Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 9 Utlönd Þingmaður breska Ihaldsflokksins segir af sér vegna kynlífshneykslis: Naut ástarleikja með kennara og vini hennar - aðstoðarráðherra sakaður um vafasöm viðskiptatengsl við araba Suður-Kórea: Richard Spring, þingmaður íhalds- flokksins og aðstoðarmaður Sir Patricks Mayhews írlandsráðherra, hefur sagt af sér vegna kynlífs- hneykslis sem opinberað, var í bresku dagblaði í gær. Spring, sem er 48 ára, fór í rúmið og naut ásta með kennara í sunnudagaskóla og vini hennar í síðustu viku. Kennar- inn, sem er þrítug, fráskilin og tveggja bama móðir, var í boði hjá Spring ásamt 48 ára gömlum ást- manni sínum sem er fjármálamaður. Hún drakk heldur mikið af kampa- víni og fór svo að þingmaðurinn end- aði í rúminu með henni og vininum. Spring er fjórði íhaldsmaðurinn sem segir af sér frá áramótum. En sjaldan er ein báran stök. Jonathan Aitken, aðstoðarráðherra í íjármála- ráðuneytinu, hefur verið gangrýnd- ur harðlega fyrir persónuleg og við- skiptaleg tengsl sín við arabískan prins. Dagblaðið The Guardian sagði Aitken hafa útvegað saudi-arabísk- um vinum sínum gleðikonur, þegið dýrar gjafir og ekki hirt um að til- kynna um stjómarsetu sína í líb- önsku vopnasölufyrirtæki. Aitken hafnar ásökunum um að hafa gert nokkuö rangt og hefur stefnt blaðinu fyrir fréttaflutning þess. Hann segir viðskiptatengsl sín við arabana hafa verið góð fyrir breskan útflutning, breskar fjárfest- ingar og að þau séu heiðarleg. John Major forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi við Aitken vegan ásakan- anna og sagðist treysta honum full- komlega sem ráöherra. Ásakanirnar á hendur Spring og Aitken geta ekki komið á verri tíma fyrir breska íhaldsmenn en íhalds- flokkurinn var auðmýktur í sveitar- stjórnarkosningum í Skotlandi í síð- ustu viku þar sem hann tapaði í öll- um 29 kjördæmum landsins. Breskir íhaldsmenn eru mjög uggandi þar sem Verkamannaflokkurinn er með 35 prósentustiga forskot í skoðana- könnunum og sveitarstjómarkosn- ingar fara fram í Englandi og Wales í maí. Reuter Hengdi sig eftir misheppnaða fegrunarðgerð Suður-kóresk tveggja bama móðir var svo örvilnuö eftir fegr- unaraðgerð sem hún gekkst und- ir að hún ákvað að binda enda á líf sitt. Hengdi hún sig á heimili sínu á sunnudagskvöld. Kom eldri sonur hennar að henni en það var um seinan. Konan, sem var 32 ára gömul, hafði gengist undir aðgerð á augnlokunum í desember. En augnlokin voru hins vegar svo bólgin í kjölfar aögeröarinnar aö hún leið sálarkvalir og gat alls ekki látið sjá sig utandyra. Á hverju ári gangast þúsundir Kóreumanna undir fegrunarað- gerðir eins og þá sem konan ólán- sama gekkst undir. Fréttír haía varað við lélegum aðbúnaði á mörgum fegrunar- og lýtalækn- ÍngastOfum. Reuter Eigandi stjórnarandstööutimaritsins Caretaz og samstarfsmenn hans ausa sig vatni í kjölfar kosningaúrslitanna i Perú um helgina. Eigandinn hafði veðjað að Fujimori mundi tapa kosningunum. En þar sem hann hafði rangt fyrir sér neyddist hann til að ausa sig vatni í gosbrunninum á Plaza de Armas, aðaltorginu i höfuðborginni Lima. Gosbrunnurinn var reyndar vatnslaus svo að eigandinn og menn hans urðu að leigja tankbíl og fylla brunninn svo að hægt væri að standa við veðmálið. Símamynd Reuter Þing- og forsetakosningamar 1 Perú: Öruggur sigur Fujimoris Kin'a: Aðalkeppinautur Dengs Xiaopings allur Chen Yun, yfirmaöur efnahags- mála í Kína undanfarin ár, lést á sjúkrahúsi í Bejing í gærkvöldi, 90 ára að aldri. Chen Yun var næstur Deng Xiaoping að völdum. Með hon- um fellur nánasti samstarfsmaður en um leið helsti keppinautur Xiaop- ings. Talið er að Chen hafi látist úr hvitblæði en hann hafði ekki sést opinberlega síðan 1. október 1989. Ferill Chen Yung var samhliða Deng Xiaoping. Saman tóku þeir á endurteknum uppreisnum bænda og byltingarhreyfingum en hin síðustu ár greindi þá á um hraða og leiðir efnahagsumbóta hans. Chen Yung hafði ríkisforsjá og minnst mögulegt einkaframtak að leiðarljósi. Nr. Lelkur:_____________________Röðln Nr. Lelkur:_______________Röðln 1. Degerfors - Malmö FF --2 2. Halmstad - Helsingbrg 1 - - 3. Hammarby - Frölunda 1 -- 4. Trelleborg - Örebro -X - 5. Öster-AIK --2 6. Man. Utd. - C. Palace -X - 7. Tottenham - Everton - -2 8. Newcastle - Norwich 1 - - 9. Liverpool - Leeds_____- -2 10. QPR - Arsenal 1 - - 11. Notth For. - West Ham -X - 12. Sheff. Wed - Leicester 1-- 13. Bristol C.-Tranmere --2 Heildarvinningsupphæð: 86 mllllónlr 13 réttir 2.885.040 kr. Nr. Lelkur:_____________________Róðln Nr. Lelkur:_______________Róðln 1. Parma-Milan --2 2. Juventus - Torino --2 3. Napoli - Roma__________-X - 4. Bari - Fiorentina -X - 5. Sampdoria - Cremonese 1 - - 6. Inter - Genoa_________1 - - 7. Lazio - Reggiana 1 - - 8. Brescia - Padova --2 9. Vicenza - Atalanta_____1 - - 10. Lucchese - Verona --2 11. Chievo - Cesena -X - 12. Perugia - Venezia 1 - - 13. Palermo - Cosenza 1 -- Heildarvinningsupphæð: 12 mllljónlr 13 réttir 681.310 kr. Alberto Fujimori, forseti Perú, vann stórsigur í forsetakosningun- um sem fram fóru um helgina. Þegar 44 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Fujimori fengið 64,1 prósent atkvæða en Javier Perez de Cuellar, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, einungis 22,5 prósent. Flokkur Fujimoris vann einnig meirihluta í perúska þinginu þar sem 120 þing- sæti eru til skiptanna. Fékk flokkur hans 51,4 prósent atkvæða á móti 14,3 atkvæðum flokks de Cuellars. Árangur Fujimoris má rekja til þess að hann hefur nær þurrkað út skæruliðastarfsemi maóista, sem hrellt hefur almenning í Perú sfðast- liðin 15 ár, einnig til árangursríkrar baráttu við verðbólgu og endur- skipulagningar í fátækrahverfum Lima. Hans bíður þó hið erfiða verk- efni að skapa atvinnu og minnka fá- tækt þá sem hrjáir meira en helming 23 milljóna Perúmanna. Reuter 12 réttirf 11 réttiri 10 réttirl 55.460 4.170 1.000 kr. kr. kr. Alveg Einstök Gædi TILBOB flAHt Alflfl IIAhAiIH AHfflimtoIlÍjy ■ ■■ sem ekki venöur endurtekið! Aðeins þessí eina sending. Umbodsmenn um land allt. Verb nú 89.140,- Stabgr. kr. 82.900,- Venjulegt verð á sambærilegri vél er a.m.k. 12.000,- kr. hærra. AEG Þvottavél Lavamat 6251 Vinduhraði 1000 og 700 snúningar á mín.Ullarvagga. UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun. Orkunofkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomafik vinding. BRÆÐURNIR =)] ORMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.