Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 5 Fréttir Maður sem fékk reynslulausn á sínum tuttugasta refsidómi í júlí 1992: Fékk þrjá f angelsisdóma áður en hann fór inn á ný - fór loks í fangelsi aftur skömmu áður en fjórði dómurinn gekk Þrítugur karlmaöur, sem var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í febrúar 1992, fékk þrjá fangelsisdóma áöur en honum var loks gert að fara í fang- elsi á ný í september síöastliönum. í rúm tvö ár gekk maðurinn laus og braut af sér aftur og aftur en fór ekki í fangelsi þrátt fyrir að hafa brotið skilyrði reynslulausnar og síðar. fengið þrjá dóma á tímabilinu. í júlí 1992 var manninum sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Þá átti hann eftir að afplána 133 daga af sínum tuttugasta refsidómi. Þegar maður- inn hafði verið laus um skeið braut hann skilyrði reynslulausnarinnar með því að aka bíl ölvaður og rétt- indalaus. Dómur gekk í því máli í mars 1993. Niðurstaðan varð átta mánaða fangelsi en 133 dagarnir voru dæmdir með. Maðurinn fór engu að síður ekki í afplánun á ný. Sjö mánuðum eftir dóminn, eða í október 1993, gekk annar refsidómur yfir manninum - átta mánaða fang- elsi. Hann hafði þá í millitíðinni ekið aftur ölvaður og réttindalaus og var ákærður og dæmdur eina ferðina enn - án þess að hafa farið í afplánun vegna fyrri dóms og fyrir aö rjúfa skilyrði framangreindrar reynslu- lausnar. Þrátt fyrir annan dóminn eftir að maöurinn varð laus fór hann ekki í fangelsi. í febrúar 1994 gekk 23. dómurinn á afbrotaferh mannsins og þriðji eftir að hann fékk reynslulausnina 1992. Aftur hafði hann brotið umferðarlög og hlaut nú 10 mánaða fangelsi. Hann átti þvi eftir að afplána samtals 26 mánaða fangelsi vegna þriggja dóma og nú voru hátt í tvö ár liðin frá því að manninum var sleppt út á reynslulausn. Þrátt fyrir þetta hélt hann áfram að ganga laus. í stað þess að fara í afplánun hélt maðurinn áfram samkvæmt venju að brjóta af sér. Það var loks í sept- ember síðastliðnum sem manninum var loks gert að fara í fangelsi á ný - rúmum tveimur árum og þremur dómum eftir að hann rauf skilyrði reynslulausnarinnar. í nóvember síðastliðinn fékk maðurinn sinn 24. refsidóm vegna brotsins sem hann framdi eftir dóminn í febrúar. Hann hefur reyndar verið ákærður í 25. skiptiö vegna annars brots sem honum er gefið að sök að hafa fram- ið á síðasta ári þegar eldur kviknaði í rusladalli á salerni í ílugvél á leið til Kaupmannahafnar. Manninum er gefið að sök að hafa stofnað hfi íjölda fólks í hættu með því að henda log- andi sígarettu í rusladallinn en flug- Lengd fangelsisrefsinga jókst um 43 prósent frá 1992 til 1994: Á þriðja hundrað bíða f angavistar - afgreiðsla síbrotamannsins ekkert einsdæmi „Á síðustu misserum hafa 220-230 dómþolar beðið eftir fangaplássum. Nýtingin á fangarýminu er hins veg- ar hátt í 110 prósent. Ástæðuna má rekja th þess að dómum hefur fjölg- að, refsingar hafa lengst, reynslu- lausnir eru síður veittar en áður og fangaplássum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Þegar þetta gerist lengist sá tími sem menn bíða eftir að kom- ast í afplánun," sagði Haraldur Jo- hannesen fangelsismálastjóri í sam- tali við DV. Haraldur sagði lýsinguna af máh afbrotamannsins sem fékk þrjá dóma á tveggja ára tímabih áður en hann fór loks í fangelsi geta átt við þó nokkra aðila - hér sé ekki um eins- dæmi að ræða. Fangelsi landsins hafi einfaldlega ekki rúm fyrir alla þá fanga sem þurfa að komast að. „Við getum ekki sett fleiri en einn fanga í hvert fangarými. Þess vegna ganga dómþolar lausir. Við höfum sett þá stefnu hér, með undantekn- ingum þó, að hver fangi skuli vera vistaður einn í klefa. Það er vissulega hægt að minnka biðhstana með því að setja feiri en einn í klefa en menn geta þá rétt ímyndað sér það ástand sem þá myndi skapast í fangelsun- um. Ég vísa til nýlegra atburða í Bretlandi,“ sagði Haraldur. Til marks um þá auknu þörf sem hefur skapast á fangarými liggur fyr- ir að heildarlengd dæmdra refsinga var 140 ár árið 1992. Á nýliönu ári var árafjöldinn orðinn rúmlega 200. Hér er um 43 prósent aukningu að ræða á milli tveggja ára. Haraldur sagði að þrátt fyrir að 36 ný fangapláss skapist þegar nýbygg- ing á Litla-Hrauni verði tekin í notk- un í vor sé ekki hægt að segja fyrir hvenær biðlistar rpuni styttast með hhðsjón af þróun í dómsmálum - þjóðfélagið hafi greinilega gert þá kröfu að fangelsisrefsingar þyngist. Þannig sé fyrirséð að lengri tima taki en áður var auk þess sem refsidóm- hvern fanga að ljúka sinni afplánun um hefurfjölgað. -Ótt W' /V * Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða íyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. ES L Íh« JTVf- f'Fll 17! TIL ALLT AO 3 16 MÁNAÐA IÍ33 RADGREIÐSLUR \ 3 TIL ÁLLT AO 24 MÁNAÐA Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 freyjur náðu að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Eins og fyrr greinir er maðurinn þrítugur. Hann hefur auk ölvunar- akstursbrota meðal annars verið dæmdur fyrir þjófnaö, flkniefnamál, skjalafalsognytjastuld. -Ótt LAUSN NR. 2 65 ár við dýnuframleiðslu hafa kennt SERTA heilmikið um það hvemig dýna verður gerð fullkomlega góð. Þar sem þeir hafa lagt sérstaka áherslu á að leysa þau atriði sem fólk kvartar yfirleitt undan þarf kaupandi SERTA dýnu ekki að hafa áhyggjur af þeim. Algengt umkvörtunarefni á dýnum ýmissa framleiðenda, jafnvel dýrra gerðafrá þeim, er að þær séu óþœgilegar að liggja á. Hm sérstaha Bmm SEÍtTA tilfullkomnunar þœginda er að nota í réttri samsetningu bylgjusvamp, trefjafyllingu og viðnámsbólstrun, tœkni sem mun gefa eigenda SERTA dýnu hollan nœtursvefn um ókomin ár. Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm, þá skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar hörð, mjúk eða millistíf dýna. Starfsfólk okkar tekur vel á móti þér og við eigum Serta dýnumar alltaf til á lager og þeim fylgir margra ára ábyrgð. Mest selda ameríska dýnan á íslandi BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 M Þá kemur aðeins ein tölva til greina: acintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119-000,-krs,*, *4.242,-k, á mánuði í 36 mán. & j - * í > < > ♦ * » / 7 *. *. \ \ \ \ \ \ \ / i I t \ \\\ ' Upphæðin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.