Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. janúar 1958 ~ ÞJÓÐVILJINN — ';(ft Þýzkaland tapaði með 16:23 fyrir Svíþjóð í handlmattieik Um þessar fundir eru hand- ! knattleiksmenn okkar að æfa undir þátttöku í heimsmeistara- keppní í handknattleik, en þar koma fram sterkustu lið land- anna. Er gert ráð fýrir að þar gangi á ýmsu þegar til leik.janna kemur, ekki. sízt fýrir það, að enn eru mjög mismunandi túlk- anir á han'áknattleiksreglunum, og þar sem það rekst á má vissulega gera ráð fyrir að eitt- hvað óvænt komi fyrir. Gott dæmí um það er leikur Þjóðverja og Svía sem fór fram í Gautaborg í byrjun þessa mán- aðar. Verður nokkuð sagt frá leik þessum og umræðum sem tirðu um hann í blöðum. Þetta er ekki sett fram til þess að hræðá okkar ágætu handknatt- leiksmenn og' þá sem heima sitja og fyigjást munu með þeini úr íjarska, þegar þar að kem- nr, heidur til þess’ að þeir geti undirbúið sig' betur og það sem að höndum ber komi þeim ekki eins á óvart. Sænska íþróttablaðið segir svolítið frá leik þessum, sem er að áliti þeirra sem á horfðu ein- stæður í sinni röð í Svíþjóð. Leikurinn byrjaði með því að Þjóðverjarnir misstu knöttinn nokkuð fljótt, en hvað skeður þcgar Svíar koma til sóknar? Þá réðust Þjóðverjar hver á sinn mann, og gætti hver síns manns eins og sjáaldurs auga síns. Urðu læti mikil og ieit þetta þannig út, að áhorfendur tóku að brosa að aðförum þess- um til að byrja með. Segir blað- ið að auga dómarans hafi þegar séð að hverju leiklag Þjóðverja stefndi: að rífa niður leik Sví- anna, berja þá niður þar til þeim blæðir, halda fast og leika hart og slá eins fljótt og hægt, er. Leikaðferð þessi kom dómar- anurn. á óvárt en hann var Félagsð Sölutækni gengst fyrir námskeiði fyrir sölu- og afgreiðslufólk í smá- söluverzlunum. Hefur Sölu- tækni notið til þessa aðstoð- ar Framleiðniráðs Evrópu og Iðnaðarmálastofnunar íslands. Hans B. Nielsen norskur mað- ur, er starfar á vegum Fram- leiðniráðs Evrópu, mun veita námskeiðinu forstöðu, og er hann kominn hingað, en auk hans munu verða íslenzkir kennslukraftar. Námskeiðið hefst 1. febr. og verður í tveim flokkum, kennsla 2 kvöld í vi'ku, á mánudögum og mið- vikudcgum fyrir starfsfólk í matvöruverzlunum, en þriðju- dögum og fimmtudögum fyrir starfsfclk annarra verzlana. Þátttökugjald 1600.00 kr. og væntir Sölutækni þess að kaup- menn greiði hluta þess gjalds. Umsóknir þurfa að sendast Sölutækni, pósthólf 514, í síð- asta lagi 29. þ.m. Gísli Ein- arsson viðskiptafræðingur gef- ur einnig upplýsingar í síma 1409S. Norðmaðurinn Björn Borgen sem einnig verður dómari í fyrsta leik íslendinga í HM í Austur-Þýzkalandi. Hann var íyrst ekkj viss, hvernig hann ólti að taka þetta mál en tekur svo þá ákvörðun að fara nokk- urskonar millileið í túlkun reglnanna og hélt henni vægðar- laust til enda lciksins. Fyrir þetta hælir blaðið Borg- en, og fagnar því að hafa feng- ið svo góðan dómara frá Norð- urtöndum. Þýzku leíkmennirnir og þýzlcu blöðin voru nú ekki alveg á sömu skoðun og verður vikið að þeim ummælum seinna. Þjóðveriar byrja með því að skora mörk, því að Svíar eru ekki fyliiiega vissir um það, hvernig skuli mæta ófögnuði þessum, og um.skeið stóðu leikr ar 7:3 fyrir Þjóðverja, en í hálf- léik voru mörkin jöfn 9:9. Sænska liðið fékk þá dagskip- un í hálfleik að leika stutt og leika tveir og tveir s'aman, ann- ar færi á móti mótherjanum en hinn aftur fyrir hann og fói knöttinn þangað. .. Þetta gekk betur í síðari hálf- leik, þó ekki fyrr en á siðasta stundarfjórðungi leiksins. Sem lítið dæmi um hörkuna í leiknum af hólfu Þjóðverjanna má geta þess að í fyrri hálfleik skoruðu Svíar 9 mörk úr víta- köstum en Þjóðverjar 1. í síðari hálfleik voru þau 8:1 eða 19 mörk skoruð úr vítaköstum! Auk þess fengu Svíar 4 vítaköst sem þeir misnotuðu og skoruðu ekki úr. Þetta sænska blað held- ur því fram að eftir leikinn við Dan.i rétt áður hafi Þjóðverjar lagt nýja ,,taktik“, sem var í því fólgin að B-framlínan hafði að- eins það verkefni að ráðast á sænsku leikmennina eins og flugfiskar og lama þá. Þeir áttu að vera nokkurs konar skemmd- arsveit, enda voru þeir að því er virtist líklegri til að vera glímu- menn og æfðir útkastarar, og margir veltu þvi fyrir sér hvort menn þessir hefðu nokkurntíma komið við knöttinn allan leikinn. Dómarinn sagði eftir leikinn að hann hefði haldið að það væri komið heimsstríð, og að svona leikur ætti ekkert skylt við í- þrótt eða handknattleik. Og satt að segja hefði ég getað rekið alla Þjóðvérjana útaf vellinum, en þetta átti nú einu sinni að vera leikur, sagði Borgen. Þýzk blöð ræða leik þenhan mjög og iiefna hann ,,skandala“. „Sport-Magasin“ kennir dóm- aranum um allt saman og sama blað ásakar líka sænska dómar- ann sem dæmdi leiklnn milli Dana og Þjóðverja. Blaðið Nacht-Depesches átti viðtal við markmann Þjóð- verja, Freddy Pankonin. Ilann segir: Allt byrjaði vei, við vor- um vel fyrir kallaðir, við höfð- um 7:3, en svo komu vítaköstin sem jöfnuðu. Niðurstöður dóm- arans. voru ótrúlegaiy Ef Svíarn- ir gerðu mark var allt í lagi. en ef þeir skutu framhjá eða ég varði benti hann samstundis á vítapúnktinn. Þegar við höfðum fengið 13 mörk á þennan hátt var ég að því kominn að yfir- géfa völlinn. Taugar mínar þoldu ekki meir. Eg mun aldrei taka þátt I slíkum leik aftur. Svíarnir áttu ekki að fá fieiri en 7-—8 mörk og við áttum að fá álíka mörg. Þið hefðuð átt að sjá leikmennina þegar þeir aí- klæddu sig. Maður 1 fæ'r ekki slíkar bólgur, skrámur og mar- blétti af tilviijun. — Nokkrir blaðamenn benda á það að Svíum falli ekki sú leik- aðferð sem Þjóðverjar noti í innihandknattleik. Svo er lika hitt að Norðurlandabúaniir hafa sínar eigin reglur, og þess vegna verða Þjóðverjar að tryggja það að Skandinavar dæmi ekki í leikjum Þjóðverja og þeirra. 'Þýzka handknattleiksblaðið Handball-Woche skrifar 6 síður um leikina í Gautaborg og Kaupmannahöfn, og eru þar þessir tveir dómarar hart dæmd- ir og norrænir dómarar yfirleitt, svo og hinir hlutdrægu áhorf- endur. Á einum stað segir orð- rétt: „Margar ákvarðanir sem hinn ungi dómari tók í Kauþ- mannahöfn eru óvenjulegar í augum Mið-Evrópumanna. Skilningur Svíans á þriggja skrefa reglunni viljum við ekki ræða frekar. í samanburði við það sem dómarinn Borgen í Gautaborg sýndi okkur, getum við þess, ems og blaðamaður einn sagði um málið, að Ahron- ius (Svíinn í Kaupmannahöfn) var eins og foreldralaust barn. Dómarar á Norðurlöndum hafa oft þann skilning á því, hvað sé rétt eða rangt í vamar- leik, að við í Þýzkalandi getum ekki annað en hrist höfuðið, þrátt fyrir góðan vilja. Oft er það eins og maður í „Hinu háa Norðri“ leiki eftir allt annarri reglu en þeirri alþjóðlegu. — Blaðið kemst smátt og smátt að þeirri niðurstöðu að Þýzka- land hafi ekki aðeins leikið á móti mjög sterku sænsku liði heldur einnig á móti 4.300 villt- um áhorfendum. Ekkí aðeins móti hinum slæmu skipuieg'g- endum á stjórnarbekk'junum heldur einuig á móti — og um- fram allt — þeim mismun sem er að leika með dómara frá Norðurlöndum. Sænska þlaðið segir um þessi ummæli að lítið sé sannieikan- um samkvæmt í þessum skrif- um nema dagsetningin á leikn- um og staðurinn sem hann fór fram á, og vill enga tílraun gera til að svara, en tekur fram að á- sökunin gegn Borgen sé órétt- mæt. Það sem hann dæmdi á var: Alvarlegar órásir, arm- hindranir, barsmíðar, glímutök eða fangbrögð, flest tilkomin vegna þess að Þjóðverjarnir gerðu örvæntingarfullar baká- rásir þegar aðrar aðferðh- dugðu ekki í vonlausum tilfellum, og' tóku þá líftak, og úti á gólfinu mátti sjá líkt og hnefaleikaæf- ingar. Ilér virðist vera komið upp nokkurskonar stríð um reglurn- ar því í ritinu Handball-Woche segir að lokum: — Gerir nú þýzka handknattleikasambandið sínar ráðstafanir? Ef það gerir þýið og' ií framhlaldi af því vægðarlaust afsegir dómara frá Norðurlöndum, þá hefur að minnsta kosti þessi vandræða fimmti janúai-dagur markað tímamót til hins betra. VÖRUKYNNING Vörukynning verður í anddyri verzlunar- innar kl. 1 til 6 e. h. á morgun (miðvikudag), Kynnt verður ný tegund kjötbúðings: Kjöt- og grænmetisbúðingur Leiðarvísir um notkun hans verður aíhent- ur og íólki geíinn kostur á að bragða á honum. SÍS — Austnrstræti i Handknattleikur: nlnni loklð Austurbær sigurvegari í karla- ílokki, en Vesturbær í kvennaílokki S.l. miðvikudagskvöld fóru fram 3 síðustu leikir Hverfa- keppni Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Kvennaflokkur: Vesturbær — Úthverfi 13:9 (5:3) (8:6) Leikur þessj var fremur til- þrifalítill. Hafði Vesturbær yfir- hönd í leiknum allt frá upphafi, féll lið þeirra vel saman og náði allgóðum leik. Lið úthverfanna var hinsvegar mjög í molum, að vísu skipað sterkum einstakl- ingum en ekki að sama skapi sterkum í samleiknum. Beztar í íiði Vesturbæjar voru Helga, María og markvörðurinn. í liði úthverfa bar mest á Ólínu og Ingu Láru. Mörk Vesturbæjar skoruðu Helga 7, María 2, Ólafía 1, Bára 1, Elín 1. Mörk Úthverfa: Sigríð- ur 4, Ólína 2, Inga Lára 1. Inga M. 1, Þórunn 1. Karlaflokkuv: Úthverfi — Hlíðar 21:13 (8:5) (13:8): Fyrri hálfleikur var fremur jafn, þó var leikstaðan um tíma 8:2, en Hlíðamönnum tókst að minnka nokkuð bilið skömmu fyrir lok hálfleiksins. 1 síðari liálfleik var leikur Hlíða mun lakari, enda fór. nú úthaldsleysi að segja til sín í þeim herbúð- um. Sýndu Úthverfin mikla yf- irburði í þessum hálfleik og höfðu satt að segja öll ráð and- stæðinga sinna í hendi sér. Bezt- ir í liði Úthverfa voru Gunnar, Valur, og Þórir, en í liði Hlíða þeir Helgi, Guðmundur og' Þor- geir. Mörk úthverfa skoruðu Þórir 6, Pétur Sigurðss. 5, Valur 3, Guðmundur 3, Pétur Bjamason 2, Sig. Jónsson 2. Mörk Hlíða skoi*uðu Helgi 5, Hilmar 3, Þor- geir 3, Guðjón 1 og Stefón 1. Austurbær — Vesturbær 13:6 (3:2) (10:4): Leikur þessi var fremur hægt leikinn, sérstaklega framan af, þó voru vamir beggja liðanna sterkar og vel þéttar og hefur það án efa átt nokkurn þátt í því, hversu fá mörk voru skor- uð í þessum leik, þó að ekki skorti skytturnar hjá báðum að- ilum. Leikur Austurbæjar var þó heldur betri, en samt náðu þeir ekki örugglega yfirhöndinni í leiknum fyrr en iíða tók á semni hálfleik. Beztir í liði Austurbæjar voru Karl, Guðjón og Gunnlaugur en i liði Vesíur- bæjar Reynir, Böðvar og Karl Benediktsson. Markverðir beggja liðanna stóðu sig og með prýði. Mörk Austurbæjar skoruðu: Karl 6, Gunnlaugur 4, Kristinn 2 og Jón G. Jónss. 1, en fyrir Vesturbæ skoruðu Karl Ben. 2, Reynir 2; Ólafur 2. Þar með er þá þessari Hverfa- kepp.ni lokið. Hefur hún verið fremur daufleg, bæði leikirnir og eins aðsókn áhoríenda. Er algert vafamál, hvort æskilegt sé, að stofna til slíkrar keppni árlega. Úrslit þessarar keppni urðu þau að Vesturbær sigraði með yfirburðum í kvennaflokki, en Austurbær í karlaflokki. Sigrar þessara liða komu nokk- uð á óvart, þar sem flestir bjuggust við sigri Úthverfa i báðum flokkum. Að lokum er hér tafla er sýn- ir úrslitin í báðum flokkum: Kvennaflokkur: U Mörk St. Vesturbær 2 26:13 a Austurbær 1 17:23 2 Úthverfi 0 19:26 0 Karlaflokkur: u Mörk St. Austurbær 3 56:41 6 Úthverfi 2 59:52 4 Vesturbær 1 43:49 2 Illíðar 0 46:62 0 c. r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.