Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 Fréttir Stjómarmyndunarviðræður heflast 1 dag: Knappt að hafa ekki nema eins atkvæðis meirihluta - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „Það er vissulega knappt að hafa ekki nema eins atkvæðis meirihluta og við verðum að velta því fyrir okk- ur hvort það sé slíkur ágreiningur uppi um tiltekin mál að það sé vara- samt að leggja á djúpiö með svo nauman meirihluta. Þetta er eitt að- alatriðið sem við þurfum að fara yfir með samstarfsflokknum," sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra í sam- tali við DV í gærkvöld að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna. Á fundinum var samþykkt að Dav- íð og Friðrik Sophusson, varafor- maður flokksins, hæfu í dag viðræð- ur við Alþýðuflokkinn um hugsan- legt framhald stjórnarsamstarfsins. Davíð segist ekki gefa samningaum- leitunum langan tíma en vill ekki nefna ákveðinn dagaijölda. Hann sagöist hafa átti fund meö þingkonum Kvennalistans að þeirra frumkvæði. Þar hefðu þær komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Far- ið hefði verið yfir stöðu mála en eng- ar yfirlýsingar verið gefnar, hvorki af þeirra hálfu né hans. - Er það í spilunum að bjóða Kvennalistanum til ríkisstjórnar- samstarfs með núverandi stjómar- flokkum? „Ég hefði kosið fyrst og fremst tveggja flokka stjórn en ég hef hins vegar aldrei útilokað að þessi kostur væri inni í mynd.“ - Þú sagðir fyrir kosningar að þú teldir ekkert vera lengur til fyrir- stöðu að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið mynduöu ríkis- stjóm. Er sá möguleiki inni í mynd- inni hjá þér nú? „Ég hef ekki útilokað það ef núver- andi stjómarflokkar ná ekki saman. Ég tel að ýmislegt hafi breyst í til- vemnni þannig að ekki eigi að vera neinir hnökrar á að Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur gætu samið stjómarsáttmála. Enda þótt flokk- amir séu ólíkir um margt tel ég að þeir ættu að geta starfað saman aö minnsta kosti eitt kjörtímabil ef mál spiluðust þannig. En ég vil taka fram að ég hef ekki rætt við neinn forystu- mann Alþýðubandalagsins." - Telurðu Alþýðubandalagið betri kost til stjórnarmyndunar með en Framsóknarfiokkinn? „Ég vil ekki segja það. Ég set ekk- ert út á Framsóknarflokkinn sem slíkan. Þetta eru flokkar sem oft hafa deilt og era höfuðandstæðingar í mörgum kjördæmum. En Framsókn- arflokkurinn hefur líka breyst, menn mega ekki gleyma því. Framsóknar- flokkurinn er nokkuð annar flokkur nú þegar hann kemur til þings en þegar hann fór í kosningarnar. Ég hef þvi ekki útilokað hann frekar en aðra flokka. Og ég hef ekki verið úti- lokaður af neinum nema Þjóðvaka, sem ég tel að hafi spilað sig út í hom,“ sagði Davíð Oddsson. Stuttarfréttir Kínarádherra kemur Utanríkisráðheira Kína er væntanlegur til íslands í opin- bera heimsókn um páskana. Hann mun hitta Davið Oddsson á fóstudaginn ianga. Varnarliðseignir Utanríkisráðuneytiö hefúr ákveðið aö ieggja niður Sölu varnarliöseigna í núverandi mynd og í staðinn komi Umsýslu- stofnun vamarmála. Neysiuvisttaialækkar Vísitala neysluverðs lækkaöi um 0,1% á milii mars og apríl, þvert ofan í spár fjármálamark- aðarins hérlendis. Metribflasala Fyrstu þijá mánuði þessa árs seldust 12% fleiri nýir bílar hér á landi miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Mbl. BBaðursæsfrengur Sæstrengurinn CANTAT-3 er bilaöur á miili Vestmannaeyja og Ranada og gæti viðgerð kostað um 120 milijónir króna. Nýkjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins mættu hressir til þingflokksfundar í gær. Hér má sjá þá Arna Johnsen og Friðrik Sophusson. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hefja i dag viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf. DV-mynd ÞÖK Halldór Ásgrímsson: Fóryfirslöð- unameðJóni Baidvinígær „Það er rétt að ég ræddi við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, í dag. Við vor- um bara að fara yfir stöðuna. Hann er í stjómarmyndunarvið- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn þannig aö ekki var um neinar stjórnarmyndunarviðræður okk- ar í milii að ræða,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, í samtali viö DV í gærkvöld. Hann sagöist á sunnudag hafa rætt viö forystumenn stjómarand- stöðuflokkanna um stöðuna sem komin er upp eftir kosningar. Síðan haíl sér þótt eðlilegt að ræða við Jón Baldvin í framhaldi af því. - Sérðu hugsanlega félagshygg- jusfjórn i hinum pólitísku spil- um? „Ég ætla ekkert að segja um það á þessari stundu. Mér þykir eðli- legt aö stjórnarflokkarnir fái frið til aö ræða þessi mál sín í milli, síðan meta menn stöðuna þegar því er lokið,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Fyrsfi þingflokksfundur Þjóðvaka var haldinn í gær. Varaþingmenn sitja þingflokksfundina. DV-mynd ÞÖK Svanfríður kjðrin formaður Svanfríður Jónasdóttir var kjörin formaður þingflokks Þjóðvaka á fyrsta fundi þingflokksins í gær. Ág- úst Einarsson var kosinn varafor- maður og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir ritari. Þá var ákveðið að varaþingmenn hefðu rétt til setu á þingflokksfund- um. -rt Kristín Ástgeirsdóttir: Fórum yf ir stöðuna með f orsætisráðherra „Við óskuðum eftir að ræða við Davíð Oddsson forsætisráöherra til að fara yfir stöðuna að loknum kosn- ingum. Við ætlum að ræða við alla flokka og heyra hvað menn era að spá í stöðunni. Við vildum heyra frá forsætisráðherra hvemig hann sæi fyrir sér næstu daga. Við gerðum honum ekkert tilboð og hann ekki okkur. Við höfum sagt það og foringj- ar stjómarflokkanna vita það að við erum tilbúnar til viðræðna ef þeir óska þess,“ sagði Kristín Ástgeirs- dóttir, þingkona Kvennalista, í gær- kvöld. Hún sagðist hafa rætt viö Ólaf Ragnar, Halldór Ásgrímsson og Rannveigu Guðmundsdóttur. Þetta væri bara tími þar sem ailir væra að ræða við alla, eins og hún orðaði það. Vllji hjá stj ómarflokkunum að halda samstarfinu áfram: Framkvæmanlegt þótt meirihlutinn sé naumur - segir Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins „Stjómarsamstarfið verður auð- vitað nokkm erfiöara en áður vegna þess hve meirihlutinn er naumur. En ég tel það vel framkvæmanlegt að halda stjómarsamstarfinu áfram. Það hefur áður verið gert að stjóma með eins atkvæðis meirihluta," sagði Geir H. Haarde, formaöur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV í gær. Óssur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra sagði að það hefði verið ein- dreginn vilji manna á þingflokks- fundinum í gær að halda þessu stjómarsamstarfi áfram. Hann sagð- ist lika hafa trú á þvi að það verði reynt. Egill Jónsson, þingmaöur og bóndi á Seljavöllum, sagði að sjálfsagt væri að stjómarflokkamir ræddu saman um áframhaldandi samstarf. Það þyrfti hins vegar að ræða nýjan mál- efnasamning afar vel áður en til framhaldsins kemur. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagðist líta svo á að beint framhald yrði hjá Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki á stjórnarsamstarfinu. Hann sagði ekkert hafa komið fram sem gæfi annað til kynna. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Áustfjarða- kjördæmi, tók mjög í sama streng. Hann sagðist ekki sjá nein teikn á lofti um annað en áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna. Þingmeim, sem DV ræddi við í gær, töldu það alls ekki útilokað að Kvennalistanum yrði boðið til stjóm- arsamstarfsins óaði mönnum við að leggja í næstu fjögur ár með eins at- kvæðis meirihluta á Alþingi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fjölmiðlum um helgina að hann úti- lokaði ekki þann möguleika. Samkvæmt heimildum DV gera sjálfstæðismenn ráð fyrir því að ráð- herrafjöldi flokkanna breytist mikið ef framhald verður á stjórnarsam- starfinu. Þeir gera ráð fyrir að ef ráðherrafjöldinn verður 9 eins og nú er fái Sjálfstæðisflokkurinn 6 en Al- þýðuflokkurinn 3. Einnig að breyt- ingar verði á ráðuneytum milh flokkanna. Ef Kvennalistinn kæmi í ríkis- stjómina er talið að ráðherrum yrði aftur fjölgað í 10 og að Kvennalistinn fengi einn ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.