Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. 39 Fréttir Allt að flórfaldur munur á símagjöldum innanlands: Sama símagjald fyrir alla ekki á dagskrá SKAPAÐU ÞER GÓÐA SKRIFSTOFU góð húsG SkrifstoRihúsgögnin frá Kinnarps eru ekki aðeins falleg og vönduð heldur er fjölbreyti- leiki eininganna geysimikiil þannig að allir geta skapað sér ákjósanlega vinnuaðstöðu. Gæðaeftirlit hjá Kinnarps, umsvifamesta framleiðanda skrifstofúhúsgagna á Norður- iöndum, er afar strangt. Hvert smáatriði er þaulhugsað þannig að þægindi, veliíðan og verklag verði eins og bestverður á kosið. Hjá okkur færðu einnig skrifstofústóla, tölvuborð og margs kyns húsgögn - allan nauðsynlegan skrifstolúbúnað á góðu verði. Komdu í sýn - ingarsal okkar í Faxafenl 9. Við hjálpum þér að Hnna fúllkomna iausn. FAXAFENI 9 SIMI 679399 BREFASIMI 679344 - segir Guðmundur Bjömsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri milli gjaldsvæöa síðustu ár, er enn langt í land að notkunargjaldið verði eitt um allt land. Mesti munur á gjöldum mun nú vera á bilinu þre- faldur til fjórfaldur. Sú stefna hefur verið boðuð af ýmsum stjórnmála- mönnum að eitt gjald fyrir símaafnot skuli gilda um allt land. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tæknin sé orðin meö þeim hætti að forsendur fyrir þessum mikla mun verði sífellt minni. Gjaldskrá síma eigi að endurspegla breytingar í tækni. -Ari „Við treystum okkur ekki til að lækka verðið á langlínusamtölum meira í bili. Við teljum að sú lækk- un, sem orðið hefur á langlínusím- tölum undanfarin sex til átta ár, sé mjög til hagsbóta fyrir dreiíbýlið. Við munum fylgja því eftir þegar kostn- aður við langlínusamtöl lækkar að reyna að láta verðbreytingar vera í samræmi við það. Það er verið að samþykkja íjárlög fyrir næsta ár hjá Pósti og síma. Þau byggja á ákveðn- inni tekjusamsetningu og menn mega ekki gleyma því að við eigum að skila 940 miRjónum í ríkissjóö í ár og á því næsta. Við höfum því lít- iö svigrúm til lækkunar. Nú höfum við mestan áhuga á þvi að lækka verð á talsambandi við útlönd," segir Guðmundur Bjömsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri. Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið saman í gjaldtöku vegna símaafnota Öxnadalsheiði: koma veiði banninu í Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Við erum mjög svekktir að okkar pappírar, sem við teljum algjörlega fuúgilda, skuii ekki hafa fengið um- fjöllun dómstóla. Við erum ekki bún- ir að gefast upp og munum á næst- unni gera aðra tilraun til að koma okkar málum í dómskerfið," segir Kári Gunnarsson, formaður Veiðifé- lags Akrahrepps í Skagafirði. Ríkissaksóknari vísaði frá kæru veiðifélagsmanna á hendur rjúpna- skyttum sem virtu ekki veiðibann sem sett var á svæði við Öxnadals- heiði, talinni eign Upprekstrarfélags Akrahrepps. Vegna frávísunar sak- sóknara hefur veiðibann ekki haldið. „Mér finnst orðið tímabært að kveðið sé upp úr hvar almenningur má stunda veiðiskap. Tek undir með Snorra Jóhannessyni á Augastöðum í Borgarfirði að nauðsynleg sé útgáfa korts þar sem allir almenningar eru merktir inn á. Til þess að það sé mögulegt þarf fyrst að skera úr deilu- málum sem þessu." Kári Gunnarsson segir greiniiegt að ríkissaksóknari hafi til þessa ekki viljað skipta sér af þessum málum. Pappírarnir um kaup upprekstrarfé- lagsins á landinu hafi verið þinglýst- ir í bak og fyrir og séu eins glöggir og frekast er kostur. Akureyri: íslandsbanki lánar Háskólan- umhúsnæði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: íslandsbanki hefur lánað Háskól- anum á Akureyri húsnæði í eigu bankans við Glerárgötu og hefur Háskólinn afnot af húsinu endur- gjaldslaust í eitt ár. Háskólinn mun nýta húsnæðið undir þróunarstarf sitt en þar verða einnig til húsa Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda og Fiskeldi Eyjafjarðar. Framlag íslandsbanka er metið á tæpa mfiljón króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.