Alþýðublaðið - 02.07.1968, Side 8

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Side 8
 J Það er engum blöðum um það að fletta að úrslit for- setakosninganna hafa komið langflestum mjög á ó- vjart. Menn ræddu málið í gær fram og aftur og reyndu að finna skýringar á þessum mikla mismun. Er þetta unga fólkið að snúast gegn flokkavaldi í hverskonar mynd, er þetta svar almennings vegna erfiðleika í atvinnulífi — eða hver er skýringin? Það er út í bláinn að reyna að íinna réttu svörin, þau verða að líkindum eins mörg og svarendur eru margir: Þó er það útbreidd skoðun, að hér hafi verið uppreisn í einhvers konar mynd, sem erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða á- hrif kunni að hafa á íslenzk stjórnmál, enda þótt forseta- kosningarnar hafi verið yfir- lýstar ópólitískar. Hér í Reykjavík störfuðu fylgismenn beggja af kappi. Kjörsóknin var slík, að ótrú- legt ep að hún verði nokkurn tíma aftur jafnmikil. Þarna hefur sjónvarpið áreiðanlega átt stóran hlut að máli. Þeg- ar kosningaundirbúningur er rekinn öðrum þræði í sjón- varpi verða málin mun meira lifandi, áhorfendur komast í mun meiri snertingu við fram bjóðendur og fylgismenn þeirra og taka þar af leiðandi mun virkari þátt í kosninga- baráttunni. Áberandi var að börn fylgdust vel með kosn- ingabaráttunni og mynduðu sér skoðanir á frambjóðend- um, sem þau hefðu varla gert Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns komu sarnan í Lídó að starfi loknu og var þar sem skiljanlegt er glatt á hjalla og mikil s'igurvímu. Þessi svipmynd hér að ofan var tekin í Lídó og einn úr hópnum gefur hið fræga merki Churchills gamla — V for victory. Á myndinni hér til hliðar eru Lídógestír og sá brosmildi í miðj- unni er Steingrímur Sigurðsson, rithöfundur. Þegar kjörstaðir voru opnaðir í Reykjavík hafði á öllum stöð um hópazt saman fólk, sem ætlaði að kjósa snemma. Af þessari mynd að dæma er hér eldra fólk í meirihluta — fólk sem tt'kur da^inn snemma og lætur ekki smala sér á kjör stað. 1 Á- 1 8 2. júlí 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.