Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Síða 3
I FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Fréttir Framkvæmdastj óri Skagfirðings: Rússaf iskur kemur áfram „Það er engin spuming að fiskur- inn kemur hingað. Ef hann kemur ekki beint hingað þá munu umboðs- menn í Evrópu senda hann hingað. Það er möguleiki að taka fiskinn á ódýran hátt í gegnum Færeyjar," segir Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki, vegna þeirra tilmæla rússneskra stjómvalda að útgerðar- menn hætti að selja fisk til íslands. Akranes: • Guttormur i bæjar- \ listamaður Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Guttormur Jónsson myndlistar- maður hefur verið útnefndur bæjar- listamaður Akraness árið 1994. Út- nefningin felur í sér að Guttormur fær 6 mánaða starfslaun frá Akra- neskaupstað til að sinna listsköpun sinni. Bæjarlistamaður var fyrst út- nefndur í fyrra en þá vildi svo til að dóttir Guttorms, Helena, varð fyrir vahnu. Anna Arnardóttir tekur við vinningn- um úr „hendi“ Cote d’Or filsins. Vinningshafi í Cote d’Or leiknum Á dögunum var efnt til leiks meðal lesenda DV. Leikurinn fólst í því að finna Cote d’Or filinn sem falinn var í DV og skrifa síðan blaðsíðunúmerið ásamt nafni og heimilisfangi á sér- stakan svarseðil. Sigurvegari var Anna Pálina Arn- ardóttir og hlaut hún í vinning 200 g af fílakaramellum og helgarferð til Kaupmannahafnar. Anna, sem er búin að vera áskrif- andi að DV síðan 1986, sagði að vinn- ingurinn kæmi sér vel enda væri hún ekki búin að skipuleggja sumarfríið sitt. Búöir: Pantanir skilyrði „Annaðhvert símtal undanfarið hefur verið fyrirspurn um tjaldstæði hér. Því miður eru þau öll upppöntuð fyrir allnokkru,” segir Victor Sveins- son, hótelstjóri á Búðum. Segir hann að tjaldstæðum hafi verið fækkað og öllum þeim sem ekki eigi pantanir um helgina verði vísað frá. Bendir hann á að fjöldi annarra tjaldsvæða sé á Snæfellsnesi. „Við höfum fengið nokkurn fjölda tilboða um kaup á Rússafiski eftir að Rodin beindi þessum tilmælum til útgerðarmanna. Það er að koma til okkar skip í dag með 200 tonna farm sem dugir okkur í sumar,“ sagði Ein- ar. Margir hafa af því áhyggjur að verð muni hækka á Rússafiskinum vegna takmarkaðs framboðs. Eru verð- hækkanir fram undan? „Auðvitað getur þessi óvissa núna haft tímabundin áhrif á verðið en nú fer sá tími í hönd þegar verð er lægst. Þó að það bætist við einhver flutningskostnaður frá Evrópu á ég ekki von á öðru en verðið muni hald- ast viðráðanlegt," sagði Einar Svans- son. LADA SAMARA I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.