Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 7
*S?E5» Laugardagur 15. janúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 v Engin af söguhetjum Gamla testamentisins er eins hugstæð öllum almenningi og Nói gamli, skipstjóri í flóðinu mikla. örk- in hans og dýrin hafa verið börnum hið kærasta leikfang um aldaraðir. Það er saga þessa guðhrædda og réttláta manns sem André Obey skýrir írá í leikriti sínu, allt frá því að örkin stendur fullsmíðuð á þurru landi unz hún lendir að flóðinu loknu á nöktum tindi Araratfjalls; þess er raunar hvergi getið að Nói hafi drukk- ið meira en góðu hófi gegndi, þótt víðfrægt sé í söngvum og sögu. Höfundurinn er í aðal- atriðum trúr hinni ævafornu sögn, og er þó lítill fornaldar- bragur á Nóa sjónleiksins, hann er hvorki bundinn stað né stundu og sá drottinn sem hann ræðir við í bróðernj og trúnaði er ekki .Tahve, hinn harðlyndi -og strangi guð Gyðinga hinna fornu. Sögunni mun helzt ætl- að að vera spegilmynd af heiminum á okkar dögum, en ekki er mér ljós meginhugsun þessa leiks og næsta torvelt að ráða táknmál skáldsins; en þar liggur eflaust margur fiskur undir steini. „Nói“ er vel samið verk, hispurslaust og blátt á- fram og' auðugt að kímni, og áhrifamikinn skáldskap er þar hægt að finna, einkum i lokin. Og það er að sumu leyti nýstár- legt verk fyrir okkar sjónum — André Obey er eitt þeirra leik- skálda Frakka sem freistað hafa að ganga í berhögg við raunsæisstefnuna og leggja inn á nýjar brautir, Honum eru möguleikar sviðsins efst í huga, venjulegar samræður nægja Jionum ekki, hann beitir mjög eintölum og talkórum, þögulli látbragðslist og bendingaleik; og sjálfir málleysingjarnir, dýr merkurinnar, eru veigamiklir aðilar í sjónleik hans". Okkur íslendingum er það augljós gróði að kynnast sem flestum stefnum leikritunar og sviðsetn- ingar, læra að skilja það og meta sem stefnir brautina fram. Lár.us Pálsson er leikstjóri og vinnur ótvíræðan sigur, hon- um er auðsæilega ánægja að því að starfa að þessu hug- stæða viðfangsefni. Hlutverka- skipunin er hafin yfir gagn- rýni að mínu viti og allt sam- starf hinna áhugasömu leikenda með ágætum, sýningin sam- stillt og lifandi heild. Glögg heildarsýn leikstjórans birtist hvarvetna, hann beitir ljósum, hljóðum og sviðbúnaði af mik- illi hugkvæmni, skipar leikend- um í hópa á sviðinu með næmu auga listamannsins, og er nægi- legt að benda á einstök atriði, litrík, áhrifamikil og sterk — 'flóðið hefst, sólin myrkvast og reiði Drottins lýstur hið syndum spillta mannkyn; sólin brýzt fram á ný éftir steypiregn og storma í fjörutíu dægur; Nói kveður niður uppreisn fjöl- skyldu sinnar og dúfan kemur aftur með olíuviðarlauf í nefi; og loks það atriðið sem síðast er og tilkomumest: Synir Nóa skilja við föður sinn og stefnir hver í sína átt til að nema lönd og álfur, en hinn marg- hrjáði maður stendur einn eftir á fjallsgnýpunni, fórnar höndum til himins og talar við Drott- in, sættist við allt og alla að lokum. Nói er í öllu þungamiðja leiksins, stórt og margslungið hlutverk og við hæfi mikilla leikara; hér er Brynjólfur Jó- hannesson sjálfkjörinn, og rétt- ur maður á réttum stað. Hann leikur á marga strengi listar sinnar, beitir jöfnum höndum ákafa og viðkvæmni, djúpri al- vöru og ósvikinni kímni, þrótti og lagni; i mdðförum hans er Nói traustur bóndi, íslenzkur og alþjóðlegur í senn, réttsýnn og vandaður, hugrakkur og harðfengur, glaðlyndur og spaugsamur og hefur ráð undir hverju rifi. Ágæta vel lýsir Brynjólfur skilyrðisláusri hlýðni Nóa, auðmýkt og bjargfastri trú á Drottin, við hljótum að finna til með gamla manninum í raunum hans, gleðjast með honum yfir sigrum hans. Það er sagt að Nói sé 133 hlutverk- Leikfélag Beykjavíkur ið sem Brynjólfur leikur hjá Leikfélagi Keykjavíkur, og mun ekki of mæl.t að hann skipi virðulegt rúm í þeirri miklu og glæsilegu fylkingu, Eini arkarbúinn sem veru- lega kveður að auk Nóa er Kam, hinn þeldökki sonur í miðið, og er um ílest and- stæða föður síns, maður guð- laus og trúir engu sem hann getur ekki þreifað á, herskár og þrætugjarn og ekki skap- fellilegur; hörð barátta þeirra feðga er eitt aílmesta atriðið í leiknum. Jón Sigurbjörnsson er í öllu hlutverkinu trúr, gervi- eftir André Obey Leikstjóri: Lárus Pálsson Naómí og Kam (Hóimfríð- ur Pálsdóttir og Jón Sigur- björnsson). legur maður, geðríkur og að- sópsmikill, og skemmtilega afrískur i útliti. Jón hefur aldrei leikið betur en að þessu Björninn heilsar upp á syni Nóa og konur peirra. sinni og er .ánægjulegt að sjá hversu góðu valdi leikarinn hef- ur náð yfir hljómmikilli rödd sinni, svipbrigðum og hreyfing- um. Einar Þ. Einarsson er líka myndarlegur í gerfi Sems, elzta sonarins, en framsögnin ekki eins skýr og þróttmikil og Jóns, hann er traustur maður og ró- lyndur eins og hann á að vera. Steindór Hjörleifsson er Jafet, yngstur þeirra bræðra, hæfilega ungæðislegur í sjón og raun, for- vitinn sem unglingum er titt, og hinn geðfelldasti piltur. Þá er Hólmfríður Pálsdóttir sköruleg Naómí, kona Kams, Sigríður Hagalín geðfelld og lagleg Sella, kona Sems, og Anna S‘tína Þórarinsdóttir kornung og barnslega saklaus og blíð sem Ada, kona Jafets. — Þeir bræð- ur og konur þeirra verða ætt- feður mannflokkanna þriggja í hinum gamla heimi og mætti út- lit þeirra bera þess greinileg merki; en Sem er ekki semízk- ur ásýndum, Naómí ber eng- in einkenni hins svarta kyn- stofns og svo mætti lengur telja. Og ekki kann ég við að hár hinna ágætu kvenna skuli skrýft samkvæmt nýjustu tízku — en allt eru þetta í rauninni smámunir einir. Konu Nóa leikur Emilía Jón- asdóttir, en kona þessi er mjög einföld sál og botnar sjaldan neitt í neinu og dregur auðvitað taum barna sinna. Sérstæða persónu tekst Emilíu ekki að skapa, en hún er mjög við- felldin að vanda og mörg til- svör hennar hnittileg og fynd- in. Þorsteinn Ö. Stephensen er maðurinn, það er hinn óhugnan- legi fulltrúi hins gerspillta Nói og kona ha?is (Brynj- ólfur Jóhannesson og Em- ilía Jónasdóltir). mannkyns sem Drottinn afmáir af jörðinni;-leikur Þorsteins er öruggur og afii gæddur, svo <•>- Yfirlýsing frá Nýfa mynd- Nýlega birtíst í dagblöðum bæjarins tilkynning frá Fé- lagi íslenzkra myndlistar- manna um væntanlega þátt- töku Islendinga í norrænni listsýningu í Róm, og hyggst félagið eitt saman að hafa alla forgöngu í málinu fyrir íslands hönd. Vegna tilkynningar þessar- ar, óskar félag okkar að taka fram það, sem hér fer á eftir: I öllum hinum norðurlönd- unum starfa mörg lista- mannafélög og hefur ekkert einstakt félag forgöngu í mál- um eins og þessu, heldur nefndir, sem kosnar eru af listamannastéttínni í heild. Hér starfa nú þrjú félög myudlistarmanna, en eitt fé- lagið hefur enn haldið þeim forréttindum að hafa umboð fyrir Norræna listbandalagið, og stafar það frá þeim tíma, er það var eina félagið. Þeg- ar um er að ræða þátttöku íslenzku þjóðarinnar í sýning- um erlendis virðist það aug- ljóst mál, að listamannastétt- in öll verði að standa að baki - -■"•’rrræ slíkri þátttöku cg að réttur allra listamanna sé jafn livar í félagi sem þeir eru. Hið háa Alþingi hefur sam- þykkt að styrkja sýningu þessa af slíkri rausn, að ís- lenzkir listamenn hafa aldrei fyrr háft jafn runian fjárhag til að vanda sem bezt til sýn- ingar eins og nú, og er allri stéttinni skylt að þakka þá vinsexnd og skilning, sem það hefur sýnt þessu máli. Og til að styðja að góðri samvinnu listamanna hefur Alþingi sett það skilyrði fyrir fjárveiting- unni, að öll listamannafélögin vinni saman. Samþykkt Al- þingis er svo hljóðandi: „Vegna þátttöku íslenzkra myndlistarmanna í samnor- rænni listsýningu í Róm. Und- irbúning og tilhögun á þátt- töku þeirra í sýningunni skal ákveða með samþykki Mennta málaráðuneytisins kr. 100. 000,00 enda annist 2 fulltrú- ar Félags íslenzkra mynd- listarmanna, 2 fulltrúar Nýja myndlistarfélagsins og 1 full- trúi félagsins Óháðír lista- ekki sé fastar kveðið að orði. Loks láta dýrin talsvert að sér kveða — björninn, ljónið, apinn, kýrin og tígrisdýrið; þau eru hænd að Nóa húsbónda sínum og finna jafnan á sér ef eitt- hvað er í aðsigi, illt eða gott. Leikendumir eru búnír skemmtilegum gerfum og tekst furðuvel að gefa hverju dýri sinn sérstæða svip, en þessi leika: Árni Tryggvason, E'inar Ingi Sigurðsson, Byrgir Brynj- ólfsson, Nína Sveinsdóttir og Jóhann Pálsson. —Tómas Guð- mundsson sneri leiknum á góða íslenzku. Frumsýning var á miðviku- dagskvöld og leiknum prýðilega tekið, leikurum og leikstjóra ó- spart klappað lof í lófa. Og um leið var minnzt leikafmæ.lis Brjmjólfs Jóhannessonar, en i haust voru þrjótíu ár liðin frá því hann lék í Iðnó í fyrsta sinn. Þegar tjaldið var dregið frá i upphafi leiks og Nói birt- ist á sviðinu kvað við dynjandi lófaklapp í salnum, en í leiksiok náði fögnuður leikgesta há- marki og allt ætlaði um koll að keyra. Lárus Sigurbjörnsson, Valur Gislason, Lárus Pálsson og Þorsteinn Ö. Stephensen þökkuðu hinum ágæta lista- manni mörg og mikil og vel unnin störf, færðu honum fagrar blómagjgfir, mæltu til hans hjartnæm orð og hlý og óskuðu allra heilla; loks var leikarinn umkringdur stærra og fegurra, blómahafi en áður hefur sézt á hinu sögufræga sviði. — Hér eru ekki föng á að rekja langan og glæsilegan leikferil Brynjólfs Jóhannesson- ar, né telja einstök áfrek hans og meta, en hann hefur jafn- an staðið í fi'emstu röð ís- lenzkra leikara, enginn er hon- um vinsælli og þjóðlegri; ég vil í nafni fjölmargra leikgesta fyrr og síðar þakka honum snjalla list og ótaldar gleði- stundir, og óska 'honum og ís- lenzkri leiklist gæfu og geng- is á ókomnum árurri. Á. Hj. menn myndaval ,og aorar framkvæmdir." En í stað þess að t.aka þessu höfðinglega tilboði lief- ur Félag íslenzkra myndiist- armanna nú útilokað sam- vinnu við hin listamannafé- lögin tvö með því að kjósa sýningarnefnd einsamalt og heimta einræði í þessu máli í skjóli forréttinda þeirra, sem áður var minnst, og þar með svipt öll listamannafélögin áðurnefndri fjárveitingu. Þar sem liér er ber’e.ra gengið á siðferðilegan rétt okkar og auk þess gengiö á snið við samþykkt Alþingis um samvinnu listamannafé- laganna, munum við ekki taka þátt í þessari sýningu nerna samkomulag náist í tæka tið milli. félaganna um undifbún- ing sýningarinnar og sýning- arnefnd sé skipuð samkvæmt fyrirmælum Alþingis. Reykjavík, 14. janúar 1955 Nýja myndlistarfélagið. Ásgrímur Jónsson, Jóhann Briein, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Karen Agnete Þórarinsson, Sveinn Þórarinsson. (Atli.: Jón Stefánss. erlendis)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.