Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 17 Iþróttir gegn ði sigurmarkið, og var kjörinn maöur leiks- eildinni. Eyjólfux Hardarson, DV, Sviþjóð: Rúnar Kristinsson sló í gegn með sínu nýjafélagi, Örgryte, í gærkvöidi þegar þaö sigraöi Norrköping, 2-1, í fyrstu umferö sænsku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu. Riinar lagði upp jöfnunarmark Örgryte og skoraði síðan sigurmar-kið á glæsilegan hátt, og hann var útnefndur „maður leiks- ins“ að honum loknum. „Ég er mjög ánægður með Rúnar, en þið eruð ekki enn búnir að sjá allt þaö besta tU hans. Þið eigið eftir að verða mikið varir við þennan dreng 1 sumar,“ sagöi Kalle Björk- lund, þjálfari Örgryte, við frétta- menn eftir ieikinn. „Það er mjög gaman að byrja svona, skora sigurmarkiö í fyrsta leiknum með nýju félagí, sérstaklega vegna þess að það hefur ekki verið mín sterkasta hlið að skora mörk. En þetta er bara rétt að byrja og allt tímabilið eftir,” sagði Rúnar viö DV. Ekkert mark var skorað í fyrri hálíleik en Norrköping komst yfir í byrjun þess síðari. Á 60. minútu lék Rúnar upp allan völlinn og sendi boltann milli tveggja varnarmanna á markus Allback sem jafnaði, 1-1. Fimm mínútum síðar fékk Rúnar boltann rétt utan vítateigs, stakk sér inn á millí vamarmanna og skoraði glæsilegt mark úr mjög þröngu færi, 2-1. Rúnar lék sem leikstjórnandi á miðjunni hjá Örgrj'te og var allt í öllu í leik liðsíns, og b}njunin hjá honum lofar góðu fyrir sumarið. Sig- urinn er afar mikilvægur fyrir Ör- gr>'te sem vann sig upp í úrvalsdeild- ina síðasta haust. Djurgárden og Gautaborg gerðu jafntefli í deildinni í gærkvöldi, 1-1. Valur fékk 400.000 í styrk Afreks- og styrktarsjóður fyrir hönd Reykjavikurborgar og íþróttabandalags Reykjavíkur hefur ákveðið að veita handknattleiksdeild Vals kr. 400.000 i styrk vegna íslandsmeistaratitils i meistaraflokki karla í handknattleik 1995. Á myndinni takast þau i hendur Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundarráðs, og Brynjar Harðarson, formaður handknattieiksdeildar Vals, þegar Valsmenn veittu styrknum viðtöku. réttamenn á HM jón með fréttamannaþjónustu og almennri 5. Samningur þar að lútandi er i framhaldi Ijónum króna til landkynningar i tengslum mningsins, frá vinstri eru Ómar Valdimars- , Magnús Oddsson frá Ferðamálaráði og J’95. ikir gegn Japan knattleik er leikinn á ísafirði. Ljóst er að Sigurður Sveinsson get- ur ekki leikið þessa tvo leiki en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða. Að sögn Þorbergs Aðalsteinssonar landsliðsþjálfara munu þeir Sigurð- ur og Héðinn Gilsson verða í stífum æfingum um páskahelgina á meðan hinir landshðsmennirnir verða í fríi en þeir hafa báðir misst mikið úr vegna meiðsla. San Antonio með besta vinningshlutfallið - riðlakeppnirmi lýkur 23. apríl Dino Radja og félagar hans í Boston biðu lægri hlut tyrir Charlotte í nótt. Símamynd Reuter Fátt kom á óvart í þeim þremur leikjum sem fram fóru í bandaríska körfuboltanum í nótt. Charlotte vann auðveldan sigur á heimavelli gegn Boston og áttu gestirnir aldrei mögu- leika. Minnesota tapaði heima fyrir Denver í jöfnum leik og réðust úrsht ekki fyrr en í fjórða leikhluta. Úrslit í nótt: Charlotte - Boston...........119-95 Minnesota - Denver..........107-114 Dallas - Golden State.......112-123 Úrsht fimm leikja í fyrrinótt voru birt í blaðinu í gær en tveimur leikj- um lauk það seint að ekki tókst að koma þeim í blaðið. San Antonio vann sinn 15. sigur í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers í Forum, 87-101. San Antonio er með besta vinningshlutfallið í NBA og verður fróðlegt að fylgjast með Uðinu í úr- slitakeppninni. Þess má geta að deildakeppninni í NBA lýkur sunnu- daginn 23. apríl og tekur síðan við úrshtakeppninni. David Robinson átti frábæran leik fyrir San Antonio, skoraði 26 stig, 18 fráköst og varði átta skot. Vinny del Negro skoraði 22 stig. Hjá Lakers var Cedric Cebal- los stigahæstur með 26 stig og Vlade Divac skoraði 18 stig og tók 17 frá- köst. Clyde Drexler skoraði sigurkörfu Houston Rockets gegn Denver. Drexler gerði þriggja stiga körfu þeg- ar skammt var til leiksloka og Hous- ton vann, 120-123. Drexler gerði alls 34 stig fyrir Houston en Dale Ellis skoraði 16 stig fyrir Denver. Atta „útlendingar“ f ara með til Chile - Hlynur Blrgisson í landsliöshópinn á nýjan leik Átta leikmenn erlendra Uða eru í Þessirvoruvaldirtilfararinnar: GuðmundurBenediktsson, KR.2 16 manna landsliðshópnum í knatt- Birkir Kristinsson, Fram.31 ísland hefur aldrei áður leikið við spyrnu sem Ásgeir Ehasson til- Friðrik Friðriksson, ÍBV.25 Chile, sem er á Kyrrahafsströnd kynnti í gær fyrir leikinn í Chile Guðni Bergsson, Bolton..59 Suður-Ameríku, og þetta verður þann 22. aprll. SÍKrtSíZÍ Iöng,og er“ ferö-Flng 1 gegnuf Engmn nyhði er 1 hopnum og sigursteinn Gíslason, ÍA 11 London og Sao Paulo í Brasihu tek- aðeinsþrír leikmannannaeruund- Daði Dervic, KR ...'””"”””'”11 ur í kringum 20 tíma, að meðtöldu ir 25 ára aldri þannig að hér verður Hlynur Birgisson, Þór/Örebro.9 klukkutíma innanlandsflugi í um að ræða eitt reyndasta landshð Arnór Guöjohnsen, Örebro.....56 Chile, en leikið er í borginni sem ísland hefur teflt fram. Hlynur Þorvaldur Örlygsson, Stoke.36 Temuco, sem er í 900 kílómetra Birgisson kemur inn í hópinn á ný Sigurður Jónsson, IA..33 fjarlægð frá höfuðborginni, Sant- en hann lék ekkert með landshðinu Arnar Grétarsson, Breiðabl......22 jag0 parig er utan þriðjudaginn 18. í fyrra í kjölfar þess að hann fót- SXrtvím^n B^tos:::^ nfn og komið ^ mánudaginn brotnaði um vonð. Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg ...13 24- aPnl- Engin vöm af hálfu HK Blakdeild HK sendi í gær dómstóh ÍBR bréf þess efnis að félagið myndi ekki halda uppi neinum vörnum í kærumáli Þróttara, en eins og áöur hefur komið fram kærðu þeir þátt- töku Andrews Hancocks í fyrsta úr- shtaleik HK og Þróttar um íslands- meistaratitilinn á dögunum. Forráðamenn HK og Þróttar höfðu í gærkvöldi ekkert frétt af málsmeð- ferðinni en sé niðurstaðan Þrótti í hag þurfa liðin að leika í íjórða sinn um Islandsmeistaratitilinn í Digra- nesi annaö kvöld. Að öðrum kosti er HK þegar orðið íslandsmeistari. HK á góða möguleika á að verða íslandsmeistari kvenna í blaki í fyrsta skipti eftir sigur á Víkingi, 3-1, í þriðja úrslitaleik Uðanna sem fram fór í Víkinni í gær- kvöldi. HK leiðir þar með, 2-1, í einvígi Uðanna og getur tryggt sér meistaratitilinn á heimavelli sín- um í Digranesi annað kvöld en þá mætast félögin í fiórða shm, klukkan 18.30. Víkingsstúlkur byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna, 15-13. HK jafnaði meö sigri í þeirri næstu, 15-11, og vann síðan þriðju lotuna lélt, 15-5. í þeirri fjórðu var talsverð barátta en HK reyndist sterkara og vann, 15-12, og leikinn þar með. Tap gegn Dönum ísland tapaði fyrir Danmörku, 19-20, í fyrstu umferð Evrópumóts heyrnarlausra í handknattleik sem hófst í Framhúsinu í gær. ísland var 9-7 yflr í hálfleik en Danir tryggðu sér sigurinn meö góðum endaspretti. Bernharð Guðmundsson skoraði 6 mörk fyrir ísland, Olgeir Jóhannes- son 4, Hjálmar Pétursson 4, Jón Bar- an 2, Georg Einarsson 1, Jóhann Ágústsson 1 og Jóel Einarsson 1. Evrópumeistarar Þjóðverja unnu Króatíu, 29-24, og ítalir unnu stórsig- ur á Svíum, 25-14, í gærkvöldi. Þátt- tökuþjóðirnar eru sex og leika alhr við alla en mótinu lýkur á laugardag. íslendingar mæta Svíum í kvöld klukkan 21, en ítalir og Króatar leika klukkan 17 og Danir mæta Þjóðverj- um klukkan 19. Allir leikir mótsins fara fram í Framhúsinu. Víðavangshlaup Aftureldingar verður haldið laugardaginn 15. apríl. Hlaupið hefst á Varmárvelli. Skráning I sifna 667089 eða á staðnum frá kl. 11.00 við íþróttahúsið. Vegalengdir: 8 ára og yngri 600 m 9-10 ára 900 m 11-12 ára 1500 m 13-14 ára 1500 m 15-18 ára 3.600 m 19-35ára 3,6/8,0 km 36-50 ára 3,6/8,0 km 51 árs og eldri 3,6/8,0 km í fiokki 8-14 ára hefst keppni kl. 13.30. I flokki 15 ára og eldri hefst keppni kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.