Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Starfsemi Rithöfundafé- iags Ungverjalands bönnuð Sjú Eniæ heitic stjórn Kadars stuðningi Kína Ungverska stjórnin gaf út tilskipun í gær, þar sem Rithöfundafélagi Ungverjalands er bannað að hafa nokkra starfsemi með höndum þangað til öðruvísi verð- ur ákveðið. í greinargerð fyrir tilskipun- inni, sem lesin vai í útvarpið í Búdapest, segir að starfsemi rit- höfundafélagsins sé bönnuð vegna þess að það hafi gerzt bert að fjandskap við ríkið. Rit- höfundafélagið samþykkti ný- lega ályktun, þar sem vítt var íhlutun sovéthers í Ungverja- landi. Tilkynnt hefur verið að rík- isstjómin muni skipa embættis- mann til þess að hafa íneð hönd- um stéttarleg verkefni rithöf- undafélagsins. Skýrt var frá því í Búdapest í gær, að kennsia í ungverskum háskólum gæti ekki hafizt fyrr en í febrúarlok í fyrsta lagi sök- lim eldsneytisskorts. Áður hafði verið boðað, að kennsla yrði hafin á ný í næstu viku. '' Ungversk yfifvöld hafa vísað þrem erlendum fréttamönnum úr landi. f . Ábyrgð á uppreisiiiiini f gær var birt í Búdapest til- kynning um viðræður Kadars forsætisráðherra og Sjú Enlæ, forsætis- og utanríkisráðherra Kina. Segir þar. að ábyrgð á uppreisninni í Ungverjalandi beri héimsvaldasinnar og aftur- haldsöfl, sem hafi notfært sér óánægju verkamanna og æsku- lýðs. Ungversku ríkisstjóminni °S þjoðinni hafi með aðstoð sov- éthersins tekizt að hindra að uppreisnin heppnaðist og þar með komið í veg fyrir að í Ung- verjajandi kviknaði nýtt styrj- aldarbál í Evrópu. Sjú lýsir yfir, að Kínastjórn muni veita stjórn Ungverjalands þann stuðning sem hún megi í viðleitni hennar Bjóða Jemeit viðræðufund Brezki landstjórinn í Aden á Arabíuskaga hefur fyrir hönd 18 soldána, emíra og sjeika, sem standa undir vernd Breta, boðið stjórn arabaríkis- kis Jemen til viðræðufundar «m landamæraþrætuna, sem er andirrót árekstra á landamær- ttm Jemen og Aden. ----———-----————— Kona vann fhnm úlfa Úlfahópur réðst nýlega á konu, sem var að smala fé ríðandi í Sovétríkjunum, seg- ir fréttaritari Reuters í Moskva. Villidýrunum tókst að rífa konuna af hestbaki og særa hana, en þrátt fyrir það megnaði hún að skjóta tvo úlfa og rota þann þriðja með byssuskeftinu. Lögðu þá hinir á flótta, en konan komst aftur á bak hesti sín- um, veitti þeim eftirför og skaut tvo í viðbót á flóttan- um. i................. til að koma atvinnuvegunum á réttan kjöl og tryggja lög og reglu í landinu. Fiuulur i Kreml Sjú Enlæ kom í gær til Moskva frá Búdapest. Hann og Búlganín, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, ávörpuðu 3000 manna fund í Kreml. Búlganín lét í ljós ánægju sovétstjómar- innar yfir að Kínastjórn liti sömu augum og hún á atburðina í Ungverjalandi. Hann kvað það hneyksli að Kina skyldi enn haldið utan SÞ og ítrekaði til- lögur sovétstjórnarinnar nra af- vopnun. Sjú sagði í sinni ræðu, að heimsvaldasinnar undir forustu Bandaríkjanna gerðu allt' sem í þeirra valdi stæði íil að hindra sigur sósíalismans Hefðu heims- valdasinnarnir mátt ráða hefði alls ekkert dregið úi viðsjám í heiminum síðustu árin, það sem áunnizt hefði í friðarátt vaeri sósíalistísku ríkjunum að þakka. Sjú þakkað Sovétríkjunum að- stoð sem þau hefðu veitt Kína og kvað Kínverja myndu halda áfram að læra af þeim. í gær komu 15 þingmenn frá Kína í heimsókn til Júgóslavíu í boði Júgóslavíuþings. Munu þeír dvelja hálfan mánuð í landinu. VUl rehu floteksöldung H. C. Hansen, forsætisráð- herra Danmerkur og foringi sósíaldemókrata, hefur krafizt þess að Peder Hedebol, 83 ára gamall flokkshróðir hans og fyrrverandi borgarstjóri í Kaup mannahöfn, verði gerður flokks- rækur fyrir að gagnrýna flokksforustuna. Áður hafði Hansen skorað á Hedebol að segja sig úr flokknum. Sijóm Indénesíu endurskipulögð Sukamo, forseti Indónesíu, skýrði frá þvi í gær að hann hefði ákveðið að stofna nefnd undir forsæti sínu til að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um lausn vandamálanna sem að ríkinu steðjuðu, einkum upp- reisn herforingja á Súmatra. Kvaðst Sukamo hljóta að láta í ljós vanþóknun sína á framferði uppreisnarmanna, enda þótt krafan um sjálf- stjóm ríkishlutanna í sérmál- um væri skiljanleg og óánægja yfir ýmsu sem miður hefði far- ið réttmæt. Tvö blöð í Jakarta héldu því fram í gær, að Kommúnista- flokkur Indónesíu myndi taka sæti í ríkisstjórninni í stað múhameðstrúarmannaflokksi'ns Masjumi sem yfirgaf hana fyr- ir nokkra. 1-------------------— Rannsókn ó olíuokrinu Hubert Humphrey, einn af öldungardeildarmönnum de-1 mókrata á Bandaríkjaþingi, J hefur krafizt þess að rann-1 sókn verði gerð á hækkun- um olíufélaganna á hráolíu og olíuafurðum. Humphrey kallar verð- hækkanirnar „helbert gróða- brall“ og telur Brownell dómsmálaráðherra skylt að láta málið til sín taka. Hækkanirnar mælast ekki aðeins illa fyrir í Vestur- Evrópu heldur einnig meðal olíunotenda í Bandaríkjun- um. —— -------—.—---„J Njósnadómar í Tékkóslóvakíu Tékkneska fréttastofan skýrði frá því í gær að tveir menn hefðu verið dæmdir til dauða í Tékkóslóvakíu fyrir njósnir í þágu Bretlands, en aðrir tveir hefðu hlotið 10 og 15 ára fangelsi. Eliot kvœnist Á klettinum Húasan, sem rís pverhníptur upp frá Ming-ánni, eru mörg klettamálverkanna. Tuttugu alda lista\rerk á klettaveggjum í Kína Kínverskir fræðimenn hafa fundið voldug klettamál- verk, sem þeir telja um 2000 ára gömul. Nóbelsverðlaunaskáldið T. S. Eliot gekk að eiga einkaritara sinn klukkan kortér yfir sex á fimmtudagsmorguninn í síðustu viku í kirkju í London. Hjóna- vigslan fór fram í kyrrþey, for- eldrar brúðarinnar voru einu gestirnir. Skáldið, sem er fætt 1 Bandaríkjunum en brezkur ríkisborgari, er 68 ára gamalt, en brúðurin er „um þrítugt“ og heitir Valerie Fletcher. Eliot er ekkjumaður. ,,Ég hef aldrei fyrr þurft að gefa saman hjón svona árla dags“, var það eina sem séra Charles Wright vildi segja blaðamönnum um hjóna- vígsluna. Listaverkin fundust í hér- aðinu Sjúang í fylkinu Kvang- sí. Þar býr þjóðflokkur sem nefnist sjúang, og var gerður út leiðangur málfræðinga og fornminjafræðinga til að skrá- setja og rannsaka mál hans og þjóðtrú. Leiðangursmönnum á óvart fundu þeir fjölda gamalla mál- verka á klettaveggjum í gljúfri Mingárinnar. Þarna hafa verið taldar á annað þúsund myndir á tuttugu kíló- metra löngum kafla. Allar myndirnar em málaðar með skæmm, rauðum lit. Fræðimenn em nú önnum Kynæði mestcr hætta sem ógnar þjóðinni segir bandarískur prófessor Kynæði, sem er jafn illkynjað og krabbamein og grefur meira undan þjóölífinu en kommúnismi, er óðum að ná tökum á bandarísku þjóðinni, segir bandarískur prófessor. Pitirim Sorokin, sem er próf- essor í félagsfræði við Har- vard-háskóla, gerir grein fyrir þessari skoðun í nýútkominni bók. Nefnist bókin Byltingin í bandarískum kynferðismálum. Hrörnunarmerki í Bandaríkjunum stefnir óð- fluga að stjórnleysi í kynferð- ismálum, en samskonar þróun hefur verið undanfari hmns fyrri þjóðmenninga, þar á með- al bæði hinnar grísku og róm- versku, segir prófessorinn í bók sinni. Sannkölluð kynferðis- málaflóðbylgja hefur hrifið okkur með sér og brýzt nú inn í sérhverja grein bandarískra menningarmála og sérhvern kima félagslífsins. Nekt hvert sem litið er Til þess að sanna mál mitt, heldur prófessor Sorokin áfram, nægir að benda á sífjölgandi hjónaskilnaði, kynferðisglæpina sem magnast jafnt og þétt, áherzluna sem lögð er á kyn- ferðismálin í útvarps- og sjón- varpsdagskrám, í leikritum, kvikmyndum, dægurlögum, mál- aralist, skáldskap og auglýs- ingastarfsemi. Hvert sem litið er blasa við manni exhibisjón- isk hálfnekt eða ögrandi nekt. í útbreiðslustarfsemi og aug- lýsingum nú á tímum er kyn- ferðislegt aðdráttarafl notað eins og ómissandi krydd. Þjóð- menning okkar hefur kynferðis- málin svo á heilanum að ekki er ofmælt að þau gagnsýri allt bandarískt þjóðlíf. Þetta er orð- ið alvarlegt vandamál i stjórn- málalífi nútímans. Ein af ó- hugnanlegum afleiðingum þess er að kynferðismútur og kyn- ferðiskúgun eru orðin jafn al- geng og fémútur og fjárkúgun, segir prófessor Sorokin enn- fremur. kafnir að gera eftirmyndir af klettamálverkum og athuga, hvemig hægt er að varna því að tímans tönn vinni á þeim meira en orðið er. Professor Jong Sjongsji frá Peking, sem stjórnar rann- sóknunum, telur að myndirn- ar eigi að sýna herferðir sjúng-þjóðarinnar gegn öðrum þjóðflokkum. Eftirmynd af einu kletta- málverkinu, sem talið er að eigi að sýna her sjúng- pjóðarinnar leggja til or- ustu einhverntíma í fyrndinni. Herskylda sfytt hjá fPéfwerpm Herskylda verður stytt í Pól- landi á næstunni, segir Marian Spychalski landvarnaráðherra i viðtali við biaðið Tribuna Luda. Verður herþjónustutimi í land- hernum 18 mánuðir en tvö Sr í flugher og flota. Nú er her- skylda i landhernum tvö ár err þrjú í flugher og flota

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.