Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. vnarz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 svíkja sainherja vora ;í mál- inu. '. Enn reynir á það og nú sem aldrei fyrr hvort hér býr siðuð þjóð eða afsiðuð. DéCar komnir um borð í liðsliutninga.skipið sem fór með landherinn heim á leið í síðustu viku. anægja að sjá á bak síðasta bandaríska hermanninum? Hvenær veitist okkur su ir slikum mannalátum eftir al.lt sem á undan er gengið? Hvenser hafa þessir karlar miðað gerðir sínar við annað en skjóta hagaaðarvon, hversu auðvirðiieg og niðurlægjandi sem hún hefur verið? Hve- nær hafa þe:r miðað við var- aniegan og aililiða hag — að rriaður nú ekki tal' um heiður — íslenzku þjóðarinnar? Hver éfast. ivm að þeir muni svíkja í sjílfu ’andhelgismál- .inu roeð einliverju hliðar- makki, -e" þelr fá t.d. aðrar 800 miiljón’r í „viðreisnina" sí.na ? Nei: :g'að!r nirn þeir raem fyrr hlýða hverri vívbendingu sinna ■vestræ'ui yfirboðara — jafnvcl getti Georgs liðþjálfa. Iiinsvegar munu þeir revnast það hárðsoðnari hinu ferfætta tignar.dýri að !áta ekki ljós- g'.ampa myndavélarinnar skelfa s'g. Það er aðal hunda, liversu, háttsettir sem eru, að þeir kunna ævinlega að skammast sín. ~k En hvað um þjóðina? Ætl- ar einnig hún að ha’.da áfram að láta smána sig, ef einhver hundsbiti er í boði. Ætl’ar e:nnig hún að halia áfram að þola svivirðingar brezkra þjófa og amerkkra hund- ingja? Hvar er þjóð eddunnar og sögunnar, hetjumóðsins og drengskaparins ? Hvar er þjóð þess Áma sem yfir ör- æfin þeysti, þess Árna sem í Kópavogi grét, þess Árna sem skynjaði stolt Islands á pergamenti? Hver er þessi þjóð sem kúrir hundspottuð í gereyðingarpunkti upplogms varnarhers og hreyfir ekki hönd né fót? Ætlar einnig hún að bugta sig fyrir voffi seppans á vellinum? ★ Það er eins og allir séu sofnaðir einu sinni enn. Það er e'ns óg allir séu búnir að gleyma einu sinni enn að jafnvel tólf sinnum tólf mílna landhelgi kemur oss að litlu gagni ef vér glötum sál vorri og sjálfsvirðingu. Það er eins og al’ir séu búnir að gleyma því einu sinni enn að barátt- an gegn erlendri hersetu á ís- landi er sjálf baráttan fyrir andlegu og siðferðislegu lífi þjóðarinnar og að einu gildir hvort útlitið í, heiminum er uggvænlegt eða friðvænlegt; sú barátta má aldrei niður falla einn einasta dag. Svo hefur litið út nú um skeið sem enginn sósíalisti sé leng- ur til á þessu landi, enginn þjóðvarnarmaður, enginn he'ð- arlegur borgari til að halda vakandi þessu máli málanna, hvað þá hefja nýja sókn og linna ekki látum fyrr en sig- ur er unninn. Ekkert heyrist utan eitt hátt og skýrt voff í amerísku hundkvikindi suður á Keflavíkurflugvelli. Brottflutningur bandariska landhersins er svo skýrt tákn þess sem verða má hvílíkur loddaraleikur allt þatta varn- arskraf er: að það er eingöngu undir duttlungum amer- ískra heimsvaldasinna komið hvort líf vort er nokkurs virði eða ekki — jafnvel þeirra sem þjóna þe:m í. tró á ,,verr.d“ þeirra. Landher- inn var fluttur burt beinlín- is í óþökk utanríkisráðherr- ans ög annarra hérlendra hernaðarsinna — eini land- soldátinn sem skil’nn var eftir þeim til bjargar var hundur sem þó var gerður liðþjálfi í flughemum af því að hann fékk ekki inni á elli- heimili hermanna í Washing- ton D.C. Og í stað þese að s:ga flughundum sínum á brezku veiðiþjófana í landhelgi vorri vinna nú ,,verndararnir“ að þvl af kappi að undh’búa nýja „hnífstungu í bak lslend'nga“ á væntanlegri landhelgisráð- stefnu i Genf — ellegar þá að brugga oss eina svívirð- una enn: múta oss til að Það hefur varðveizt í mannkynssögunni sem e:ns- dæmi um vitf’rringu harð- stjóra þegar rómverski keis- arinn Kalígúla gerði hes't að ráðgjafa. Það mun einnig varðveitast sem einsdæmi í sögu íslendinga þegar ame- rí.skur kapte:nn gerði hund að l'ðþjáifa — ,og mun þó hitt þykja enn minnisverðara ef íslendingar taka sl’kum gálskáp sem meinlausu gríni. Sé nokkur ærlegur blóð- dropi eft’r í þessari þjcð mun hún bregðast hart við þéss- ari svívirðu gagnvart lífi sínu og sæmd. Hún mun þá.svara fyrirlitningu cg hundakúnst- um ,,verndaranna“ með hæfi- legu tilliti til hins ófalsaða innræt's dýranna og segja: ; Víst skulum vér, htjrrar mínir, taka við Georg lið- þjálfa sem „heillagrip ‘ vorum t'l lofts og sjós og lands —- en. verið þá búrt með allan tvVættan her yðar þegar í stað. Víst skulum vér, hérrar mínir, fallast á að Ársop Georgsson verði gerður að ambassador yðar hér á landi — en um leið biðium vér yð- ur að kalla Thyler Thomipson he:m-héðan án tafar. Víst skulum vér, herrar mínir, sjá um hund’nn NATO og gefa honum kútmaga og hanastél meða.n hann tórir — en þá te!jum vér oss jafn- framt lausa við stríðsbanda- lagið NATO og áskiljum oss fullan eignarrétt yfir öllum bækistöðvum þess á voru landi. íslandi. Mætti þannig ljúkameðvel- farnaði þessum hinum síðari hundadögum í sögu vorri. 4~ L* Sjendnr kvenlrelsi Hún las verk Bebels, ÍMulta- thli, Justus V. Maurik ‘o.fl., einnig elskaði hún Biblíuna og Kóraninn. Hinn kunni rit- höfundur Pramudija Anant- atur sagði um Kartini; að hún væri ekki einungis baráttu- kona fyrir réttindum kvenna, heldur einnig mikill heim- spekingur, skáld og rithöf- undur. 1 Kartini lifir í minningu indonesisku kvennanna sem hetja hinnar þjóðlegu kvenna- hreyfingnr. Bi’kar til minn- ingar um hana, sem ber nafn hennar, hefur tvisvar veríð veittur meðlimum indó- nrsfekra kvennasamtaka fyrir vel nnnin störf. Nú meir en 50 árum eftir dauða Kartini lifir minning þennar og hugsjón í hjörtum indþí'esfekra kvenna. Charaoui Hodo Charaoui var egypzk og kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1919. Þá tók eg- ypzka kvennahreyfingin sjálf- krafa höndum saman við þjóð- frelsishreyfinguna. Konurnar komu út úr húsunum, þar sem þær höfðu annars alltaf haldið kyrru fyrir, og mót- mæltu hinni brezku hersetu. Og konurnar létu mikið að sér kveða, þær töluðu á fund- um ' kirkjum og bænahúsum og báru fram kröfur sínar um siálfstæði Egyptalands og réttindi kvenna. Hoda Char- aoui var foringi þessara kvenna. Hoda Charaoui tilheyrði vei stæðri f jölskyldu, sem var fastheldin á gamla siði, og þrátt fyrir það að Hoda var óvenju gáfuð fnátti hún ekki fara í menntaskóla, þeir voru algerlega lokaðir kvenfólki. Þegar hún var 13 ára að aldri giftist hún ekkjumanni, sem áttj börn sem voru eldri en hún sjálf. Hoda beitti sér fyrir því að egypzkar konur legðu niður andlitsblæjuna, og hún og vin'kona hennar, Ceza Na- baroui, voru hinar fyrstu konur í Egyptakmdi sem dirfðust að láta sjá sig blæju- lausar á almannafæri. Árið 1923 stofnaði Hoda Charaoui fyrstu egyozku kvennasamtökin. Á vegum þessara samtaka sat hún á alþjóðlegum kvennaþingum í Róm, París, Berlín og Istam- búl, og einnig tók hún þátt í þingi arabískra kvenna árið 1938. Þessi fyrstu egypzku kvennasamtök börðust fyrir jafnrétti kvenna, friði, frelsi og sjálfstæði. Árið 1924 skipulagði Hoda ásamt samstarfskonum sínum í kvennasamtö'kunum kröfu- gcngu.i samhandi við setningu löggjafarþingsins. Gengu þær til þinghússins með spjöld þar sem þær höfðu letrað kröfur s'ínar. Kröfurnar voru aðal- lega um sjálfstæði Egypta- lands og réttindi kvenna. Þær kröfðust almenns kosninga- réttar og námsréttar fyrir stúlkur, enn fremur að hjú- skaparaldur stúlkna yrði hækkaður. Áraugur af kröfum þeirra varð sá, að sama ár var opnaður menntaskóli fyr- ir stúlkur og hiúskaparaldur kvenna var hækkaður úr 12 til 13 árum ó 16 ár. Hoda Charaoui dó árið 1940. t dag. beear konurnar i ara- h’.sku löndunum berjast harðri baráttu fvrir siálfstæði þjóða sinna. þá er Hodu minnst, ekki einaöngu sem framúrskar- andi mikblav kvenréttinda- konu, heldur einnig og eklci Hoda Charaoui (t.h.) og Ceza Nabaroui taka niður andlits- blæjuna fyrstar egypzkra kvenna í júní 1923. siður sem eldheitrar baráttu- konu fyrir frelsi °g sjálf- stæði föðurlands síns. Við nafn hennar er tengd hin mikla hugsjón: Frelsi og rétt- læti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.