Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1955, Blaðsíða 10
.hi' -V<>, f.iiliií iiy. 3.0) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. janúar 1955 Erich Maria REMARQUE: Að elslm... . • . og dejgja 29. dagur hjálpað til að grafa það upp.“ Hann leit á mennina. „Ég má til. Foreldra'r mínir —“ 1 „Ég hef ekkert við það að athuga. Willmann! Hér er nýr hjálparmaður. Hefurðu öxi?“ Fyrst kom maðurinn með krömdu fætuma. Stálbiti hafði lagzt yfir þá og klemmt manninn niður. Maður- inn var enn lifandi. Hann hafði meðvitund. Gráber starði á andlit ha!ns. Hann þekkti hann ekki. Þeir sög- uðu sundur bitann og sóttu sjúkrabörur. Maðurinn æpti ekki. Hann ranghvolfdi aðeins augimum, og allt í einu sást ekki annað en hvítan. Þeir víkkuðu opið, og fundu tvö lík. Bæði voru gersam- lega kramin. Andlitin voru flöt; þau voru rennislétt, nefin vom horfin og tennurnar eins og möndlur sem baka'ðar eru í köku. Gráber laut yfir þau. Hann sá dökkt hár. Fólk hans var ljóshært. Þeir drógu líkin upp og þau lágu á götunni flöt og annarleg. Það birti. Tunglið var að koma upp. Himinninn varð fölblár, næstum litlaus. „Hvenær var árásin?“ spurði Gráber þegar hann var leystur af. „í gærkvöldi." Gráber leit á hendumar á sér. Þær vom svartár í fölri birtunni. Blóðið sem úr þeim rann var líka svart. Hann vissi ekki hvort það var úr honum sjálfum. Hann vissi ekki einu sinni að hann hafði rótað burt steinum og glerbrotum með bemm höndum. Þeir héldu áfram að vinna. Tárin streym.du úr augum þeirra; eiturgufurnar úr sprengjunum ollu þeim sviða. Þeir þurrkuðu sér með jakkaermunum, en augun fyllust aftur jafnóðum. < „Hæ, hermaður,“ hrópaði einhver fyrir aftan hann. Hann sneri sér við. „Er þetta bakpokinn þinn?“ spuröi einhver mannvera, sem hann greindi óljóst gegnum tárin. „Hvar?“ „Þarna. Það er einhver aö stela honum.“ Gráber ætlaði ekki að sinna þessu. „Hann er að stela honum,“ sagði veran og benti. „Þú getur náð honum enn. Ég skal koma í staðinn þinn.“ Gráber gat ekki hugsað lengur. Hann hlýddi aðeins röddinni og handleggnum. Hann hljóp niður eftir göt- unni og sá mann klöngrast yfir steinhrúgu. Hann náði honum. Þaö var gamall maður sem dró á eftir sér bak- pokann. Gráber steig á ólina. Maöurinn sleppti pokan- um, sneri sér við, fórnaði höndum og gaf frá sér skrækt, mjóróma vein. Munnur hans var stór og svartur ,í tunglsljósinu og augu hans glóðu. Eftirlitsmenn komu á staðinn. Það voru tveir S.S.- menn. „Hvað gengur á hér?“ „Ekki neitt,“ svaraði Gráber og setti á sig bakpokann. Gamli maðurinn sagði ekkert. Hann andaði ótt og títt. „Hvað ertu aö gera hér?“ spurði annar SS-maðurinn. Það var miðaldra foringi. „Skilríki.“ „Ég er að aðstoða við að grafa fólk upp. Þarna fyrír handan. Foreldrar mínir áttu þar heima. Ég verö —“ „Skilríki,“ sagði foringinn hörkulegar en áður. Gráber starði á mennina tvo. Það var tilgangslaust að efast um hvort S.S.-mennirnir hefðu rétt til þess að skipta sér af ferðum hermanna. Þeir voru tveir og báð- ir vopnaðir. Hann þreifaði eftir leyfisvottorði sínu. Mað- urinn tók upp vasaljós og las það. Andarta.k var skjal- ig upplýst eins og það væri glóandi. Gráber fann að vöðvar hans hnykluöust. Loks var slökkt á Ijósinu og foringinn skilaði skjalinu aftur. „Áttu heima í Haken- strasse átján?“ „Já,“ sagði Gráber óþolinmóður. „Þarna yfir frá. Við erum einmitt að grafa fólkiö upp. Ég er að leita að fjöl- skyldu minni.“ „Hvar?“ „Þarna. Þax sem þeir ei*u að grafa. Sjáið þið það ekki?“ „Það er ekki átján,“ sagði foringinn. „Hvaö þá?“ „Þetta er ekki átján. Þetta er tuttugu og tvö. Átján er hér.“ Hann benti á rústahrúgu sem jámstengur stóðu upp úc „Er það áreiðanlegt?“ stamaði Gráber. „Auðvitað. Hér er allt eins og áður var. En þetta er átján. Ég veit það með vissu.“ Gráber horfði á rústirnar. Það i*auk ekki úr þeim. „Þessi hluti af götunni varð ekki fyrir árás í gær,“ sagði foringinn. „Ég held það hafi verið í vikunni sem leið. Eða það er jafnvel lengra síðan.“ „Veiztu —“ Gráber tók andköf .og hélt síðan áfram. „Veitu, hvort fólkinu var bjargað?“ „Ég veit það ekki. En það bjargast alltaf einhverjir. Ef til vill hafa foreldrar þínir ekki einu sinni verið í húsinu. Flest fólk fer í stóru loftvamaskýlin þegar loft- árásir eru gerðar.“ „Hvar get ég komizt að því? Og hvar get ég haft upp á hvar þau eru niðurkomin?" „Hvergi á þessum tíma. Ráðhúsið vai’ð fyrir sprengju og það er ringulreið á öllu. Spurðu á hverfisskrifstof- unni í fyrramálið. Hvað fór á milli þín og þessa manns?“ „Ekki neitt. Heldurðu að það sé enn fólk undir rúst- unum?“ „Það ern alls staðar lík. Ef við ætlum aö grafa þau öll upp, þyrftum við hundrað sinnum fleiri menn. Þessi bölvuð kvikindi sprengja upp heila borg eins og hún leggur sig.“ Foringinn sneri sér við og ætlaði að fara. „Er þetta bannsvæði?" spurði Gráber. „Þvi spyrðu?“ „Loftvamavörðurinn þama sagði að svo væri.“ ,,Þessi vörður er með lausa skrúfu. Það er búið aö reka hann úr vinnunni. Vertu héma eins lengi og þér sýnist. Ef til vill geturðu fengið stað til að sofa í bæki- stöðvum Rauða krossins. Þær eru þar sem brautar- stöðin var. Ef heppnin er með þér.“ Gráber var að leita að. dyrunum. Á einum stað var búið að hreinsa steinbrakið burt, en hvergi var op aö finna sem lá'að kjallaranum. Hann klifraði yfir rústim- ar. í þeim miðjum voni leifar af stiganum. Þrepin og stigapallurinn vom óskemmd en þau lágu tilgangslaust upp í tómið. Fyrir aftan stigann var hrúgaldið hærra. Legustóll með silkiáklæði stóð þar 1 skotinu, beinn og óskemmdur, eins og hann hefði verið settur þar af á- Það gerðist í skozku þorpi. Maður nokkur barði að dyr- um granna síns, en kona hans kom til dyra. Eftirfar- andi viðtal átti sér stað: Kalt. Já. Iátur út fyrir rigningu. Já. Er Jón við? Já, hann er við. Get ég fengið að tala við hann? Nei. En ég kom til að finna hann. Ekki hægt — hann er dáinn. Dáinn? Já. Skyndilega ? Já. Mjög skyndilega? Já, mjög skyndilega. Sagði hann nokkuð um kart- öflupokann, sem ég átti hjá honum, áður en hann dó? =SS5= Hafið þér nokkumtíma lent í jámbrautarslysi ? Já, einu sinni. Það var í jarð- göngum, og ég kyssti móður- ina í staðinn fyrir dótturina. 06 dmilkþáliu a* Hentugur teipubúningur Hér er mynd af góðri prjóna- peysu handa lítilli telpu. Peys- an á myndinni er frönsk en hún er alveg jafnhentug handa íslenzkri smátelpu. Peysan er eiginlega millistig milli peysu og golftreyju. Hún er hneppt það langt niður að framan að auðvelt er að smeygja henni yfir höfuðið, hún er ekki hneppt Auðsaumuð blússa Það er svo auðvelt að sauma þessa blússu að byrjendur í I listinni geta hæglega spreytt sig á henni. Hún er hvorki með kraga né hornum sem eru erfið viðureignar og hnappa- götin þurfa ekki að valda nein- um vandræðum. Blússunni er lokað að framan með gylltum krækjum sem auðvelt er að sauma á. Blússan er há í háls- inn og opið má gjarnan vera dálítið þröngt. Bezt er að sauma hana úr efni sem ekki er alltof mjúkt. alveg niðurúr. Þetta er hentugt snið handa telpum, því að þeim hættir við að hneppa frá sér göllunum eða gleyma að hneppa þeim að sér. Það skipt- ir ekki eins miklu máli þótt gleymist að hneppa þessari peysu að sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.