Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (U 87. dagur eins og annað fólk, horft upp í sólina án þess að detta í hug að þau ættu ef til vill aldrei eftir aö sjá hana framar. Hverju hefði það breytt ef þau hefðu vitað það? Hve mörg þeirra hefðu hagað sér eins og þau áttu aö sér síðustu stundirnar — staðið við stefnumót, lesið um holundarsár heimsins í morgunblöðunum, kvartað yfir köldu kaffi, jafnvel snyrt sig og burstað tennur á venjulegan hátt? Hve mörg þeirra, vitandi það að hin síðasta stund var runnin upp, hefðu farið í kirkju í von um formlegt veganesti inn í eilífðina og hve mörg hefðu sagt til fjandans með það allt saman — og reynt jafnvel að grípa í skyndi þaö sem þau álitu hið ra-unverulega líf? Þau myndu breytast, hugsaði Garfield. Hvert einasta þeirra myndi breytast á sinn hátt. Ýmislegt sem áður virtist mikils .virði, yrði allt í einu einskisvert — vegna þess að maður varð að horfast í augu við tortímingu áður en sjónin varðrfullkomlega skýr. Þá og fyrst þá: var hægt aö sjá hlutina í sínu rétta Ijósi. Raútt varð rautt og blátt hreinblátt. Garfield vissi þetta, vegna þess að áður fyrr, meðan hann flaug, áður en búið var að : binda hann við skrifborð, hafði hann nokkrum sinnum fengið tækifæri til að sannreyna þetta. Fyrst það breytti mér þá, þá breytir það þeim núna. Aðeins ef þau hefðu öll enga hugmynd um það sem hlyti að gerast á næstu klukkustund yröi um enga breytingu að ræða — og það var ólíklegt. Sullivan hlaut að hafa búiö þau undir nauðlendingu. Til allrar hamingju var það ekki skylda hans að búa þau undir dauðann. En síðasta orðsendingin? Ætlaði Sullivan að reyna þrátt fyrir allt? Hann gat það ekki. Ef tölurnar voru réttar þá voru líkurnar ein á móti þúsund — jafnvel enn minni. Og það var ein meginregla í öllu flugi. Það var ekki hægt að biðja tímann aö doka við meðan^ maður leitaði að felustað. Andartak sá Garfield fyrir sér benzíngeyma í vængj- um flugvélarinnar Fjórir-tveir-núlf Vökvinn sem sá vél- inni fyrir lífi væri nú að ganga til þurrðar — væri nú aðeins nokkrir þumlungar á dýpt. í huganum fylgdist hann með ferð benzínsins á leiöarenda, sá því dælt gegnum pípurnar, sem minntu svo mjög á blóðæðar. Það rann gegnum pípurnar með skelfilegum hraða, guf- aði upp og glataöist aö eilífu í sundruðum vélunum. Næstum þrjú gallón á hverri einustu mínútu. Lífs- blóðið var aö ganga til þurrðar. Hjá því var ekki hægt að komast. Þessi glæsti smíðisgripur yrði innan skamms ólöguleg hrúga af ryðguöum málmi. Það var óhugnan- legt. Hann leit á farþegalistann sem hafði verið lagður hjá honum. Flaherty, Donald .... Rice, Howard .... Rice, Lydia .... McKee, Sally .... Locota, José .... Briscoe, Frank .... Nöfnin voru honum einskis virði. En þetta var fólk, hugsaði hann, allt saman fólk sem byrjað hafði morguninn á sama hátt og annað fólk, og nú myndi það enda daginn saman 1 hóp. Og allt vegma þess að mólekúlin í málmsmíðisgrip sem átti að vera fullkominn, höfðu tekið þá ákvörðun að fara hvert sína leið. Vegna ósamlýndis mólekúlanna myndu viss böm aldrei fæðast og önnur verða vanrækt á heimilum vandalausra. Fáeinar ekkjur myndu kynnast hinu dap- urlega hungri auðs rúms og kinnar þeirra yrðu inn- fallnar af þrá eftir einhverju sem væri meira nærandi en brauð. Enn aðrar yrðu mun betur mettar en áður og fyndu með sér nýjan innri mann, rétt eins og fólkið um borð í Fjórum-tveim-núll var sennilega að uppgötva núna. Áhrif aögerða mólekúlanna náðu langt. Þau gátu hæglega sagt til sín hjá næstu kynslóð, snortið líf fólks, sem Garfield myndi aldrei þekkja. Á vissan hátt þótti honum skemmtun að því aö hugsa um mólekúlin. Þaö gerði sitt til að drepa tímann. Hann kallaði yfir boi’ðið til eftirlitsmannsins. „Hringduð þér í konu Sullivans?" „Já, hen-a. Hún er á leiðinni til flugvallarins“. „Þér hafið ekki geii. hana hrædda?“ „Nei. Ég sagöi bara að maðuiipn hennar væri á leiö- inni hingað og þér vilduð tala við hapa“. „Þá veit hún að eitthvað er öði’u visi en það á að vera“. „Sennilega. En í’ödd hennai’ vax róleg". „Hvað um hina?“ „Wheeler býr með öðrum flugmanni■ .... DuPi'ee heitir hann. Þaö var ekki svarað í símann. Og eins var þaö hjá. Wilby. Ég hringdi heim til hans og fékk ekkeii. svar, én svo datt mér í hug að hringja á bar sem ég þekki, Konan hans hafði verið þar, en hún hafði farið þaðan fyi’ir svo sem klukkutíma“. „Og flugfx'eyjan?“ „Móðir Spáldingar er veik. Hún sagöi að faöir hennar væri utanbæjar í viðskiptaerindum“. „Það væri auöveldai’a ef ég gæti talað við allt þetta fólk í einu. Það gæti hjálpaö hvoi’t öðru“. „Það er enginn vandabundinn skráður við nafn Dans Romans. Vitið þér um nokkra manneskju sem ætti að tilkynna þetta?“ „Já. En ég er hi’æddur um að þér náið ekki til henn- ar. Dan býr einn“. Garfield leit aftur á klukkuna, En hvað tíminn leið hi’att þegar maður vildi ekki að hann liði. Fjöi’utíu mínútui’ og allt yrði um garð gengið. 18 „Mér er skemmt“, sagöi Gustave Pardee. „Jafnvel þótt undarlegt líf sé talið okkar dýrmætasta eign, þá látum við aö jafnaði eins og það sé lítils vii’ði. Þaö er víst einhvers konar varúðan’áðstöfun“. Hann var að tala við Lillian konu sína og horfði á hana á annan hátt en nokkru sinni fyrr. Eftir beiðni Hobies höfðu þau fariö í björgunarvestin og nú var Gustave enn lík- ari hundi en áður meö háa gula kragann um hálsinn. Sígai’ettan gekk upp og niður í munnviki hans þegar hann talaði og það bar enn meii’a á því, hve and- stuttur hann var þegar vestið lyftist upp og niður. Ásamt hinum hafði hann oi’ðalaust hlýðnazt fyrirmæl- um Hobies og Spaldingar. Hann hafði farið úr skón- um, losaö um slifsi sitt, fest öryggisbeltiö og nú sat hann þai’na næstum eins og hjálpai’vana drengur, þótt virðuleiki hans væri óskertur. „Lillian“, hélt hann áffam, og rödd hans var laus við alla uppgerð“ .... þetta er eins og lélegur brandari. B-flokkur Happ- drættisSáns ríkis- sjóðs 75.000 krónur 126.277 40.000 krónur 77.664 15.000 krónur 124.496 10.000 krónur 78.547 100.014 137.992 5.000 krónur 49.496 51.558 60.474 145.278 148. 133 2.000 irónur 6.443 16.689 18548 50.025 66.867 68.426 72.929 82.5521 90.335 101.193 102.531 119.542 135.610 147.457 149.423. 1.000 krónur i 4.560 16.944 20.739 34.513Í 38.880 38.940 50.916 57.837, 59.302 60.932 69.807 75.360 79.749 86.451 90.133 98.448: 99.759 105.571 110.479 120.567 124.776 124.880 135.006 133.590 149.184. 500 krónur 1.643 2.289 3.631 5.428 6.861 8.575 9.265 9.696 10.308 11.479 11.565 11.815 12.078 12.520 13.285 14.773 15.785 17.929 19.483 22.663 25.313 26.289 27.612 28.004 29.075 29.212 30.570 31.556 32.151 32.324 33.417 37.662 38.368 38.968 39.137 39.899 41.920 42.964 43.037 43.920 44.813 44.903 47.923 49.158; 49.791 50.435 51.253 51.9711 54.322 56.375 57.695 57.970 58.046 59.594 60.647 61.868! 63.272 64.822 65.676 69.7821 71.070 72.978 73.244 77.681; 80.522 80.983 83.389 84.486 85.694 86.050 87.909 88.998 89.460 91.491 91.998 92.436) 92.459 94.867 96.089 98.282Í 99.209 99.718 100.926 101.515! Dregið úr viðhaldskostnaði heimilanna Það skiptir miklu máli að reyna að halda viðhaldskostn- aði heimilanna niðri og norska blaðið „Borád“ hefur gefið riokkrar leiðbeiningar um sparn- að í þessu tilliti. 1) Renningar í göngum hlífa dúknum ótrúlega mikið. 2) Þar sem mikið reynir á veggina geta plastplötur verið til góðrar varnar. 1 barnaher- berginu má teikna og mála á slíkar plötur og það er síðan þvegið af á venjulegan hátt. 3) Koma má í veg fyrir slit kringum hurðarhúna með litl- um, glærum plastplötum. 4) Gætið þess að húsgögn- in eyðileggi ekki gólfið. Setjið tappa neðan í þunga stóla og sófa. Fyrir línóleumgólf og lökkuð gólf er bezt að nota flókatappa, en plasttappa má nota á bónuð parketgólf. Málm- tappar henta aðeins þegar hús- gögnin standa á teppi. 5) Sterkar mottur hlífa gólf- unum mjög. Ekkert slítur gólf- um eins og sandur, þótt um mjög lítið magn sé að ræða. 6) Það reynir mjög á þrösk- ulda. Það þarf að verja þá vel með lakki, jafnvel klæða þá með gólfdúk. 7) Ef erfitt er að loka glugg- unum er ekki rétt að hefla af þeim undir eins. Það getur or- sakast af raka, og gluggarnir verða þá óþéttir þegar tréð þornar. Það getur valdið drag- súg og auknum hitunarkostn- aði. 8) Gæta þarf þess að góð loftræsting sé í eldhúsum. Ef gluggarnir döggvast er það merki þess að loftræstingin sé ónóg. Til að koma i veg fyrir gufumyndun þurfa lokin að falla þétt á pottana. Gufa leys- ir nefnilega upp málningu, fita og ryk sezt á veggi og húsgögn og það útheimtir miklar hrein- gerningar sem orsaka slit. Eink- um er gufan slæm fyrir glugg- ana á veturna. Gufan frýs og verður að ís og þegar hann þiðnar smátt og smátt leysist málningin _upp og tréð verður fyrir skemmdum. 102.306 102.521 102.769 106,957; 108.501 108.751 109.266 109.405; 110.885 111 365 111.497 111.595 113.933 115.231 115.521 H6.380Í 117.407 117.470 119.602 122.597: 123.217 124.526 124.886 125.055 125.843 126.352 128.021 128.304 129.266 129.980 130.880 131,667 135.344 135.549 136.201 136.806 139.517 142.287 144.868 146.234 147.446 147.563 147.706 148.585 148.678 149.924. (Birt án ábyrgðar)' TIL i uGöim leiðin Laugavegi 36 — Sinu 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum. — Póstsendum ÚtbreiSið ÞjóSviliann klÁmill IIUU tJteeHuidJ: Sameiningarflokkur alfcýðu -- SósiallstaflokJairinn. — Rltstjóran Magnús Klartan*"** DlUWwlLllllVI fiis.urSur öuðmundsson. -- ÍVéttaritatjóri: Jón Biarnason. — BlaSamenn: Asmundur Sigur- r ‘ Wnsfliwi. BJaipU Benedlktsson. Guðmundur Vigfússon. ívar H. Jónsson, Magnús Torfl ólafsson. — AugiýfilngMUóri: 4ónst«^nn JlargJdfiSfcn. — Rltstiorn. afgrelðsk, auglýsin^ar, prcntsmlöía: Skólavörðustíg 10. ~ Sími 7500 O jlhúr). ~ Askrirt&rvcrð tr. ^5 4 ináhuðl í ReykJavik og nágrenoi; kr. 22 ann»mtaBar. ~ Lausasöluverö kr. X — PrentsmlöJa PJóÖvtlJfthi h.f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.