlaður í símaskránni, hvort hann væri hlynntur meiri upplýs- ingaskyldu stjómvalda en nú er? „Að minnsta kosti tel ég að þar þurfi skýrari reglur. Sjálfsagt þarf aö auka uppiýsingaskylduna á ýms- um sviðum. Það hafa oftar en einu sinni verið lögð fram frumvörp á Alþingi um þetta efni en þeim hefur yfirleitt verið illa tekið. Ýmsir hafa lagt þann skilning í þau að þau tak- marki upplýsingaskylduna frá því sem nú er þar sem engar eða mjög fáar reglur gilda um upplýsinga- skyldu stjómvalda. Ég tel að auka megi* upplýsingaskylduna og það sé öhum fyrir bestu að þar um gildi skýrar reglur," sagði Eiður Guðna- son. -S.dór Evrópska efnahagssvæðið: Newsweek greinir frá deilum íslendinga í nýjasta hefti tímaritsins Newswe- ek er tveggja síðna grein um ísland og deilumar hér um Evrópska efna- hagssvæðið, EES. Greinarhöfundur, Daniel Pedersen, segir það reyndar ekki undarlegt að íslendingar, sem séu ekki fleiri en íbúar 33. stærstu borgar Þýskalands, skuh vera hræddir um sjálfstæði sitt í samein- aðri Evrópu úr þvi að Bretar, Frakk- ar og Danir era það. Það er skoðun greinarhöfundar að Margaret Thatcher, fyrram forsætis- ráðherra Bretlands, myndi verða hrifin af íslensku þjóðinni því enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sé hlynntur inngöngu í Evrópubanda- lagið. Vitnað er í þá skoðun Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráö- herra að samningurinn um EES ryðji brautina fyrir nýjum fjárfestingum í nýjum iðngreinum. Olafur Ragnar Grímsson er einn viðmælen'da greinarhöfundar og læt- ur hann þá skoðun sína 1 ljós að þeg- ar smáatriðin séu skoðuð sé samn- ingurinn um EES htt fýshegur. „Við erum farin að éta af útsæð- inu,“ er haft eftir Þorvaldi Gylfasyni prófessor. Hann er einnig sagður hafa látið þau orð falla að andstæð- ingar samningsins vonist til aö geta bolað stjórninni frá. Greinarhöfundur hefur það eftir Matthíasi Johannessen ritstjóra að nýr fijáls markaður sé áhættunnar virði. -IBS PORCELANOSA - flísar fyrir vandláta MARAZZI - flísar fyrir alla PAVIGRES - ódýrar og sterkar flísar AGROB - flísar á mannvirki LIP og DEITERMANN lím og fúgi PORSAN - ódýrustu hreinlætistækin SANYL - þakrennur á nýbyggingar og í endurnýjun Útsölustaðir: ÁLFABORG Knarrarvogi 4, Reykjavík. VERSLUNIN VÍK Neskaupstað, ÁLFABÆR Bæjarhr. 20, Hafnarf., T.F. BÚÐIN Fellabæ, Ó.M. BÚÐIN Grensásvegi 14, Reykjavík, KEA Akureyri LITAVAL Keflavík, BORG HF. Húsavik, VERSLUNIN MÁLMEY Grindavík, VERSLUNIN HEGRI HF Sauðárkróki, S.G. BÚÐIN Selfossi, ‘ KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA Blönduósi. KAUPFÉLAG RANGÆINGA HvoIsvelli.SÖGIN Patreksfirði, MIÐSTÖÐIN Vestmannaeyjum, ' VERSLUNIN HAMRAR HF Grundarfirði ALFABORG Knarrarvogi 4, simi 686755 ’91 Saratoga Se. Kr. 1.685.000 ’91 Dodge Shadow Kr. 1.185.000 ’91 Grand Voyager Kr. 2.250.000 ’91 Dodge W 250 Pickup 4x4 Cummins Turbo Diesel Kr. 2.147.000 ’91 Jeep Cherokee Ltd. Kr. 2.975.000 v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.