Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það voru „Glerdýrin" sem fyrst gerðu Tennessee Williams frægan, rúmlega þrítugan að qidri; síðan hafa menn hlýtt á raust hans víða um lönd, og mjög að verðleikum. Við þekkj- um að nokkru list hans: „Sumri hallar“ var sýnt í Þjóðleikhús- inu, „Strætisvagninn“ og ,,Rós- in“ eru okkur kunn af góðum kvikmyndum, „Glerdýi'in“ flutt í útvarpi fyrir mörgum árum. Williams hefur samið stórbrotn- ari og nýstárlegri verk en „Glerdýrin“, og helzt hefði ég kosið að Leikfélagið glímdi við það sem nýjast er af nálinni, „Kött á heitu blikkþaki“. En ef til vill hefur snilli hans aldrei náð hærra. — ,.Glerdýrin“ er smáger leikur og undarlega at- burðasnauður á ytra borði, en þrunginn djúpri tilfinningu, lát- laus og fagur eins og blóm í haga, enda blandinn sárum seíði minninganna. Þar lýsir skáldið eigin æsku, ömurlegu . og vonlausu striti í stórborginni St. Louis við Missisippi á árum kreppu, nazisma og stríðsótta, gráu umhverfi sem hann flúði á svipaðan hátt og sögumaður hans Tdm Wingfield; góðu heilli úrðu örlög hans önnur og betri. Tórh Wingfield er farmaður og hefur sigit um heimshöfin árum sarnan, eirðarlítill og ein- mana. Ungur gerði hann upp- reist gegn óbærilegu lífi, en hugurinn leitar stöðugt til liðinna daga; minnismyndir hans birtast á sviðinu sumar grátbroslegar, en flestar dap- Urlegar og gráar. — í litilli íbúð í hrörlegum leigu- hjalli berst miðaldra móðir hetjulegri baráttu fyrir velferð tveggja uppkominna bai'na, en eitrar líf þeirra um leið með skefjalausu ráðríki, sífelldum á- vítunþm, látlausu þvaðri og jagi; móðurást hennar er sjúk og blind. Eiginmaðurinn strauk að heinian- fýrir sextán árúm, sonui'inn er hneigður til skáld- skapar og unir ekki vinnunni í skógerðinni, dóttirin 'haldin vanmetakennd, ofurlítið fötluð, sjúklega feimin og dul og lifir í draumheimi utan við veru- leikann; táknræn eru glerdýrin sem hún safnar, viðkvæm og brothætt eins og hún sjálf. Unn- ið getur hún ekki að gagni, en móðirin ber eina veika von í brjósti — að gifta hana ungum riða megi de;la, er eitt víst: sýn- ingin hreif leikgesti, hélt huga þeirra föngnum allt til loka, og er Leikfélagi Reykjavíkur til ótvíræðs sóma. Fullyrða má að hinum fjolhæfa leikstjóra Gunnari R. Hansen hafi tekizt að fella orð, liti, ijós, tjöld og tóna í eina listræna heild, en í leikriti þessu skiptir andrúms- loftið og hugblærinn mestu Leikfélag Reykjavíkur: CJIerdfrin eftir Tennessec Williams Leikstjóri: Gunnar R. Kansen efnilegum manni. Hún fær son- inn til að bjóða heim vini sin- um og félaga og honum tekst að sigrast á feimni ungu stúlk- unnar, vekja hjá henni heil- brigða ást og lifsþrá, en verður að kveðja að vörmu spori — unnustan bíður hans. Kertin brenna niður í stjakann, síðasta tálvonin er brostin. Tennessee Williams kann glögg skil á félagsmálum og sálvísindum nútímans, en lætur sig hvorugt miklu varða, hfir og hrærist í frjálsum heirni skáldsins. Það er honum ómót- stæðileg þörf að kanna hagi fólks sem fæstir veita athygli, fólks sem fatlað er á likama eða sál, vængstýft og einmana; neyð skipbrotsmannanna lætur hann ekki í friði. Sannleiksást o^ rík samúð hinfe bei-sögla skálds hljóta að snerta áhorf- endur, ganga þeim nærri hjarta, séu verk hans flutt af skilningi og list. Þótt um túlkun einstakra at- máli, engu síður en í verkum Tsékovs. Túlkun leikenda er einföld og skýr, gædd tilfinn- ingu og hlýju, en blessunarlega laus við tilfinningasemi og væmni. Hin gagnsæju tjöld Amarnla og Tom Wingfiehl (Helga Valtýsdóttir og Gísli Hall- Magnúsar Pálssonar eru gerð af mikilli smekkvísi og bregða upp skýrri mynd fátæktar og þrengsla, sú mynd er hæfilega milduð við bjarma minning- anna. Hnitmiðuð og tíð ljós- brigði komu skemmtilega á ó- vart, ég bjóst ekki við að leik- húsið ætti svo fullkominni ljósa- tækni yfir að ráða. Þýðing Geirs Ki'istjánssonar virtist mér gott verk að langflestu leyti, og val leikenda hefur tekizt með ágætum; þeir hafa allir með nokkrum hætti auðg- ast og vaxið af glímunni við hiri vandaísömju en hugtæku viðfangsefni. Það kemur í hlut Helgu Val- týsdóttur að lýsa Amöndu Wing- field, hinni rosknu og marg- hrjáðu, drottnunargjörnu og taugasjúku móður, og er í mikið ráðizt af jafnungri leikkonu. En hún virðist sízt yngri en Amanda á að vera, og leikurinn allur áhrifamikill og raunsann- ur og jafnan sjálfum sér sam- kvæmur — sterk og óhugnan- leg mynd örvæntingar og ör- birgðar. Amanda er grátbrosleg að öðrum þræði, eni verður framar öllu ótakanleg og ó- þolandi í meðförum Helgu, húm' gerir það lýðum ljóst að eigin- maðurinn hlaut að yfirgefa hana og sonurinn fara sömu leið. Hún er grá og tekin í and- liti líkt og norn og ef til vill óþarflejr fornfáleg í klæða- burði, en Helgu tekst þó að láta skína í horfna fegurð hennar og þokka er hún fagnar gest- inum í lokin. Túlkun Helgu sameinar hlífðarlaust dórsson). uppstökkur og einlægur eins og hann á að vera; hæðni býr í orð- um hans og augum. Gísli er of sællegur útlits, en annars sann- færandi í öllii, og sýriir enn að hann er mikill skapgerðarleik- ari, sérkennilegur og styrkur í hverri raun. Ræður sínar til áheyrenda flytur hann á lát- lausan og geðfelldan hátt, en tæþast af nógu hnitmiðaðri tækni. Mest er um það vert hversu breyttur hann er og mæðurór, Tom Wingfield hefur loks sætt sig við örlög sín þrátt fyrir allt. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikur Láru, hina fullvöxnu en þroskalitlu og barnslegu stúlku af einlægni og smekkvísi, birtir skýrt sjúklega feimni hennar, kjarkleysi og lífsflótta, hún er líkust blómi sem vaxið hefur í skugga. Lára er þroskuðust persónulýsing Kristínar Önnu fram til þessa, athyglisverður áfangi á ferli kornungrar leik- konu sem jafnan hefur farið snoturlega með hlutverk sín. Leikstjórinn gerir líkamslýti Láru allt of áberandi að minu viti, en útlit leikkonunnar hæf- ir ágætlega — lagleg og veiklu- leg stúlka, fíngerð með fölva í kinnum. — Samskipti hennar og gestsins er mikill skáldskap- ur og fegurst atriði í leiknum; það er eigi sízt Jóni Sigur- björnssyni að þakka að það öðlaðist líf og lit á sviðinu. Jón er ef til vill myndarlegri maður og mennilegri en Jim á að vera, það er eltki laust við að skáld- ið skopist ofurlítið að barna" legri framgirni og yfirborðs- menntun þessa landa síns, en leikur hans er fallegur og ör- uggur í hverjum hlut. í hönd« um hans verður Jim alger and- stæða dagdrauma þeirra og tál- vona sem rikja á heimilinu, það fylgir honum hressandi ferskur gustur hins virka dagsj og prýðisvel birtist nærfærni, drengskapur og hjartahlýja hins unga manns í orðum leik- arans og allri framgöngu. Fögnuður leikgesta var mikill og innilegur, sem áður er sagt. „Glerdýrin" ættu allir að sjá sem góðum skáldskap og leiklist unna. Á.Hj. Víðtæk mennÍMarsamvinna Sovét- [janna SklptasJ á áSvarps- cg sjönvarpsáagskrám I gær var undirritaður í raunsæi yíðtæk nieimingarsamskipti og samúð, Amanda Wingfield er Bandaríkjanna. ný:t og minfdsvert ■ landnám Sendiherra Sovétríkjanna i Washington og starf.slið hans hafa undanfarna mánuði unnið að samningsgerðinni ásamt emb- ættismönnum bandaríska utan- rikisráðuneytisins. ’ Washington samningur um milli Sovétríkjanna og og fjölhæfrar leik- ILára og Jim (Krislín Anna Þórarinsdóttir og Jón Sigurbjörns- son). gáfaðrar konu. Þegar heitum skapsmunum móður og sönar lýstur saman rísa. öldurnar hæst i leiknum. Átök þessi eru lifandi og sterk á sviðinu, en Gísli Halldórsson er sonurinn og sögumaðurinn Tom, innhverfur og viðkvæmur, Til tveggja ára Samkomulag hefur meðal ann- ars tekizt um að Bandaríkin og Sovétirikin skiptist á útvarps- og sjónvarp.sdagskrám og kvik- myndum. Einnig hefur verið gerð áætl- un tvö ár fram í tímann um að fjöldi sovézks listafólks komi til Bandaríkjanna og banda- risks til Sovétríkjanna. Skipzt verður á iistsýningum og tækni- Framhald á 10. síðu. ■mff >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.