Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 Fréttir_________________________________________________________________________dv Ðeilur magnast um túlkun á síðustu kjarasamningum: Líkur á að leitað verði úrskurðar Félagsdóms - deilumar snúast um hvort ýmsar aukalaunagreiðslur eigi að hækka eða ekki Deilur eru uppi um túlkun á kjara- samningum sem aðilar vinnumark- aðarins gerðu með sér í febrúar síð- astliðnum. DV hefur fyrir því heim- ildir að ákveöin verkalýðsfélög, eða sambönd, íhugi nú að vísa deilunum til Félagsdóms til úrskurðar. „Það er skýrt fram tekið í samning- unum að 2.700 króna eða 3.700 króna hækkunin, sem kemur á launataxt- ana, hækki ekki bónus eða premíu- greiðslur. Hafnarverkamenn fá hlut- deild í þeim tímaspamaði sem verö- ur við hagræðingaraðgerðir. Þaö er greitt af meðaltímakaupi hópsins. Þeir héldu því ákveðiö fram að það væri ekkert tekið fram í kjarasamn- ingunum um þetta kerfi og því bæri þeim að fá hækkun á þessum greiösl- um í samræmi við taxtahækkun. Þeir sögðu að þetta væri hvorki bón- us né premíukerfi. Þess vegna var orðið við kröfum þeirra," sagöi Þór- arinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, um þá deilu sem Dagsbrún haíði betur í við Eimskip og Mjólk- ursamsöluna. Yfirborganir í ýmsu formi eru al- þekkt fyrirbæri hér á landi. Eitt formið er yfirborgun sem hlutfaU af taxtakaupi. Þórarinn V. var spurður hvort launþegi með 80.000 krónur á mánuði, fyrir kjarasamniga, sem hefði haft 10 prósent af taxta sem yfirborgun og því samtals 88.000 krónur í laun á mánuði, ætti að fá 10 prósent af 82.700 krónur eftir að launataxti hans hækkaði eftir kjara- samninga. „Við lítum svo á að það sé enginn spuraing um það að samið var um að endanlegt kaup ætti aö hækka um Deilt er um túlkun á kjarasamningum. Líklegt er að ákveðin verkalýðsfé- 2.700 eða 3.700 krónur á mánuði. Þvi lög, eða sambönd, íhugi nú að visa deilunum til Félagsdóms. hækkar yfirborgunin ekki. Aftur á móti á vaktaálag og yfirvinna að hækka sem nemur taxtahækkun- inni,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, sagði að sambandið ætti í deilum við vinnu- veitendur um hvemig á aö reikna þúsund krónumar sem koma á lægstu launin, ofan á námskeiðs- greiðslur. Hann sagði að fólk í fisk- vinnslu, sem færi á námskeið, fengi 3.207 króna námskeiðsálag á mán- uði. Vinnuveitendur segja að fyrst eigi að reikna námskeiðsálagið ofan á taxta og síðan þúsund krónurnar. „Þetta munar svo sem ekki neinum stómm upphæðum en í okkar huga snýst málið um grundvallaratriði,“ sagði Bjöm Grétar. DV er kunnugt um að mörg fleiri stéttarfélög em ósammála túlkun vinnuveitenda á samningunum. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, um háajaðarskatta: Tekjutenging bótanna nær alK of langt niður - félagshyggjugildrur ástæðan, segir Friðrik Sophusson flármálaráðherra „Við gerðum okkar afitaf grein fyr- ir þessu. Þess vegna gagnrýndi verkalýðshreyfingin mjög hart að þessi tekjutenging bótanna skyldi látin ná svona langt niður í tekjum. Við sögðum að þama væri vísvitandi verið að skattleggja lágar og miðl- ungstekjur. Aftur á móti er það rangt sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir í blaðaviðtah að það sé með óeðlilegum hætti með þessari tekjutengingu verið að auka jaðar- skatta á hátekjufólki. Það sést best á því að hátekjuskatturinn kemur ekki á hjónatekjur fyrr en þær em komn- ar upp í 500 þúsund krónur á nján- uði. Þegar þar er komið launum em umræddar bætur, eins og bamabóta- auki, vaxtabætur og húsaleigubætur, fallnar niður. Þess vegna er villandi haldið á þessu af hálfu fjármálaráð- herrans og við munum koma á fram- færi leiðréttingum vegna þess,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um þá staðreynd að jaöarskattar fólks með tekjur frá 125 til 210 þúsund krónur á mánuði geta verið allt að 95 prósent. Hann sagði aö verkalýðshreyfingin hefði alltaf sagt að ef um tekjuteng- ingu væri að ræða þyrfti að tryggja það að lágar og miðlungstekjur yrðu ekki fyrir barðinu á aukaskattlagn- ingu vegna þess. „Það er því ekki lítil handvömm af hálfu Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra, að hafa húsaleigubætumar með þeim hætti að í fyrsta lagi era þær skatt- skyldar og í annan stað lækka þær barnabæturnar," sagði Benedikt. „Ástæðan fyrir þessum vandræð- um er sú að menn hafa alltaf verið að hlaða niður bótum fyrir þá sem era verst settir í þjóðfélaginu. Fyrir vikið eru búnar til gildrar sem ég hef kallað félagshyggjugildrur. Venjulega eru það stjómmálamenn sem era að hjálpa þeim verst settu sem sefja inn bætumar en þær eiga að áhti þeirra ekki rétt á sér þegar fólk er búið aö ná ákveðnu tekju- marki. Þessar gjldrur era verstu ein- kennin í skattkerfinu í dag. Ég tel óumflýjanlegt að ráðast í að lagfæra þetta. Ég bendi á að á sínum tíma valdi verkalýðshreyfingin, og ríkis- stjórnin féUst á það, að taka þá pen- inga sem þá vora tíl ráðstöfunar tíl þess að lækka matarverð í gegnum virðisaukaskattskerfiö. Þannig átti að ná tíl þeirra sem hafa svo lágar tekjur að það er ekki hægt að bæta kjör þeirra í gegnum tekjuskatts- kerfið. Því miður var ekki hægt aö gera aUa hluti í einu og matarskatts- lækkunin var taUö forgangsverk- efni,“ sagði Friðrik Sophusson fiár- málaráðherra. Hverjir unnu? Fylgi flokka — samkvæmt skoöanakönnun —■ Nú era menn aö velta fyrir sér kosningarúrsUtunum og sannfæra sjálfan sig um að þeir hafi sigrað í kosningunum. Jafnvel þeir sem mestu töpuðu unnu á og aUir standa uppi sem sigurvegarar. Kosningar era einmitt svo ánægju- legar fyrir þá sök hversu margir geta sigrað í svona kosningum og það er aldrei neinn sem tapar. Dagfari er þá að tala um stjórn- málaflokkana enda er þeim att á foraðið og þeir látnir halda að kosn- ingamar snúist um gengi þeirra. Það gleymist þó í aUri þessari umræðu og kapphlaupi um verð- launasætin að það era aUs ekki flokkamir sem era í kjöri. Þeir era bara eins og veðhlaupahestamir og hundamir sem era látnir hlaupa eftir brautinni. Þeir era til brúks fyrir aUa hina sem veðja á hestana og hundana og í þeim hópi áhorf- enda og utanaðkomandi er að finna hina raunverulegu sigurvegara og hina sem töpuðu. í þeim hópi era til að mynda aug- lýsingastofumar. Þaö era auglýs- ingstofumar sem mæla gengi sitt eftir atkvæðafiölda flokkanna sem þær tefla fram. Það era auglýsinga- stofumar sem standa og faUá í þessari kosningabaráttu. Af hveiju tók Jóhanna Sigurðar- dóttir aUt í einu upp á því að brosa í kosningabaráttunni, manneskjan sem aldrei hafði stokkið bros á löngum póUtískum ferU? Skýringin er auðvitaö sú að auglýsingastofan hennar ráðlagði Jóhönnu að brosa við og við. Eina vandamáUð var að koma Jóku í skilning um það hve- nær hún ætti að brosa vegna þess að Jóhanna er ekki vön því að brosa að einhveiju fyndnu, því henni finnst ekkert fyndið. Af hverju grennti Dávíð Oddsson sig og kom svona glerfínn fram í sjónvarpsauglýsingum? Það var ekki vegna þess að Davíð væri hættur að borða eða hefði löngun tU að horast. Veslings Davíð fékk um það fyrirmæh frá auglýsinga- stofunni að hora sig og öðravísi var hann ekki frambærUegur gagnvart kjósendum. Davíð varð aö breyta útUtinu svo Sjálfstæðisflokkurinn gæti sýnt hann! Og Davíð gerði meira. Hann hætti að hafa skoðanir og vera illkvittinn og setti upp svip hins sauðmein- lausa stjómmálageldings sem ekk- ert vissi og ekkert sagði. Það var ekki vegna þess að Davíð hefði ekki lengur skoðanir né heldur vegna þess að hann var ekki lengur Ul- kvittinn. Nei, auglýsingastofan hans Davíðs varð aö sigra með sinn mann og þá varð hann að gjöra svo vel að vera öðravísi en hann á að sér að vera. Annars hefði auglýs- ingstofan hans ekki sigrað í þessum kosningum. Fyrir utan keppnina á miUi aug- lýsingastofanna setti slagurinn á miUi þeirra sem gerðu skoðanak- annanir mikinn svip á þessa kosn- ingabaráttu. Þar vora þátttakend- urmr Gallup, Felagsvisindastofn- un, Skáís, DV og aðrir minni spá- menn á vegum einstakra fiölmiöla. Keppni var afar tvísýn og harösótt og kepptust kannanimar við að hringja í kjósendur fyrir kjördag og svo aftur á kjördag tíl að vera vissar um að kjósendur mundu kjósa rétt og kjósa samkvæmt nið- urstöðum skoðanakannana. Alvarlegasta áfalhð kosninga- nóttina reyndist þeim skoðana- könnunum sem ekki höfðu fengið nógu návæma niðurstöðu fyrir kosningar. Sumar aðrar hrósa hins vegar sigri og segja má að skoðan- akannanir séu orðnar svo tíðar og svo nákvæmar að óþarfi sé að kjósa á sjálfan kjördaginn. Raunar finnst Dagfara það mUdu skynsamara og ólíkt ódýrara ef felía má niður kosningar og leyfa síðan flokkunum að bjóða þær út og með því fá fram rétt úrsUt í könnunum. Einstök fyrirtæki, sem taka að sér skoðanakannanir, geta síðan boðið hinum mismunandi flokkum upp á mismunandi úrsUt og þeir hreppa hina einu og gfidu könnun sem býður flokkunum upp á þær niðurstööur sem era flestum ásættanlegar. Þannig má líka fiölga kosningum án þess að efna tíl kosn- inga og hreyfa síðan þingmanna- styrk flokkanna til í samræmi við kannanir á hveijum tíma. Þetta fyrirkomulag er ólíkt lýðræðis- legra og hagkvæmara svo að ekki sé talað um spamaðinn . En aðalatriðiö er þó hitt að raglast ekki á sigurveguram. Flokkarnir hafa ekkert með það aö gera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.