Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 Afmæli Jóhann Már Jóhannsson Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í Skagafirði, varð fimmtug- ur í gær. Starfsferill Jóhann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, lærði skipasmíði þar, lauk prófi frá Iðnskólanum á Akur- eyri og lauk sveinsprófi í iðninni. Jóhann var til sjós á unglingsárun- um á sumrin. stundaði húsasmíðar um skeiö, vann síðan við tamningar á hrossum um tveggja ára skeið en gerðist síðan bóndi. Jóhann bjó fyrst í þrjú ár að Hrafnabjörgum í Svínavatnshreppi en flutti í Keflavík í Skagafirði 1976 og hefur búið þar síðan. Jóhann hefur sungiö inn á og gef- ið út tvær hljómplötur og aðrar tvær sem hann söng inn á ásamt öðrum. Þá hefur hann sungið inn á tvo geisladiska ásamt öðrum, nú síöast nýútkominn disk með tónsmíðum Skúla Halldórssonar tónskálds. Fjölskylda Jóhann kvæntist 15.7.1973 Þór- eyju Sigríði Jónsdóttur, f. 17.10.1945, bónda og húsfreyju. Hún er dóttir Jóns Jónssonar, b. og bifreiðaeftir- litsmanns í Stóradal í Austur- Húnavatnssýslu, og Guðfmnu Ein- arsdótturhúsfreyju. Börn Jóhanns og Dorotheu K. Valgarðsdóttur á Akureyri eru Ólaf- urFinnur, f. 20.6.1971, starfsmaður viö dekkjaverkstæði á Akureyri; Halldóra Elín, f. 9.10.1972, húsmóðir á Akureyri en sambýlismaður hennar er Gunnar Ólafsson, starfs- maður íslensks skinnaiönaðar, og eru börn þeirra Karólína Eir og Hákon Orri. Sonur Þóreyjar er Jón Axel Hans- son, f. 10.7.1971, nemi í bifvélavirkj- un. Börn Jóhanns og Þóreyjar eru Stella Hrönn, f. 9.5.1974. nemi; Jó- hann Oddgeir, f. 11.1.1978, nemi. Systkini Jóhanns eru Heiða Hrönn, f. 10.1.1939, sjúkraliði og húsvörður að Frey vangi í Eyjafjarð- arsveit, gift Birgi Stefánssyni bif- vélavirkja og húsverði og eiga þau fimm börn; Anna María, f. 3.1.1940, húsmóðir á Akureyri, gift Birgi Marinóssyni, kennara og endur- skoðanda og á hún tvö börn; Konráð Oddgeir, f. 9.4.1943, húsvörður, bú- settur aö Árnesi, kvæntur Lilju Helgadóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Svavar Hákon, f. 15.3. 1946, b. í Litladal í Austur-Húna- vatnssýslu, kvæntur Sigurbjörgu Þ. Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristján Ingvar, f. 24.5.1948, óperu- söngvari, búsettur á Ítalíu, kvæntur Sigurjónu Sverrisdóttur og á hann fjögur börn; Björgvin Haukur, f. 17.1.1953, tannsmiðurá Akureyri, kvæntur Ragnheiði Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Jóhanns: Jóhann Kon- ráðsson, f. 16.11.1Í17, d. 27.12.1982, sjúkraliði og söngvari á Akureyri, og k.h„ Fanney Oddgeirsdóttir, f. 14.9.1917, gæslumaður og húsmóðir. Ætt Faðir Jóhanns var Konráð, gull- smiður á Akureyri, Jóhannsson, b. á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, Kristjánssonar, b. á Végeirsstöðum, Guömundssonar. Móöir Jóhanns á Végeirsstöðum var Lísbet Bessa- dóttir, b. á Skógum í Fnjóskadal, Eiríkssonar. Móðir Jóhanns var Svava, systir Jónasar, föður Kára, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, og Mínervu, ömmu Guðríðar Haralds- dóttur dagskrárgerðarmanns. Svava var dóttir Jósteins, b. í Naustavík í Hegranesi, Jónassonar, b. og smáskammtalæknis í Hróarsd- al í Hegranesi, Jónssonar. Jónas átti þrjátíu og eitt barn og er afi Jónasar Gíslasonar, dósents í kirkjusögu, og langafi Bjarna Th. Rögnvaldssonar, prests á Prests- bakka. Fanney er systir Hákons óperu- söngvara og Agnesar, móður Magn- úsar Jónssonar óperusöngvara. Fanney er dóttir Oddgeirs, útgerð- armanns á Hlöðum í Grenivík, Jó- Jóhann Már Jóhannsson. hannssonar, b. í Saurbrúargerði á Svalbarðsströnd, Gíslasonar. Móðir Oddgeirs var Kristín Björg Sigurö- ardóttir, b. á Fellsseli í Kinn, Bjarnasonar. Móðir Fanneyjar var Aðalheiður Kristjánsdóttir, systir Jóhanns á Végeirsstöðum, afa Jó- hanns Konráðssonar. Jóhann er aö heiman. Til hamingjju með afmælið 11. janúar 85 ára Bjarnveig Helgadóttir, Selvogsgrunni31, Reykjavik. Jón Hákonarson, Hnjóti H, Vesturbyggð. Lilja Gunnarsdóttir, Skólavegi 40, Keflavík. JónLeósson, Hofslundi 17, Garðabæ. Guðmundur Sveinn Haraldsson, Mánagötu 3, Grindavík. 80ára 50 ára HjaltiÁrnason, Skeggjastöðum, Skagahreppi. 75ára Hákon Árnason, Barmahlíð, Reykhólum, Reykhóla- hreppi. 70 ára Björn Stefánsson, innkaupastjóri Hitaveitu Suðumesja, Háholti 27, Keflavík. Eiginkona Björns er Helga Krist- insdóttir, ræstingastjóri Sjúkrahúss og Heilsugæslu- stöðvarSuður- Kristbjörg Gunnarsdóttir, Hjarðarholti 4, Selfossi. Árni Brynjólfsson, Lindarbergi 4, Hafnariirði. Hreiðar Júlíusson, Hringbraut 86, Keflavík. Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kringlu, Dalabyggö. Ragnheiður Pálsdóttir, Efra-Hvoh, Hvolhreppi. Hrönn Baldursdóttir, Skúlagötu 72, Reykjavik. Fanney Davíðsdóttir, Holtsbúð 101, Garöabæ. Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Hraunhvammi 8, Hafnarfirði. Hrafnhildur tekurámóti gestum í Golf- skálaKeihs- mannavið •£. \ Hvaleyri, föstu- daginnl3.1.kl. 20-22. nesja. Þau hjónin takaámóti gestumíFé- lagsheimih Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17-19 i Keflavík milh kl. 19 og 22 á afmæhsdaginn. Þorkell Sigmundsson, Traöarstíg 10, Bolungarvik. 40ára 60 ára Laufey Þóra Sveinsdóttir, Melagötu 8, Neskaupstað. Grétar örn Vilbjálmsson, Heiðmörk 44, Hveragerði. Sigriður Yngvadóttir, Súluhólum 6, Reykjavik. Margrét Bergsdóttir, Grundartanga 13,Mosfellsbæ. Páhna Sveinsdóttir, Hverafold 24, Reykjavík. Vigdís M. Sveinbjömsdóttir, Egilsstöðum V, Egilsstöðum. Ingibjörg Sigmundsdóttir, Einibergi 27, Hafnarfiröi. Jón Rúnar Jóhannsson. Ólafsbraut66, Snæfehsbæ. Oddný J.B. Mattadóttir Oddný J.B. Mattadóttir afgreiðslu- maður, Melteigi 16, Keflavík, varð fimmtugígær. Starfsferill Oddný fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún stundaði þar barna- skólanám, lauk þar gagnfræðaprófi 1962 og lauk leiðsögumannsprófi hjá Ferðamálaráði 1987. Oddný stundaði verslunarstörf með hléum á árunum 1962-70, sfarf- aði hjá íslenskum markaöi sumrin 1972-77, starfaði hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli 1978-81, var skrifstofumaður hjá Birgðastofnun varnarhðsins 1981-89, starfaði hjá Nesgarði hf„ umboði Flugleiða og Tryggingu hf. á árunum 1989-90 en starfar nú hjá Flugleiöum hf. í Leifs- stöð. Oddný var stofnandi Bjarkar, fé- lags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var stofnfélagi Lionessuklúbbs Kefla- víkur og formaður hans í eitt ár, hefur verið fulltrúi í barnaverndar- nefnd Keflavíkur í tuttugu og tvö ár, hefur setið í dagheimihsnefnd í nokkur ár og situr nú í öldrunar- nefnd. Hún starfaði í Styrktarfélagi aldraðra á Suöurnesjum í sjö ár, sat í stjórn þess og ferðanefnd og fór nokkrar hópferðir innanlands og utan með eldri borgurum. Fjölskylda Oddný giftist 10.10.1964 Stefáni Öndólfi Kristjánssyni, f. 20.5.1942, bifvélavirkja hjá Olíufélaginu í Knútsstöð á Keflavíkurflugvelli. Foreldrar hans voru Kristján Jónat- ansson, b. í Norðurhlíð, og Friðrika Stefánsdóttir en þau eru bæði látin. Börn Oddnýjar og Stefáns eru Guðbrandur J. Stefánsson, f. 7.1. 1965, íþróttakennari, kvæntur Lindu B. Jósefsdóttur og eru börn þeirra Gréta Mar, f. 25.2.1985, Alm- ar Stefán, f. 31.8.1990, og Hilda Mar, f. 31.7.1993; Matti Ósvald Stefáns- son, f. 21.6.1966 sjúkranuddari en sambýliskona hans er Unnur Magn- úsdóttir og er dóttir þeirra Eva María, f. 27.10.1991; Friðrika Krist- ín, f. 5.6.1971, nemi í frönsku og mannfræðivið HÍ. Bróðir Oddnýjar er Gunnar B. Mattason, starfsmaður við Slökkvi- Oddný J.B. Mattadóttir. liðið á Keflavíkurflugvelh, kvæntur Indíönu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn og tíu barnabörn. Foreldrar Oddnýjar eru Matti Ós- vald Ásbjörnsson, f. 11.8.1912, fyrrv. starfsmaður hjá íslenskum aðal- verktökum, og Torfhildur Guð- brandsdóttir, f. 28.12.1907, húsmóð- ir. Oddný er að heiman. Margrét Nikulásdóttir Margrét Nikulásdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, til heimilis að Ási í Kelduhverfi, er sjötug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en flutti ung að árum norður í land og hefur búið þar síð- an að Ási í Kelduhverfi. Hún hefur lengst af stundað húsmóðurstörf en hefur jafnframt stundað almenn verslunarstörf við verslunina í Ás- byrgi um árabil. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Yngvi Örn Axelsson, f. 15.11.1921, b. að Ási. Börn Margrétar og Yngva Arnar eru Nikulás Smári, f. 30.11.1945, áður kvæntur Hhf Geirsdóttur og eiga þau saman þrjú böm, Margréti Herborgu, f. 1966, Árnar Geir, f. 1968, og Sigurð Svein, f. 1973, en Nikulás Smári er nú búsettur í Eng- landi og er sambýhskona hans Cla- ire; Þorvaldur, f. 3.2.1950, búsettur á Húsavík, kvæntur Elínborgu Sig- valdadóttur og eiga þau tvö börn, Heiðar Smára, f. 1974, og Hugrúnu Ásdísi, f. 1983; Axel Jóhannes, f. 13.1. 1955, b. í Eyjafjaröarsveit, kvæntur Karólínu Birnu Snorradóttur og eiga þau þrjár dætur, Ólöfu Huld, f. 1976, Sunnu, f. 1986, og Hildi, f. 1989; Kristinn Sigurður, f. 4.6.1957, b. á Tóvegg í Kelduhverfi; Auður Guðný, f. 26.7.1959, búsett í Eyja- tjarðarsveit, gift Helga Hinrik Schi- öth og eiga þau saman þrjá syni, Brynjar Gauta, f. 1987, Hafstein Inga, f. 1989, og Þorvald Yngva, f. 1993; Ásgeir, f. 3.3.1967, búsettur á Akureyri, kvæntur Hildu Óladóttur og hafa þau eignast þrjú börn, Dag, f. 1989, d. 1992, Þulu, f. 1993, og Yngva, f. 1994. Foreldrar Margrétar voru Nikulás Margrét Nikulásdóttir. Steingrímsson bifvélavirki og Krist- ín Sigríður Magnúsdóttir húsmóðir. Margrét verður að heiman á af- mæhsdaginn. Björg Lilja Guðjónsdóttir, Einarsnesi6, Reykjavík. ••99»56*70** Tekur við svörum fyrir þig! Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.