Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÖÐVTLJINN — Laugardagur 15. janúar 1955 (Niðurlag). Næst liggur vegurinn eftir undur fögrum dal með brött- tim hlíðum til beggja handa, vöxnum fögrum skógargróðri alveg upp á topp. Síprustré há og beinvaxin standa í röðum með veginum og krónur þeirra bera við himin og gnæfa þau hátt yfir annan skógargróður i þessum paradísarlundum. Loks komum við að litlum veitingaskála sem heitir ,.Píreaval“, en það útleggst á íslenzku skarð samkvæmt þýð íngu Þ.Þ. Þar var öllum boð- ío upp á góðgerðir sem þegn- ar voru með þökkum. Fjalla- ekáli þessi stendur þar sem vegurinn liggur hæst á fjall- garði þessum, þar eru vatna- skil, þaðan renna allir lækir suður af í Svartahafið. Við tókum eftir því strax þegar við lögðum af stað frá Simferapol, að lítill fólksbíll ók alltaf rétt á undan okkur og var enginn í honum nema bílstjórinn. Hann stanzaði nú einnig í „Píreaval", kom það Iþá upp úr kafinu að hann var ætlaður stúlkunum tveimur, sem með okkur voru og Sig- urði Guðnasyni sem var elztur í 'iíópnum, hann átti að flytja bau yfir þann kafla vegarins, sem talinn var hættulegastur, því þau myndu síður finna til hræðslu í honum en í kassa- bílnum, en þar sem þau sem hér áttu hlut að máli, töldu sig hvorki gömul né hjart- veik, þótti þeim lítið til þess- arar hugulsemi koma, þó hún væri í góðu skyni gerð, og sýnir bezt þá nærgætni sem hvarvetna kom fram við okk- ur hvar sem við komum og fórum, allan tímann sem við dvöLdumst í Ráðstjórnarríkj- unum. Vegurinn er góður að Öðru lleyti en því, að hann liggur í brattlendi miklu, hver brekk- an eftir aðra upp eða niður, í ótal kröppum beygjum og skógargróðurinn svo þéttur og stórvaxinn að víða sést ekki aema nokkra metra fram fyr- ír bílana. Mikla aðgæzlu þarf við akstur þama, því umferð er mikil og bílarnir sjá'st ekki fyrr en þeir eru komnir næst- um saman. Víða liggur vegur- ínn utan í bröttum fjallshlíð- um og er hátt niður, en hann er ekki að sama skapi ægileg- ur, því alstaðar þar sem svo er, er steinum komið fyrir á vegkantinn. Þeir eru grafnir-?> niður en upp úr standa ca. SO sm. Þeir eru steyptir, sex- kantaðir, hvítmálaðir, og með kattaraugu á tveim ' köntum, bknnig; að þau sjást hvorum ‘g-tgin sðm að er komið. En á stöðum þar sem vegurinn er telinn hættulegur eru steypt- ír álíka háir garðar á veg- tcantinn og eru þeir einnig hvítmálaðir. Á einum stað í fagurri skógarhlíð er lágmynd úr bronsi af hershöfðingja nokkr um, sem hafði særzt á auga í stýrjöldinni við Tyrki 24. júlí árið 1774, en tveimur ár- um síðár gróðursetti hann tré á þcssum stað, og gnæfir það nú geisi hátt með gildan stofn og breiðir nú limríka krónu sína yfir veginn og myndina, sem var sett þarna til minningar um hann árið 1946. Þessi hershöfðingi var Kútúsoff marskálkur, sem sigraði Napoleon er hann Árni Guðmundsson: SOVETRIK réðst á Rússland 1812. Víða má sjá vel hlaðna veg- kanta og grjótgarða með veg- inum, alveg eins og grjót- garðana og veggina sem sjást enn í dag í hverri sveit á Is- landi. Sú list, að hlaða veggi úr grjóti einu, hefur verið ær- ið útbreidd. Við ókum áfram þröngan dalinn, að lokum breikkar hann, og í hlíðum lians eni þorp samyrkjubúanna en vín- akrar breiðast á víð og dreif um hlíðarnar innan um skóg- inn. Næst blasti við augum blikandi Svaríahafið, gljáandi eins og spegill í logninu og sólkininu. Allstór bær stendur þar á ströndinni og heitir „Alúska“ og ókum við í gegn- um hann. Nokkrir smábátar voru skammt frá landi, ef til vill voru karlarnir að vitja um „grásleppunetin" sín, eða kannski voru þeir bara að dorga fyrir þaraþyrsklingi? Hver veit? Nú vorum við lcornin yfir Krímskagann og vegurinn beygir til austurs eftir strönd Svartahafsins til Jalta, víða utan í bröttum hlíðum. Nú fór að bera mikið á hvíldar- og hressingarheimil- um verkamanna og bænda, sem hátt ber á viða í skógar- hlíðunum. Sumstaðar speglast þau í glitrandi fleti Svarta- hafsins. Heimili þessi standa þarna voldug og tignarleg í tuga eða jafnvel hundraða tali, vegleg og fullkomin bæði úti og inni. Þar eru til staðar læknar og sérfræðingar, lækn- ingastofur með fullkomnum lækningatækjum, sjúkrastofur og hjúkrunarfólk. Húsin eru stórar hallir og skrautlegar mjög, og umhverfi þeirra er prýtt með allskonar listaverk- um, gosbrunnum og mörgu þessa heillandi umhverfis í ró og kyrrð sveitarinnar, og gleymir öllum sínum áhyggj- um og erfiði sem lífinu fylgja. Gleymir öllu nema líðandi stund. Það hvílist bæði and- lega og líkamlega eftir erfitt starf, og safnar kröftum til nýrra dáða. Mjór vegurinn hlykkjast upp bratta fjallshlíðina, svo bílstjórinn varð að aka á lágu gýrunum svo hvein og söng í bílnum og framundan sáust aðeins nokkrir metrar, trjá- gróðurinn er þéttur og trjá- topparnir slúta inn yfir veg- inn. Við ökum í gegnum þorp, en sjáum ekki hvað þau eru stór, því húsin, sem eru flest fremur smá, eru hulin bak við tré, eða standa í skógarlund- um þar sem lítið eða ekkert ber á þeim, þó sjást þökin á sumum þeirra upp á milli grænna trjátoppanna. Á einum stað hefur vegur- inn verið höggvinn gegnum klettanef og myndast þá þeim megin sem að sjónum veit dá- lítill klettahóll, en uppi á hon- um hefur verið Prt'vð stand- Verksmiðjuhús á Krím í fallegu umhverfi. öðru, sem hvílir hugann og eykur yndi dvalargesta, en náttúran sjálf leggur til dá- samlega fagurt landslag, trjá- og jurtagróður, og loftslagið er milt, heilnæmt og gott. Mörg þessara hvíldar- og hressingarheimila eru byggð á seinni árum, eða síðan verkalýðurinn sjálfur tók við yöldum austur, þar, en mörg eru gamlar auðmanna hallir, sem nú hafa skipt um hlút- verlc, í stað drottnunargjamr- ar yfirstéttar, sem eyddi þar æfi sinni í svalli og óhófi, er nú verkafólk sem dvelur þar í leyfum sínum. Þar nýtur það mynd af hirti, stórum og föngulegum, þar sem hann horfir yfir veginn upp í fagra skógarhlíðina. Á öðrum stað er standmynd af hinu mikla þjóðskáldi Rússa Púskín, hafði hann dvalið einlivern tíma þarna á þessum slóðum. Við stönzuðum þama og fór- um út úr bílnum og teyguðum að okkur skógarangan og blómailm, og dáðumst að út- sýninu, sem var eins og alls staðar á þessari leið bæði vítt og fagurt. Stór fjárhópur var á beit skammt frá veginum, og leit féð forvitnislega upp og óstiirtnn Bréf um hálku — Þegar beinin eru ekki lengur sterk -— Viðvörunarbyltur og árstíðaslys BÆJARPÓSTINUM hefur bor- izt langt og fróðlegt bréf um hálku og hættur þær sem af henni stafa. Bréfið er of langt til að biríast í einu lagi og verður því tvískipt. — Ó. J. skrifar: ,ÉG MÆTTI öldraðum kunn- ingja mínum á götu fyrir nokkru, og var ekki fyrr bú- inn að kasta á hann kveðju en ég sagði: „Eg er hissa á þér, svona gömlum og reyndum manni að vera á labbi um bæ- inn á þessari manndrápshálku. skjóta þér heim í bíl.“ — „Það fór nú reyndar hérumbil illa fyrir mér í gær,“ svaraði hann, „ég fékk ótuktarskell á mjöðmina og hélt hún væri í sundur. En hún hékk sáman í það skipti." — Við áttum ekki samleið, en ég fann sterka þörf hjá mér til að staldra við og minna á nokk- ur vel valin dæmi um hættuna sem stafar af hálkunni fyrir unga og gamla, sérstaklega gamla fólkið. Og sum dæmin vom nýskeð. fólkið til að hlýða hollráðum, fólk sem í 60—70, jafnvel 80—90 ár hefur boðið hálk- unni og öðrum hættum byrg- inn. Það þýkist fært í flestan sjó með alla sína reynslu og gætni. En því miður, reynsl- an og gætnin duga ekki til. Einn góðviðrisdag að vetrin- um rennur gamla konan eða maðurinn á rassinn á hálk- unni þegar hann er á leið í kaffisora hjá kunningja. Hann lærbrýtur sig. Kunning- inn verður að koma upp á spítala. í heimsóknartímanum er hálkunni blótað. AÐDRAGANÐINN að hálku- lærbroti (sem leyfilegt er að taja um sem sérstakt fyrír- brigði) hjá eldra fólki, er með ýmsum hætti auðvitað, en oft er hann eitthvað á þessa leið: Vetrarrosi hefur staðið um nokkurn tíma og sú gamla Þú átt að fá einhvern til að ÞAÐ EíR erfitt að fá gamla horfði kæruleysislega á bílinn, var auðséð að það var ekki ó- vant að sjá bíl á ferð. Á einus stað á smáhæð við veginn er höggmynd af gríð- arstórum gammi með þanda vængi, þar sem hann er að hefja sig til flugs og stefnir út á hið víðáttumikla bláa glitrandi haf. Víðar em margskonar skreytingar með þessum vegi, þó þessi leið hafi ærið mikla fegurð að bjóða, þar sem náttúran sjálf er svo gjafmild og skreytir meira og betur en nokkur mannshönd fær gert. Við ókum dálítið skarð og til vinstri liandar er hátt og mjög fagurt fell, sem gengur alveg í sjó fram. Okkur var sagt nafn þess og samkvæmt þýðingu Þ.Þ. mundi það heita á íslenzku Bjarnarfell. Við ókum fram hjá ýmsum frægum og merkum stofnun- um, öðrum en hressingar- og hvíldarheimilum, á þessari leið, sem við fengum að sjá og kynnast dagana sem við dvöldum í Jalta, en sem er ekki rúm til að lýsa nánar í þessari grein. Loks var framundan dálítil vík, og við sjáum ofan í kvos eða dal, þar sáum við miklar og fagrar byggingar innan um stórvaxin tré. Þetta var hin fræga borg Jalta, eða borg hvíldarheimilanna eins og hún er oft nefnd þar. Þar var Jaltasamþykktin gerð í síð- ustu styrjöld, sem löngu er orðin fræg fyrir það að sumir þeir sem stóðu að henni vilja ekki hlýða henni. Göturnar sem ekið er um inn í borgina liggja niður brattar brekkur, þær eru mjó- ar og ákaflega krókóttar, digrir trjábolir þrengja að umferðinni, en gangstéttir mjóar og víðast aðeins ann- ars vegar. Víða er ekið alveg inn í trjágöngum, því lauf- krónur trjánna sameinast al- veg yfir götunum, mörg trjánna bera afar fögur blóm, og sætur ilmur liggur í loft- inu. Eftir ótal krókaleiðir nemur bíllinn staðar nálægt miðri borginni, fyrir framan stórt og skrautlegt hús, það var eitt af mörgum hvíldarheimil- um verkamanna seiji er í þess- ari fögru borg. Þarna var okk- ur búinn livíldarstaður meðan við dvöldum í Jalta. eða sá gamli hefur ekki kom- izt leiðar sinnar um bæinn vegna veðurlagsins. Meðan beðið er eftir að linni frosti, snjó og vindi, vex þörfin fyrir heimsóknir og alls kyns um- stang. Nú lægir rosann og gerir hálku. Lokkandi blíðu- veður togar eldra fólkið út á götuísinn. Meðan ísinn tekur af, þyrpist gamla fólkið út til lífshættulegra ferðalaga um bæinn — það hefur eklri biðlund þangað til hálkuna leysir alveg. Flestir sleppa vel. Sumir fá tiltölulega milda byltu, sem framkallar bláann bossa og stirðleika sem jafn- ar sig á nokkrum dögum eða vikum. Slika byltu má kalla viðvörunarbyltu. En aðrir verða verr úti. Þeir lærbrjóta sig. Og lærbrot hjá gömlu fólki verður oft annað og meira en hastarleg viðvörun Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.