Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 9 i>vStuttar fréttir Hert öryggi Bandaríkjamenn hafa hert ör- yggi á flugleiðum yfir KjTrahafi vegna sprengjuhótana. Sexvegnir Þrír lögregluþjónar og þrir upp- reisnarmenn vinstrimanna féllu í átökum í Chiapas í Mexíkó. Páfahótað Tveir menn eru í haldi lög- reglunnar á Filippseyjum vegna gruns um að hafa stefnt öryggi Jóhannesar Pals þáfa í yoða en páfi kemur 1 heimsókn til eyj- anna á morgun. Bannaðaðreylqa Borgarstjóri New York undir- ritaði einhver ströngustu lög gegn reykingum sem um getur. Staða Jeltsíns veikari Talið er að staða Jellsíns Rúss- landsforseta sé veikari en áður vegna ástandsins í Tsjetsjeníu. Áferðaiagi Priðflytjendur ætla að fara í ferð um fyrrum Júgóslavíu til að styrkja vopnahléið. Ekki dregið úr Orkumálaráðherra Noregs sagði að ekki yrði dregið úr olíu- framleiðslunni. Nýsýn Tony Blaír, formaöur breska Verka- tnannaflokks- ins. setti fram hugmyndir sín- ar um nýja Evr- ópu í fyrstuferð sinni til Brussel í gær og sagði að Bretland yrði að vera þar í fararbroddi. Segistsaklaus Rússneskur sjónvarpsfrétta- maöur í Bretlandi segist saklaus af ákærum um rtjósnir. Balladuránægður Balladur, forsætisráðherra Frakklands, segir stjórn sína hafa komið á meiri umbótum en nokk- ur önnur. Ekkertgekk Scalfaro Ítalíuforseta tókst ekki að leysa stjórnarkreppuna í gær. írökum hótað Öryggisráð S.Þ. krefst þess að írakar skili vopnum sem þeir stálu frá Kúveit og leyfi eftirlit með vopnabirgðum sínum. Christopheráfram Warren Chri- stopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug enn einum orðrómi um að hann ætlaði að segja af sér en embættismenn sögðu í einkasam- töium að Clinton hefði talað hann ofan aí þvi. Tveirmeiddust Tveir israelskir hermenn meiddust í sprengingu sem skæruliðar stóðu að í Gaza í gær. Fjórirdóu Byssumenn drápu fjóra í kirkju i Alsír í gær. Fimmti meiddist alvarlega. Ueuter Útlönd Camilla Parker-Bowles og hennar langþjáði eiginmaður skilja: Verður hin synduga Camilla drottning? Karl Bretaprins gæti innan tíðar gifst hjákonu sinni til margra ára, Cam- illu Parker-Bowles, ef hann ákveður að binda formlega enda á hið mis- heppnaða hjónaband hans og Díönu prinsessu. Camilla og eiginmaður hennar, hðsforinginn Andrew Par- ker-Bowles, tilkynntu í gær að þau hygðust skilja eftir 21 árs hjónaband. Sérfræöingar um málefni konungs- fjölskyldunnar voru hins vegar flest- ir á því að Camilla gæti aldrei orðið drottning. Nýjasti þátturinn í sápuóperunni um konungsfjölskylduna hófst í gær þegar Andrew og Camilla tilkynntu um skilnaðinn. Þegar hófust miklar vangaveltur um að Karl myndi einn- ig fara fram á skilnað við Díönu og koma þannig konungsfjölskyldunni inn í verstu kreppu sína síðan Ját- varður áttundi afsalaði sér filkalli til krúnunnar og giftist Wallis Simpson, fráskilinni bandarískri konu, árið 1936. Breska dagblaðið Daily Mirror vitnaði í hjákonuna og-sagði hana hafa lýst því yfir að hún hefði elskað Karl lengur en minnið næði og einn góðan veðurdag ætlaði hún sér að verða eiginkona hans. Karl og Cam- illa hafa átt í ástarsambandi af og til í 25 ár. Ekkert stjórnarskráratriði er til sem getur komið í veg fyrir að Karl giftist fráskilinni konu og verði kóngur. Hins vegar yrði almennings- álifið honum þungur baggi. Einn konungssérfræðingurinn segir að gifting komi einfaldlega ekki til greina. Almenningur muni ekki leyfa það. Fólk liti á Camillu sem hina bersyndugu konu. Talsmaður Karls sagði í gær að ekkert hefði verið rætt um skilnað milli Díönu og Karls. Díana hefur alltaf verið sannfærð um það að Camilla hafi eyðilagt hjónaband Sérfræðingar um málefpi konungsfjölskyldunnar telja ólíklegt að Camilla Parker-Bowles verði næsta drottning. Almenningur i Bretlandi liti á hana sem hina bersyndugu konu. Diana kallar Camillu jafnan „Rottweilerhund- inn“ og hún var valin verst klædda kona heims I gær. Símamynd Reuter þeirra Karls. Hún kallar Camillu j^fnan „Rottweilerhundinn" en mörgum finnst sú tegund ekki sér- lega falleg. Karl hefur hins vegar kallað Camillu „ást lífs míns". Þær gætu ekki verið ólíkari Camilla og Díana. Díana er sú kona í heiminum sem oftast er ljósmynduö. Hún þykir afskaplega glæsileg og smekklega klædd. Camilla var hins vegar valin verst klædda konan af tískusérfræð- ingumíHollywoodígær. Reuter Allt það nýjasta á vélsleöamarkaðinum. Úrval af aukabúnaði. Vélsleða- og útilífssýningin Vetrarsport ’95 íþróttaskemmunni á Akureyri 14. og 15. janúar n.k. - opið kl. 10-18 laugardag og 13-18 sunnudag Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bíla- stæði, góð aðkoma. Arctic Cat, Polaris, Ski-doo og Yamaha sýna 1995 árgerðirnar af vélsleðum. Allar nýjungarnar í vél- sleðaheiminum á einum stað. Aukabúnaður í vélsleða af ýmsu tagi, jafnt til keppni og ferðalaga. Kerrur, farangursgrindur, hlið- artöskur, olíur, leiðsögutæki, öryggisútbúnaður o.fl. o.fl. Allt um GPS á einum stað Mikið úrval af útivistarfatnaði, svo sem gallar, stíg- vél, vettlingar, gönguskór og margt, margt fleira. Allt um vélsleðakeppnir. Fremstu vélsleðaökumenn landsins verða á staðnum. Aukaafsláttur af helgarpakkaferðum til Akureyrar, flug og gisting á Hótel KEA, hjá Úrvali-Útsýn (s. 96-25000). Einnig afsláttur á gistingu á Hótel KEA vegna Vetrarsports '95. Árshátíð LÍV Hótel KEA laugardagskvöldið 14. Janúar Nú verður árshátíðin tekin föstum tökum. Sú besta frá upphafi. * Fordrykkur Þríréttaður kvöldverður * Frábær skemmtiatriði Hljómsveit Geirmundar sér um fjörið fram á rauðanótt. Svíar verða að spara 200 milljarða króna Göran Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, lagði fram fyrsta fiárlaga- frumvarp sitt í gær og þar er gert ráð fyrir niðurskurði upp á rúma tvö hundruð milljarða íslenskra króna. „Við verðum aö skera niður hluta velferðarkerfisins til að bjarga kjarna þéss,“ sagði fiármálaráðherr- ann, en erfiðasta spurningin verður hvort lækka eigi barnabætur. Tillögur Perssons um sparnað, auk skattahækkana og niðurskurðar sem þingið hefur þegar samþykkt, miða að því að stöðva aukningu skulda- söfnunar ríkisins 1997 og lækka skuldirnar 1998. Persson vill þó ganga lengra og hann sagöi í viötali að hann hefði ekki lagt fram sitt síðasta fiárlaga- frumvarp. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.