Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 íþróttir____________________ Pétur vann eintiðaieik Pétur ð. Stephensen, Víkingi, vann sigur í einliðaleik 40-50 ára á íslandsmóti eldri flokks í borö- tennis sem fram fór um helgina. í einliðaleik 50 ára og eldri sigr- aði Ólafur H. Ólafsson, Eminum. í tvíliðaleik sigruðu Ragnar Ragnarsson og Ólafur H. Ólafs- son úr Eminum. John Deehan hættur John Deéhan hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri h)á Norwich City. Deehan var i starfinu í 15 mánuöi en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unniö tvo leiki í síðustu 18 leikj- um. Gary Megson mun stjórna liðinu í þeim fimm leikjum sem eftir eru í úrvalsdeildinni. Firmamót í Borgamesi Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgamesi stendur fyrir firma- keppni í innanhússknattspyrnu dagana 21, og 22. apríl. Þátttaka tilkynnistfyrir 9, apríl tii Sigurð- ar, hs. 72004, fax 71024, Guðmund- ar, hs. 71015, fax 71913, Sigur- geirs, hs. 71450, vs. 71920, og íþróttamiðstöðvarinnar, s. 71444. AaB efst í Danmörku Aab heldur efsta sætinu í dönsku knattspyrnunni eftir leiki helgarinnar. Úrslit í leikjunum uröu þessi: FC Kaupmanna- höfn-AGP, 2-2, Lyngby-AaB, 2-2, Næstved-Bröndby, 2-2, Silkeborg - OB, 2-0. AaB hefur 18 stig, Bröndby 17 og Lyngby 15. Tap gegn Grikkjum Unghngalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði í gær fyrir Grikkjum, 4-0, á alþjóðamótinu sem haldið er á Ítalíu þessa dag- ana. Áður hafði íslenska hðiö unniö Moldava, 2-1, en á fimmtu- dag mæta íslendingar Rúmenum. Langstökkvari í bann Þýski langstökkvarinn Susen Tiedtke-Greene vann til brons- verðlauna í langstökkskeppni kvenna á nýafstöönu heims- meistaramóti innanhúss. Þýska stúlkan, sem gift er Joe Greene frá Bandaríkjunum, bronsverðlaunahafa í langstökki á HM 1993, á yfir höfði sér fjög- urra ára bann. Hámark óheppninnar? Knattspyrnumaður einn í Arg- entínu kynntist því rækilega um liðna helgi hvernig er aö verða eltur af óheppninni sem oft gerir íþróttamönnum gramt 1 geði. Arsenio Benitez, sem leikur með argentínska hðinu Platense, lék með hði sínu gegn Lanus og tapaði, l-o. Umræddur Benitez skoraði hins vegar þrjú mörk í leiknum og þau voru öh dæmd af. Til að kóróna allt saman sigr- aði Lanus á sjálfsmarki. ÁnægðurmeðButt Alex Ferguson, framkvæmda- sljóri Manchester United, var mjög ánægöur með frammistöðu unghngsins Nicky Butt í undan- úrslitaleiknum í bikarkeppninni gegn CrystaJ Palace um síðustu helgi. Butt kom inn á sem varamaður i leiknum og Ferguson sagði í gær að Butt rayndi leika á ný gegn Palace á morgun og einnig vera í hði Man. Utd gegn Leicester i úrvaisdeildinni á laugardag. Leikhlé í fótboSta Forráðamenn FIFA tilkynntu í gær að gerð yrði tilraun meðleik- hlé í knattspyrnunni á HM kvenna í Svíþjóð í sumar. Þjálfarar liöanna á HM fá að taka tvö mínútu leikhlé í hvorum hálíleik. Leikhlé eru nú leyfð í sænsku úrvalsdeildinni.f: DV Karate: Halldór stóð sig vel í Hollandi - komst í 3. umferð á sterku móti Halldór Svavarsson, einn reynd- asti karatemaður landsins, stóð sig ágætlega á opna hollenska meistara- mótinu í karate um helgina. Halldór vann fyrstu tvær glímurnar á mótinu en varð síðan að láta í minni pokann fyrir Uysai ffá Þýskalandi í þriðju umferð. Uysal hefði að öllum hkind- um unnið sigur á mótinu ef hann hefði ekki verið of harðhentur í und- anúrslitunum. Hjalti Ólafsson keppti einnig á mótinu og byijaði sömuleiðis af miklum krafti, vann öruggan sigur í 1. umferð. Hjalti varð hins vegar að játa sig sigraðan gegn Hollendingi nokkrum og sá hinn sami vann síðan íslenskir frjálsíþróttamenn náðu ágætum árangri á móti í Athens í Bandaríkjunum um helgina. Nokkr- ir þessara keppenda skipa hinn svon- nefnda Sydneyhóp sem frjálsíþrótta- sambandið hefur valið með framtíð- ina í huga. Fríða Rún Þórðardóttir hljóp 800 metrana á 2:17,22 mín. Snjólaug Vil- helmsdóttir hljóp 400 metra grinda- hlaup á 60,60 sekúndum sem er henn- ar besti árangur í greininni. Sunna Gestsdóttir hljóp 200 metrana á 24,58 silfur í flokknum sem reyndust einu silfurverðlaun Hollendinga á mót- inu. Hjalti fékk uppreisnarghmu en dómarar voru honum óhliðhollir og tapaði hann glímunni, 5-6. Eftir við- ureignina varð mikið fjaðrafok með- al dómaranna og þurfti að kaha til aðaldómara mótsins til að kveða upp sinn úrskurð. Hann breytti ekki fyrri niðurstöðu og Hjalti varð að sætta sig við úrshtin. Opna hollenska mótið þykir eitt það sterksta í heiminum og verður því árangur þeirra Hahdórs og Hjalta að teljast góöur. sekúndum og 100 m grindahlaup á 17,70 sekúndum. Þórdís Gísladóttir stökk 1,78 metra í hástökki. Halldóra Jónsdóttir kast- aöi spjóti 44,50 metra og Hanna Ólafs- dóttir kringlunni 38,98 metra. Ólafur Traustason náði sínum besta árangri í 100 metra hlaupi á tímanum 11,11 sekúndum. Loks keppti Mpgnús Hallgrímsson í þremur gréinum, hljóp 100 metra á 11,87 sek., stökk 6,36 metra í langstökki og kúlunni kastaði hann 15,11 metra. • C ir. 26 ■ dagar til stefnu Erfidleikar með KúbuogAlsír Ahs keppa landslið frá 24 þjóð- um á HM í næsta mánuði. Nánast án undantekninga hefur aðstand- endum og skipuleggjendum keppninnar hér á Islandi gengið vel að ná sambandi við þær þjóð- ir sem senda hingað keppendur en þó eru undantekningar þar á. Varla hefur verið mögulegt að ná sambandi við Kúbu eða Alsír, hvorki í gegnum síma né telefax. Nokkrir trassar meðal þátttökuþjóðanna Þátttökuþjóðirnar á HM áttu að hafa skilað inn listum með nöfn- um 16-20 leikmanna fyrir 1. apríl sl. Alls komu hstar frá 18 þjóðum en sex hafa ekki enn sent inn hsta. Trassamir eru Aisír, Kúba, Suður-Kórea, Bandaríkin, Hvíta Rússland og Egyptaland. Keypti aðgöngumiða fyrir 70 þúsund krónur Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu HM er töluverð hreyf- ing komin á miðasöluna fyrir heimsmeistarakeppnina. Dæmi eru um að einstakhngar hafi keypt mikið magn af miðum. Einn kaupandi hefur þó skorið sig nokkuð úr því hann kom inn á eina bensínstöð Essó og keypti aðgöngumiða fyrir 70 þúsund krónur. Blaðamenn orðnir á fimmta hundrað Greinilegt er að gífurlegur fjöldi blaðamanna mun fylgjast með HM í næsta mánuði. Frestur fyrir blaðamenn til að tilkynna sig til HM-nefndarinnar er að renna út og alls hafa vel á fimmta hundrað blaðamenn látið í sér heyra. Rúnar Kristinsson lagði upp mark, skora ins í tyrsta leik sínum í sænsku úrvalsd Jafntef li Wimbledon og Chelsea Wimbledon og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Frank Sinclair kom Chelsea yfir en John Goodman jafn- aði fyrir Wimbledon. Tvö mörk voru dæmd af Wimbledon og eitt af Chelsea auk þess sem leikmenn Chelsea björguðu tvívegis á marklínu. Frjálsíþróttafólk vestanhafs: Ágætur árangur náðist í Athens Alatic er f arinn Dusan Alatic, júgóslavneski knattspymumaðurinn sem hefur verið th reynslu hjá ÍA að undanfórnu, fór af landi brott í gærmorgun. Hann lék nokkra æfingaleiki með ÍA og gerði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli við Val á laugardaginn. Að sögn Loga Ólafs- sonar, þjálfara ÍA, hefur ekki verið ákveðið hvort Alatic eða Dejan Stojic, sem spilaði með liðinu á Kýpur á dögunum, komi til félagsins. Þriðji mögu- leikinn er fyrir hendi en það er tékkneskur sóknar- maður sem hefur spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Leikmenn í ensku úrvalsdeildínni í knattspymu völdu í fyrrakvöld Alan Sheaiær, markakónginn frá Blackburn, knattspyrnumann ársins í Englandi 1994-95. Shearer er markahæstur í úrvalsdeildinni og hefur skorað yfir hundrað mörk fyrir Blackburn á hálfu þriöja ári. Matthew Le Tissier frá Southamp- ton varð annar í kjörinu og Jurgen Klinsmann frá Tottenliam hafnaöi í þriðja sæti. Robbie Fowler, markaskorarinn ungi hjá Liverpool, var útnefndur efniiegasti leikmaöur deildarínnar. KSÍ með 7 milljóna samning við Skandia KSÍ og Skandia hafa gert með sér samstarfssamning varðandi tryggingamál til þriggja ára. Samningurinn felur f sér að Skandia sér um allar tryggingar vegna úrslitakeppni Evrópumóts U-18 ára landsliða sem fram fer hér á landi árið 1997. Þá kaupir KSÍ allar tryggingar vegna landsliöa og landsliðsmanna hjá Skandia. Tryggingarnar ná meðal annars yfir ferðir landsiiðsins og æfingar allt árið á vegum KSÍ jafnt heima sem erlendis. Þá eru allir dómarar sem dæma i deildarkeppni á vegum KSÍ tryggðir hjá Skandia svo og húsnæði KSÍ, innbú og búningalag- er. Lauslega áætlað er verðmæti samningsins um 7 milljónir króna. DV-mynd GS Tveir lei ísland og Japan leika tvo vináttu- landsleiki í handknattleik í vikunni. Sá fyrri fer fram í Smáranum í Kópa- vogi á miðvikudagskvöld og sá síðari á Isafirði á skírdag og verður það í fyrsta sinn sem landsleikur í hand- Athygli sér um f Ferðamálaráð hefur falið Athygli h/f ums landkynningu til fréttamanna vegna HM'9i af ákvörðun Alþingis um að verja 20 mil við HM. Myndin var tekin við undirritun sa son og Guðjón Arngrimsson frá Athygli. Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.