Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 3
 Legudagar í rikisspítölunum voru sslls 289000 á s. 1. ári Flestir legudagar og mest þrengsli I Kleppsspifala og Landspltalanum Á s.l. ári lágu að meðaltali 791.7 sjúklingar í ríkis- spítölunum á degi hverjum. Legudagafjöldi allt árið varð samtals 289 þús., flestir legudagar í Kleppsspítala eða 110.550, Landspítalanum 69.574 og Vífilsstaðahæli 63.040. Alls komu 4019 sjúklingar 11 Meðaltalslegufjöldi spítalana á árinu þar af komu var 248.4. 3667 í Landspítalann, en 3969 fóru. 94 sjúklingar létust í spítöl- unum á árinu. á sjúkling Landspítalinn Eins og áður var sagt komu langflestir sjúklingar í Land- spítalann á liðnu ári eða 3667, 621 karl, 2755 konur (Fæð- ingadeildin er meðtalin), 162 drengir og 129 stúlkur. Þaðan fóru 3587 en 77 dóu, 35 karlar, 32 konur, 8 drengir og 2 stúlkur. í ársbyrjun voru 170 sjúklingar í spítalanum en 173 í árslok. Fjöldi sjúklinga í hinum ein- stöku deildum spítalans hefur breytzt lítið frá árinu 1.953, nema hvað allmiklu fleiri sjúklingar hafa legið á handlækningadeild- inni en áður, enda hefur verið leitazt við að koma sjúklingum, dagar voru þar samtals 7632 á árinu og fjöldi legudaga á hvern sjúkling 293.5. Kópavogshælið í Kópavogshæli eru 24 sjúkra- rúm en þar eru nú aðeins 6 holdsveikisjúklingar, þrír karlar og þrjár konur. í ársbyrjun 1954 voru sjúklingarnir 7 en einn andaðist á árinu. Upptöluheimilið í Elliðahvammi Upptökuheimilið í Elliða- hvammi er ætlað vandræðabörn- um, eða börnum sem af einhverj- talsins, 4 komu á árinu, |um ástæðum búa við erfiðar heimilisaðstæður, einnig hefur þar verið skotið skjólshúsi til bráðabirgða yfir fólk sem orðið hefur húsnæðislaust skyndilega t.. d. vegna eldsvoða. f ársbyrjun var þar aðeins eitt vistbarn, en á árinu komu 42, 32 fóru og eftir urðu í árslok 11. í framangreindum tölum eru meðtaldir sjúklingar frá Kleppi í Stykkishólmsspítala. Þar voru | í ársbyrjun 18 geðsjúklingar, i einn kom á árinu og einn fór, einn andaðist, en í árslok voru sjúklingarnir 17. Fávitahælið í Kópavogi f ársbyrjun voru sjúklingar þar 32 2 fóru og 34 voru eftir í árslok. Legudagafjöldi allt árið varð 12285 en meðaltalslegudagafjöldi á sjúkling 341.3. Kleppjárnsreykiakælið Þar var 21 sjúklingur í árs- byrjun 1954, 5 komu á árinu, tveir fóru, tveir dóu og 22 urðu eftir í árslok. Allir sjúklingarnir á Kleppjárnsreykjum eru konur sem þarfnast langvarandi legu,; nema einn ungur drengur, Legu- fyrir á öðrum sjúkrahúsum og hælum þannig að hægt yrði að taka við fleirum, er þurfa skjót- ari aðgerða við. Á röntgendeild Landspítalans komu samtals 10.587 sjúklingar, þar af voru 8936 röntgenskoðað- ir, 1551 nutu röntgenlækninga en 100 ljóslækninga. W > ,SW Kleppsspítalinn Eins og undanfarin ár hafa mikil þrengsli verið í Kleppsspít- ala og er þó fjöldi geðsjúklinga víðsvegar um land sem ekki hafa fengið spítalapláss. í Kleppsspít- ala er gert ráð fyrir að eðiilegt sé að hafa 240 sjúkrarúm, 111 fyrir karla og 129 fyrir konur, en á s. I. ári voru 302.9 sjúk- lingar í spítalanum að nieðaltali á hverjura degi, konur 167.2 og karlar 135.7. f ársbyrjun 1954 voru sjúkling- ar í Kleppsspitala 303, á árinu komu 142, 134 fóru. 7 dóu, en í árslok voru sjúklingarnir 304. Sagt er frá fjqlda sjúklinga í Vífilsstaðahæli og Kristneshæli á öðrum stað í blaðinu. Fra afgreiðslu fjárhagsáætlimarinnar: íhaldinu MtiS gefið um menn- ingarstarfsemi alþýðu Afstöðu íhaldsmeirihlutans til menningarstarfsemi á vegum verkalýðsins í bænum má glöggt marka af af- greiöslu tveggja breytingartillagna sem sósíalistar fluttu við umræðumar um fjárhagsáætlun bæjarins. Lúðrasveit verkalýðsins sótti um 10 þús. kr. styrk til starf- semi sinnar, en hún er eina lúðrasveitin sem ekki hefur not- ið fjárstyrks frá bænum. í fyrra felldi íhaldið að veita henni nokkurn fjárhagslegan stuðning. Eins og þá fluttu sósíalistar nú tiliögu um að veita L. V. um- beðinn styrk, 10 þús. kr. Þótti íhaldinu það of mikil rausn og feildi tillöguna. Síðan fluttu í- haldsfulltrúarnir tillögu um 5 þús. og var það samþykkt. . Þótt átvinnuleysi haíi ekki verið hér sunnanlands i vetur er aðra sögu að segja utan aí landi, einkum á Norður- og Austurlandi. Þar heíur atvinnuleysi víða verið tilfinnanlegt. í sumum sjávarþorpunum urðu menn þegar á s. 1. hausti að flýja heimili sín í stórhópum og leita atvinnu sunnanlands. Og nú flykkjast menn suður að norðan og austan í leit að ver- tíðarvinnu, eða vinnu á Kefla- vikurflugvelli. í síðustu ferð Esju austan um frá Akureyri komu i atvinnuleit 19 menn frá Raufarhöfn, 17 frá Þórshöfn, 24 frá Vopnafirði, 16 frá Borgarfirði eystri, um 18 frá Seyðisfirði, um 7 frá Mjóafirði — sem er sveitabyggð — Nes- kaupstað og Eskifirði um 25 frá hvorum stað, frá Reyðarfirði nær 10, frá Fáskrúðsfirði um 20 og frá Stöðvarfirði og Djúpavogi munu hafa komið 5 menn frá hvorum stað. Hekla er í strandferð nú og ætlaði margt manna á fyrrnefnd- um stöðum að bíða komu henn- ar og koma með henni suður. Söngfélag verka- Iýðssamtakanna Söngfélag verkalýðssamtak- anna hefur áður sótt um fjár- styrk til starfsemi sinnar en fengið'neitun. Það ítrekaði beiðni sína að þessu sinni og rökstuddi hana rækilega í greinargerð sem fylgdi umsókninni. Petrína Jak- obsson tók beiðnina upp í til- löguformi og lagði til að sam- tökunum yrði veittar 20 þús. kr. Færði hún fullgild rök fyrir því menningarhlutverki, sem söng- félagið gegnir. En afstaða íhalds- ins reyndist óbreytt, það felldi tillöguna með sínum 8 handjám- uðu atkvæðum gegn stuðningi allra bæjarfulltrúa minnihlutans. Samkórinn og Þjóðdansafélagið Samkór Reykjavíkur sótti um 30 þús. kr. styrk til þess að standa straum af halla af söng- för kórsins til Noregs og Finn- lands á s. 1. sumri. Petrína Jak- obsson flutti tillögu um að orðið yrði við beiðninni en íhaldið snerist gegn og felldi tillöguna. Greiddu sósíalistar einir atkvæði með styrkbeiðninni en fulltrúar Alþ.fl., Framsóknar og Þjóðvarn- ar sátu hjá. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sótti um 10 þús. kr. styrk til starfsemi sinnar og tók Ingi R. Helgason málið upp í bæjar- stjórn. íhaldið felldi tillögu hans en rausnaðist til að samþykkja 3 þús, kr. til Þjóðdansafélagsins. Laugardagur 15. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (2T Á þes&ari mynd sést inn í stálbát þann sem smíöaður var í Hollandi og vœntanlegur er í þessum mánuöi til Vestmannaeyja. Hann er 70 lestir eða nokkru stœrri en bátamir sem Stálsmiðjan hyggst smíða fyrir út- vegsmenn við Paxaflóa. (Sjá frétt á forsíðu). Mennmgarsjóðnr gefur út Ævintýri á göngnför og Æðikollinn Ut eru komnar tvær nýjar bækur í Leikritasafni Menn- ingarsjóðs, Ævintýri á gönguför og Æðikollurinn. Leikrit Hostrups Ævintýri á gönguför er gefið út í þýðingu Jónasar Jónassonar frá Hrafna- gili með- breytingum og nýþýð- ingum eftir Lárus Sigurbjörns- son og Tómas Guðmundsson, en í þeim búningi sýndi Leik- félag Reykjavíkur Ævintýrið veturinn 1952—’53. Áður hafði leikurinn komið út á prenti 1919 í þýðingu Indriða Einars- sonar. Æðikollurinn, hið fræga leik- rit Lúðviks Holbergs, er gef- inn út í þýðingu Jakobs Bene- diktssonar, hún var sem kunn- FLOKKSGJÖLD Grelðlð flokksB.jöld ykkar skilvís- lepa. 1. ársfjórðunffur 1955 er fall- jpn í gjalddaga. Skrifstofan er op- in daglega frá kl. 10-12 fh. og 1-7 eh. ugt er leikin í Þjóðleikúsinu á síðasta ári. Þessar bækur eru 9. og 10. hefti í leikritasafni Menning- arsjóðs, og er áskriftargjaldið 40 kr. á ári. Goðafoss sneri viS vegna smávegis bilunar M.s. Goðafoss, sem fór héðan áleiðis til Ameríku á miðviku- dagskvöld, hefur orðið að snúa við til Reykjavíkur vegna truflunar í smurningskerfi að- alvélarinnar, og var væntanleg- ur hingað kl. 2 í nótt. Ekki er álitið að hér sé uin neina al- varlega bilun að ræða, en búast má við að skipið tefjist í nokkra daga á meðan rannsókn og viðgerð fer fram. Verður berklahælið í Kristnesi lagt niður? Milli 50 og 60 sjúkrarúm eru nú auð í Vífilsstaðahæli i Þjóöviljinn fékk í gær þær upplýsingar hjá Georg Lúð- víkssyni, framkvæmdastjóra ríkisspítalanna, að sjúkling- um á berklahælunum færi nú ört fækkandi. Væru nú milli 50 og 60 sjúkrarúm auð á Vífilsstööum og um 20 í Kristneshæli. Telur Georg nauðsynlegt að nú þegar verði fa’rið að athuga möguleika á breyttu reksturs- fyrirkomulagi berklahælanna, t.d. með því að leggja Kristneshæli niður sem sjúkrahús fyrir berklasjúklinga og taka það til annarra nota, enda nú mun svo komið að allir Kristneshælis- sjúklingarnir komast hæglega fyrir á Vífilsstöðum. Sjúkrarúm í Vífilsstaðahæli eru alls 198 talsins. í ársbyrjun 1954 voru sjúklingar þar 180, á árinu komu 162, 193 fóru, 6 dóu en 143 urðu eftir í árslok. Fjöldi sjúkllnga að meðaltali á degi hverjum var 173.7 allt árið, hæst komst meðaltalsfjöldinn á dag í febr. 194.7 en fór siðan stöðugt lækkandi og var í desember 149.1. Legudagafjöldi var alls á árinu 63.404 á móti 67.477 árið 1953. Svipaða sögu er að segja um Kristneshæli. Þar voru sjúkling- ar í ársbyrjun 71, 39 komu á árinu, 51 fór, einn andaðist en 58 voru jeftir í árslok. í Krist- neshæli eru 73 sjúkrarúm. Legu- dagafjöldinn þar var 23.295 árið 1954, en meðaltalsfjöldi sjúklinga á dag 63.8, flestirv. í apríl 72.2, fæstir í október 56.8; í des. var meðaltalsfjöldinn á dag 57.9k' sjúklingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.