Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardag’ur 15. janúar 1955 \ pJÉ®Wll?liKK Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sdsíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartar.sson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. I Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð- * mundur Vigfússon, Ivar M. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. iS Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg * 19. — Sími 7500 (3 línur). • í; Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 17 | annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. í Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Kjaramál kveuna í samræmi við samþykkt sem gerð var á Alþýðusam- bandsþinginu í haust hefur miðstjórn sambandsins á- kveðið að kalla saman ráðstefnu um kaupgjalds- og kjaramál verkakvenna. Verður ráðstefnan haldin hér í Reykjavík dagana 22. og 23. þ.m. og er til þess ætlast að hún verði sótt af fulltrúum allra þeirra stéttarfélaga í Al- þýðusambandinu sem hagsmuna hafa að gæta í málefn- um verkakvenna. Þessari skjótu framkvæmd á sa/mþykkt Alþýðusam- bandsþingsins verður áreiðanlega almennt fagnað 1 verkakvennasamtökunum og þeim félögum öðrum sem hlut eiga að máli. Þrátt fyrir marga mikilsverða árangra í kjggabaráttu íslenzkra verkakvenna á undanfömum ár- um verður ekki komizt hjá að viðurkenna þá staöreynd að sóknin hefur verið of hæg, alltof lítið hefur miðað að því sjálfsagða marki verkalýðshreyfingarinnar að tryggja konum jafnréttisaðstöðu í launamálum og koma kaup- gjaldsmálum þeirra yfirleitt í viðunandi horf. Það er fyrir löngu úrelt og óviðunandi að verkakonan skuli bera minna úr býtum fyrir samskonar eða svipaða vinnu en karlmaðurinn fær greitt. Og hér er ekki aðeins um hagsmuna- og réttlætismál kvenna að ræða heldur og alls vinnandi fólks. Það er síður en svo hagur verka- mannsins að laun konunnar séu lægri og kjör hennar Iakari, því með slíku fyrirkomulagi er atvinnurekendum gefið undir fótinn með að láta verkamanninn sitja á hak- anum en hagnýta, sér hið ódýrara vinnuafl. Hitt skiptir þó megin máli að í fjölmörgum tilfellum er konan fyrir- vinna heimilis og þarf á sömu launum aö halda til að framfleyta sér og sínum og verkamanninum eru greidd. Auk þess, og það skiptir ekki minnstu máli, er hér um svo sjálfsagt mannréttindaatriöi að ræða að verkalýðs- hreyfingin hlýtur að setja metnað sinn í að fylgja jafn- réttiskröfum kvenna í launamálum fram til endanlegs sigurs. Á miklu veltur að hin fyrirhugaða ráðstefna Alþýðu- sambandsins um kjaramál verkakvennanna verði vel und- irbúin og fjölsótt af fulltrúum viðkomandi stéttarfélaga Takist vel til um undirbúning, fundarsókn og ákvarðan- ir allar getur hún markað merkileg og afdrifarík spor fram á við í hagsmunabaráttu íslenzkra verkakvenna og raunar allrar verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðublaðið fer ean eina wsStis Bæði Alþýðublaðið og Morgunblaðið hafa gert sig aö viöundri með skrifum sínum um stjórnarkosninguna í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. Alþýöublaðið flutti fyrst þær fullyrðingar að einingarmenn hefðu enga samvinnu viljað hafa við mihnihluta ráðsins um stjórnarkjör. Dag- inn eftir er þetta leiðrétt og þá skýrt svo frá aö minni- hlutinn hafi ekkert kært sig um slíka samvinnu, og svo í gær belgir Helgi sig enn upp og virðist nú vilja leiðrétta leiðréttinguna, það sýni engan samstarfsvilja að bjóða stærstu félögum minnihlutans að tilnefna tvo menn til framboðs á sameiginlegum lista, þar sem meirihlutinn hafi þrjá! Menn eru að vísu vanir bægsla- gangi af Helga Sæmundssyni, en haldi hann svona áfram er ekki annað sýnna en að torveldasta viðfangs- efr.i hans sem ritstjóra verði það hvort nokkur fáist til að taka hann alvarlega. Hefði Helgi átt margt betra ski' ið en að verða eins konar sjálfritandi sprellikarl Stef- án- Jóhanns, í stíl við Stefán Pétursson, en að því virðist nú stefnt, jafnt í innihaldslausum flumbruskrifum, sam- hengislausum frá degi til dags, og „baráttu gegn komm- únismanum“ samkvæmt fyrirmyndum Göbbels og Mac Carthys. Hcxrðcir deilur í Dansnörkii n her^æðingu V-&ýzk€g:lcmds Sviar hrósa happi aS hafa forSazf þáff- föku i Aflanzhafsbandalaginu Akvörðun ríkisstjórna Vostur- veldanna um áð hervæða Vestur-Þýzkaland og taka það í Atlanzhafsbandalagið hefur eins og kunnugt er valdið meiri og minni deilum í öllum banda- lagsríkjunum í Vestur-Evrópu. Hörðust er rimman í Frakk- landi og Vestur-Þýzkalandi sjálfu en í smærri ríkjunum á meginlandinu er einnig' mikiil uggur í mönnum við að fá þeim á ný vopn í hendur sem fyrir áratug undirokuðu alla ná- granna sína. Ljóst er orðið að af smáþjóðunum í A-banda- laginu eru Danir tregastir til að fallast á hervæðingu Vestur- Þýzkalands. Á það ekki ein- ungis við um allan almenning og þá stjórnmálaflokka, sem frá upphafi hafa verið andvígir að- ildinni að bandalaginu, í þing- flokkum A-bandalagssinna verð- ur þess einnig vart að margir þingmenn hika við að greiða atkvæði með vesturþýzkri her- væðingu, j|,finnihlutastjórn sósíaldemo- 17i krata situr nú við völd í Danmörku. Ráðherrarnir o,g aðrir flokksforingjar tóku strax eindregna afstöðu með hinni bandarísku kröfu um að Vest- ur-Þýzkaiand yrði hervætt. Það hefur hinsvegar komið á daginn að þorri óbreyttra flokksmanna er á öðru máli. Undanfarnar vikur hefur rignt yfir flokks- stjórnina, þingflokkinn og ríkis- stjórnina áskorunum frá verka- lýðsfélögum, flokksdeildum og hópum kunnra flokksmanna, þar- sem stuðningnum við her- væðingu Vestur-Þýzkalands er mótmælt. Einkum eiga danskir sósíaldemokratar bágt með að skilja það að flokksforystan skuli í þessu máli snúast á sveif með þýzka íhaldinu gegn flokksbræðrum sínum í Þýzka- landi. Neyðarkall þýzka sósíal- demokrataflokksins til bræðra- Hans Hedtoft forsætisráðherra Danmerkur flokkanna í Vestur-Evrópu um að veita honum fulltingi í bar- áttunni gegn því að afturhald og hernaðarsinnar nái á ný drottnunaraðstöðu í Vestur- Þýzkalandi, hefur fundið mlk- inn hljómgrunn í danska sósíal- demókrataflokknum, sem frá upphafi hefur haft náin tengsl við flokksbræðurna sunnan landamæranna, Nú er svo kom- ið að mikil ókyrrð ríkir í Sósíaldemókrataflokki Dan- E r 1 e n d tíðindi V.____________________________s merkur yfir því að flokksstjórn- in skuli standa í einu og öllu með bandarísku og þýzku aft- urhaldi en gegn einhuga verka- lýðshreyfingu Þýzkalands. A uðvitað er það ekki einung- is afstaða þýzkra sósíal- demókrata sem 'veldur óánægju danskra flokksmanna með stefnu flokksforingjanna. Þyngst vegur auðvitað reynsla Dana sjálfra af þýzkri árás, þýzku hernámi og nazistiskri ógnar- stjórn. Sama máli gildir um allan almenning í Danmörku. Fólk úr öllum flokkum og utan flokka hefur unnvörpum skorað á þingmenn sína að Ijá ekki hervæðingu Vestur-Þýzkalands samþykki. Þessi mótmælaalda hefur þegar borið nokkurn ár- angur. Ríkisstjórnin var búin að ákveða, að umræða um full- gildingu hervæðingarsamning- anna skyldi hefjast á danska þinginu í öndverðum desember. Dagana áður margfaldaðist mótmælaflóðið svo að ráðherr- arnir sáu sitt óvænna og frest- uðu umræðunni framyfir ára- mót. Ella var sýnt að fylking- ar A-bandalagsflokkanna myndu riðlast þegar tn at- kvæðagreiðslu kæmi. Útlit var fyrir að ýmsir þingme'.n íhalds- manna og Vinstriflokksins myndu sitja hjá eða jafnvel greiða atkvæði á móti full- gildihgunni. J ingmenn þessara flokka eru ekki andvígir hervæðingu Vestur-Þýzkalands í sjálfu sér. En þeir vilja reyna að lægja mótmælaölduna meðal almenn- ings með þvi að nota at- kvæðagreisluna um hervæð- ingarsamningana til að knýja vesturþýzku rikisstjórnina til að sýna Dönum meiri tillits- semi en hún hefur gert til þessa. Danir eru einkum gramir yfír framkomu stjórnar Aden- auers í tveim málum. í fyrsta lagi hefur hún sett slíkar höml- ur á innflutning frá Danmörku að Dönum hefur reynzt ókleift að ná viðskiptajöfnuði við Vest- ur-Þýzkaland. í öðru lagi hefúr meðferðin á danska þjóðarbrot- inu í Þýzkalandi vakið mikla gremju í Danmörku. Þrátt fyrir það að framboðslisti Dana fékk í síðustu kosningum 42.000 at- kvæði, hefur því verið komið svo fyrir með sérstakri laga- setningu að ekki einn einasti Dani náði kosningu á fylkis- þingið í Slésvík-Holtsetalandj hvað þá heldur á sambands- þingið í Bonn. Stingur þettá mjög. í stúf við réttindi þýzka þjóðernisminnihlutans í Dan- mörku, sem kom manni á þing með 9000 atkvæðum. T Tndanfarnar vikur hefur H. 'ú c. Hansen, utánríkisráð- herra Danmerkur, lagt sig all- an fram að fá vesturþýzku stjórnina til að bæta úr því misrétti sem hún beitir Dani en sú viðleitni hefur alls engan árangur borið. Þvert á móti hafa stjórnarþingmenn í Bonn talað hæðilega um „fleskdani“. Þau ummæli og öll framkoma vest- urþýzkra stjórnarvalda við danska þjóðarbrotið hafa verið tekin óstinnt upp í dönskum blöðum. Það er því öðru nær Rasmus Hansen landvarnaráðh. Danmerkur. en að almenningur í Danmörku sé hlynntari hervæðingu Vest- ur-Þýzkalands nú en í desem- ber. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki treyst sér til að ákveða, hvenær umræða um fullgild- ingu hervæðingarsamninganna skuli hefjast. Hún er meira að segja svo óttaslegin, að hún hef- ur boðið bandaríska hershöfð- ingjanum Alfred Gruenther, yf- irhershöfðingja A-bandalagsins, að koma til Danmerkur og halda erindi á lokuðum fundi utanríkismálanefndar 21. jan, Slíkt uppátæki á sér ekkert fordæmi í danskri þingsögu og bér því vitni að nú þykir alls við þurfa að hressa við traust þingmanna á A-bandalag- inu. Tveir flokkar, kommúnist- ar og róttækir,' voru frá upphafi andvígir inngöngu Danmerkur í bandalagið. Þeir styðja nú til- lögu um að fullgilding samn- inganna um hervæðingu Vest- ur-Þýzkalands verði borin undir kjósendur með þjóðaratkvæða- greiðslu. Hedtoft forsætisráð- herra hefur hafnað þeirri til- lögu en ljóst er að hún á miklu fylgi að fagna meðal dansks almennings. Asínum tíma fór yfirher- stjóm A-bandalagsins þess á leit að bandaríski flugherinn Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.