Alþýðublaðið - 02.07.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Side 3
Sigurvegarinn um forsetaembættið í viðtali við AfþýSublaðið: „Hagstæðari úrslit en mig haföi óraö fyrir..." í gær um það leyti, sem heildarúrslit forsetakosning anna voru kunn átti fréttamaður blaðsins stutt við>- tal við dr. Kristján Eldjám nýkjörinn forseta Islands. Varð dr. Kristján vinsamlega við þeirri beiðni að svara nolíkrum spurningum. .• — Hvað viljið þér segja um úrslit forsetakosninganna nú, þegar ljóst er, að þér hafið ver ið kjörinn forseti lýðveldisins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða?' — ,,Þessi kosningaúrslit urðu hagstæðari fyrir mig en mig hafði órað fyrir. Ég gerði mér ljóst, er ég bauð mig ’fram, að brugðið gæti til beggja vona um úrslitin, en taldi mig þó alltaf hafa rniklar sigur- líkur, þó að það væri reynd- ar fyrst og fremst þyggt á hugþoði mínu“. — Komu úrslitin í Reykja- vík yður fremur á óvart en í öðrum kjördæmum? — ,,Hér í þessu mikla þétt- býli er erfioara að gera sér grein fyrir því, hvemig fylgi skiptist og hugboð mitt var það, að fylgi mitt væri ef lil vill tiltöluiega minna í Reykja vík en víða úti á landi“. — Hvernig finnst yður þessi ltosningasenna hafa farið fram? — „Mér finnst hún hafa ver- ið lengri og umsvifameiri en -«> LONDON RYKFALLIN LONDON, 1. júlí. London var rauðgul í morgun, þegar borgar- búar vöknuðu. Götur og bílar voru þakin rauðgulu ryki, og áhyggjufuilir borgarar spurðu lögreglu, blöð og aðra, hvað væri um að vera. Þetta reyndist vera sandur frá Sahara, sem hafi sog- azt upp í háloftin í miklum hvirf- ilbyl (haboob) suður þar, en síð- an höfðu rykskýin leystst upp yfir Lundúnum og sandurinn fallið á göturnar. nauðsynlegt sé til þess að mál skýrist sæmilega. Hins vegar finnst mér allur málflutning- ur hafa verið -sómasamlegur, þegar á heildina er litið. Mér-‘ er ánægja að taka það fram, að milli mín og keppinautar mfns hefur ekkert farið fram nema af fullri virðingu og vin semd. Þannig á það að vera í kosningum og mér þykir gott að geta tekið það fram“. — Hvað viljið þév segja um stöðu íslenzku þjóðarinnar r dag menningarlega og efna hagslega? — „Svar mitt við þessari spurningu gæti líklega orðið býsna margbrotið. Um efna- hagslíf þjóðarinnar, þá erfið- leika, sem við er að etja á því sviði, hef ég ekkert sérstakt til mála að leggja umfram það, sem allir tala. Um menningar- lífið sé ég ekki betur en það sé í sæmilegum blóma og vona, að það haldi áfram að eflast og aukast í hvívetna, eins og það er einlæg ósk mín sem allra annarra Xslendinga, að vel rætist úr þeim örðug- leikum, sem nú er við að etja og nú er mikið um talað“. HEH. Frú Halldóra og dr. Kristján Eldjárn (Mjnd: Bjarn leifur). Dr. Guíinar Thoroddsen eftir kosningarnar: Dr. Gumiar Thoroddsen am- bassador kom fram í fréttaauka hljóðvarps í gærkvöldi og flutti ávarp vegna úrslita forsetakosn inganna. Hann sagði: „Góðir ís- lendingar. — Úrslitin liggja nú fyrir. Ég vil óska frú Halldóru og dr. Kristjáni Eldjárn tii ham ingju með s’igurinn og vona, að gæfa fylgi þeim í hinu mikilvæga starfi. — Við hjónin sendum vfn um okkar og stuðningsinönnum víðs vegar um land inniiegar þakkir fyrir liðvefzlu þeirra, vin áttu og fórnfúst starf. — Guð blessi ísland.” Eftir hádegi í gær sendu Vala og dr. Gunnar Thoroddsen frú Halldóru og dr. Kristjáni Eld- járn eftirfarandf lieillaskeyti: „Frú Halidóra og Kristján Eld- járn. — Við óskum ykkur heilla í mikiivægu starfi". Dr. Guirnar Thoroddsen hverf ur aftur af landi brott til Kaup mannahafnar fnnan skamms til að halda áfram starfi fyrir ís- lenzku þjóðina sem ambassador í Danmörku. «>- | Kjarvalssýningin framlengd r Geysimikill fjöldi fólks skoð é aði Kjaryalssýninguna í Lista (I mannaskálanum á kosningadag- inn. Áætlað er að upp undir 10 þúsund manns hafi komið í Listamannaskálann og sýning arskrár seldust fyrir 121 þús und krónur. Sýnfngunni átti að ljúka á sunnudagskvöldið, en vegna hinnar miklu aðsóknar hefur verið ákveðið að fram lengja hana til 10. júlí. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýhfngarskráin, sem gestir geta keypt er jafn framt aðgöngumiði og vinning urinn er málverk eftir meist- ara Kjarval. Sýningin verður opinh kl. 10 -22 aila daga. AMERÍSK HERFLUGVEL LÁTIN LENDA Á SOVÉZKUM FLUGVELLI TÓKÍÓ, 1. júlí. Améríska her flugvélin með 231 mann innan borffg, sem neydd var itál að lehida á sovézknm flugvelli á Kúrileyjum aðfaranótt sunnu- d'ags, var komin 95-100 km. af leið, segja hermálaaðilar í Tókíó í dag. Opinberir aðilar í Tókíó upplýstu í dag, að véiinni 'hefði verið sendar aðvaranir, en flug maðurinn svarað, að hann gæti e'kki breytt um stefnu, án þess að tilgreina ástæðuna. Þetta 'er DC-8 flugvél frá Söabard World Airlines, sem var í leiguflugi með hornienn til Vietniam. Dimplómiatar í Wash- ington vonu í sambandi við Mosk vu í dag um að fá vélina og far þegana látna lausa. Áherzla er lögð á, að þetta aitvik megi ekki hafa óhrif á 'þau is'amsikipti aust urs og vesturs, sem standa fyriir dyrum. 2. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLPÐ >3 -

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.