Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.03.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. marz 1960 ÞJÖÐVILJINN (3 éá s:iz niH m m Ini! M íít Ifiií *«« 111 Sba ES aSsÆjí aa* u.tp m i Ritstjóri: Frímann Helgcson Handknattleiksmótið: FH er líklegur sig- urvegarl í 2. Ilokkl Eins og áður hefur verið frá sagt, fer lokakeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu fram 1 Chile í Suður-Ameríku 1962. Um síðustu mánaðamót kom stjórn Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins saman í Basel í Sviss til þess að raða niður leikjum þjóða þeirra, sem tilkynnt höfðu þátttöku sína í keppninni, og er þar aðeins um að ræða for- keppnina, eða þann • hluta sem sker úr um það hvaða 14 lönd fara svo í lokakeppnina í Chile. Að þessu sinni munu 56 lönd taka þátt í keppninni, en 60 lönd tilkynntu þátttöku. Fjögur lönd uppfylltu ekki allar þær kröfur sem til þeirra voru ger.ð- ar og fengu því ekki að taka þátt í keppninni. Lönd þessi voru írak, Filippseyjar, Norður- Kórea og Tahiti. Undirbúningskeppnin á að hefjast í haust og lýkur þegar 14 lönd eru eftir, en þau fara síðar til Chile. Alls taka 16 lönd þátt í . lokakeppninni þar. Þau tvö lönd sem vantar eru land- ið sem sér um lokakeppnina, Chile, og það landið sem sigr- aði í síðustu HM-keppni í Sví- þjóð, Brasilía, en þau keppa ekki í undirbúningskeppninni. Ákveðið var að allir leikir undirbúningskeppninnar skuli hafa farið fram fj'rir 31. des 1961. Austurhveli jarðar, ef svo mætti segja, er skipt í 10 keppn- ishópa, og keppir hvert land tvisvar, eða heiman og heima, og sá sem vinnur í hverjum hóp tryggir sér för til Chile 1961. Löndin skiptast þannig niður í hópana: Hópur 1: Sviþjóð, Belgía og Sviss. Hópur 2: Frakkland, Búlgaría og Finnland. Hópur 3: Vestur-Þýzkaland, Norður-írland og Grikkland. Hópur 4: Ungverjaland, Hol- land og Austur-Þýzkaland. Hópur 5; Sovétríkin, Tyrk- land og Noregur. Hópur 6: England, Portúgal og Lúxemburg. Hópur 7. ítalía, Rúmenía, og sigurvegarinn í „smá“-hópnum: Kýpur, ísrael og Ethiopia. Hópur 8: Tékkóslóvakía, Skot- land og írland. Hópur 9: Spánn, Wales og sig- urvegarinn úr „smá“-hópnum: Túnis, Marokkó, Sameinaða Ar- abalýðveldið, Súdan, Ghana og Nígería. Hópur 10: Júgóslavía, Pólland Og sigurvegarinn úr keppninni: Japan, Indónesía og Suður-Kór- ea. Vesturhvelinu er aftur á móti þannig skipt: Ilópur 1: Ai-gentína og Ecuad- or. Hópur 2: Uruguay og Bolivía. Hópur 3: Kolombía og Paragu- ay. Hópur 4: Peru og bezta liðið úr keppninni í Mið-Ameríku- hópnum; Mexíkó, Bandaríkin. Kanada, Guataemala, Costa Rico, Suriname og Antille. Misjafnt skipt? í tilefni af niðurröðun þessari hafa heyrzt raddir í erlendum blöðum um það að það virðist sem menn séu ekki náægðir með það hvernig löndum er skipað saman. Þannig er sagt að England hljóti að hafa góðan aðgang að þeim háu herrum í FIFA, þar sem þeir er.u í hópi liða þar sem þeir geta fyrirhafnarlítið far- ið í gegnum keppnina. Á það er bent að enska landsliðið hafi ekki staðið sig neitt vel í síð- ustu heimsmeistarakeppni. Á það er líka bent að ef borin er saman hópur nr. 4 má vart á milli sjá, en þar eru Ungverja- land, Holland og Austur-Þýzka- land. í sambandi við heimsmeist- arakeppnina 1958 var mikið um það rætt að ekki væri eðlilegt að fjögur lið kæmu frá Bret- landseyjum. Það eðlilega væri að þau væru í hóp ef þau vilja vera hvert út af fyrir sig í al- þjóðlegri keppni og berðust inn- byrðis og út úr. því kæmi svo eitt lið frá Bretlandseyjum. Af einhverjum ástæðum hefur þetta ekki verið tekið fyrir og það framkvæmt á þann hátt og get- ur nú svo farið, eins og 1958, að öll fjögur liðin Ehgland, Skot- land, Wales og Norður-írland lendi í úrslitakeppninni. Þetta er óeðlilegt og ekki sízt á meðan verið er að stofna smá-keppnis- hópa þar sem sigurvegarinn á að koma í keppni með stærri löndum. Það vekur nokkra athygli að Danmörk er ekki með í keppni þessari, og þó var það svo að Danmörk komst til Rómar eft- ir sigurinn yfir Noregi og ís- landi. Sumum finnst þetta dá- lítið skrítið, því að leikir þessir hafa yfirleitt gefið góðar tekjur. Norðmenn fá Rússana og Tyrk- ina og búast þeir ekki við að komast langt, og sama er um Finnland að segja, sem er í hóp með Búlgaríu og Frakklandi, það hefur litla möguleika. Aftur á_ móti er ekki ósenni- legt að Svíþjóð geti tryggt sér ferð til Chile. Þó eru bæði þessi lönd talin erfið viðureignar heima; og er skemmst að minn- ast að Frakkland tapaði fyrir Belgíu nú fyrir stuttu. Heimsmeistaramót í knatt- spyrnu er ekkert smáiyrirtæki, og veltir það mörgum milljón- um króna um heim allan. Eins og fyrr segir verður því lokið á árinu 1962 og hafa þegar verið ákveðnir síðustu leikir þess í Chile, en það er: Undanúrslit 13. júlí, leikur- inn um 3. og 4. sæti 16. júlí, og úrslitaleikurinn ver.ður 17. júlí eftir rúm tvö ár. Handknattleiksmótinu var haldið áfram á miðvikudaginn var, og fóru þá fram fjórir leik- ir, þrír urðu jafntefli, FH vann Val með yfirburðum, en lið KR í 2. fl. B. kom ekki til leiks og fengu Víkingar því bæði stigin fyrirhafnarlititð. 2. fl. B. Þróttur — Valur 7:7 Eftir því hvernig iiðin* byrj uðu kom jafntefli á óvart. Þróttur var kominn í 3:0 þegar Valsmenn skoruðu fyrsta mark- ið. Þróttur hafði frumkvæðið leiknum og í hálfleik stóðu leik- ar 4:2 fyrir Þrótt. í síðari hálf- leik sóttu Valsmenn sig, án þess að manni virtist að þeir næðu verulegum tökum á leikn um, og þeir jöfnuðu 5:5. Þrótt- arar komust enn tvö mörk yfir eða 7:5, en í lokaspretti jöfnuðu þeir aftur. Þrátt fyrir jafntefl- ið voru Þróttarar heldur betri og þeir geta sýnilega meira en þeir. sýndu. 2. fl. A.: Þróttur — Ármann 9:9 Bæði þessi lið eru mjög' vel leikandi og ætti Þróttur með John Thomas stekkur 2,18 m í hástökki imianhúss 25 áta gamalt mef Jesse Owens í langstökki innanhúss bætt um 1 sm svona annan flokk A og B að geta áður en langt um liður orð- ið forustufélag í hahdknattíéik. ef rétt er að staðið. í þessum 'leik hafði Þróttur yfirleitt íor- ustuna úm mörk þar til í síð- ari hálfleik að þeim ■ ókst að jafna 6:6 rétt eftir hlé. Ármenningar tóku góðan enda- sprett og skoruðu tvö síðustu mörkin. Þróttur var samt nær því að sigra í leiknum. Bæði lið- in höfðu nokkurn hraða en ekki nægan miðað við þá getu sem þau ráða yfir, og því ekki að temja sér hraða á þessum aldri? Jolin Tliomas stekkur yfir þverslána. Innanhússmeistaramót Banda- ríkjanna í frjálsum íþróttum fór fram fyrir nokkru og náð- ist góður árangur í ýmsum gr.ein- um. Mótið fór fram í Madison Square Garden í New York, og þangað komu 14.000 áhorfendur. Árangur hins 18 ára gamla, þeldökka hástökkvara John Thom- as vakti mesta athygli, en hann stökk 2,18,5 m., nákvæmlega mælt. Hann bætti heimsmet sitt í í hástökki innanhúss um 1,3 sm. í iangstökki bætti Ivrin Robertson hið 25 ára gamla inn- anhússmet Jessie Owens um einn sm, stökk 7,86 m. Metið sem Owens setti í langstökki úti á OL í Berlín 1936 og er 8,13 m stendur enn. Ástralíumaðurinn A1 Lawrence hljóp 3 mílur á 13,26,4 og er það bezti tími sem náðst hefur þeirri vegalengd. Úrslit urðu: 60 jarda • hlaup: Paul Winder 6,1, 600 jarda hlaup: Tom Murpy 2,11,7, 1000 jarda hlaup: Weisiger 2,18.8. 1 míla: Coleman 4,09,3. 3 mílur: (4828 m) A1 Lawrence (Ástralíu) 13,26,4. 60 m grindahlaup: Keyes Jones 7,1 sek.,' Hástökk: John Thomas 2,18, næstir komu Stig Petter- son frá Svíþjóð og Dick Rikards- son með 2,05. Stangarstökk: Don Bregg 4.69 m, og Gutowski stökk 4,59. Langstökk: Ivrin Robertson 7.86. Kúluvarp: Parry O’Brien 18,79. „Vigt“-kast (Þunginn er 15,8 kg.) vann Harold Connolly 21,70 sem er bezti árangur þessari grein, sem náðst hefur í heiminum. Víkingur og Fram 2. flokkur A, 15:15 Til að byrja með var leikurinn mjög jafn, en Fram þó heldur í forustu með mörkin, en mun- aði ekki miklu. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu þeir góð- um tökum á Víkingum og skor- uðu af kappi í lok hálfleiksins (11:7), og eftir hlé kom 12. mark Fram. Manni fannst að sigur Fram væri tryggður, en það fór á annan veg. Víkingar urðu nú aðgangssamari við Fram en áður og tókst mjög vel að leika inn á línu og skora og þeir áttu líka langskot ef með þurfti. Fram átti einnig góðar lang- skyttur og jdirleitt góðan leik, en þeir réðu ekki við Víking- ana, þeir sköruðu hvað eftir annað og höfðu jafnað á 13:13. Við það jókst spenningurinn. Síðan kom 14:14 og rétt f.vrir leikslok skorar Fram 15. mark- ið. Svo fór. þó að Víkingar iöfnuðu rétt áður en tíminn var búinn. Urðu það satt að segja óvænt úrslit. Bæði liðin lékú yfirieitt vel og sýndu góðan handknattleik. FH vann Val 21:12 Hinir ungu Hafnfirðingar byrjuðu með slíkum hraða að varla mun sjálfur meistaraflokk- ur FH hafa gert betur í því efnl, og þeir réðu við hraðann. Þetta fór alveg með Valsmenn sem ekki vissu hvaðan á sig stóð veðrið. Þegar nokkuð var liðið a leikinn stóðu leikar 8:1 fyrir FH. Valsmenn náðu góðum enda- spretti í hálfleiknum og skoruðu 3 mörk í viðbót og leikstaðan var 9:4. Síðari hálfleikur var nokkuð jafnari, þó Valsmönnum tækist aldrei að ógna Hafnfirðingunum. FH-liðið er í sérflokki í öðrum flokki og það virðist sem meist- araflokkur FH þurfi ekki að hafa áhyggjur í framtíðinni með það að endurnýja sig. Þetta iið er því langlíklegast til þess að vinna annarsflokks mótið i karlaflokki. Dómárar voru Frímann Gunn- laugsson, Valur Benediktsson og Axel Sigurðsson og dæmdu all- ir mjög' vel, þeir voru samtaka um það að víta stjak, búkspenn- ur og fleira sem víta þarf og settu menn í „skammarkrókinn“ við og við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.