Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Side 13
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 13 Fréttir Tómas Tómasson fær veð og lán vegna Hótel Borgar: 40 milljónir úr Ferðamálasjóði „Við fórum vel og vendilega gegn- um málið áður en við tókum þessa ákvörðun. Tómas hefur sett 150 millj- ónir króna í endurbætur á hótelinu þannig að við teljum að þarna sé engin hætta á ferðum. Verðmæti hússins hefur óneitanlega aukist og við viljum ekki standa í hótelrekstri. Við tókum þessa ákvörðun á þeirri forsendu að við viljum að þama sé rekið hótel og það er búið að gera það nyög glæsilegt," segir Sigrún Magnúsdóttir horgarfulltrúi. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að veita Tomma, Tómasi Tómassyni veitingamanni, 40 milljóna króna veðheimild í Hótel Borg til viðbótar við þær 35 milljónir sem þegar era áhvílandi á hótehnu. Nýja lánið sem kemur úr Ferðamálasjóði fer beint í að gera upp um 20 milljóna króna vanskil veitingamannsins við borg- arsjóð og upp í greiðslu á 150 milljóna skuldabréfl sem fyrirhugað er að gefa út í haust. „Oft er sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Þetta er stór þúfa þannig að hún hlýtur að velta stóru hlassi. Með þessu láni sé ég fram á að hótehð sé komið það langt áleiðis að ég hef ekki áhyggjur af að það muni ekki bjarga sér. Hótehð mun væntanlega standa löngu eftir að ég er ahur þannig að þaö er ekki óeðlilegt að hægt sé aö borga svona kaup og framkvæmdir á löngum tíma,“ sagði Tómas Tómasson veitingamaður. Tómas keypti Hótel Borg af Reykja- víkurborg haustið 1992 og átti þá að greiða 22 mihjónir í peningum og 150 mihjónir með skuldabréfi. Skulda- bréfið verður ekki gefið út fyrr en í haust og fer það á þriðja veðrétt í hótehnu. Á fyrsta og öðrum veðrétti eru ofangreindar 75 milljónir króna. Reykjavíkurborg er þinglýstur eig- andi að Hótel Borg en afsal verður gefið út þegar Tommi er búinn að gera upp vanskh sín við borgarsjóð. -GHS Hundrað tonnum af laxi slátrað hjá Norræna sjóeldinu Öm Þóiaimsson, DV, fljótum: Búið er að slátra liðlega 100 tonnum af laxi hjá Norræna sjóeldinu hf. í Fljótum síðan fyrirtækið hóf starf- semi. Það keypti eignir þrotabús Miklalax hf. á síðasta ári. Slátraö hefur verið af og th í vetur og afurð- imar að stærstum hluta verið seldar úr landi. Tíðarfarið síðustu þijá mánuði hef- ur valdið fyrirtækinu erfiðleikum og orsakað tafir við að koma fiskinum th kaupenda á réttum tíma. Sex manns eru í fuhu starfi hjá Norræna sjóeldinu en því th viðbótar koma 12-14 manns í vinnu þegar slátraö er. en vev' 169' gö£íSB*“ EITTHUNDRAÐSEXTIUOGNIUKRONUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.