Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 16
í:U lz\J~ í Árbæjarsafni Uppí Árbæjarsafni oft hef ég sötrað úr krús, þar er allt þakið í munum og þar heitir Dillonshús. Og dælt er í Dillonshúsi að doka svolítíð við. Ekki er amalcgt kaffið! Ellegar kvemfólkið! Og hérna uppmeð ánum unir margur sér. Ingvar Árbæjarvörður veit allt, sem talaS er hér. Lómur. Þnrlíðþér sérstfikðekk fyrir H-UMFERD ? Kei.aðeins géé. Gerum fIjótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL dekk. hjólbarðinn hf, , Löugavegi 178 * sími 35260 Þeir virðast vera furðu líkir Kristján Eldjárn og de Gaulle. Báðir vinna þeir yfirburðasigur á sama degi.... Hvort skyldi nú vera varið stærri upphæðum til að bjarga mannslífum eða til að útrýma Þeim? ^msssm,3 tK i . . SÍMI vo , || n m mw dag egi lIMlLstur Allt tilstand á enda NÚ er að koma sá tími ársins sem er afskaplega leiðinlegur, allír fridagar búnir, allt tilstand og meira að segja kosningarn- ar. Nú er ekki heldur hægt að eyða tímanum í að hlaupa fram og aftur um bæinn lafmóður í sambandi við þær. Annars hefur þetta verið óvenjugott ár í þessu tilliti. Fyrir utan jól, páska, hvítasunnu og 17. júni, höfum við haft bæði' H-umferðarbreytinguna og forsetakosningar okkur til dægra- styítingar. Það hefur því alltaf verið nóg að hugsa um, talfæri spekinganna hafa féngið að mala þindarlaust, og nærri því hver einasti maður hefur verið important. En nú er öllu þessu lokið, og meira að segja kosninganóttin sveikst um að vera spennandi. Framundan eru nú bara venju- legir vinnudagar og venjulegar helgar. Það er meira að segja ekki hægt að bölsótast yfir isíldarleysi og stytta sér stundir með þeim hætti af þeirri hvimleiðu ástæðu að það er ekki verið iað bíða ©ftir síldinmi, heldur bíður síldin eftir skipuiram. Og hafís fyrir norðan og kalskellur á túnum eru orðin gersam- lega útþvæld umræðuefni. Að vísu er fram undan landsleikur í knattspyrnu, en landsleikir taka stuttan tíma og endast skammt sem dægrastytting nema við séum að keppa við Dani og töpum meði 14:2 eða meira. Þegar svo er komið eru góð ráð dýr, því eins og allir vita skiptir megin máli hvernig liggur á fólki. Og til þess að það liggi vel á því þarf það að hafa eitthvað til að vasast í. Fyrir því þyrfti að finna upp á einhverju veseni við og við í sumar, helzt einu sinni í mánuði. Annars er hætt við að illa fari um andlega heilsu manna. En hvað á það að vera? Setja mætti nefnd í málið sem ætti upp á kaup sem greitt væri samkvæmt uppmælingaríaxta múrára að finna eitthvað upp nógu spennandi. Hún gæti látið sér detta í hug að setja upp alþjóðlega fegurðarsamkeppni, ellegar eyða stórfé í að kenna fólki að gera eiíthvað öfugt við það sem það er vant að gera. I því sambandi mætti nefna þann möguleika að Iáta fólk fara að heilsast með vinstri hendinni. Ur því allir eru faralr | að víkja til hægri er eðlilegt að menn heilsi meö vinstrí. Þó nokkuð margir gætu felngið vinnu við þessa breytingu, og ef vel tækist til um undirbúning og áróður fengi maður fcannski þriðju vökunóttina. Fyrst var, sko, H-umferðarnóttin, svo kosninganóttina og þá þessi. Það er annars merkilegt í þessu sambandi hve vökunætur skipta miklu máli í mannlifinu. Að hugsa sér hvað það eru merkilegir hlutir sem menn vaka út af heila nótt, jafnvel án þess að vera á kvennafari eða fylliríi. GÖTU-GVENDUR. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík Hin árlega skemmtiferð félagsins v'erður farin miðvikudaginn 3. júlí og verður að þessu sinni tveggja daga ferð. Fólk er beðið um að til- kynna þátttöku sína mánudagskvöl d. Nánari oipplýsingar eru veittar í simum: 1-24-96 (Kristbjörg Eggertsdóttir). 1-43-13 (Katrín Kjartansdóttir). 1-04-88 (Aldís Kristjánsdóttir).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.