Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22 marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hver rotta veldur þásond króna tjóni á ári Japanir hafa lýst yfir styrjöld á hendur rottunum í Tokio. Þetta skeöur einmitt á „ári rottunnar“, sem nú er nýbyrjaö samkvæmt hinu forna dýraalmanaki Austur- Asíu. Styrjaldarástæöan er: Rotturnar éta of mikiö. Sam- kvæmt áliti rottusérfræðinga, veldur hver rotta í borginni ijóni, er nemur aö minnsta kosti sem svarar eitt þúsund ísienzkum krónum. Auðvitað hefur enginn talið rotturnar í Tokio nákvæmlega'. Sérfræðingar álíta hins vegar að þær séu ekki færri en þrjár á hvern íbúa. Tokio hefur níu milijónir íbúa. Það bendir til þess að í borginni séu eigi færri en 27 milljónir af rottum, og það þykir borgarbúum of mikið. Samkvæmt þessu valda rott- urnar í borginni tjóni, eem nemur 27 milijörðum ísl. kr. Yfirvöldunum þykir að vonum blóðugt að slík verðmæti skuli verða rottunum að bráð. Fyn ir 27 milljarða kr. væri hægt að gera miklar framkvæmdir í borginni. Það mætti t.d- reisa veglega, sjálfvirka sorpeyðingarstöð Miiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii E í Bandaríkjunum eru 17 = = milljónir manna, sem að = E mestu Ieyti verða að lií’a = = án verndar laga og' réttar = E vegna þess að þeir hafa = 5 Seyít sér þá ósvinnu að = = fæðast með öðrum hör- E E un,dslit. en hin hvíta herra- = = þjóð. Þessi mynd er frá E E ríkinu Suður-Carolina, og = = er hún tekin í fangelsis- = E garðinum í borginni Or- = = ang'ebi^rg, þar sem rúm = = lega 450 negrar eru í fang- E E elsi fyrir „brot á friði“. = = F'estir hinna fangelsuðu E E eru stúdentar. = = Bandarísk yfirvöld kalla E E það „brot gegn friði“, ef = = negrar fara í þöglar kröfu- = = göngur til þess að bera E = fram aðeins þá einu kröfu = = að stjórnarskrá Bandaríkj E E anna, sem kveður á um E = frelsi og jafnréttí, verði = = höfð í heiðri. = fyrir þetta fé. Þá væri hægt að koma matar’eifum og öðru rus’.i fyrir á tryggan liátt, í stað þess að ala rotturnar á því. Cllu sliku er hinsvegar kastað í göturennurnar í flest- um hverfum borgarinnar. Sorp- hreinsun er naumast önnur en Jón Leifs hefur farið þess á leit við útvarpsstjóra að rann- sakað verði hvarf úr vörzlum útvarpsins á upptökum tónverka eftir hann og fleiri íslenzk tón- skáld. Telur Jón að augljóst sé ,,að hér. sé ekki aðeins um kæru- leysi fyrrverandi forráðamanna tónlistarmála útvarpsins (að ræða) heldur einn þáttinn í langvarandi ásetningi þeirra til að hindra kynningu íslenzkrar I tónlistar". r 1 r' 1 Með þyrlum til borgarinnar á liafinu og í gær Kluk'kan 20.44 í gærkvöld var slökkviliðið kvatt að Bræðraparti við Engjaveg. Hafði kviknað þar í bíl og bíl- skúr. Var verið að vinna við bílinn með logsuðutækjum og komst neistj í benzín. Talsverð- E ar skemmdir urðu á bílnum = i vegna eldsins, en skúrinn skemmdist lítið. sú að öldungar fara um stræt- in öðru hvoru með handvagna og hreinsa rusl. Úrgangurinn er grafinn í húsagörðum eða kastað á göturnar, og þess- vegna verða rotturnar feitar og eykur viðkomuna. Eftir að rcttusérfræðingarn- ir höfðu reiknað út skaðann, sem rotturnar valda, fóru borgaryfirvöldin að velta þess- um upphæðum fjmir sér. Þeir komust að því, að á síðustu tíu árum höfðu rotturnar kost- að bogina 270 milljónir króna. Fyrir þá upphæð mætti gera fullkomið sorpleiðslukerfi og sorpeyðingarstöð fyrir alla Tokio-borg. Eftir flestum íbúðagötum Tokio renna hins- vegar nú sorplæk’r, þar sem ’ allskonar saur og óþverri flýt-' ur, eins og tíðkaðist í Evrópu | fyrir mörgum öldum. Á sumr- in leggur mikin ódaun frá þess- um lækjum, eins og nærri má geta. Stríðsyfirlýsing Borgaryfirvöldunum blöskraði ástandið eftir að sérfræðing- arnir höfðu skilað áliti. Þeir| fylltust vígmóði og ákváðu að, fara í stríð við rottumar- i Stofnaður hefur verið sérstak- ur her í borginni með öllum tignarstöðum sem tíðkast í venjulegum styrjaldarher. Varalið hefur einnig verið stofnað til þess að taka þátt í rottustríðinu ef á þarf að halda. Vopnin eru dálítið frá- brugðin því, sem tíðkast þeg- ar menn vega hvern annan. Al- gengustu vopnin verða gas- og eíturvopn, ásamt margskonar gildrum — yfirherstjóm rottu- eyðingarhersins hefur hafið mikinn áróður til þess að fá stuðning allrar þjóðarinnar í styrjöldinni. Til þess eru not- uð blöð og útvarp og mörg önnur áróðurstæki. Teknar liafa verið upp áætlunarferðir með þyrlum milli margra 1,‘iaða í Sovétríkjunum. T.d. er flogið með slíkum l'arartækjum milli Baku og Aserhajdan til olíubæjarins í hafinu „Neftjanic Kamni“. Þessi borg er byggð langt óti í Kaspíahafinu og standa byggingar allar á staurum, Þarna er unnin olía með því að bora eKir henni niður í liafsbotninn. Þyrlurnar hal.i reynzt mikil samgöngubót fyrir olíubæinn á haíinu. Flug- ferðin til Baku tekur aðeins 30 mínútur. I Baku liefur verið reist sérs,'lök lendingarstöð fyrir þyrlur. Þaðan er einnig flogið með þyrlum til „spútnikbæjarins“ Sumgajt. Tólf mílna landhelgin Framhald af 1. síðu Fréttaritari ríkisútvarpsins I Genf skýrði frá því í gær að Helgi P. Briem, sendiherra í Vestur-Þýzkalandi. hefði tek- ið sæti í íslenzku sendinefnd- inni. Lúðvík Jóseosson fer til Genfar í dag, en hann hefur ekki komizt fyrr vegna þings Sósíalistaflokksins. Breytt Kanadatillaga ? Brezk blöð skrifa mikið um Genfarráðstefnuna. í einu þeirra, Journal of Commerce í Liverpool, er það haft eftir ^ulltrúa Kanada, að tillaga Kanada um sex mílna land- helgi og sex mílna fiskveiði- lögsðgu til viðbótar sé sú eina sem líkleart sé að nái fram að ganga Fréttamaður blaðsins bætir því við að hevrzt hafi að Kanadamenn muni ætla áð breyta tillögu sinni nokkuð frá því sem hún var á ráðstefn- unni 1958, þannig að hinn ■svonefndi „sögulegi réttúr ‘ yrði viðurkenndur að vissu marki, en þó um leið ákveðið að hann skuli falla smám sarr:- an úr gildi á vissu árabili. Is- lendingar myndu að sjálfsögðu ekki geta stutt tillögu Kanada, einsog þeir hafa áður gert, ef. henni verður breytt þannig. Drukknaði í Keflavíkurhöfn Lík Sigurjóns Sigurðssonar, sem hvarf í Keílavík á dögun- um, fannst í höfninni par sl. laugardag. Kafari var fenginn til aj kafa við hafnargarðinn, þar sem síð- ast sást til Sigurjóns heitins, óg' fann hann líkið eftir skamma leit laust fyrir kl. 2 síðdegis á laugardaginn. Skákkvöld I Silfarfunglinu í kvöld kl 9 hefst í Silfur- tunglinu nýbreytni í skákl'fi hér á lantfi. Er það skákkvöld. sem Freysteinn Þorbergsson annast. um, og er ætlunin, að þau verði ileiri, ef undirtektir almennings verða góðar. Öllum er heimi;! aðgangur gegn vægu gjaldi. A. stórum veggborðum verða sýnc!- ,ar skákir, endatöfl og sitthva) fleira til skemmtunar og þjáli’- unar fyrir skákmenn aí ýmsum styrkleikagráðum. Freysteinn mun einnig flytjc fréttir af éinvíginu um 'heims- meistaratitilinn í skák. sem frai ' íer í Moskvu um þessar rpund- ir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.