Alþýðublaðið - 02.07.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Page 4
t i 4 2. júlj 1968 NY STJARNA Nýjar kvikmyndastjörn- ur eru oít uppgötvaðar í forsölum kvikmyndahúsa. Þannig var því t.d. farið með hina 23 ára gömlu stúlku frá Múnchen, Uschi Glas. í samkvæmi, sem haldið var í tilefni frum- sýningar á ónafngreindri kvikmynd. rakst hún á framleiðanda, sem þegar í slað fékk augastað á henni, og gerðj við hana samning um að leika í kvikmynd. Hún hefur nú þegar leik ið í nokkrum kvikmynd- um, og þykir sannað, að hún hafi mikla hæfileika til að bera. Á hinn bóginn hefur hin skyndilega frægð og auður, sem henni hefur áskotnazt, ekki stigið Framhald á 14. síffu. Nýjar hugmynciir í tízkuheiminum London er og hefur um langt skeið verið miðstöð tízk unnar, einkum þó tízku unga fólksins. Það vekur því alltaf talsverða athygli, þegar tízku nemendurnir í Konunglega listaháskólanum ljúka prófum sínum. Hver veit nema að í hópi nemenda leynist verð- andi tízkufrömuður, sem ein- hvern daginn slær í gegn og kemur á fót verzlun og tízku- miðstöð á borð við hinar frægu verzlanir í Carnaby Street eða á Kings Road, helztu tízkugöt um Lundúna. Konunglega listaháskólanum var slitið fyrir fáeinum dög- um, og eins og' meðfylgjandi myndir sýna, þá einkenndi fram úrstefnan svokallaða verkefni nemenda. Hvað finnst ykkur t.d. um hina efnislitlu buxna dragt, sem hávaxna stúlkan á efri myndinni spókar sig í? Efnið er jersey, bryddað perl- um. Stúlkurnar tvær á neðri myndinni, sem eru í nokkurs konar geimfarabúningi úr plasti og silfri, myndu senni- lega fá róttækustu tízkufröm uðina á Kings Road til að reka upp stór augu. Við látum hins vegar ósagt, hvort höfundur þessa fatnaðar verði einn af stóru spámönnunum, en held- ur þykir okkur það ólíklegt. -n DO Iveir garpar Kornung þýzk tvíburasyst- kini hafa nýverið vakið mikla athygli sundáhugamanna um víða veröld. Þau heita Ulrike og Ingrid Westenrieder, og eru frá Múnchen. Tvíburasystkinin byrjuðu að synda, þegar þau voru tveggja mánaða gömul, og nú, þegar þau eru þriggja ára, geta þau hvíldarlaust synt í 47 mínútur. Með því hafa þau hnekkt heimsmeti, sem áður áttu amerísk tvíburasystkini, Paddy og Joan Mulligan, en þau eru eilítið eldri. Þrátt fyrir afrekið, gerum við ekki ráð fyrir, að tvíbur- arnir komist á Ólympíuleik- ana í Mexíkó. ALbYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.