Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Nákvæmar kannanir Skoðanakannanir síðustu dagana fyrir kjördag fóru nærri um úrslit kosninganna og næst fór sú könnun, sem birtist í DV á fóstudaginn. Engin skoðanakönnun frá upphafi slíkrar starfsemi hér á landi hefur farið nær raunverulegum úrshtum en einmitt þessi könnun DV. Meðalfrávik könnunar DV frá kosningaúrshtum var 0,3% á framboðshsta að meðaltah. Gahup kom næst DV með 0,5% meðalfrávik. Síðan kom Félagsvísindastofnun með rúmlega 1,0% og Skáís með tæplega 1,3%. Lestina rak Stöð 2 með 1,4% meðalfrávik á framboðshsta. Ahar voru þessar kannanir langt undir þeim 2,5% skekkjumörkum, sem eðlileg mega teljast af stærðfræði- legum ástæðum. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, því að tveggja áratuga reynsla er fyrir því, að íslenzkar skoð- anakannanir eru vel þroskuð fræði- og atvinnugrein. Hitt kemur á óvart, að þeir kjósendur, sem gerðu upp hug sinn eftir síðustu kannanir, skuh hafa dreifzt á fram- boðshstana í sömu hlutföhum og hinir kjósendumir, sem voru búnir að ákveða sig fyrir síðustu kannanir. Það bendir til, að lokaáróður flokkanna hafi verið áhrifalaus. Fyrri skoðanakannanir vetrarins sýndu miklar sveifl- ur í fylgi flokkanna. Þannig reis fyrst og hneig Kvenna- hsti og síðan reis og hneig Þjóðvaki. Sveiflumar héldust fram að síðustu viku fyrir kosningar, en þá hættu þær að mestu, nema hjá Þjóðvaka, sem hélt áfram að dala. Fylgisrýmun Þjóðvaka í kosningavikunni var þó ekki svo mikil, að rétt sé að túlka hana sem fráhvarf fylgis- manna hans. MÍklu fremur var um það að ræða, að þeir mörgu, sem hættu að vera óákveðnir í síðustu vikunni, röðuðu sér á aðra stjómmálaflokka en Þjóðvaka. Kjósendur virðast mynda sér skoðanir á flokkunum fyrr en ætla mætti af fjölda hinna óákveðnu í skoðana- könnunum. Þessi skoðanamyndun gerist ahan tímann milh kosninga og ekki mikið fremur í mánuði kosninga- baráttunnar en í öðrum mánuðum kjörtímabilsins. Ef mánuður kosningabaráttunnar er greindur niður í vikur, er ekki hægt að sjá, að skoðanamyndun sé örari síðustu vikuna en hinar fyrri. Að vísu fækkar hinum óákveðnu örar en áður, en þeir raðast á flokkana í nokk- urn veginn sömu hlutföhum og hinir ákveðnu. Þetta bendir til, að auglýsingar og áróður flokkanna skih sér annaðhvort ekki vel eða jafnist þannig út, að heildamiðurstaða auglýsinga og áróðurs sé nánast núh. Gildir þá einu, hvort flokkar verja mihjónum króna eða tugum mihjóna króna til þessa í síðustu vikunni. Ekki verður heldur séð, að fréttir hafi áhrif. Þjóðvaki lenti í hremmingum vegna frétta af úrsögnum á síðustu dögum baráttunnar og kenndi þeim að hluta um niður- stöðuna. Fylgissig Þjóðvaka í síðustu vikunni var þó ekki meira en það hafði verið í vikunum þar á undan. Líklegast er, að fylgissveiflur flokka séu tiltölulega hægar og illviðráðanlegar. Líklegast er, að þær fari eftir undiröldu, sem myndist á löngum tíma eftir breytingum á aðstæðum 1 þjóðfélaginu. Ef þetta er rétt, þýðir það í raun, að sjáif kosningabaráttan hefur takmörkuð áhrif. Skoðanakannanir em mikilvægur þáttur í fréttaflutn- ingi þjóðmála. Áður en þær komu th sögunnar og hlutu almenna viðurkenningu, urðu kjósendur að sæta öfga- fuhum skoðunum kosningastjóra á fylgi flokkanna. Slík- ar skoðanir hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Skoðanakannanir em eðhlegur þáttur upplýsingaflæð- is kosningabaráttunar. Eftir þessar kosningar munu fáir draga í efa, að þær fara i aðalatriðum með rétt mál. Jónas Kristjánsson RSK J 02 Ktiup (tj> stUít eísna amtal ækiastyrkur og ikiarckstttr fyJdrJll’ í al\n»o»rckslrl (ivfc-stiofíar Aftengja þarf sambandiö milli tekna og endurgeiðslu skatts vegna húsnæðiskaupa," segir Eggert í greininni Unga fólkið borgar Mikil umræða hefur verið um skatta og gjöld sérstaklega við gerð kjarasamninga en lika hins að það verður æ erfiðara að borga reikn- inga. Á síðustu árum hafa gjöld vegna heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu aukist. i Flóknar reglur Vegna mismunandi reglna og gjalda er samanburður milli sveit- arfélaga mjög flókinn. Þannig er mismunandi tímagjald á leikskól- um eftir lengd vistar, mismunandi verð á hressingu eða máltíð og mismunandi systkinaafsláttur. Hér getur munað tug þúsunda á mán- uði ef um er að ræða tvö eða fleiri börn og þau búsett í röngu sveitar- félagi. Á Seltjamarnesi er systkinaaf- sláttur 25%, í Reykjavík fer afslátt- ur vaxandi með hverju barni eða 25% fyrir 2. barn og 50% fyrir fleiri en tvö. í Hafnarfirði fær 4. barnið frítt leikskólapláss. Óréttlátt skattakerfi Flókið skatta- og gjaldakerfi leiöir af sér spillingu og óréttlæti þegar fólk byrjar að spila á kerfið eða stjómvöld að spila með fólkiö. Dæmi um slíkt ógegnsæi í skatta- kerfinu eru þættir eins og vaxta- bætur, barnabótaauki og húsa- leigubætur. Betra væri að nota orð- ið frádráttur í stað bóta. En tökum dæmi um hjón sem lokið hafa langskólanámi og skulda því námslán sem eru með tekju- tengdri afborgun, eiga eitt bam og eru að byggja. Karhnn fær 125 þús. kr. í mánaðarlaun, konan fer út að vinna og fær 80 þús. kr. á mánuði. Þegar upp er staðið fær hún í hend- urnar um 3 þús. kr. vegna þess aö greiöslur til námslána aukast, vaxtabætur eða húsaleigubætur skerðast, bamabótaauki skerðist, borga þarf í lifeyrissjóð, stéttarfé- lagsgjaíd og barnaheimili. Kjallarinn Eggert Eggertsson yfirkennari og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi Fólki refsað fyrir að vinna Það mætti taka fleiri slík dæmi um hvernig skattakerfið letur fólk til að afla tekna. Veit fólk að vaxta- bætur skerðast um 6% við hverja krónuhækkun launa? Að barna- bótaauki skerðist um 7% vegna fyrsta barns, 6% vegna annars bams, 5% vegna þriðja og 4% vegna fjórða barns eða samanlagt 22%. Þetta þýðir að fjögurra barna fjöl- skylda, sem eykur tekjur sínar frá skattleysismörkum upp í 231 þús. kr. á mánuði, eykur í raun skatta- hlutfall úr 42% upp í 70%. Það skal tekið fram að eftir aö 231 þús. kr. mánaðarlaunum er náð aukast ekki álögur vegna þess að barna- bótaauldnn er horfinn. Aftur á móti skerðast Vcixtabætur áfram og endurgreiðsluhlutfall námslána eykst með hærri tekjum ef þú ert svo óheppinn að vera langskóla- genginn. Bæta þarf hag barnafólks Það er því meira en gremjulegt að heyra menn tala um skattapara- dís þegar ríkisstjórnin er með hendurnar á kafi í vösum unga fólksins. Það er einnig sérkennilegt að heyra menn blóta holræsagjöld- um en verja samtímis að tekin skulu áfram sorphirðugjöld og sorphirða geti ekki verið hluti af þjónustu bæjarins við íbúa sína. Hér verður að verða breyting á. Taka verður tillit til útgjaldaþarfar í skattakerfinu. Aftengja þarf sam- bandið milli tekna og endur- greiðslu skatts vegna húsnæðis- kaupa. Það voru því vonbrigöi þeg- ar sjálfstæöismeirihlutinn á Sel- tjarnarnesi felldi tillögur um lækk- unUeikskólagjalda og sorphirðu- gjalda. Þar skynjaði Sjálfstæðis- flokkurinn ekki þörf litla mannsins fyrir aðstoð. Eggert Eggertsson „Flókiö skatta- og gjaldakerfi leiðir af sér spillingu og óréttlæti þegar fólk byrjar að spila á kerfið eða stjórnvöld að spila með fólkið.“ Skodanir annarra Borga sjálfir „Ráðherra heilbrigðismála elur á því í sífellu, að sérfræðilæknar vilji ekki vinna fyrir þjóð sína, sem hafi kostað þá til náms. íslenskir læknar hafa eins og aðrir íslendingar notið hins íslenska menntakerf- is. En læknamir sjálfir og fjölskyldur þeirra hafa staöið undir menntakerfinu eins og aðrir þjóðfélags- þegnar og ekki haft þar aögang umfram aðra. Þar standa allir þegnar þjóðfélagsins jafnir. Sérfræðinám sitt kosta læknar sjálfir.“ Sverrir Bergmann, form. Læknafélagsins, i Mbl. 8. apríl Skoðanakannanir „Þessi ótti við skoðanakannanir er ekki lengur fyrir hendi innan stjórnmálaflokkanna. Þeir eru byrjaðir að notfæra sér þær með sama hætti og flokk- ar gera í öðrum löndum. Það fara fram fleiri skoðan- akannanir en þær, sem birtast í fjölmiðlum. Stjóm- málaflokkarnir láta nú gera kannanir fyrir sig, sem ekki eru birtar, m.a. til þess að auðvelda frambjóð- endum að átta sig á því hvað kjósendur em að hugsa um og á hvaö málefni ástæða er til að leggja mesta áherslu.“ Reykjavíkurbréf í Mbl. 9. apríl. Ólíkur heimur „Það er að mörgu leyti ólíkur heimur sem blasir við ungu fólki sem kemur út úr skóla nú, en var fyrir einum eða tveim áratugum. Þar ber hæst að atvinnuástand er nú með allt öðmm hætti en var. Það er mjög áberandi í viðræðum mínum viö ungt fólk og kjósendur, sem em aö kjósa í fyrsta sinn, að viðmælendur mínir vilja alvöm umfjöllun um póli- tík og taka hana alvarlega. Þetta unga fólk kynnir sér stefnuskrár flokkanna og ætlast til þess að farið sé eftir þeim.“ Jón Kristjánsson í Tímanum 8. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.