Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. janúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — fe r ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI;/- FRÍMANN HELGASON Knattspyrnan í Englandi Það virðist sem ensk knatt- ■spyma sé stöðugt að opna aug- un fyrir þeim ungu, og það má segja að það séu fleiri og fleiri félög sem reyni þá í vaxandi mæii. Um síðustu helgi vöktu margir ungir menn á sér at- hygli með góðum leik. í liði Burnley keppti þá í fyrsta sinn '17 ára piltur, lan Lawson að Xiafni. Aðeins 20 ára gamall maðnr, Joe Bonsor að nafni, hafði forustuna í liði Wolver- hampton í leik félagsins við Swansea. í liði Huddersfield kepptu tveir ungir menn, 16 og 17 ára, Lów og Mchale, og sama saga er sögð úr fleiri félögitm. Það vekur mikla athygli hve marksæknir leikmenn Totten- ham eru. í hinum 24 leikjum í deiJdakeppninni hafa þeir sett 17 mörk og er það 10 mörkum meira en Manch Un. sem er efst. Það er almenn skoðun í Englandi að Tottenham sýni bezta sóknarleikinn í fyrstu deild. Margir álíta einnig að markagræðgi Tottenham verði bezta vopn þeirra til þess að koma í veg fyrir að Manchester Un. nái því marki sínu í ár að vinna tvöfalt, þ.e. deildakeppn- ína og bikarkeppnina. Fyrirliði Tottenham, Tony Marehi, aðeins 24 ára gamall óskar sér mest af öllu að lið hans vinni bikarkeppnina, en úrsliiin í henni verða snemma S maí. Eíns og er mun það þó vera Manehester Un. sem talið er hafa mesta sigurmöguleika í bikarkeppninni, I getraunum standa ágizkanir fyrir M. U. J5:l. fyrir Wolverhamton 9:1, 'Arsenal, Birmingham og Tott- énham 100:9, Burnley 100:7 og Preston og West Bromw. 100:6. Ödvrt happlið Bo'iton, sem er eftir 25 leiki í 9. sæti, hefur ekki þurft að íkaupa menn sína dýru verði, sem þó er algengt í atvinnu- mannafélögum. Hvorki meira né minna en 9 leikmanna þeirra sem eru í aðalliðinu hefur framkvæmdastjóri félagsins „fundlið" og æft upp. Þetta er talið nærri einstakt í enskri knattspyrnu, í fyrstu deild. Bartkel agaður Sigurvegarinn á ÓL í Ilels- ingfofs 1952 í 1500 m hlaupi, Josef Barthel, var meðal þátt- takenda á ÓL í Melbourne; keppti þar í 1500 m hlaupi og fél! strax úr í fyrstu undanrás, Áður en hann fór til Mel- bourne gagnrýndi hann mjög frjálsíþróttasambandið í Lúx- emborg fyrir það að veita hon- um ekki fjárhagslegan og sið- ferðilegan stuðning Þegar Barthei kom heim var mál hans tekið upp af stjórn sambandsins, sem tók þessa gagnrýni óstinnt upp og útilok- iaði hann í 6 mánuði frá keppni. Hinir tveir leikmanna Bolton eru frá litlum nágrannafélög- um. Bolton hefur sem sé ekki þurft að borga eitt penny fyrir lið sitt. Félagið hefur 29 menn til umráða og hefur greitt fyrir einn mann í þeim hópi. Hann kostaði 1000 pund og er hann varamarkmaður liðsins. Núver- andi markmaður liðsins, Eddie Hopkinson, kom í liðið með ævintýralegum hætti, ef svo mætti segja. Hann fékk tæki- færi til að leika til reynslu þar sem allir þrír markmenn liðs- irts höfðu meiðzt snemma á keppnistímabilinu. Hopkinson lék svo vel í þessum reynslu- leik að hann fór beint inní aðalliðið, og hefur verið þar síðan. Hann er aðeins 20 ára. Elzti maður liðsins er Nat Lofthouse sem er 31 árs og hefur leikið 4 sinnum í enska landsliðinu. Hann er stöðugt einn bezti skotmaður, sem til er í enskum liðum. Enska frjálsíþróttasambandið hefur 'eitað eftir því við Sovét- ríkin að tekin verði aftur upp samvinna milli landanna og að komið verði á landskeppni á næsta sumri, en sl sumar var sem frægt er orðið hætt við keppnina eftir að sovétfólkið var komið til Englands en fór heim aftur í mótmælaskyni er Nina Pomonareva var sökuð uirt hattaþjófnað sællar minningar. Kínverjar hafa náð gélum árangri í sundi í fréttum sem borizt hafa frá Kína segir frá því að Kín- verjar hafi þegar eignazt góða sundmenn. Fyrir stuttu náðu þrír sundmenn árangri sem er á heimsmælikvarða Á móti sem haldið var í Shanghai synti Mu Suan-Sun 200 m bringusund á 2.33.1 sem er næstbezti tími í heimi eða næstur á eftir Furukawa frá Japan (2,31,0)1 Tsi Le-Jún synti á 2.36.4 og Sui Tschi-Sian synti á 2.37.0. Sigurvegari í langstökki kvenna á olympíuleikunum ' Melbourne varð pólska stúlkan Dunska- Krzesinska. Hún stökk 6.35 m. Sagt er að Rússamir hafi á- huga fyrir því að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði á liðnu hausti, og eru líkur taldar til að af landskeppni verði. Hollenzkum sund- konum boðið til Astralíu Sem kunnugt er hættu Hol- lendingar við þátttöku í ÓL í Melbourne rétt áður en þeir áttu að hefjast og voru sumir keppendumir komnir austur. Rétt um það leyti sem leikarnir stóðu yfir settu hollenzkar sund- konur heimsmet í sundi og þótti þeim súrt í broti að verða að halda sig heima. ^Ástralskar sundkonur tóku flest verðlaun- in í sundi í fjarveru þeirra hollenzku. Nú hefur sundsam- band 4stralíu boðið þrem hol- lenzkum sundkonum til þátt- töku í sundmeistaramóti Ástral- íu sem fram fer seint á árinu. Talið pr fullvíst að þessu boði muni verða tekið Auglýsin Athygli söluskattskyldra aðilja í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt og framleiðslusjóðsgjald fyrir 4. ársfjórðung 1956 rann út 15. þ.m. Fyrir þann tíma bar gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðungitm til tollstjóraskrifstof- unnar og afhenda henni afrit af framtali, Reykjavík, 17. jan. 1957. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK TOHLSTJÓRINN í REYKJAVÍK Keppa England og Sovétríkin í frjáls- um íþréttum næsta sumar? Elzta menningarríkið Framhald af 7. síðu aði um hin sjö furðuverk heimsins, en meðal þeirra taldi hann pýramídana,' segir frá því, að þessir furðulegu steinvarðar hafi verið klæddir fægðum og lituðum steinplöt- um. Á þrettándu öld voru þær enn óhreyfðar, og’ sá þær þá. arabiskur rithöfunrtur, sem fullyrðir, að þær hafi verið aiskrifaðar myndleíri og mundi það hafa tekið yfir 10.000 síður í bók LTm stærð- fræðiþekkingu Egypta hefur margt verið ritað. en sumt er enn óljóst í þeim fræðum. Heródót segir að 10OD00 manns hafi verið gert að skyldu að vinna við pýramíd- ana í þrjá mánuði ár hvert. Það er álitið að á þessum þremur miánuðum hafi ekki verið neitt annað hægt að gera vegna flóðanna. Þá hafa fellah- arnir verið atvinnulausir og vinnan við pýramídana verið þeim atvinnubótavinna, feng- in þeim svo að þeir féllu ekki úr sulti. *---- STÓRVELDIÐ EGYPTALAND Miðríkið stóð frá valdatöku hinnar sjöundu konungsættar til valdatöku hinnar þrettándu, eða frá 2100 f.Kr. til hér um bil 1780 f.Kr. Þá tók við Hyksosættin. Nýja ríkið stóð frá hér um bil 1600 f.Kr. til 700 f.Kr. Á þessum öldum varð Egyptaland stórveldi Siðan komu ýmsar konungsættir og árið 332 f.Kr. kom Alexander mikli og Ptolemeusartímabilið rann upp. Það er gott að glöggva sig á því hve löng saga Egypta- lands er orðin með því að bera saman við hana tíma- lengdina frá dögum Sókrates- ar til Halldórs Kiljans, frá Persastríðinu til árása Breta og Frakka á Egyptaland! Þá sést hvílikan óratíma saga þess tekur yfir. Með stofnun Alexandríu hófst vald Egypta á höfunum. Vitinn á eynni Pharos, sem var 120 m á hæð, var kallaður eitt af sjö furðuverkum heims- ins. Bókasafnið í Alexandríu, sem hafði inni að halda meira en eina milljón bóka, var frægt um víða veröld. Muscion var menningarmiðstöð í fom- öld. Og eftir að Rómverjar unnu Egyptaland óx vald Al- exandríu, og hún varð mikil verzlunarborg og sigldu þang- að kaupmenn bæði austan að og vestan til að ferma og af- ferma skip sín. Á fyrstu öldum rómverska keisaratímans var Egyptaland fyrirmynd nálægum löndum í öllum háttum, byggingameist- arar höfðu egypzk hús að fyr- irmjmd, garðar, dúkar, mál- verk, mósaík, svingsar, stein- varðar, allt var þetta gert eft- ir egypzkri fyrirmynd, og frá Egyptalandi komu galdramenn og s:jörnuspekingar til að kenna fræði sín öðrum þjóð- um. Trúin á ísis breiddist út um allt Rómaveldi, allt til Bretlandseyja. Saga kristin- dómsins er einnig nátengd Eg- yptalandi því það var Órígenes frá Alexandríu, sem gaf krist- inni trú fast form. og þar var það sem Antoníus stofnaði hina fyrstu kristnu munka- reglu, en tonsúran er einmitt tekin eftir prestum Isisar. Eftir að Byzanz hafði ríkt yfir menningu Egyptalands ura hundruð ára, hófst íslam þar til valda, en það var árið 670. Rúmum þúsund árum síðar og eftir að saga Egyptalands og menning höfðu verið móðu huldar um margar aldir, kviknaði aftur áhugi á menn- ingu þessa ævaforna ríkis. Sá áhugi kom upp við herför Napóieons, sem raunar var hernaðarleg fýiuför er upphaf merkilegra vísindalegra land- vinninga Napóleon hafði með sér hóp af ágætum vísinda- mönnum, og með stofnun Inst- itue d’Egypte hófust rannsókn- ir á sögu Egypta og stóðu þær brátt með miklum blóma, Albanskur liðsforingi, að nafni Mehmed Ali er barizt hafði .neð Napóleoni var gerð- ur að tandstjóra í Egyptalandi og gerðist hann brátt óháður tyrkneska soldáninum. Hann var viðurkenndur af Frakk- landsstjórn seni erfðakonung- ur Egyptalanda, og stofnaði hina síðustu konungsætt (hlaut þó að gjalda Tyrkjasoldáni skatt). Eftirmaður hans var Said, sá er stofnaði hafnar- borgina Port Said og hið fræga minjasafn í Kaíró Þá er ísm- al var við völd, var Súezskurð- urinn vígður. Hann kallaði sig chediv eða vísikonung og hafði landið að féþúfu því til efnalegs niðurdreps á sama hátt og Farúk. Og þá er her- inn gerði uppreisn gegn sjtií hans árið 1882, hafði Breta- stjórn það að átyllu til að her- xfema landið Frá marzmánuði 1922 var Egyptaland í orði kveðnu ó- háð könungsríki (en þó i&i brezkt herlið í landinu.). ★---- TÍMI HEIMS- V ALD ASTEFN- UNNAR ER LIÐINN Margt hefur verið skrafa® og skeggrætt um hlutverk Nassers sem einræðisherra í sjálfstæðu landi, eftir að burt var rekinn hinn duglausi svall- ari Farúk, í stjórnmálablöðum hins vestræna heims. Því er ekki að neita að hann er eng- inn lýðræðismaður, en þó er enn fjær lagi að jafna hon- um við Hitler. Að valdatöku hans standa allt önnur öfl ea sá þýzki fasismi, sem hlóð und- ir Hitler. Það voru fyrst og fremst brezkir auðkýfingar, sem lj'ftu þessum geðbilaða austurriska veggfóðrara á valdastól. Fremur væri Nasser sambærilegur við Kemal Atat- j’rk. En þó er vissast að sþá engu um rás ókominna atburða í Egyptalandi. Hið eina, sem unnt er að segja með vissu, er það, að heimsvaldastefr.a Evrópu er strönduð. Hitt veit enginn, hvort auðvaldið á eft- ir að hniga að velli í blóðug- um voða, eða í friðsamlegrí samkeppni við fullkomnari þjóðfélagshætti. Úr því kann að verða skorið í náinni fram- tíð. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.