Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. janúar 1958 (IIÓÐVIUINH Ótgefandl: Bamelnlngarfloklcur alþíBu — Séslallstaflokkurtnn. - Bitstjórar Mattnús KJartansson (áb.), BigurSur QuSmundsson. — Préttarltstjó.rt: Jón BJarnason — BlaSamenn: ÁsmuncJur Blgurjónsson, QuSmundur Viefússon, ÍTftr H. Jónsson, Magnús Torfl ölafsson. Sigurjón Jóhannsson. — AugJýs- lngastjórí: QuSgelr Magnússon. — Bitstjóm, afgrelSsla, auglýsingar, prent- sxniúja: Skoiavórðustlg lð. — Síml: 17-500 (5 linur). — ÁskrlftarverS kr. 25 á aatn i Beykjavík oe nágrennl; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- l.BO. PrentsmlSja ÞJóBvUjans. -----------------------------------/ Alvarleg aðvörun Björn Franzson: Forsetinn og hlutleysið ¥ Trslitin í bæjarstjórnarkosn- ^ ingunum eru einhver lær- 'dómsrikasti stjórnmálaatburður sem hér hefur orðið um langt skeið. íhaldið í Réykjavík hef- Ur unnið mesta sigur sögu sínnar, hlotið fylgi mikils meirihluta bæjarbúa og fengið 10 menn kjörna í bæjarstjórn i áf 15! Ekki þarf lengi að leita orsakanna, íhaldið gengur til baráttunnar í einni heild af Sllu því ofurkappi, sem auður og fullkomin áróðursvél fá á- orkað, en vinstri menn eru sjálfum sér ósamþykkir, og innan vébanda þeirra hafa voldugir aðilar setið á svikráð- um við alla vinstri samvinnu og unnið í þágu ihaldsins leynt og Ijóst. Enda þótt vinstri stjórn hafi verið í landinu, hefur reynzt ákaflega erfitt að tryggja raunhæfa vinstri ■stefnu, það hefur jafnvel reynzt ókleift að tryggja fram- kvæmd á ýmsum veigamestu : fyrirhejtum stjómarsáttmálans enn sem komið er. En það er ákaflega lærdómsríkt að ein- mitt þeir menn sem setið hafa á svikráðum við alla vinstri samvinnu og gengið erinda í- haldsins í verkalýðshreyfing- •unni og víðar, hægri menn Al- þýðuflokksins, uppskera nú ár- ■ -angur iðju ^innar í stórfelldu fylgishruni; óheilindi þeirra ! yerða íhaldinu einu að gagni. Kosningaúrslitin sýna að eins •og er vantar stórlega mikið á það að Alþýðuflokkurinn komi -manni á þing af eigin ramm- leik nokkursstaðar á landinu; út í svo aigerar ógöngur ieiðir stefna Guðmundar í. Guð- ínundssonar 02: Áka Jakobsson- ar. Og þeir leiðtogár Þjóð- varnarfI,okk3ins, sem ekkert vildu Etnnað en sundra og kljúfa, hafa nú einnig upp- skorið árangur iðju sinnar; og ,það er athyglisvert ihugunar- efni að bæjarfulltrúa þá sem Þjóðvörn átti áður í Vest- mannaeyjum og á Akureyri hírðir íhaldið nú einnig. Með slikum vinnubrögðum, óheil- indum og klofningi, er verið að færa íhaldinu sigurinn vitandi vits. Það er athyglisverð stað- reynd, að hefðu bæjarstjórn- arkosningavnar verið alþingis- .kosningar hefði íhaldið fengið sex nienn kjiirna í Reykjavík -og Alþýðubandalagið tvo, en Framsókn, Alþýðuflokkurinn og Þjóðvörn en.gan mann. Samt fengu þessir þrír flokk- ar nær 8.000 atkvæði samtals, sem öll hefðu fallið dauð og omerk. Er hægt að liugsa sér gleggra dæmi um afleiðingar sundrungarinnar? Við sjáum andstæðuna þar sem vinstri menn standa saman og berjast af mann- dómi gegn íhaldinu. Þannig hafa unnizt mjög ánægjuleg- 3r sigrar á Akranesi, ísafirði, Selfossi og víðar. Og á þejm stöðum þar sem fólkið sjálft þjappaði sér saman í eina heild og hafði klofningsfyrir- mæli skammsýnna leiðtoga að engu, varð jafn góð^f árangur, eins og stórsigrar vinstri manna í Kópavogi og á Nes- kaupstað sanna bezt. Fólkið í þessu landi getur sannarlega tekizt á við auðmannaflokkinn með fullum árangri ef það stendur saman. jr- A rangur Alþýðubandalagsins Á*- er góður víða úti um land, en hér í Reykjavík tapaði flokkurinn á annað þúsund at- kvæðum frá þingkosningunum 1956, þótt hann bætti nokkru við fylgi það sem Sósíal- ÍRtaflokkurinn hlaut í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Engu að síður eru þessar kosningar staðfesting á því að Alþýðu- bandalagið eru traust og örugg samtök, ótvíræður forystu- flokkur íslenzkrar alþýðu, og kosningarnar; eru samf elld stað- festing á því að, sú stefna Alþýðubandalagsjns, að treysta einingu og .samvínnu vinstri manna í éinni fylkingu, er rétt og getur ein fært árangur. Þótt tilrauni'r klofningsmanna til þesá að torvelda baráttu Al- þýðubandalagsins og níða af því fylgið hafi borið nokkurn árangur, liefur sú iðja þó fyrst og fremst komið þeim í koll sjálfuni eins og úrslitin í Reykjavík sanna bezt. ÍT'n fyrst og síðast eru þosn- ingaúrslítin mjög alvarleg aðvörun til vinstri manna. Ef við eigum að geta tekizt á við íhaldið, ef við eigurn að geta lagt auðmannaklíkuna að velli, verðum við að snúa saman bökum af fullkominni ein- lægni, hyggja hátt og starfa vel." Það verður tafarlaust að talfa fyrir það að annarleg öfl tefji og torveldi og komi í veg fyrir að ýms mikilvægustu stefnumál vinstri stjórnar séu framkvæmd. Það verður áh tafar að binda endi á þá stór- hættulegu óhæfu að flugumenn í samtökum vinstri manna greíði íhaldinu leið inn í sjálfa verklýðshreyfinguna. Það verð- ur að tryggja það að vinstri stjórn framkvæmi. raunveru- lega vinstri stefnu, stóra í sniðum. Vinstri menn þurfa að svara sigri íhaldsins í fyrradag með gagnsókn á öllum sviðum. Úrsiitin sanna að sameinaðir náum við árangri — en þau eru einnig alvarleg aðvörun um það hvað framundan er ef íhaldið á áfram að fást við sundraða andstæðinga. Ásgéiri Ásgeirssyni forseta er auðsjáanlega mjög í mun, að á hann sé litið sem hinn víðsýna, umburðarlynda og um fram allt ábyrga þjóðar- leiðtoga. Þetta lýsir og skín Út úr hverri hans ræðu, er hann flytur þjóðinni í embætt- isnafni. Um slíkt er áð sjálfsögðu ekki nema gott að segja, ef svo reynist við athugun, að stjórnmálastefna sú, sem for- setinn boðar í embættisræð- um sínum, sé í raun og veru stefna víðsýni, umburðarlynd- is og ábyrgðartilfinningar. Og sé áramótaboðskapur hans hinn síðasti athugaður í þessu tilliti, kemur að vísu í ljós, að hann er að miklum hluta góðlátlegt og tiltölulega mein- laust spjall um ýmsa heima og geima. En sveipað þessum umbúðum meira eða minna sjálfsagðra hluta er þar svo líka að finna annað, sem ekki er alveg svona meinlaust. For- setanum farast. sem sé orð á þessa leið: „Hlutleysi virðist ekki leng- ur hugsanlegt í ófríði, enda vísar reynslan til þess, og hlut- leysi á friðartímum þarf ekki að tryggja“. Það er ekki um að villast, að Ásgeir forseti er hér að svara bréfi Búlganíns forsætis- ráðherra þar sem boðin er fram trygg- ing á hlutleysi íslands, og svo mun verða á litið um öll lönd, Hann er að minnsta kosti að svara fyrir sig svo sem æðsti embættismaður þjóðarinhar, hvort sem hitt er rétt eða ekki, sem Morgunblaðið held- framt að líta sem svar meiri- hluta hinnar islenzku ríkis- stjórnar. Fyrirlitningartónninn leynir sér ekki: „ . ... hlutleysi á friðartímum þarf ekki að tryggja“. Það er þjóðhöfðingi kotríkis, sem hér er að svara friðarboðskap stórveldis, er býður að vísu fram tryggingu hlutleysis á friðartímum, svo að um öryggi megi vera að ræða, ef til ófriðar skyldi draga, — stórveldis, sem hef- ur vissulega aldrei sýnt íslandi neins konar yfirgang og aldrei annað en gott. Það er nauðsyn, — lífsnáuð- syn —, að allir íslendingar geri sér þess ljósa grein, hvað felst í þessari yfirlætislegu yfbíýs- ingu forsetans. Hann er í raun og veru að segja við þær þjóðir, er lenda kynnu í styrj- öld við Bandaríkin og Atlanz- hafsbandalagið: Gerið svo vel, ef yður sýnist svo, að varpa yðar fyrstu vítissprengjum á Reykjavík og Keflavíkurflug- völl. Það skal ekkí einu sinni þurfa að verða yður til öftr- unar eða séuð að þjóð, því að vér erum engan veginn hlutlausir og vi!jum ekki vera, heldur hluthafar i hernaðarsamtökum móti yður og höfum herstöðvar í landi voru, sem notaðar munu verða til að- herja á lönd yðar, ef til stríðs kemur. Það mun . ekki takast með neins konar rökbrellum að breiða yfir þá staðreynd, að einmitt þetta og ekkert annað felst í yfirlýsingu forsetans. Það er verið að mana á oss öflugasta herveldi heims, kalla yfir oss tundurflaugar þess og fí-y Ásgeir Ásgeirsson vetnissprengjur, ef ófriður dyndi yfir, og .veita þvi jafn- framt fyrir - fram sið- ferðisvottorð þess efnis, að það megi þá telja sig í fullúm rétti' að beina hingað vopnum sínum og vígvélum samkvæmt þeim siðalögmálum, er í gildi hljótá að-ganga, jafn- fram, án þess að sakarefní sé til, og sá, sem þej;ta dirfist að gera, hefur ..ekki. einu sinni það sér til ,,málsbóta“, að ögrunin sé framin í skjóli her- verndar, því að ekkeil, það, er Atlanzhafs- aðhafzt í styrjöld, myndi megna að bægja helsprengjunum frá þéttbýlustu héruðum og höfuð- borg landsins, væri þeim á annað borð þangað stéfnt. Þetta er herfræðileg staðreynd, sem engum mun tjá í móti að mæia. Þvi mun verða svarað, að með veru sinni í þessu hern- aðarbandalagi sé ísland að stuðla að því, að styrjöld megi verða afstýrt, þó að hitt virð- ist sönnu nær, að með þessu séum vér einmitt að gefa þeim öflum undir fótinn, er orðið gætu til þess að framkalla styrjöld. Þrátt fyrir þennan yfirlýsta tilgang með inngöngu íslands í Atlanzhafsbandalag- ið er þó glöggt, að sjálíir eru andstæðingar hlutleysisins, ef marka má þeirra eigin orð, manna vantrúaðastir á það, að með henni sé öll stríðshætta úr sögunni, því eins og kunn- ugt er boða þeir þá kenningu sem grundvöll „varnarmála- stefnu“ sinnar, að þrátt fyrir vist vora í þessum félagsskap sé stríðshætta svo brýn, að ekki rnegi láta hernámsliðið raunar bæði að ýkja stríðs- hættuna og leiða af henni á- lyktun gagnstæða réttum rök- um. En því er ver, að jafnvel þeir menn, sem sízt vilja gera meira úr þessari hættu en efni standa til, komast ekki heldur hjá því að viðurkenna tilvist hennar. Og , færi svo, gagn- stætt vonum allra góðra manna, ,að. kjarnoykustyrjöld yrði ekki afstýrt, — hvað þá? Þá myndu kjarnorkusprengj- urnar dynja á íslandi sam- kvæmt heimboði Ásgeirs for- seta og annarra þeirra stjórn- málaleiðtoga, sem hö-num eru samábyrgir, — nema því að- eins að rússneskir kommúnist- ar sýndu þá mildi og það kristilega hugarfar að launa illt með góðu og bjóða vinstri kinnina, er þeir væru slegnir á hina hægrí. Ótrúlegt verður að teljast, að þeir muni ætla sér að skáka í þvL skjólinu, hinir pólitísku leiðtogar hér- lendis, sem ekki hafa átt ann- ríkara við annað undanfarin fjörutíu ár en að básúna um ókristilega varmennsku og grimmd rússneskra kommún- ista. Þeir munu því verða að gera ráð fyrir, að kjamorku- styrjöld hefði í för meði. sér útþurrkun -allrar byggðar á Suðvesturlandi, að minnsta kosti, ef ísland heldur áfram að hafna hlutleysi og vera, að- ili hernaðarbandalags. Hugsum oss, að þéssi voða- lega ógæfa hefði gerzt, — suð- vesturhluti lartdsins væri s'am- felld rjúkandi rúst, þar Sem allt líf væri út$lokknað,: en þeir íslendingar, sem éftir lifðu, gagneitraðij- geis’averk- unum, svo að eftir-komendur þeirra, ef einhverjir yrðu, skyldu verða að „draga íram lifið á ókomnum árum .sem hryllilegir, vjanskapningar, jafnt í andlegu sem líkamlegu tilliti. Eruð þér réiðubúinn að taka á yður ábyrgðína af sliku, herra forseti, ásamt þeim Öðr- um stjórnmálaléíðtogum hér- lendis, sem hafna hugmyndinni um endurhaimt hlutleysisins með sömu léttúð og þeirrj, ...er fram kom í áramótaboðskáp yðar? Því að ef svo skyldi fara, hverju hamingja mannkynsins varni, þá eruð þér og yðar sálufélagar ábyrgir am tor- tímingu þjóðarinnar. — ábyrg- ir frammi fyrir þjóð og sögu, frammi fyrir guði' og mönn- um. Þér svarið því til, að bar- izt muni verða um ísland, jafnt þótt vér lýstum yfir hlutleysi voru, yfirgæfum hernaðarbandalagið og legðum af hinar erlendu herstöðvar í landinu. Sú síaðhæfing er ekki einasta ósönnuð, heldur og mjög ósennileg, ef litið er til nútíma stríðstækni, sem her- fræðingum kemur saman um, að sé þess eðlis, að styrjöld myndi útkljóð á tillölulega skömmum tíma með langdræg- um tundurflaugum, er fara myndu heimsálfanna á milli. En þó að hugsanlegt sé, að hlutlaust ísland yrði hernum- ið (sem varla gæti orðið af annarra völdum en Randaríkja- manna) og barizt yrði um land- ið þess vegna, þá er það þó aldrei annað ,en möguleiki meiri eða minni likinda, þar sem hitt jaðrar við fullvissú, Framhald á 10. siðu. Ráðstjórnarrikjanna, skjótt og styrjöld er skollin á. ; Þessari c ögrun ,; .;er: slöngvað Bandankin eða ur fram, að á þetta beri jafn- bandalagið gætu dómsáfeliis, að þér ráðast á hlutlaúsa hverfa úr landi, — og gera þá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.