Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. janúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 Bretar skelfast samstarf Sov- étríkjanna og Bndlands HöfBu nesfaÖ aS reisa sfálverksmiSju fyrir Indlandssfjórn en skipfu um skoS- un þegar sovétsfjórnin hljóp i skarSiS Indlandsstjórn er nú í þeirri öíundsverðu aðstöðu að erlendir aðilar keppast við að bjóða henni stór- lán cg aðstoð við iðnvæðingu landsins. Til skamms tíma fengu Indverjar dauíar undirtektir hjá Vestur- veldunum, en annað hljóð kom í strokkinn þegar þeir tóku að semja við Sovétríkin og fengu þaðan liagstæð tilboð. Eitt af herskipun Sjangs sekkur ? 1 fyrra slitnaði með öllu upp úr samningum milli Indverja og brezkra aðila um byggingu stáliðjuvers í Indlandi. Bret- arnir vildu fá að eiga iðjuver- ið sjálfir en Indlandsstjórn tók ekki annað í mál en að það yrði ríkiseign. Buðu aðstoð. Nokkru eftir þessi málalok bentu sovézkir aðilar iðnrek- anda í Bornbay á að Sovétrík- in hefðu öll skilyrði til að geta tekið að sér að reisa stáliðju- ver fyrir Indverja. Hann skýrði ríkisstjórn sinni frá þessu boði Baden-Badeii Framhald af 1. síðu. Adenauer ingunum og hin ólíka túlkun þeirra í París og Bonn gefi and- stæðingum hervæðingarinnar í V-Þýzkalandi hættulega mikinn byr undir vængi. Parísarsamningarnir í veði Hið áhrifaríka vesturþýzka blað Die Welt í Hamborg sagði í fyrradag að enn væri mikið ■eftir ógert og enn þyrftu bæði Þýzkaland og Frakkland að gera miklar tilslakanir, ef vonir ættu að vera um fullt sam- komulag þeirra á milli. Viðræð- ur þeirra Mendes-France og Ad- enauers væru hinar mikilvæg- ustu; þar yrðu ráðin örlög Par- ísarsamninganna. U. Keith látinn Hinn kunni brezki mannfræð- ingur, sir Arthur Berridale Keith, er nýlátinn á heimili sínu við London, 88 ára að aldri. Keith varð fyrstur manna til að efast um, að allt væri með felldu um fund Plltdownmanns- ins svonefnda, sem nú er sannað að var falsaður. og brátt hófust samningar milli indverskra og sovézkra aðila. Þeir gengu svo vel að þessa dagana er verið að leggja síð- ustu hönd á samninga um að Sovétríkin byggi stáliðjuver í Indlandi. Framleiðslugeta þess á að vera 856.000 lestir af stáli. Verksmiðjan verður byggð til að framleiða járn- brautarteina, hjól, byggingar- stál og fleiri vörur. Stuttur byggingartími. Sovézku samningamennirnir hafa tekið að sér að ljúka við stáliðjuverið á þrem árum í stað fjögurra til fimm ára sem vestrænir aðilar telja síg þurfa til samsvarandi verks. Þessi byggingarhraði kemur sér sérstaklega vel fyrir Ind- verja, sem hafa sett sér það mark að auka stálframleiðslu sína úr 1.200.000 tonnum í 4.500.000 til 6.000.000 árið 1961. Lágir vextir af sovétiáni. Skilyrði fyrir byggingu stál- iðjuveranna er að Indverjar fái byggingarkostnaðinn að láni til langs tíma. Lánskjör- in sem Sovétríkin bjóða eru helmingi hagstæðari en boð Breta hvað vaxtagreiðslur snertir. Sovétstjórnin lætur sér nægja 2,5% vexti af sínu láni en Bretar segjast þurfa að fá 4 til 5% vexti. Gagnlegar viðræður — segir Hammarskjöld Dag Hammarskjöld hélt fund með blaðamönnum í New York í gær og skýrði þeim frá viðræðum sínum í Peking. Hann sagðist álíta að viðræð- urnar hefðu verið mjög gagn- legar, náðst hefði samband við stjóm Kína sem æskilegt væri að halda, og rangar hugmyndir um stefnu og markmið hennar hefðu verið leiðréttar. Bandarískt afsvar. Áður hafði Indlandsstjóm leitað fyrir sér um lán í Banda ríkjunum og bandaríska að- stoð við byggingu stáliðjuvers en fengið þvert nei. Ástæðan til að Bandaríkjamenn neituðu um aðstoð var að það var ó- frávíkjanlegt skilyrði af hálfu Indlandsstjórnar að stáliðju- verið yrði þjóðnýtt en ekki í | einkaeign. Vöknuðu við vondan draum. Hammarskjöld gaf Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúa tonna Bandaríkjanna hjá SÞ, skýrslu um för sína og ræddi Lodge síðan við Foster Dulles í síma til Washington. Dulles gerði Eisenhower grein fyrir árangr- inum af viðræðunum, sem vom ákveðnar í þeim tilgangi að fá leysta úr haldi 11 bandaríska flugmenn sem í nóvember s.l. vom dæmdir af kínverskum dómstól í fangelsi fyrir njósn- ir. Eisenhower sagði, að því væri ekki að leyna, að Banda- ríkjastjóm hefði orðið fyrir vonbrigðum með för Hammar- skjölds. Hins vegar yrðu Samningur Indlandsstjómar Bandaríkjamenn að forðast að við Sovétríkin varð til þess að gera gagnráðstafanir eins og Vesturveldin vöknuðu upp við- sakir stæðu, enda þótt það Á undanförnum mánuðum hafa stöðugt verið skœrur milli strandvarnarliðs á meginlandi Kína og hersveita Sjangs Kajséks undan ströndunum. Nokkrum sinnum hefur slegið í bardaga milli herskipa Sjangs og kínverskra fallbyssubáta. Efri myndin var tekin af herskipinu Taj- ping, pegar pað kom til Formósu frá Bandaríkjunum sem gjöf frá Bandaxríkjastjórn. Á neðri myndinni er pað að sökkva skammt frá Tanséneyjum eftir viðureign við kínverska fallbyssubáta. vondan draum. Stjómir Banda- ríkjanna og Bretlands höfðu gert ráð fyrir því að Indverj- ar ættu ekki í annað hús að venda en til sín og þvi yrði hægt að beygja Indlandsstjóra til þess að gefa brezkum og bandarískum auðfélögum eign- arhald á þungaiðnaði landsins. En sovétstjórnin hafði ekki hið minnsta á móti því að þunga- iðnaður Indlands yrði ríkiseign. Káðherra skundar á vettvang. Brezka ríkisstjórnin brá við skjótt og sendi aðstoðarverzl- unarráðherra sinn A. R. Low til Indlands núna um áramótin með þau skilaboð, að Bretar hefðu ekki lengur neitt á móti því að reisa þjóðnýtt stáliðju- ver fyrir Indverja. Brezk blöð segja, að þessi stefnubreyting spretti af ótta við afleiðingar þess ef Sovétríkin ein fást til að rétta Indverjum hjálparhönd í baráttu þeirra fyrir iðnvæð- ingu lands síns. veittist erfitt. Vilja hervæða V.Þýzkaland ti! að draga úr samkeppni Skýring á aístöðn brezkra ráðamanna Danskur blaSamaður 1 Vestur-Þýzkalandi segir, aS þar séu menn þeirrar skoSunar aS ákafur stuSningur brezkra ráSamanna viS þýzka hervæSingu stafi af djúphugsaSri ráSagerS um aS draga meS því móti úr samkeppni þýzkr- ar framleiSslu viS brezka á heimsmarkaSinum. A. Rastén, fréttaritari Kaup- mannahafnarblaðsins Politiken í Bonn, kemst þannig að orði: „Fjölda Þjóðverja grunar að eitthvað sérstakt búi undir á- kafa Vesturveldanna og þá einkum Bretlands að hraða því Aðeins 100-200 vígfærir iimrásarmenn eftir — — segir íulltrúi stjórnar Costa Rica Fulltrúi stjórnar Costa Rica sagSi í gær, aS eftir væru nú aSeins 100—200 vígfærir mexm úr innrásarhernum, hinir hefSu ýmist fallið, flúiS eSa veriS tekpir höndum. af fulltrúum Það var einn við sendiráð Costa Rica í Washington sem sagði þetta, en í tilkynningu, sem Figueres forseti gaf út í gær, segir að innrásarmenn hafi enn tvo bæi á valdi sínu við landamæri Nicaragua. Þeir hafi verið hraktir úr einum bæ í gær og lið stjómarinnar stefni í átt til landamærabæjanna. Ráð Ameríkubandalagsins var kvatt saman á fund í gær til að fjalla um skýrslu sem rann- sóknarnefnd ráðsins hefur sent frá San José, höfuðborg Costa Rica. 1 skýrslunni segir m.a., að sannað sé að innrásarliðið hafi notað vopn af erlendum uppmna og að erlendar flugvél- ar hafi haldið áfram loftárás- um á bæi í Costa Rica, eftir að bandalagsráðið hafði lagt bann við allri erlendri íhlutun. sem mest að sambandslýðveldið hefji hervæðingu, sem hlyti að gleypa fjármagn svo milljörð- um skipti. Tilgangurinn er að þeirra dómi að hefta framsókn þýzks atvinnulífs, að knýja iðnað V- Þýzkalands til óarðbærrar fram leiðslu og að koma í veg fyrir að Þjóðverjar haldi áfram að leggja undir sig stærri og stærri hluta af heimsmarkaðin- um. Þessar grunsemdir eiga sér vafalaust stoð í veruleikanum. Stofnun hálfrar milljónar manna hers mun leggja Vest- ur-Þýzkalandi á herðar byrði, sem á margvíslegan hátt hlýt- ur að íþyngja atvinnulífi landsins og lífskjörum þjcðar- innar. Ef litið er á málið frá þessu takmarkaða sjónarhorni mætti taka sér þá þverstæðu í munn, að eftir heimsstyrjöldina fyrri hafi Vesturveldin reynt að halda Þýzkalandi í kútnum með því að afvopna það en eftir heimsstyrjöldina síðari sé verið að reyna að halda þvi í kútnum með því að hervæða það.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.