Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. marz 1960 V : Skráaing óhoHs Framhald af 4. síðu. Alfreð talaði um að þessar skýrslur eigi að gera árlega. Það þykir heppilegra að draga saman verkefni fyrir hinar stórvirku skýrsluvélar, og ekk- ert óeðlilegt við það að gera skrá fyrir tvii ár í einu. • Verði kippt í lag Það á ekki að þurfa að sækja um leyfi til að skoða lélegar íbúðir — það er skylda og tek- ur heilbrigðissamþykkt Reykja- víkur allan vafa af um það, sagði Alfreð Gíslason i svar- ræðu sinni. Þar eru meira að segja ákvæði um viðurlög, allt að 1000 kr. sekt — með vísi- töluálagi! Aðalatriði þessa máls er að skýrslur um lélegt og óhæft húsnæði eiga að liggja fyrir árlega. Það er skylda bæ j arst j órnarfnn ar að skoða og þá sé ekki aðeins skoðað allar íbúðir fimmta hvert ár. lélegar íbúðir áriega. Það ætti því að vera alger óþarfi að fara fram á að þetta sé gert. Og ég vona að þetta verði til þess að þessu verði nú loks kippt í lag. í bráðabirgaskýrslunni seg- ir að skoðaðar hafi verið 174 ibúðir, og tel ég víst að ekki liafi þá verið skoðaðar aðrar íbúðir en þær sem fólk bað um að væru skoðaðar. Það er ekki nægilegt. • Þarf sérstaka hörku Guðmundur J. Guðmundsson tók til máls og sagði m.a. Það er einmitt vegna þess að fólk býr um sig í alls konar húsnæði, eins og Auður borg- arstjóri komst að orði, sem til- iaga Alfreðs Gíslasonar er mjög þörf. íbáðarhúsnæðis í skýrslunni .segir að helm- ingur íbúða í herskálum hafi reynzt ..viðunandi eða góðar“. Ég held þvert á móti að engin íbúð í herskála geti talizt við-'- unandi — hvað þá góð! Þar kemur margt til. Áhrifin á börnin sem verða að búa í her- skálum eru óviðunandi. Ég veit um að í einum skóla bæjarins þarf sérstaka hörku til að koma börnunum í skólann vegna aðkasts sem þau verða fyrir í skólanum útaf því að þau búa í bragga. • Við stærum okkur oft af því að hér á landi sé meira jafn- rétti en í öðrum löndum. Ég held að braggarnir séu svart- asti bletturinn á íslenzku þjóð- félagi. Auður. borgarstjóri mennta- mála og félagsmála, flutti til- lögu um að þar sem fyrir lægi skýrsla frá borgarlækni (bráða- birgðaskýrsla) um húsnæðis- málin væri tillögu Alfreðs Gíslasonar vísað frá. íhaldsfulltrúarnir 10 sam- þykktu frávísunartillöguna, en gegn henni greiddu atkvæði Alþýðubandalagsmennirnir 3 og Framsóknarfulltrúinn, ■— en Magnús elíefti limur bæjar- stjórnaríhaldsins fór hjá sér og sat hjá! Daggföld hækka Framh. af 12. síðu gær, að stjórn ríkisspítalanna hefði ekki gert neinar beinar tillögur nú um hækkun dag- gjalda, þar eð ráðuneytið hefði tekið á'kvörðun um þau í sínar hendur. 1 fyrra hefði spítala- stjórnin lagt til að daggjöld á Landsspítalanum yrðu 140 kr. vegna síaukinna útgjalda. I upphafi þess árs (1959) voru gjöldin ákveðin '130 kr. í Lands spítalanum og 90 kr. 'í öðrum ríkisspítölum, en þau voru nokkru síðar lækkuð í 120 og 85 kr. Hafa gjöldin síðan verið óbreytt þar til nú. Framkvæmdastjórinn kvað beinan kostnað við hvern sjúk- ling i ríkisspítölunum hafa numið 281 kr. á dag sl. ár. Gerði hann ráð fyrir að dags- kostnaðurinn kæmist upp í 320 i kr. á þessu ári. Blikksmiðír mófmœla hinni stórfelldu kjararýrnun A aðalfundi Félags blikk- smiða, sem haldinn var fyrir n,okkru var gerð eftirfarandi samþykkt með samhljóða at- kvæðum: „Aðalfundur í Félagi blikk- smiða í Reykjavík, haldinn að Þórsgötu 1, 19. febrúar 1960, samþykkir mótmæli gegn hin- um nýju lögum um efnahags- mál, er samþykkt voru í dag á Alþingl. Fundurinn telur að í lögnm þessum felist stórfelld kjararýrnun, nú þegar dýrtíð- in eykst stórlega og vísitalan, — sem verið hefur hið eina sem bætt hefur — að nokkru — dýrtíðaraukningu undan- farinna ára — er nú numin burt með Iagaboði". Stjórn félagsins varð sjálf- kjörin, en hana skipa: Magnús Magnússon, formaður, Guðjón J. Brynjólfsson. ritari og Ölafur Á. Jóhannesson, gjaldkeri. Vara- stjórn skipa: Einar Finnboga- son og Þórður Sveinbjörnsson. Trúnaðarmannaráð skipa auk stjórnar og varastjórnar: Ásgeir Matthiasson og Bjarni Heígason. Söluskatfurinn þriðja risaskrefið Framh. af 12. síðu isstjórnarinnar voru nánast ekki annað en vífillengjur, t.d. að ekki hefði verið búið að ákveða hvort skatturinn væri 3 eða 4% að undanþágurnar hefðu reynzt fleiri en áætlað var, og svo síð- ast en ekki sízt að nú væri sýnt að skatturinn kæmi ekki nema á þrjá ársfjórðunga þessa árs! Hentu alþingismenn einkum gaman að þessari síðustu ,,rök- semd“ fjármálaráðherra fyrir reikningsskekkjunni miklu, og töldu að svo einfaldan hlut hefðu þó sprenglærðir hagfræð- ingar og ráðherrarnir sjálfir átt að geta séð fyrir. Fullyrðingar Gunnars um að engin skekkja hefði fundizt í útreikningunum varð ekki vel sannfærandi, þegar ekki var sterkari afsökun til að dreifa. Álöguíargan og fljótræði. Alfreð Gíslason sýndi fram á óheilindi ríkisstjórnarinnar og svikin loforð í sambandi við á- lagningu söluskattsins. Lauk hann ræðu sinni á þessa leið: Ilér er um að ræða eitt stærsta og mesta skattpín- ingarfrumvarp sem nokkru sinni hefur verið lagt fram á Alþingi. Með þeim ráð- stöfpnum sem í því felast er ríkissjóði áætlaðar fimm- hundruð milljónir króna að minnsta kosti en enginn hef- ur hugmynd um hve miklu hærri upphæðin er sem al- menningur í landinu, neyt- endurnir, verða að borga. Þessar ráðstafanir eru gerð- ar í flaustri og ekkert hirt um að vanda til verksins, svo er ríkisstjórninni brátt í brók með skattpíninguna. Hvers má vænta af slíku hugarfari og hér birtizt og þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð éru, er ekki vandséð — það er ills eins. Enginn veit þó nú hvc miklu illu þetta álögufargan og þetta fljótræði getur kom- ið til Ieiðar. Úr því verður reynslan að skera. Framsókn einnig andvíg frumvarpinu. Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins, Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson töluðu einn- ig gegn frumvarpinu og deildu á ríkisstjórnina fyrir óáreiðan- leik og' skattpíningu. Svaraði Gunnar stuttlega og lauk 1. um- ræðu á fimmta tímanum. Var skotið á fundi kl. 5 og málinu vísað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar. Vlál og menning Framh. af 12. síðu Jón Óskar birtir þýðingar á 1 jóðum ' eftir nóbelsverðlauna- skáldið Quasimodo. Mest rúm í heftinu skipar IJppskera lyginnar, draugasaga úr Reykjavík samtímans eftir Þórberg Þórðarson. Hannes Sigfússon skrifar grein sem hann nefnir Bók- menntir í blindgötu. Hermann Pálsson skrifar um Hvítra- mannaland íslenzkra fornbók- mennta og Sverrir Kristjánsson um bréfaskipti Matthíasar Joclmmssonar við Geoi'g Brand- es. — Þýdd grein er um Laos og þýtt viðtal ritstjóra banda- ríska bókmenntavikurits við Ehrenburg. Elías Mar, Þórar- inn Guðnason, Bjarni Einars- son og Jakob Benediktsson skrifa um bækur. HEIMILISÞ ATTUR Undln fiskflök 1 kg. rauðspretta eða l'/, kg. þorskur, 1 1 vatn 2—3 lauk- sneiðar, 2 tsk. salt, y2 lár- viðarlauf, 6 piparkorn, bein, hausar, roð og uggar. Flakið fiskinn og skolið bein, hausa, roð og ugga vel úr köldu vatni. Látið það í pott- inn og hellið köldu vatni yfir. Látið suðuna koma hægt upp. Veiðið froðuna ofan af og bæt- ið kryddinu út í, látið sjóða hægt í 20—30 mín. Flökin: Vindið flökin upp og stingið í þau tréprjóni. Reisið rúllurn- urnar upp á endann og legg- ið þær í flatbotnaðan pott, smurðan með smjörlíki. Iiell- ið soðinu af úrganginum og látið sjóða mjög- hægt. Flskgratín 3 msk. smjörlíki,. 3 msk. hvciti, 4 dl soð og mjólk, 2 egg, salt, pipar, 300 gr. soð- inn fiskur (fiskleifar). í rnót- ið >4 msk. af smjörlíki. Bakið upp jafning og látið hann kólna. Bætið eggjarauð- unum út í einni og einni í einu og hrærið vel í. Hreinsið öll bein vandlega úr fiskinum. Þeytið síðan eggjahvíturnar og blandið þeim í jafninginn. Leggið jafning og fisk í lög- um í eldfast fat eða mót. Strá- ið brauðmylsnu yfir. Bakist í V2. — % klst. Blanda má græn- meti í fiskinn. miiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' iiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii Útvatnið síldina yfir nótt. Leggið síldarflökin í örlítið kalt vatn í flatbotna pott eða mót og látið suðuna koma upp. Skerið harðsoðin eggin í sneið- ar og bræðið smjörið. Leggið síðan flökin á heitt fat og helí- ið smjöri yfir og skreytið fat- ið' síðan með eggjasneiðunum. Salffisk- frikasé 500 gr. saltfiskur, 150 gr. gulrófur. 150 gr. gulrætur. Sósa 114 msk. smjörlíki, 2 msk. hveiti, 1*4 dl. græn- metissoð, 3 dl. mjólk, söxud steinselja. Roðflettið fiskinn og skerið í bita og sjóðið. Sjóðið gulróíur og gulrætur sér í bitum. Jafn- ið sósuna, sem gerð er úr soð- inu. Leggið fisk og' grænmetið á fat og hellið sósunni yfir. SaltsíEdar- flök 2 saltar sildar, 1 egg, 3—4 msk. smjör og smjörlíki. 114 msk. feiti, 2 msk. hveiti, 4 dl fisk — grænmetis- eða kjötsoð, salt, pipar, sykur. Síið soðið og bræðið feitina. jafnið hveitinu veL saman' við brædda feitina. Vætið síðan ör- lítið með soðinu og smám sam- an meira og meira. Látið suð- una alltaf koma upp á milli. Ef sósan aðskilur sig má' bæta örlitlu af köldu‘vatni í hana og hræra það hratt saman við. Notið sleif sem íylgir botnin- um vel. 114 msk. feiti, 2 msk. hveiti, 4 dl. fisksoð, pipar, salt og sykur, 2—3 msk. tómatlögur. Bræðið feitina og jafnið hveitinu saman við. Þynnið með soðinu. Látið suðuna koma vel upp á milli. Vorfrakká ár bémullarefni Þessi skemm'filegi ítalski frakki er saumaður úr ósköp venju- Segu bómullarefni. Liturinn er grábrúnn og sniðið þannig, að írákkann er liægt að nota við öll tækifæri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.