Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. janúar Nærmynd af Keópspýramídanum, en hann var reistur í einskonar atvinnuhótor- vinnu til að halda lífi í fellahunum. EQyPTALftND hið elzta af mennigarríkjum Heródót, hinn elzti og jafnfrœmt hinn bezti af ferðasöguhöfund- um, sem kallaður hefur verið .faðir sagnfrœðinn- ar“, upphafsmaður landa- frœði, landmælingafrœði og mannfræði, hefur skrif- að ágœta lýsingu á Egypta- ' landi, en þar ferðaðist hann ‘ fyrir 2400 árum. Þetta er .frásaga, sem allir ættu að ' lesa, því þessi Forngrikki sagði betur frá en nokkrum ; hefur tekizt síðan. Hann var uppi á dögum Períkles- ' ár, og hann las úr bók sinni ' upphátt fyrir Aþeninga ár- ' ið 445 f Kr í beirri gráu forneskju, er Heródót var þama á ferð, var Egyptaland ævafornt ríki og menning þess rótgróin, föst í sniðum og greypt i hið sama mót fyrir þúsundum ára. Það var íorn hámenning, sem hann hitti þar fyrir. Ef til vill var þetta það fyrsta þjóðfélag þar sem stéttaskiptingu hafði ver- ið komið á, en svo langt ér síðan, að ekki hefur tekizt að grafast fyrir um uppruna hennar, og ekki við annað að styðjast við ágizkanir Platon áleit, að þjóðfélag Egypta hefði verið í sömu skorðum í 10.000 ár. Fornleifarannsókmr sem gerð- ar voru í lok síðustu aldar, færðu á það sönnur, að menn- ingin í dalnum væri ævagöm- ul, og að komið hefði verið á föstu þjóðskipulagi áður en konungar hófust til valda, og að stéttaskipting hefði verið í þjóðfélagi þessu, og verðlags- breytingar, auðsöfnun, at- . vinnuleysi, og ekki sízt það sem merkilegast er. samvinna um ýmsar margbrotnar og vandasamar framkvæmdir. Það voru hin sérstæðu nátt- úruskilyrði í Nílardalnum, sem ollu þessari þjóðfélagsþróun. Þessi langi og mjói dalur, sem nær frá Asvan við efstu flúð- ir Nílar og niður að óshólmum hennar, er ákaflega frjósam- ur. Það er alkunna, að áin flæðir yfir þennan dal á hverju ári og situr vatnið á . landmu frá júni tii október og ber á það dökka leðju sem er ágætur áburður. Það mundi aldrei hafa tekizt nema með samhjálp og samvinnu að hag- ' nýta þennan áburð með vatns- miðiun um allt það svæði, sem ræktað er. Áin er tengiliður milli allra íbúa dalsins, sam- eiginlega hafa menn hagnýtt ■ sér allar umbætur og nýung- ar, tekið í sameiningu við fornum erfðavenjum og nýrri tízku, HIN FEITU OG MÖGRU ÁR Auk þess er landið einangr- að frá öðrum byggðum lönd- um. í vestri tekur við eyði- mörkin Sahara, í austri eyði- merkur Arabíu, í suðurátt hið veglausa land Núbía, en haí- ið í norðurátt. Landið hefur oft verið ofsetið Frjósemin er ekki jöfn frá ári til árs, stund- um koma mörg ár í röð í lík- ingu við hinar mögru kýr Faraós, stundum í líkingu við hinar feitu. Fræðimenn hafa sýnt frain á það, að hallæri og off jölgun fólksins í þess- um þrönga dal, þar sem eng- in leið var að komast burt, hafi valdið stéttaskiptingunni. „Fyrst að verðið á kominu hefur farið eftir gangverði uppskerunnar af hinu vand- ræktaða landi, — mældu í vinnustundum t. d — þá hljóta hinir betur settu að hafa grætt á hinum sem verri aðstöðu höfðu“. Þegar versnaði í ári, hlutu þeir, sem ekkert áttu, að selja vinnu sína heldur en að svelta. Egypzkí bóndinn, fellahinn, sem lifir í ánauð í þessu ofurfrjósama landi, hef- ur búið við hin sömu kjör í þúsundir ára; löngu áður en pýramídarnir voru reistir var aðstaða hans áþekk því sem nú er, og eins var á þeim tíma er Móses íeiddi þjóð sina út úr Egyptalandi til hins fyrir- heitna lands. Af þessu þröngbýli, sem um aldir hefur þjakað íbúana í dalnum, leiddi snemma ýms- ar umbætur í búnaðarháttum. Engin leið var að flytja úr landi, og þessvegna varð að auka ræktunina eftii föngum með síendurbættri tækni. Það kostaði ekki litla fyrirhöfn að hagnýta auðæfin. sem áin Veitir i landið. Ef nokkur von á að vera um að vatnið nái út yfir allt ræktarlapdið, verð- ur að veita þvi i skurði og græfrur, og til þess að tak- ast megi að vökva akra þá sem efst liggja. verður að byggja stíflur og koma fyrir dælum. Samvinria og samhjálp og sameiginleg stjórn var ætíð nauðsynlegt, því að varðveita þurfti og endurnýja margbreytt kerfi af mannvirkjum. ★---- RITLISTIN OLLI STÉTTAMUN Enginn veit hvemig þessi þróun hefur farið fram upp- haflega, en hún var komin á hátt stig löngu áður en pýra- mídarnir voru reistir. Um það má 'esa í áletrunum frá þess- um tíma. Egyptaland var þá orðið menningarland, ein rík- isheild og þjóðfélagið skiptist í stéttir. Egypzka myndletrið mun hafa verið fundið upp fyrir um 6000 árum. Enginn veit eftir hvaða ieiðum myndir breyttust í orð og hugtök, en þó er ekki alit ókunnugt um 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 það. Öll tákniri hafa upphaf- lega verið myndir Skriftin gerði , orðið ævarandi, lögin varanleg, hún var minninu stuðningur. Hún var ríkis- rekstrinum hjarta og sái, yfir- stéttinni styrkur til valda. Nú er öllum þjóðum stjórnað með skriffinnsku. Ln í Egyptalandi, þar sem menn lærðu fyrst að skrifa, kom fyrst ‘fram. yfir- stétt. Og skriftarkunnáttan varð upphaf stéttaskiptingarinnar. Egypzka letrið var svo tor- lært, að almenningi var. ekki kleift að komast niður í því, þessvegna varð það einkaeign yfirstéttarinnar. ,,Sjá, engin er sú stétt, að ekki sé henni stjórnað**, seg- ir hinn egypzki spekingur Duant við son sinri Pepi. „En yfir skrifaranum ræð- ur enginn. Hann er iaus. undan oki stritsins, undan þreytunni, en hinn. sem ó- skrifandi er. er rekinn á- frarn eins og asninn undir þungum böggum. Og það er skrifarinn, sem rekur hann áfram“. Skrifarar Egyptalands voru yfirstétt landsins eins og mandarínamir í Kína. Þeir voru embættismenn landsins og höfðu á hendi hinn marg- brotna ríkisrekstur. í forn- egypzku kvæði er talað um iðnaðarmennina með óvirð- ingu, hina ,,daunillu“ skósmi.ði og sútara. Það var mikill stéttarmunur á skrifandl manni og óskrifandi. Hver maður sem lærði að skrifa, var þegar kominn i hina ráð- andi stétt, hverrar ættar sem hann annars var. Fornfræði Egyptalands er ný vísindagrein Það var ekki fyrr en Napóleon fór herferðina þangað, að byrjað vai að rann- saka menningu þessa furðu- lega ríkis. Sá sem fann lykil- inn að myndletrinu, hét Champollion. Hann réð letrið á hinum svokallaða Rósettu- steini. Síðan hefur verið unn- ið að ótal uppgröftum og svo ævintýraleg mergð af gripum komið upp. að það mun taka fræðimenn margar aldir að rannsaka það til hlítar. Það er álitið að egypzk menning hafi staðið í 8000 ár fyrir upphaf tímatals vors, eða í 10.000 ár alls. Enginn veit hvenær þar var fyrst stofnað ríki. Lengi voru þau tvö, Suð- urríkið og Norðurríkið. Um 3400 f.Kr. voru ríki þessi sam- einuð, það gerði Menes kon- ungur. Gröf hans í Efra-Eg- yptalandi hefur varðveitzt og meðal Egyptalandskonunga hefur hann nafngiftina „sam- einandi tveggja landa“. ★----- FÆGÐÚ PÝRA- MÍDARNIR Tímabilið frá sameiningunni til sjöttu aldar f.Kr., um þús- und ár, er kallað gamla ríkið. Á þvi tímabili voru pýramíd- arnir reistir, hinir fyrstu á dögum hinnar þriðju konungs- ættar, sem Zosu konungur stofnaði, en forsætisráðherra hans og byggingameistari hét Imhotep, og er hann frægur í sögu Egypta sem spekingur, læknir og verndari skrifar- anna. Grikkinn Philo sem skrif- Framhald á 9. síðu. /!íii:í5giSHKr<i!iíSsniMr„'ikiíTf'i«lRm£rrrri#ti?,^si”TsS^iiá í^TfíWi’.-/iiífí*áí;i;!5(?,;s<sié-“:vf4®T(iiiS-íiraiTaíM5tí;rii4:;SiTriT í/t.^0é!j;fíír5Lo’XT;!i;!í)Sré31-^írJLTgf»;t;m/í(DTS«,,,^;|:T}Hiéf!S sí£í :ríifTmriiis4ií.í sr.hhTibfi=iíí*+Sc«í ®i;ss;,hLWjí} aai: Kmfre£.iíi Rosette-steinninn, sem varð lykillinn aJð egypzka myndletrínu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.