Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.01.1958, Blaðsíða 10
m 10) i. í*JÖÐVILJINN — Þriðjudagur 28. janúar 1958 ForsetlBin og lilistleysið Framhald af 6. síðu. og hefðí mátt ætla; að áb.vrg- um þjóðarleiðtogum væri ekki örðugt valið milli hernaðar- bandalags og hlutleysis, er .þannig er hlutföllum háttað, en líf þjóðarinnar í veði. Og væri þá ekki munur ■ á því, hvort vér xrðum., að þqla ó- réttinn saklausir eða mættum sjálfum oss um kenna? Myndi ekki grein á því ger fyrir þeim æðra dómstóli, sem for- setinn trúir vænlanlega á, hvort hann hefði átt megin- þátt í því sem íslenzkur valds- maður að kalla yfir þjóðina tortímingu eða gert sitt til að afstýra ógæfunni með því að beita sér fyrir því, að ■ aftur yrði horfið til þess hlutleysis, sem er hin arftekna stefna ís- lands á vettvangi utanríkis- mála? — Það verður að teljast furðuleg staðreynd um þá stjórnmálamenn, sem ráðið hafa utanríkismálastefnu vorri að undanförnu, að þeir skuli hafa talið sér fært að grund- valla hana aðallega á fjand- skap og hleypidómum í garð ákveðinnar þjóðar, sem vér höfum aldrei átt neitt sökótt við, þó að hún búi að vísu við þjóðfélagsskipulag, er ekki kemur heim við þeirra hug- myndir um réttláta þjóðfélags- hætti. Giftusamleg undirstaða getur þetta ekki talizt, og því ekki viðbúið, að utanríkismála- stefna vor sé viturleg, enda hefur þegar mikið illt af hlotizt. En út yfir tekur, ef þessir leiðtogar ætla sér að standa stöðugir í forherðing- unni og framfylgja slysastefnu sinni ú* í opinn dauðann, — út í opinn þjóðardáuðann. Fær nú öfgastefna þeirra lengur villt á sér heimildir, þó að fram sé borin undir yfirskyni hófseminnar, svo sem fram kemur á sígildan hátt í ára- mótaboðskap forsetans? Sjá menn nú ekki í gegn hræsnina og blekkinguna, — hversu víð- sýnin afhjúpast sem blindni, umburðarlyndið sem ofstæki, ábyrgðartilfinningin sem glæframennska allra háskaleg- ustu tegundar? — Sök yðar hernámsleið- toga er þegar meira en nógu þung orðin. Þér hafið rofið hlutleysi íslands, sem lýst háfði verið yfir, að skyldi vera ævarandi, og varð því ekki afnumið nema með ólögum. Þér hafið flekað landið í hern- aðarbandalag og þar með sví- virt það, sem var heiður þess og sómi meðai landa, að vera ófl'ekkað áf hermennsku og' stríðsbúnaði. Með hverjum degi þyngist sekt yðar. Og nú. þegar víst er orðið, að kjarn- orkustyrjöld, hvernig sem til hennar yrði stofnað, myndi tákna tugþúsundamorð ís- lenzkra karla, kvenna og barna, glötun allrar framtíð- arhamingju íslenzkrar þjóðar, svo fremi að hér yrðu þá her- stöðvar í landi, nema sú þjóð, gegn hverri hér er vígbúizt, sýndi meira en mannlega miskunnsemi, — nú hlýtur að verða sagt við forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og aðra ábyrgðarmenn þeirrar ut- anríkismálastefnu, - sem enn telst í gildi á landi voru: Nema þér hefjist handa þeg- ar í stað um endurheimt hins arfhelga hlutleysis íslands og lausn landsins úr svívirðingar- viðjum herbandalagshlutdeild- arinnar, þá kunnið þér að skapa yður ægilegri ábyrgð og voðalegri sök en svo, að , i 1 f i . ' fáar aldir þyngstu meinlæt- inga entust yður henni til af- plánunar. Björn Franzson. Hjón með 10 börn misstu aleigu sína Opið til kl. 11.30 Framhald af 12. síðu. þrjú herbergi af hverskyns fatn- aði og sængurfötum. í gær hafði Raúði krossinn tek- ið við peningagjöfum samtals að fjárhæð 65 þúsund kr. Síðasta stórgjöfin — 3400 kr. — var frá skipverjum á togaranum Þor- steini Ingólfssyni. Listi um peningagjafir til fólksins, sem bárust til RKÍ mun birtur síðar, en af öðrum stór- gjöfum má nefna þessar: 2000.00 kr. frá tveim stúlkum, Möggu og Hillu, 1000.00 kr. frá Lyfjabúð- inni Iðunrii. neiíaði um aðstoð Þegar fólkið hafði bjargazt úr brunanum sneri það sér til Rauða krossins og. bað um aðstoð, sér- staklegá rúmfatnað handa börn- unum. Rauði krossinh kvaðst engar birgðir hafa handbærar en vísaði á Loftvarnarnefndina og hinar miklu birgðir hennar. Hjálmar Blöndal, framkvæmda- stjóri Loftvarnanefndar neitaði hins vegar að veita nokkra að- stoð, hann kvað Loftvainanefnd ekki liafa neinar sængur, og birgðir nefndarinnar af teppum KAUPIÐ HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF F. í. QC Cfi o 5 6 c/s E Qð Cu 134KBÖNUR SK ULDABRÉF Happdrœttislán Flugfélags íslands h.f. 1957 10.000.000.00 krónur, nuk i% vaxta og vaxtavaxta frá 30. deaember 1957 til 30. dasember 1903, eöa samtals kr. 13.100.000.00 Flugfélag lalanda luf. í Reykjavík lýsir hér tecfi yfir þvi, a3 félagið akuldar handhafa þessa bréfs kr. 134.00 Eitt hundrað þrjátiu og fjórar krónur , Innifaldir í upphæðinni eru 5% vextir o;; vaxtavextir frá 30. desember 1957 ti) 30 desember 1963. Gjalddagi skuldabréfs þessa er 30. desember 1963. Verði skuldabréfinu ekki framvíaað innan 10 ára frá gjalddaga. er það ógilt. Falli happdrættisvinningur á skuldabréf þetta, skal hans vitjað innan fjógurra ára frá útdrætti, ella fellur réttur til vinnings niður. Um lán þetta gilda ákvaeði aðalakuldabréfs dags. 18. descmber 1957. Reykjavík, 18. desember 1957. FLUGFÉLAG ISLANDS ILF. S -o. y v* w *tv*xv C/D C/j n £ E 5 Þér eflið með því íslenzkar flugsamgöngur um ieið og þér mynd- ið sparifé og skapið yður möguleika íll að hreppa glæsilega vlnn- inga í happdrætiisiáni félagsins FLUGÞJÓNUSTA ÓMETANLEG „I þrengingum sem þessum er innanlands- flugið ómétanlegt. Það opnar leiðir og rýfur ein- angrun. Flugvél, sem kemur með póst og far- þega í einan.grað liérað, flytur með sér hress- andi g'iist, sem lyftir og lífgar". TlMINN — 22. 1. ’58. TZ mm og öðrum sængurfatnaði væru ekki lánaðar einstaklinguui. Hefur sóað 10 millj. af almannafé Loftvarnanefndin hefur sem kunnugt er sóað 10 milljónum króna af almannafé á undan- förnum árum. Sjálf hefur nefnd- in hirt í ltaupgreiðslur handa sér og' starfsmönnum sínum og ann- an stjornarkostnað næstum því hálfa aðra milljón. Hún hefur að eigin sögn keypt teppi og rúm- fatnað — hjá Álafossi og Haraldi Árnasyni — fyrir næstum hálfa aðra milljón króna og eru allar þær birgðír lokaðar inni í brögg- um á þremur stöðum í bænum. 1. „Hjálparstofnunin", sem kemur ekki við allslaus hjón með 10 börn! Nefndin segist hafa ejdt míllj- ónunum til.þetss að undirbúa og vinna líknarstörf og hjálpa bág- stöddu fólki, en þegar á reynir og fjölskylda með 10 ung börn á framfæri missir aleigu sína og stendur allslaus á gölunni, þver- neitar framkvæmdastjóri nefnd- arinnar að veita nokkra aðstoð og segir að sér og nefndinni komi slíkir atburðir ekki við. Meiuiiiigasam- skipti Framhald af 7. síðu. fræðingar munu fara kynnis- ferðir á báða bóga til að kynna sér það sem gert er á þeirra sérsviði i hinu landinu. Mikil á- herzla verður lögð á gagnkvæm skipti á kennurum og öðrum skólamönnum og' upplýsingum um fræðslumál. I samningnum um skipti á útvarps- og sjónvarpsefni er tek- ið fram, að texti dagskránna skuli sendur fyrirfram til yfir- lesturs. Hafi hlutaðeigandi stjórnarvöld í móttökulandinu eitthvað út á hann að setja, verður sú dagskrá felld niður úr skiptunum. Ætlazt er til að þessi skipti geti hafizt mjög bráðlega. Samnlngar um menningarsam- skipti hafa lengi verið á döfinni milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, en strönduðu framan af á því að bandarísk lög mæltu svo fyrii', að tekin skyldu fingra- för af öilum útlendingum, sem til landsins kæmu í einkaerind- um. Sovézkir ferðalangar neit- uðu að vinna það til að kornast in.n í Bandaríkin, að sæta slíkri meðferð, sem að þeirra dómi jafngilti því að þeir væru settir á bekk með afbrotamönnum. Nú hefur Bandaríkjaþing nurnið íVngiþfaraákvæðið úr innflytj- endalögunum, þegar í hlut eiga ferðamenn, sem ekki hyggja á langdvöl í landinu. Viðræðurnar í Washington hafa náð til fleiri mála ert menningarsamskipta. Segir í tilkynningu samninganefndanna, að samkomuiag hafi verið í grundvallaratriðum um að taka beri upp beinar, gagnkvæmar flugsamgöngur milii Moskva og New York, en frekari undirbún- ingsviðræðna sé þörf áður en framkvæmdir geti hafizt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.