Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. janúar 1957 BMóÐViumN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Ih;í!dsbiónar að verki virðist nú augljóst að *■ nokkrir hægri menn í Al- þýðuflokknum ætli að verða Við liðsbón atvinnurekenda og Ejálfstæðisflokksins við kosn- ingarnar í verkalýðsfélögun- km. Þarna eru að verlci gami- ir íhaldsþjónar sem hafa frá upphafi verið algjörlega and- vígir núverandi samstarfi um ríkisstjórn og beittu sér gegn því meðan fært þótti. Þessir itnenn þykjast eygja möguleika itil að skaða stjórnarsamstarf- ið og veikja hornstein þess, eamvinnuna við verkalýðs- iireyfinguna, með því að sam- fylkja með atvinnurekendum og íhaldi í verkalýðsfélögun- »im. Það er því samræmi I verkum þeirra. Helzta áhuga- *mál hægri manna Alþýðu- . flokksins ér að koma núver- Bndi ríkisstjórn frá völdum og K.fhenda íhaldinu stjórnar- taumana. Sessi opinberi fjandskapur við samstarf núverandi 1 Btjórnarflokka og flatmagandi 1 jjjónustulipurð við íhaldið í 1 forölti þess í verkalýðsfélögun- um mun ekki aðeins verða fordæmt af sósíalistum og öðrum stuðningsmönnum Al- þý’ðubandalagsins. Allir vinstri menn, hvar sem þeir standa í flokki, sjá og skilja að erfitt er að vinna þarfara verk í þágu íhaldsins og atvinnurek- enda en að aðstoða það við að cfla áhrif sín í verkalýðs- Ihreyfingunni og lama hana innnnfrá. Ekki sízt munu heið- arlegir fylgjendur Alþýðu- flokksins í verkalýðsfélögun- um draga sínar ályktanir af þessari framkomu hægri for- ingjanna. Þeir hljóta að skipa sér því eindregnar við hlið annarra stéttvísra verka- manna og vinstri manna í verkalýðsfélögunum til vernd- ar hagsmunum stéttar sinnar og vinstri samvinnunnar sem hægri menn verða opinberari að því að ganga erinda stjórn arandstöðunnar og atvinnu rekenda. Thaldið mun því fljótt reka sig á þá staðreynd að fylgispekt nokkurra hægri manna í Alþýðuflokknum færir það ekki nær því takmarki að reka fleyg í þá vinstri sam- vinnu sem tekizt hefur gegn því og hagsmunum gróða stéttar og milliliða og að lama eða eyðileggja samtök vinn- andi fólks. Heróp íhaldsins og hægri klíkunnar í Alþýðu- flokknum þarf að verða til þess að þjappa saman öllum framsæknum öflum í verka- lýðshreyfingunni, þjappa þeim saman til svo öflugrar og þróttmikillar sóknar að íhald- ið verði hrakið á eftirminni- legan flótta og fái þá ráðn- ingu sem það verðskuldar. Um það verkefni sameinast nú all ir vinstri menn í verkalýðs- félögunum og láta fámennum og yfirgefnum hópi hægri krata einum eftir að skemmta íhaldinu með aðstoð við sundr- ungarstarfið, sem hefur að megin markmiði að eyðileggja stjómarsamstarfið og fella nú- verandi rikisstjóm. Ábyrgðarlaus floldcur Sjálfstæðisflokkurinn er á- byrgðarlausasti flokkurinn á íslandi. Hann er reiðubúinn tii a-3 halda fram hvaða skoð- un sem er ef hann telur sig hagnast á því. Hann lætur sig ekki he’dur muna'um að halda fram tveimur eða fleiri and- Stæðum skoðunum i senn eftir því við hvern er talað. Aldrei hefur þó þessi eiginleiki ilokksins birzt jafn greinilega pg eftir að hann komst í hina 5,börðu“ stjórnarandstöðu á s.l. feumri. Þegar ríkisstjórnin batt allt verðlag í landinu á s.l. hausti i samráði við alþýðu- samtökin ætlaði Sjálfstæðis- flokkurinn af göflunum að ganga. Hann skoraði á laun- þega að heimta kauphækkanir. Hann skoraði á bændur að heimta hærra verð fyrir afurð- ir sinar. Og hann skoraði á kaupmenn að skipuleggja svartan markað ef þeir fengju ekki hærra vöruverð En svo þegar bráðabirgðalög stjórnar- fcinar komu til meðferðar á }>ingi, sá hann séx þapn kost vænstan að hætta vlð allan ícddaraleik og iýsa fylgi við ®ðgerðimar. Forustumennirnir höfðu rekið sig óþyrmilega á það að hið ábyrgðarlausa og ó- heila skrum vakti aðeins fýrir- litningu hjá þjóðinni. 17,n flokkurinn virðist ekkert " geta lært, Nú hefur verið tekin upp sama aðferðin og í haust. Sjálfstæðisflokkurinn kveðst vera stórhneykslaður á því að nú muni ýmsar vörur hækka í verði meira og minna. En á sama tíma er hann enn- þá hneykslaðri á því að milli- liðir skuli ekki fá að leggja á vörurnar eins og þeim sýnist á sama hátt og verið hefur að undanfömu, og hann hefur eggjað þá lögeggjan að taka upp sölubann til þess að knýja fram sem hæst verð. Hann heimtar sem sagt í einu lægra verð og hærra verð eftir því hvort hann talar við almenn- ing eða milliliði. Gallinn er að- eins sá að öll þjóðin heyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn seg- ir við milliliðina Tf^að er hægt að finna mörg *■ áróðursefni með svona vinnubrögðum og stjómarand- staðan getur orðið „hörð“. En það tekur enginn mark á gagn- rýni sem byggð er á fullkomn- íjú . -. - • Nú tim nokkurt skeið hafa blöð olíufélaganna, Morgun- blaðið og Vísir, mjög legið í hælunum á mér út af olíumál- unum. Ég hefi haft öðrum hnöppum að hneppa að und- anfömu á meðan samningar hafa staðið yfir um reksturs- grundvöll útgerðarinnar en að elta ólar við lygafréttir íhalds- blaðanna um þessi mál. Það er út af fyrir sig merki- legt mál, að nú skuli íhalds- blöðin, sem alltaf hafa staðið eins og vaiðhundar um okur- mál olíufélaganna, ásaka mig fyrir of lin tök á olíufélögun- um, einkum hvað við kemur leigu á Hamrafellinu og fyrir það að hér skuli vera hærra olíuverð en þurft hefði vegna leigu á olíuflutningaskipum. Nú koma þessi blöð og virð- ast hafa sérstakan áhuga fyr- ir lágu olíuverði, en allt fram að þessu hafa þau reynt að verja í líf og blóð hið óheyri- lega háa olíuverð sem gilt hef- ur í landinu. Sg vænti, að þeir séu ýmsir, sem muna deilur þær sem ég átti í á sl. ári einmitt við þessi blöð um verðlagningu á olíu hér og í nálægum löndum. Þá réttlættu þessi íhaldsblöð hverja verð- hækkun á olíu, sem ákveðin var, og áttu sér þá stað gífur- legar hækkanir æ ofan í æ. Hór er um vtsvitandi blekk- Ingu að ræða. Olrufélögin höfðu fulla heimild til að leigja umrætt skip til flutn- inganna og þurftu ekki að sækja um neina heimild til mín í þeim efnum. Þetta upplýsti ég á Alþingi 5. des. sl. þegar íhaldsþing- maðurinn og olíusalinn Björn Ólafsson var að dylgja þar um þessi mál. Þá rakti ég auk þ'ess við- skipti mín við olíufélögin all- rækilega varðandi þessar skipaleigur og var ekki ann- að að sjá en að íhaldsþing- maðurinn hefði heldur lítið Lúðvík Jósepsson, viðskiptamálaráðherra Olíumálin Leiga á olínskipum - leigan á Hamrafelli Fyrri hluti En nú er sem sagt tónninn annar, enda verðlag á oliu hér fast og óbreytt þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á olíu í öllum löndum í kringum okk- ur. Og nú hefur það gerzt í oliuverðlagi, sem aldrei hefur gerzt áður, að verð á oltum er ÓDÝRARA hér en í ná- grannalöndum okkar. Ætli árásarskrif íhaldsblað- anna á mig út af olíumálunum eigi ekki sína skýringu í þess- um staðreyndum, eða hver trúir því, að blöð íhaldsins veittust sérstaklega að mér, eða ríkisstjóminni fyrir olíu- málin, ef olíufélögin græddu eins vel og áður? Það er einkum tvennt, sem íhaldsblöðin hafa deilt á mig fyrir í þessum olíumálum. Hið fyrra er: að ég hafi synjað olíufélögunum um leyfi til þess að leigja tiltekið olíu- flutningaskip fyrir 120 shill- inga tonnið, og af því hafi leitt að síðar var skip leigt til þessara flutninga fyrir 220 shillinga tonnið. «> um óheilindum —■ þótt óheil- indi séu að vísu sjálfsögðustu einkenui þeirra maxma sem eiga enga stefnu nema fýsn til auðs og valda. upp úr krafsi sínu. Ég benti þá á þessi aðalat- riði málsins: Olíufélögin hafa samningslega skuldbundið sig til þess að flytja nauðsynlegar olíur til landsins. Þau ráða sjálf skipaieigum. Ég hafði enga íhlutun í þessi málefni þeirra. En vegna þess að flutnings- gjöld fóru hækkandi vildu fé- lögin tryggja sér það, að hækkandi flutningsgjöld yrðu viðurkennd í verðlaginu. Af þeim ástæðum sneru þau sér til mín og óskuðu eftir með- mælum mínum með skipaleig- unni. Nú vissu þau, að ég fór ekki með verðlagsmál og því heyrði þessi beiðni þeirra ekki sem slík undir mig. En ég, sem sjávarútvegs- og við- skiptamálaráðherra, hafði að sjálfsögðu áhuga fyrir því að nægileg olía yx-ði flutt til landsins. Af þeim ástæðum hafði ég áhrif á að skip yrðu leigð til flutninganna, þegar erfiðleikar af striðsvöldum gerðu leigu á skipurn óað- gengilega og olíufélögin höfðu sumpart eða alveg gefizt upp við að fá skip. Nokkru áður en Súez-stríðið skall á tóku flutningsgjöld að hækka, einkum á olíuskipum. Þá vildu olíufélögin fá með- mæli min til leigu á gasolíu- skipi fyrir’:150. shillinga-tonn ’ ið. Næsti farmur .áður hafðl verið fluttur fyrir 98-'shillii>ga.' Ég vildi ekki gefa meðmæli mín til þessa. Síðar vildu féíögin fá með- mæli fyrir leigu fyrir sama fanni á 129 sh. og 6 pence. Ríkisstjórnin samþykkti , þá eftir nokkra.daga að rétt væri að heimila félögunum fragt sem næmi allt að" þessari upp- hæð. En fragtin lækkaði þá'. enn næstu daga, og svo .kóm; að Hamrafellið tók þehnan. farm fyrir 100 shillinga. I þessu tilfelli vildu því olíufé- lögin leigja. skip fyrir 150 sh. tonnið sem. litlu siðar: í-eyndist hægt að fá fyrir 100 sli. Nokkrum. dögum eftjr að þetta gerðist töldu olíufélögin svo rétt að leigja- skip undir togaraolíu fyrir 120 sh.. tonn- ið, en síðasti farmur af þess konar olíu hafði verið fluttur á 83 sh. og 6 pence. Ég vildi ekki veita meðmæli mín fyrir þessari fragtahækkun, . en gerði- félögunum ljóst,- að. þessir flutningar væru á þeirra ábyrgð og þeim bæri að velja: það sem þau teldu bezt á hverjum tíma. Þau leigðu ekki þetta skip og lái ég þeim .það ekki. En eftir nokkra daga var svo Súez-stríðið skjmdilega skollið á og þá ruku að sjálf- sögðu allar fragtir upp og skip urðu nær ófáanleg. Þar kom að olíufélögin töldu að leigja yrði skip undir þennan togaraolíufarm fyrir 280 shill- inga. En. þau fengu ekki með- mæli mín til slíks. Nokkru. síðar, þegar Ijóst þótti að áhrif Súéz-stríðsins mundu verða langvarandi, samþykkti . ríkisstjórnin að rétt væri, tíl þess að tryggja að örugglega yrði næg ólía til í landinu í vetur, að leigja skip undir einn farm fyrir 220 shillinga. Jafnframt hafði rík- isstjómin tryggt sér að hægt yrði að fá nokkuð af þessari olíutegund af birgðum þeim, sem geymdar eru í Hvalfirði. Þannig hafa þessi olíuflutn- ingamál gengið fyrir sig. Hið sanna er því, eins og ég upp- lýsti á Alþingi, að olíufélcigin höfðu fulla heimild til leigu á hvaða olíuflutningaskipi, sem þau vildu. — Ég hafði enga- íhlutun í frammi við félögin. Það voi-u þau, sém leituðu til mín, þegár þau hikuðu végna hækkandi fragta, en' hefðu átt að leita heint til þeirra, sem með verðlagsmálin fara. Ég vildi ekki veita * sam- þykki mitt .fyrir hverri fragt- hækkun,' sém olíufélögin leit- uðu eftir. Ég hefi ailtaf tekið með varúð kröfum olíufélag- anna um hækkun olíuverðs, Það mun ég og gera áfram. Eigi að ásaka einhvem fyr- ir það, að flutningaskip var ekki leigt á 120 shillinga nokkrum dögum fyrir Súez- stríðið, þá eru það olíufélögiri sjálf, en mig er ekki hægt að ásaka, því ég hafði ekki flutn- ingana með höndum. : MUNIÐ ■ ■ S Kafíisöluna í Hafnar- \ stræti 16.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.