Alþýðublaðið - 02.07.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Síða 6
I Gestur Guöfi nnsson: í íslenzku máli eru mörg fal- leg örnefni. Eitt þeirra er Blá- skógaheiði. Hvernig sem á því stendur, virðist það smám sam an vera að hverfa úr daglegu tali. Það tel ég miður farið. Ekki aðeins vegna 'þess, hvað mér þykir örnefnið fallegt, heldur líka af hinu, að ekkert heiti hefur komið í staðinn, sein nær yfir samsvarandi landssvæði. Önnur nöfn hafa miklu þrengri merkingu, ná hvert um sig yfir takmarkaðra svæði. Bláskógaheiði mun kennd við skógana norðan við Þingvalla- vatn, sem sjálfsagt hafa náð lengra upp í heiðina á fyrstu öldum íslandsbyggðar en nú. Við höfum ekki lakari heim- ildarmann en Ara fróða um markverðar upplýsingar- um Bláskóga. En hann segir í ís- lendingabók, að maður hafi orðið „sekur um þræis morð eða leysings, sá er land átti í BIáskógum.“ „Land það varð síÖnn allsherjarfé, en það lögðu landsmenn til alþingis neyzlu. Af því er þar almenning að viða til alþingis í skógum og á heiðum hagi til hrossahafnar. Það sagði Úlfheðinn oss“, skrif ar Ari. Að jafnaði mun Bláskóga- heiði . talin ná yfir heiðalönd- in milli Þingvallasveitar og Borgarfjarðardala, en ýmislegt bendir þó til, að framan af öld um hafi hún tekið til alls svæð isins austur að Tindaskaga og Hrafnabjörgum. Annars er af- mörkun margra slíkra staða óglögg og nokkuð á reiki. Hér verður þó haldið sig við hina þrengri merkingu örnefnisins og eftirgreind takmörk heiðar ■ innar: Borgarfjarðardali að vestan, Ok að norðan, Skjald- breið og Gatfell að austan, Kvígindisfell að sunnan. Bláskógaheiði er fornt heiti, að líkindum jafngamalt land- náminu ög kemur fyrir á nokk uð mörgum stöðum í íslend- ingasögum og Sturlungu. Það helzt í mæltu máli óslitið all- ar götur fram á okkar daga, en hefur verið á undanhaldi um skeið, eins og áður segir. Því til sönnunar má geta þess, að Þorvaldur Thoroddsen vík- ur að því í Ferðabók sinni. Hann segir: ,,Heiðarnar fyrir ofan dalina (þ.e. Borgarfjarð- ardali) kalla sumir enn Blá- skógaheiði. Beit er þar víða á- gæt, og er mælt, að þingmenn til forna hafi látið gæta hesta sinna hingað og þangað á fjall inu, meðan þeir voru á þingi“. Það má ráða af orðalaginu „kalla sumir enn Bláskógaheiði", að ekki sé það lengur daglegt mál í Borgarfjarðarhéraði. Ég spurði nýlega gamlan Flókdæl- ing um þetta, og kannaðist hann við að hafa heyrt Blá- in norður frá Þingvöllum. Þeir, sem aka úr Lundar- reykjadal til Þingvalla, Uxa- hryggjaleið svokallaða, hafa Bláskógaheiðina fyrir augum í en ekki kann ég frekari skil á því merkilega vatnakvik- indi. Þegar kemur austarlega á Uxahryggi fer að sjást til Oks, HRAFNABJÖRG. — Ljósm.: Páll Jónsson. skógaheiði nefnda í ungdæmi sínu, en taldi helzt, að nafnið hefði þá verið notað um hraun 6 2. júíí 1968 VIÐ REYÐARVATN. — Ljósm.: Páll Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ýmsum viðhorfum til beggja handa. Til að byrja með er Þverfell á vinstri hönd. Aust- an undir því er allstórt stöðu- vatn, Reyðarvatn, og sést í það a.m.k. á einum stað á Uxa- hryggjaleið. Þar þykjast veiði menn vita af feitum og góð- um fiski, þótt ekki sé hann kannski með mör eins og sagt var um frændur hans í Blá- finnsvatni í Flókadal. í Reyð- arvatni á Grímsá upptök sín. í Skotmannstjörnurp norður af Reyðarvatni var í eina tíð mikil silungsveiði, að því er sögur herma. Einu sinni sem oftar var karl að dorga í tjörn unum og fær gyllta spröku, feita og fallega, á öngulinn, og varð. fengnum feginn. Þar tókst þó verr til en skyldi. Spraka þessi var sem sé ham- ingjufiskurinn í tjörnunum. Hvarf þegar allur silungur úr Skotmannstjörnum og hefur ekkj sézt þar síðan. Aftur á móti er lítilsháttar veiði í Uxavatni, sem er smá- vatn austar á heiðinni sunnan vegarins. Gott ef þar sást ekki líka vatnaselur einhvern tíma, Þórisjökuls, Langjökuls og fleiri fjalla. Lítið, strýtumynd að fell ber í Okið. Það heitir Fanntófell og eru ekki allir sáttir við nafnið, finnst það með ólíkindum. Rétt er að vísu, að algengast mun að eign arfallsendingin ,,ar“ fylgi orð- inu tó í samsetningum og ætti fellið samkvæmL því að heita Fanntóarfeil. En hins eru líka dæmi, að endingin falli brott og er hvort tveggja jafnrétt, og ekkert við það að athuga, sbr. bæjanöfnin Tóarsel í Breið dalshreppi og Tóveggur í Keldu neshreppi. Fanntófellið er móbergsfell, ef undan er skilinn fjallskoll- urinn, og ólíkt næsta nágranna sínum Okinu, sem er grágrýtis- dyngja. Fallegir berggangar eru í því austanverðu og stuðla myndun. Það er dálítið gróið upp í hlíðarnar og tóar í fönn inni í því, þegar svo ber und- ir, og nafnið þess vegna ekki alveg út í hölt. Þar vaxa a.m.k. um 80 tegundir jurta, m.a. 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.