Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. 4»-« <* X <-P Fallegt og níösterkt parkett frá (|]perstorp (1XX’ IflafiA samband við sölumenn okkar HF.OFNASMIÐJAN Háteigsvegi 7, s 21270, 105 RevKiavik Utlönd Bill Clinton hefur náö að nýju fyrra forskoti á George Bush forseta og er samkvæmt nýjustu könnum Gallup fyrir CNN-sjónvarpsstööina kominn meö 49% fylgi. í könnuninni sögðust 37% aðspurðra ætla að kjósa Bush. Ross Perot er spáð 14% atkvæða. Það er minna en verið hefur. Þetta er meiri munur en verið hef- ur frá því um miðjan síðasta mánuð þegar Clinton virtist stefna á yfir- burðasigur. Eftir það snerist lukku- hjóhð honum í óhag og um tíma munaði aðeins 2% á frambjóðendun- um í könnun CNN. Nýjasta könnunin er þó frábrugðin hinum fyrri að því leyti að nú er reynt að skipta óákveðnum kjósend- um milh frambjóðendanna. Séu aö- eins þeir sem hafa gert upp hug sinn taldir með er munurinn 8%. Það er umtalsvert meiri munur en verið hefur síöustu daga. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum eru sammála um að síðustu upp- ljóstranir í svokölluðu Íran-Contra máU valdi mestu um að kjósendur haUa sér í auknum mæU að CUnton. Um helgina kom fram að Bush hefði vitað um hrask embættismanna með vopn þar sem ætlunin var að selja Hillary Clinton víkur ekki frá Bill, manni sinum, á kosningafundum. Hún hefur tekið virkan þatt i baráttunni og margir telja að hún verði áhrifamikil í landstjórninni komist þau hjón í Hvíta húsið. Clinton er nú sigurvissari en áður og hefur aukið forskot sitt á Bush forseta verulega. Símamynd Reuter írönum flugskeyti og fyrir peninga og frelsi fimm gísla í Líbanon. Hagn- aðinn átti að nota til að fjármagna baráttu Contra-skæruUða í Nic- aragua. Bush hefur aUtaf neitaö aðUd að máUnu en hann var varaforseti á þeim tíma. Aukið fylgi CUntons má einnig rekja tU þess að stuöningsmenn hans voru um tíma orðnir mjög sigurviss- ir. Margir þeirra litu á kosningarnar sem formsatriði eftir að þeirra mað- ur hafi haft undirtökin í baráttunni vikum saman. Skoðanakannanir í síðustu viku vöktu menn af þymi- rósarsvefninum og hleyptu nýju Ufi í baráttuna. Bush hefur haldið því fram um helgina að Saddam Hussein íraksfor- seti undirbúi herlega veislu tU að fagna falU Bandaríkjaforseta. Bush segir að Saddam geri þetta Banda- ríkjamönnum tU háðungar ef þeir fella manninn sem braut herveldi íraka á bak aftur. Aðstoðarmen Bush segja að þeirra maður muni beijast tU síðustu stundar. Þeir viðurkenna þó að róð- urinn verði erfiður og einn þeirra sagöi í gærkvöld að „það yrði kalt og vindasamt á lokasprettinum". Reuter Fylgi forsetaframbjóðendanna 49% 37% 14% Clinton Bush Perot ---B Ný CNN-skoðanakönnun gefur Bill Clinton 12% forskot á George Bush: Íran-Contra málið er Bush þungt í skauti - „verður kalt og vindasamt á lokasprettinum,“ segja aðstoðarmenn forsetans Ef Bill Clinton sigrar á morgun: Munum öll reyta kjúklinga - segir Ross Perot og veitist að demókratanum MUljarðamæringurinn Ross Perot hefur skipt um skotmark f kosninga- baráttunni fyrir forsetakosningam- ar í Bandaríkjunum og í gær veittist hann að BUl Clinton, frambjóðanda demókrata. Perot sagði að ef fylkisstjórinn í Arkansas yrði kosinn forseti „mun- um við öU lifa á því að reyta kjúkl- inga.“ Arásimar á Clinton marka stefnu- breytingu hjá Perot sem til þessa hefur beint gagnrýni sinni að mestu aö Bush forseta og stuðningsmönn- um hans. Starfsmenn Perots sögðust telja að um 30 prósent stuðningsmanna CUntons væm „sveigjanlegir" og gætu snúist á sveif með Perot og komið honum þannig inn í Hvíta húsið. Perot réðst einnig á Bush og sagði að hann vissi ekki að efnahags- kreppa ríkti í Bandaríkjunum. „Allir sem kunna að telja vissu að það var kreppa en hann vissi það ekki.“ Á kosningafundum um helgina og í nýrri 30 mínútna sjónvarpsauglýs- ingu hélt Perot því fram að Clinton byggi ekki yfir nægUegri reynslu tU að stjóma landinu. í auglýsingunni, sem verður sýnd á besta sjónvarps- tíma í kvöld, segir Perot frá 23 máda- flokkum þar sem Arkansas-fylki er meðal hina neðstu í öUum Bandaríkj- unum. Reuter Texasbúa MUdi óvissa ríkir um hvort George Bush tekst að halda meirihluta í Texas en þar vann hann góðan sigur í forsetakosn- ingunum 1988. Skoðanakannanir sýna aö Clinton er í þaö minnsta jafhoki Bush í ríkinu. í sumum könnunum hefur Chnton öriítið forskot á Bush en í öðmm em þeir hnífjáfnir. Texasbúar kjósa 32 kjörmenn og er því eftir núklu að slægjast fyrir frambjóðenduma. Aðeins Kalifomía hefur fleiri kjörmenn en þar er Clinton talinn öruggur meö sigur. Skoöanakannanir ætla honum 16% meira fylgi en Bush. Mjótt er á mununum í Idórídaþar sem 35 kjörmenn eru valdir. í öðrum fjölmennum ríkj- um er Clinton með meirihluta. Slagur forsetaframbjóðend- anna stendur um að fá sem flesta kjörmenn. Nýjustu kannanir benda til aö Clinton hafi þar yfir- buröi þótt menn greini á um hvort hann hafi tryggt sér þá 270 kjörmenn sem hann þarf. Reuter Eyrun á Ross Perot voru höfð að skotspæni í hrekkjavökuskrúðgöngu í Bandaríkjunum um helgina eins og sjá má á brúðunni sem maðurinn held- ur á. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.